Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. febr. 1962 MOBCXJTSBL 4ÐIÐ 9 •:•-.•.•.•.•:•;.• •;•••• ; •••:■: • •• ••••••• •'•• •:•••:••■•■ Frá setningn Fiskiþings. Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri og Emii Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra. Janúarvertíöin ein- kenndist af ógæftum Landlega liefur nu staðið á aðra viku JANÚARMÁNUÐUR einkenndist af miklum ógæftum á vertíðinni sunnanlands og hafa bátar ekki getað róið nema nokkra róðra. Afli hefur því verið minni víð- asthvar en í janúarmánuði í fyrra. Um 300 bátar stunda vertið frá höfnum frá Hornafirði til Stykkishólms. Mbl. aflaði sér upp lýsinga hjá fréttariturum sínum á nokkrum helztu útgerðarstöð- unum sunnanlands og fara þær hér á eftir. AKRANESI. — Heildarsíld- veiðin hér hjá hringnótabát- tinum í janúarmánuði var 18,976 tunnur. Fyrst í janúar og fram eftir mánuðinum voru bátarnir 13—14, sem stunduðu síldveið- arnar en í lok mánaðarins hafði þeim fækkað niður í 10. Sex daga gaf þeim á síldina í janúar í ár. Heildarsíldaraflinn í janúar í fyrra var 30,180 tunnur. Átta daga gaf þeim á síldina þá. 1 janúarmánuði á þessu ári hafa átta línubátar farið 47 róðra og aflað í þeim 212 lestir. Afla- hæstur var Ásmundur, sem fisk- aði 41 tonn í 9 róðrum. í janúar í fyrra stóð verkfall yfir hér hjá línubátamönnum og fékkst því enginn fiskur á línu í þeim mán- uði. — Oddur. •Á HELLISSANDI. — Gæftir hafa hér verið mjög slæmar og hafa bátarnir nú ekki róið í é aðra viku samfleytt. Hafa bát- ernir oft og tíðum ekki getað sótt venjuleg mið vegna veðurs' eftir að vertið hófst. jafnvel þótt þeir hafi farið á sjó. Heildarafli fimm báta í janúar var 416 % tonn í 71 róðri. Afla- hæst var Skarðsvík með 120 Vz lest í 17 róðrum og þá Sæborg með 76 lestir í 13 róðrum. Hjá hinum þremur var aflinn 70—75 lestir. — Menn eru nú orðnir leið ir mjög á þessum veðraham, enda ekkert hér að starfa þegar bátarnir komast ekki á sjóinn. — R. Ó. ★ GRINDAVfK. — 19 bátar fengu samtals í janúar 605 lestir í 109 róðrum. Á sama tíma í fyrra fengu einnig 19 bátar I 850 Vz lest í 125 róðrum. í fyrra I var Þorkatla hæst með 95 lestir | í 10 róðrum en nú er Máni hæst- ur með 64,6 lestir í 9 róðrum. I Vonin hefur 59,8 lestir í 10 róðr- I um, Arnfirðingur 50.3 í 9 róðrum, j Flóaklettur 49,4 lestir í 9 róðrum, | Þorsteinn 47,5 lestir í 9 róðrum, Hafrenningur 42,7 lestir í 9 róðr- um, Sæfaxi 42,1 lest í 6 róðrum og Guðjón Einarsson 40,8 í 9 róðr um. Auk þessa hafa þrír minni bátar fengið samtals 34 y2 lest í 13 róðrum. Ekki hefur verið róið undan- farna daga, og voru gæftir yfir- leitt mjög lélegar í janúar. ★ ÞORLÁKS HÖFN. — Þrír bátar voru tilbúnir að hefja róðra í byrjun janúar. en vegna ógæfta var ekki hægt að byrja fyrr en 6. janúar. Síðan hafa ógæftir verið miklar. mesti róðra fjöldi báta 11 róðrar í janúar. Afli bátanna er þessi: Þorlákur II 54 lestir í 11 róðrum, Friðrík Sigurðsson 43 lestir i 11 róðrum, Klængur 40 lestir í 9 róðrum, Viktóría 40 lestir í 7 róðrum, Faxi 22 lestir í sex róðrum. Landlega hefur nú verið í 9 daga samfleytt og vond spá fram undan. í janúar í fyrra var ekkert róið vegna þess, að ekki var samið við sjómenn fyrr en 25. jan. og róðrar hófust ekki fyrr en í febrúar. — Næstu daga bætast 3 bátar við, Páll Jónsson, ísleifur og Þorlákur. — Unnið er að því að útvega bát í stað Viktoríu þar sem hún verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi á síðari hluta vertíðar. Þá hefur Meitill h.f. vonir um þrjá báta til viðbótar, en ekki er endanlega búið að semja um það. Róa þá 11 bátar hér fyrir utan Viktoríu. — M. B. Á Vestmannaeyjum, 2. febrúar. Veðráttan hefir verið hér með eindæmum slæm það sem af er þessari vertíð og ógæftir því miklar. Hér er nú foráttubrim og veðurofsinn breytist sífellt allt frá suðaustri til vesturs. Bátarnir hér gátu ekki byrjað róðra fyrr en 6. janúar, þótt nokkrir væru tilbúnir til róðra um áramótin. Ógæftir hömluðu því. Yfir höfuð voru bátar nú fyrr búnir til veiða en oft áður. Er síðast var róið héðan, fyrir 10 dögum, vou bátarnir orðnir sem næst 50, sem teknir voru að stunda línuveiðar. Það er því næsta stuttur tími, sem bátar hafa getað róið í janúarmánuði. Aflabrögð hafa verið eftir at- vikum. hjá sumum allgóð eða allt upp í 155—16 lestir í róðri er bezt hefir gengið. Heildaraflinn í mánuðinum var um 1800 lestir 'hér í Eyjum. Menn eru hér leiðir yfir gæfta- leysi og þykir leitt að ganga um atvinnulausir. — Björn. ★ KEFLAVÍK. — f janúarmán ' uði stunduðu 25 bátar línu- veiðar frá Keflavík, fóru þeir alls 198 róðra og öfluðu 1133 lestir eða um 6 lestir að meðaltali í xóðri. Aflahæstur í janúar er Bjarmi, með 103 lestir í 13 róðr- um. 20 bátar stunduðu síldveiðar í Janúar og öfluðu 19320 tunnur. Um þessi mánaðamót hafa 11 þeirra hætt síldveiðum og tekið línu en 9 þeirra ætla að Teyna ( við síidina áfram þegar veður leyfir. í janúar í fyrra voru 27 bátar ( með linu og fóru þeir þá 245 róðra og öfluðu 1507 lestir og var meðalafli mjög svipaður, eða . um 6 lestir í róðri. — Þá var Guðfinnur hæstur með 98 lestir í 14 róðrum. Um miðjan janúar í fyrra hættu 8 bátar línuveiðum og fóru á síld framí miðjan febr. í janúar komu 30 stór flutn- ingaskip til Keflavíkur og tóku til útflutnings 4900 lestir af fiski, síld, fiskimjöli og Öðrum fisk- afurðum. ic Flutningur um Keflavíkur- höfn árið 1961: Á árinu var Iandað í Keflavíkurhöfn 50 þús. tonnum af fiski, þar með talin 19 þúsund tonn af síld, þetta afla- magn er um 8,5% af heildarafla landsmanna. Aflamagnið hefur aukizt um nær 50% frá árinu áður. 55 bátar munu stunda veiðar frá Keflayík á árinu 1962 og | koma í höfnina um 70—105 bátar J daglega, og eru þá smábátar ekki , taldir með. Mjög mikil þrengsli eru í höfninni, því bátar fara ört stækkandi og hafa á síðustu ár- um stækkað um 30% árlega. Sérstaklega eru þrengslin mikil þegar Sandgerðis- og Grindavík- ur hafnir lokast. Á Á árinu 1961 komu 344 stór flutningaskip til Keflavíkur og er það 38 skipum fleira en árið áður. ! Skip þessi fluttu til Keflavíkur um 151 þúsund tonn af vörum, i olíu, salt, timbur, sement og fl. | I Olía til Keflavíkurflugvallar | er langstærsti liðurinn í þessum aðflutningi. | Útflutningur á fiskafurðum nam 33500 tonnum, að útflutn- j | ingsverðmæti 360 milljón krónur, j sem er 12% af heildar útflutn- ' ingi landsmanna á fiskafurðum. 1 Útflutningurinn skiptist þannig j eftir tegundum: (Samsvarandi j tölur fyrir árið 1960, í svigum). Hraðfr. fisk- ur og síld 10046 tonn (12657) Saltfiskur 5515 — (6418) Skreið .. 1032 — (878) , Fisk- og síld- armjöl .. 7510 — (4534) Lýsi .... 1079 — (556) Ýmislegt 1505 — (1214) Salthrogn 10952 tunnur (10771) Saltsíld .. 34468 — (26876) Á saltsíld veiddri á árinu 1961 er ennþá ófarið talsvert mikið magn, sem reiknað verður til út- flutnings á þessu ári. Afli, sem landað er í Keflavík- INEýr kraftmeiri VOLVO 1962 Ný gerð af vél B 18 75 og 90 ha. 12 volta rafkerfi Asymmenetrisk ljós Öflugri hemlar Diskahemlar á AMAZON SPORT Öflugri tengsli Stærri miðstöð Nýtt litaúrval V e r ð : PV 544 Favorit kr. 159.500,00 Amazon 75 hp. — 195.000,00 Amazon 90 hp — 205.000,00 Innifalið í verðinu er: * Miðstöð * Þvottataiki fyrir framrúðu * Aurhlífar * Öryggisbelti Biðjið um myndalista. Cunnar Ásgeírsson hf. Suourlandsbraut 16. Sími 35200 ÞAÐ ERU ALLTAF FLEIRI sem sannfærast að það er hagkvæmt að hringja í síma 13407 ef rafmagns- tæki eða raflagnir eru í ólagi. INGÓLF ABRAHAMSEN Vesturgöíu 21 urhöfn hefur farið vaxandi með hverju ári og útflutningsmagnið einnig aukizt verulega og horfúr eru á að enn verði aukning á árinu 1962. — Ilelgi S. HÖFN, Hornafirði — Hornafjarð arbátar fóru aðeins 65 sjóferðir í janúarmiánuði. Heildarafli í mán uðinum varð 380 lestir af slægð um fiski með haus. Mestan afLa hefur Gissur hviti 83,4 lestir ' 11 sjóiferðbm. Næstir eru Ólafur Tryggvason með 75.6 lestir í 13 sjóferðum og Sigruifari 51,2 lestir í 9 sjóferðum. Hér hafa alltaf verið sífelldar ógæftir og ekk- ert róið í viku. — Gunnar. Kennsla LÆRIÐ ENSKU í ENGLANDI á hagkvæman og fljótlegan hátt í þægilegu hóteli við sjávar- síðuna. 5 Vz st. kennsla daglega. Frá «2.50 á dag (eða «150 á 1Z vikum), allt innifalið. Engin ald- urstakmörk. Alltaf opið. (Dover 20 km, London 100). The Regency, Ramsgate, Engiand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.