Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 16
16 MORGlHSm. AfílÐ Laugardagur 10. febr. 1962 50 þús. tonnum af fiski landað í Kefiavík 1961 Frá Alþingi Á FUNDI neðri deildar Alþingis í fyrrad. var tekið fyrir frumvarp Alfreðs Gíslasonar, bæjarstjóra, um breytingu á lögum um lands- höfn í Keflavíkurkaupstað og Njarðvikurhreppi. TVEIR I STAÐ EINS Alfreð Gíslason (S) gerði grein fyrir frumvarpinu og gat þess, að í gildandi lögum væri svo ákveðið að stjórn hafnarinnar skipi 5 menn, hafnarstjóri, skip- aður af ráðherra, og fjórir með- stjórnendur, þrír skipaðir af Al- þingi en einn af bæjarstjórn Keflavíkur og hreppsnefnd Njarð víkur. Vegna óánægju, sem ríkt hefur í báðum byggðarlögunum út af þessu ákvæði, að bæjar- stjórn og hreppsnefnd ráði að- eins kosningu eins manns í stjórn inni, sé þetta frumvarp flutt, en þ a ð felur í sér þá breytingu, að þrír stjórnarmeð limir skuli kosn- ir af Alþingi og tveir hlutfalls- kosningu af bæj gf arstjórn Kefla- iKB víkur og hrepps- i..kS? nefnd Njarðvík- urhrepps. Ráð- herra skipi svo formann stjórn- arinnar úr hópi stjórnarmanna. Hins vegar skuli hafnarstjóri ráð inn fastur starfsmaður hafnar- innar og skipaður af ráðherra. Skal hann hafa framkvæmda- stjórn og daglegan rekstur hafn- arinnar með höndum og hefur hann tillögurétt á fundum hafn- ar'Jórnar. MIK TFj ATAK NAUÐSYNLEGT Því næst kom flutningsmaður nokkuð inn á sögu landshafnar- innar og ræddi um mikilvægi hennar. Forsendur þess, að ríkis- sjóður rekur þessi mannvirki, séu þær, að skapa með því skil- yrði fyrir útgerð fiskibáta frá öðrum landshlutum á haust- og vetrarvertíð. Til þess að full- nægja þeirri þörf skorti mikið á. Höfnin er allt of lítil og mikið átak þarf til að koma henni í það horf, að hún geti íáð til- gangi sínum. Samkvæmt nefnd- aráliti um tíu ára framkvæmda- áætlun um hafnargerðir sé gert ráð fyrir, að verja til hafnar- framkvæmda þar um 38,6 millj. kr. á næstu tíu árum. En þær framkvæmdir mundu skapa ör- yggi fyrir 60 stærri báta og 25 smærri báta innan hafnarinnar á báðum stöðum. Taldi flutnings- maður, að þessi áætlun næði allt of skammt og benti á, að nú væru a.m.k. 55 bátar gerðir út frá Keflavík, en í höfninni væru daglega 70—105 bátar. Einstök heppni sé, að ekki skuli verða stórtjón á mönnum og skipum, þegar Grindavíkur- og Sand gerðishöfn lokast vegna brima og bátar leita vars í Keflavíkur- höfn, sem verður þá þeirra líf- höfn, þrátt fyrir slæma aðstöðu. HÖFNIN ÞARF AÐ STÆKKA Þessu næst gat flutningsmað- ur um tillögu landshafnarstjórn- ar 1959 þess efnis, að lögð verði áherzla á, að hægt verði að af- greiða við góð skilyrði 3 flutn- ingaskip samtímis, að hægt verði að afgreiða við góð skilyrði 25 fiskibáta að stærð allt að 150 tonn og a séð verði fyrir öruggu geymsluplássi innan hafnarinnar fyrir allt að 150 fiskibáta af stærðum 75—150 tonn. — Benti hann á, að á árinu 1961 hefði verið landað í Keflavíkurhöfn 50 þúsund tonnum af nýjum fiski, en það væri 50% aukning frá árinu áður og um 8,5% af heildarafla landsmanna á árinu. Út hefði verið flutt um 35,5 þús. tonn af fiski eða fyrir um 360 millj. kr. og það megi því teljast kraftaverk, að allur sá út- og innflutningur, sem fari um höfn- ina, skuli geta átt sér stað við núverandi aðstæður. Sfyrkir til háskólanáms og rannsöknarstarfa EINS og að undanförnu hlutu á síðastliðnu ári allmargir íslend- mgar erlenda styrki til háskóla- náms eða rannsóknarstarfa utan- iands. Fer hér á eftir yfirlit um þær styrkveitingar, sem mennta- málaráðuneytið hefur haft ein- hvers konar milligöngu um, m. a. í sambandi við auglýsingu styrkjanna og tillögur um val styrkþega. Styrkirnir hafa verið boðnir fram af stjórnarvöldum viðkomandi landa, nema annars sé getið. Finnland: Gunnar M. Jónsson, stúdent, hlaut styrk til náms í húsagerðarlist við Tæknihá- skólann í Helsinki. Ítalía: Guðmundur Karl Ás- björnsson hlaut styrk til að halda áfram myndlistarnámi við Accademia di Belle Arti e Liceo Artistico í Flórens. Noregur: Þór E. Jakobsson hlaut styrk til náms í veður- fræði við Osióarháskóla. Ráðstjórnarrikin: Á undanförn um árum hefur nokkrum íslenzk- a námsmönnum verið veitt skólavist í rússneskum háskólum. Þarlendir námsstyrkir hafa tíð- um fylgt skólavistinni. Síðastlið- ið haust hlaut Guðrún Finnboga- dóttir, stúdent, þar skólavist og styrk til tungumálanáms. Spánn: Álfrún Gunnlaugsdótt- ir hlaut styrk til að nema spænsku og önnur rómönsk mál, svö og spænskar bókmenntir. Svíþjóð: Kjartani Jóhannssyni, stúdent, var veittur styrkur til náms í byggingarverkfræði við Tækniháskólann í Stokkhólmi. Tékkóslóvakía: Gylfi Reykdal, stúdent, hlaut styrk til að nema skreytingarlist og graflist í Prag. Sambandslýðveldið Þýzkaland: Guðmundur Ólafs Guðmunds- son, stúdent, hlaut styrk til náms i efnafræði, Guðjón Guðmunds- son, Gylfi fsaksson og Haraldur Sveinbjörnsson til náms í bygg- ingaverkfræði, og Kristján Sæ- mundsson til náms í jarðfræði. Auk þess fengu á s.l. ári eftir- taldir riámsmenn í Sambandslýð veldinu Þyzkalandi framlengda fyrri styrki: Sveinbjörn Björnsson í eðlis- fræði, Þórir Einarsson í hag- fræði, Haukur Kristinsson, Óskar Maríusson Og Bragi Árnason í efnafræði, Bjarni Kristmundsson í byggingaverkfræði, Sigurður Björnsson til söngnáms, Björn Emilsson og Ágúst Karlsson til iðnfræðináms, Ögmundur Run- ólfsson til náms í fræðum, er 2úta að friðsamlegri nýtingu kjarnorku, Ólafur Sigurðsson í húsagerðarhst og Helgi Sæmunds son 1 vélaverkfræði. Styrki frá Alexander von Humboldt stofnuninni fyrir há- skólaárið 1961/62 hlutu Ragnar Árnason, verkfræðingur, til framhaldsnáms og rannsókna í landmælingum, Sigurður H. Lín- dal, lögfræðingur, til náms og rannsókna í germanskri réttar- sögu og Hrafn Tuliníus, cand. med., til framhaldsnáms og rann sókna í lífeðlisfræði. Vísindastyrki NATO hlutu: Ófeigur J ÓfeigssOn læknir, til framhaldsrannsókna á meðferð brunasára við Royal Infirmary í Glasgow, Erlendur Lárusson, fil. kand., til framhaldsnáms í stærð fræðilegri statistik við Stokk- hólmsháskóia, og Hjalti Þórar- insson, læknir, til framhalds- rannsókna á sviði brjóstholsskurð læKninga. Úr Minningarsjóði Harald Quin tus Bosz, Hollanidi, hlutu eftir- taldir men* styrki: Jóhann Axelsson til rannsókna á sviði lífefnafræði við lífefnafræði- deild Oxford-háskóla og Vil- hjálmur Skúlason til náms og rannsókna í lyfja-efnafræði Og lífefnafræði við háskólann í North Carolina, Bandaríkjunum. Námsstyrkir þeir, sem getið var hér að framan, eru yfirleitt veittir til eins skólaárs. Sumir þeirra voru boðnir fram gegn samskonar styrkveitingu af hálfa íslands, og enn aðra má telja endurgjald fyrir styrki, er menntamálaráðuneytið hefur áður veitt námsmönnum frá við- komandi löndum. Á þessu skóla- ári hefur ráðuneytið veitt eftir- töldum erlendum námsmönnum styrk til náms við Háskóla ís- iands í íslenzkri tungu, sögu ís- iands og bókmenntum: Frá Ástralíu: Jane Vaughan. Frá Bandaríkjunum: Annie-Jo Yates. Frá Bretlandi: Anthony Pearson. Frá Danmörku: Preben Meulengracht Sörensen. Frá Finn landi: Aune Enni Petro. Frá Færeyjum: Jóhan H. W. Poul. sen. Frá Japan: Sadao Morita. Frá Kanada: Harold Fr. Bjarna- son. Frá Kína: Lí Chih-Chang. Frá Noregi: Turid Taksdal. Frá Sambandslýðveldinu Þýzkalandi: Renate Pauli. Frá Svíþjóð: Inger Grönwald. (Frá Menntamálaráðuneytinu), Bréf sent Morgunblaðinu Um fréttatilkynningu stjórnar Áburðarverk- smiðjunnar Herra ritstjóri! Ríkisútvarpið og mörg blöð í Reykjavík hafa nýlega birt „fréttatilkynningu" frá Áburð- arverksmiðjunni hf, sem meiri hluti verksmiðjustjómarinnar hefir sett saman, en þann meiri hluta skipa þeir Halldór H. Jónsson, Kjartan Ólafsson, Pét- Selfoss — Hveragerði Hvers vegnia þj'ást menn? __Er hægt að skilja baráttuna milli góðs og ills Um ofanskráð efni talar Sveinn B. Johansen í Iðnaðarmannahúsinu, Selfossi, sunnudaginn 11. febr. kl. 20.30. f Hótel Hveragerði, miðviku- daginn 14. febr. kl. 20,30. Söngur og tónlist. Allir velkomnir. YFIRNÁTTÚR- LEG FYRIRBÆRI — uppruni þeirra og tilgangur nefn ist erindi er Júlí- us Guðmundsson flytur í Aðvent- kirkjunni, sunniu daginn 11. febr. kl. 5 eftir hádegi. Blandaður kór og tvöfaldur karla- kvartett syngja. Allir velkomnir. ur Gunnarsson og Vilhjálmur Þór. Ég átti ekki samleið með þeim um þessa „fréttatilkynn- ingu“ og hafa útvarpið og blöðin látið þess getið samkv. ósk minni. Ég taldi að ekki væri neitt sérstakt tilefni fyrir hendi um slíka fréttatilkynningu og gat ekki heldur fallizt á efni hennar né orðalag. Helztu atriðin, sem sagt er frá í tilkynningunni, eru: 1. Að ráðherra hafi falið Áburðarverksmiðjunni hf. rekst- ur Áburðarsölu ríkisins, en það var tilkynnt fyrir þremur mán- uðum og því með öllu óþarft nú. — 2. Að „ítarleg" athugun hafi verið gerð um hagkvæmni þess að flytja áburðinn ósekkjaðan til landsins. Um það var engin fréttatilkynning nauðsynleg, en hitt hefði verið æskilegra að athugunargerðin sjálf hefði ver- ið birt, svo menn gætu sjálfir gert sér þess greín hvernig hún var og hvað í henni fólst, en hún var mjög lausleg og lít- ið til hennar vandað. 3. Að búið væri að kaupa þann áburð, sem pantaður hefði verið. Ekki eru það nein sér- stök tíðindi. Þetta hefir gerzt á hverju ári um langt skeið og var engrar hátíðlegrar yfirlýs- ingar þörf um það. 4. Að sparazt hafi nokkur er- lendur gjaldeyrir vegna lækk- aðs verðs, miðað við verðlag á fyrra ári. Að áburðarverð mundi eitthvað lækka, einkum á þrífosfati var vitað fyrirfram og kunnugt þeim er þau mál létu sig skipta og eru engar líkur til annars en að svipuð lækkun hefði orðið þótt Áburð- arsalan hefði annazt innkaupin. 5. Að ekki hefði verið tekið fyrsta boði um áburðarkaup er fékkst, heldur samið um lægra verð endanlega. Þetta mun ekki vera annað en það sem almennt tíðkast um öll meiri háttar inn- kaup, að fyrstu tilboðin eru ekki samþykkt, en gangtilboð gerð er leiða svo til samninga um lægra verð en fyrst var boð ið. Lítil ástæða var til birtingar fréttatilkynningar um þetta, nema að þeir sem að henni stóðu, hafi álitið að þjóðin teldi þá hrein böm í almennum við- skiptaháttum. 6. Að með nútímatækni við lestun skipa og losun sparist 100 krónur eða meira á smálest áburðar. Hér vantar allan rökstuðning. En hinsvegar hafa verið leidd að því rök opinberlega, að þessi „nútímatækni“ muni verða svo kostnaðarsöm, að valda muni 200 króna aukakostnaði á hverja smálest áburðar. Flest þarf að byggja frá grunni til að geta tekið á móti erlendum áburði í Gufunesi: stóra og dýra vörugeymslu, sem stendur tóm % hluta ársins, pökkunar- verksmiðju, sem stendur ónotuð jafnlangan tíma, uppskipunar- tæki, er standa ónotuð enn lengri tíma, endurbygging haf- skipabryggjunnar, sem ekki verður komizt hjá. Ekkert af þessu hefir verið hrakið, enda er hér um blá- kaldar staðreyndir að ræða. Og eftir allan þenna milljóna kostnað, er hér þó engin „nú- tímatækni" á ferðinni. Höfnin og skipalægið verður um ófyr- irsjáanlega framtíð mjög ótryggt (2. eða 3. flokks). Og uppskip- unartækin frumstæð: kranar með gripkjöftum og bílar til upp- skipimar í hvaða veðri sem er, í stað bálsturstækja, sem ein þykja sjálfsögð þar sem tækni er íullkomin. 7. Að áburðarverðið á þessu ári verði lægra, er nemur veru« legri fjárhæð, vegna þeirrar beytingar að Áburðarverksmiðj- unni var falið að reka Áburðar- sölu ríkisins. Engar sannanir færir meirl hlutinn fyrir þessari fullyrðingu sinni, enda engar tiltækar. Inn« kaupin hjá verksmiðjuimi eru að öllum líkindum engu hag« kvæmari en þó að þau hefðu verið hjá Áburðarsölu ríkisins. Allar staðhæfingar I fréttatil« kynningunni um þetta eru aff engu hafandi og sagðar út í bláinn. Eftirtektarvert er að Áburðar verksmiðjan kaupir áburðinn hjá sömu firmum og Áburðar. sala ríkisins hefir gert. Hún finnur enga sem bjóða betri kjör en þeir er búið var aff hafa sambönd við af hálfu Á» burðarsölunnar. Þetta er rík sönnun þess, aff leiðir þær sem Áburðarsala ríkisins fór um áburðarkaupin hafi verið hinar hagstæðustu og má það vera ánægjuefni þeim er veitti henni forstöðu, þrátt fyrir hið óverjandi tiltæki stjórnarvalda að hætta rekstri hennar sem sjálfstæðrar stofn- unar eða leggja hana að velli að fullu. Ástæða hefði verið til fyrst út var gefin fréttatilkynning að gera kunnugt um önnur atriði en þar voru nefnd. Marga fýs« ir að heyra hvenær vænta megi þess að KJARNINN fáist kom« aður. Vitað er að unnið er að undirbúningi þess, en ennþá hef ir brostið vitneskju um hvenær vonirnar rætast. Menn spyrja líka hvað sú breyting kosti mik« ið. — Þá gerast menn einnig forvitn ir um það, hversu mikið fé kosti þær miklu framkvæmdir í Gufunesi og vélakaup sem gerð eru vegna þeirrar breyting ar sem framkvæmd er á áburð- arverzluninni. Um þetta og máske fleira gæti verið rík ástæða til aff birta fréttatil. kynningu. Jón fvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.