Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. febr. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 GreiðsSa vecjna eignanáms NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétiti dómur í máli, er reis vegna ágreinings um það, hverj- um bæri hluti af bótum, er rík- issjóður greiddi eigendum Staf- nestorfunnar í Miðneshreppi fyr ir missi beitarafnota vegna fram kvæmda varnarliðsins á Reykja- nesskaga. Málavextir eru þeir, að árið 1944 fór atvinnu- og samgöngu- xnálaráðuneytið fram á það við sýslumannimi í Gullbringu og Kjósarsýslu, að hann létá fram fara mat á andvirði tilgreindra landssvæða á Reykjanesskaga, sem taka skyldi eignarnámi til flugvallargerðar, svo og að' láta kveða á um fébætur til handa eigendum og umráðamönnum landssvæða þessara vegna skerð- ingar á nagnýtingu landanna frá þeim tíma, er setulið Banda- ríkjanna hafði tekið þau til um- ráða. Meðal jarða þeirra, sem land var tekið af með umræddu eign- arnámi var Stafnes í Miðnes- hreppi, en þar var um að ræða óskipt land sex jarða. Var nokk- ur hluti landsins algert bann- svæði, en landeigendur héldu beitarafnotum af rúmum 1670 ha. Með afsalsbréfi frá 5. okt 1945 afsalaði stefnandi máls þessa, Þorsteinn Guðmundsson túl Ei- ríks Eyleifsscnar, Guðjóns Ey- leifssonar og Metúsalems Jóns- sonar, en þeir eða dánarbú þeirra eru stefndu í málinu, fjórðungi sínum af Stafnestorfunni, þ. e. Stafnesi. í afsalinu var undan tek in landsspilda sú, sem á sínum tíma var tekin úr eigninni af hernaðarástæðum undir flugvöll o.fl. Beitarréttindi á áðurgreindum hluta hins eignarnumda lands héldust þar til 1. ágúst 1951, en þá voru jarðeigendum meinuð af- not landsins vegna framkvæmda varnarliðsins á Reykjanesskag- anum. Samningar tókust með eigend- um og umiáðamönnum jarða þeirra, sem lan<J hafði verið tek- ið af með eignamámi, annars- vegar, og varnarmáladeild Utan- ríkisráðuneytisins, hinsvegar, og var svo um samið, að ríkissjóður skyldi greiða árlegt gjald fyrir missi beitarafnotanna, er ákveð- ið skyldi af gerðardómi. Sam- kvæmt gerðinni voru bætur til eigenda Stafnestorfunnar í heild ákveðnar kr. 596.750,00 fyrir tíma bilið frá 1. ágúst 1951 til 31. des. 1957. Bar fjórðung fjár þessa undir Stafnes I, þar sem sú jörð er talin vera fjórði hluti allrar torfunnar. Stefnandi í málinu, Þorsteinn Guðmundsson, taldi sig eiga rétt til fjórðungs fjár þessa og höfðaði því mál þetta til heimtu þess úr höndum þriggja áðurgreiindra aðila. Fjórð ungur árgjaldsins árið 1958 rann hinsvegar til stefnanda Og hinir stefndu gagnstefndu því til að heimta þann hlutia úr höndum stefnanda. Þorsteinn Guðmundsson reisti kröfur sínar á því, að við söluna á Stafnesi I.hafi beitarrétturinn á hinu eignarnumda landi ekki fylgt með til kaupenda. Telur hann sig hafa undanþegið beit- arréttinn sölunni með þeim fyr- irvara í afsalsbréfinu að taka und an landspildu þá, sem á sínum tíma hafi verið tekin úr eigninni undir flugvöll 0. fl. Af þessum ástæðum eigi að renna til hans allt endurgjald fyrir afnám beit- arafnota á landi tilheyrandi Stafnesi 1. Kaupendur Stafness I reistu hinsvegar kröfur sínar á því, að umræddur beitarréttur hafi fylgt með til þeirra við kaupin. Á beit arréttinn hafi ekki verið minnzt í afsalinu, heldur sé þar tekið fram, að kaupendur njóti frá af- salsdegi ailra afnota og réttinda hinnar seldu eignar. Það geti ekki farið á milli mála, að beit- arréttur falli undir „afnot og réttindi" jarðar og hafi því kaup endur Stafness I orðið eigendur þessara réttinda. Þeir hafi hagnýtt sér beitarrétt inn allt frá afsalsdegi og þar til Þann 26 janúar komu Friðrik Danakonungur og Ingrid dvottn- ing heim til Danmörkur eftir opinbera heimsókn í Thailandi, hjá Bhumibol konungi og Sirikit drottningu. Þótti heimsóknin tak- ast mjög vel og haft eftir kon- ungi að minningarnar frá ferð- inni sku eins og „óviðjafnanlegs fagur draumur“. Eftir 22 tíma flug í þotunni Rurik Viking frá Bangkok, komu konungshjónin á Kastrupflugvöll, þar sem Mar- grét prinsessa tók á móti þeim. Hér sést hún heilsa pabba sínum. 1. ágúst 1951, er þeim hafi verið meinuð afnotin. Þá hafi stefn- andi ekki gert kröfu til leigu eft- ir beitarréttinn. Þá var bent á, að stefnandi hafi flutt til Reykja- víkur eftir söluna og ekki geti tómthúsmaður í Reykjavík átt sjálfstæðan beitarrétt. Loks var á það bent, að endur- gjaldið fyrir missi beitarafnot- anna hafi verið miðað við tjón jarðeigendanna og því allur grundvöllur fallinn undan skyldu til bótagreiðslu, ef beitarrétitur- inn væri sérstök eign tómthús- manns. Niðurstöður máls þessa fyrir héraðsdómi urðu á þá leið, að hinir stefndu voru sýknaðir af kröfum stefnanda og í gagnsök skyldi gagnstefndi greiða gagn- stiefnendum umstefnda fjárhæð. í forsendum dómsins segir, að í áðurgreindu afsalsbréfi hafi ekki verið á beitarréttinn minnzt, Framhald á bls. 17, Hvað er þjóðlcgt? — Erlend áhrif á íslandi — íslenzk menning sterkust i tengslum við erlenda strauma. — Var Egii! Skallagrímsson óþjóðlegur? — Eða Hallgrínnir Pétursson? — Dagskipan Hitlers — Steinn Steinarr „gamall skáldmæringur“! í Engum fer eins illa og fá- mennium þjóðum, sem eiga allt undir öðrum, að ala upp í sér þjóðarhroka. Og engum ætti það að vera jafrnmiikill gleðiauki og amáþj óðunum, þegar hinar stærri þjóðir sjá að sér og virða þær, sögu þeirra og mienningu, til jafns við sín eigin afrek; sú er þróun okikar tíma. j Fyrir tveimur árum talaði ég við eitt fremsta ljóðsikáld Frakika aif yngri kynslóðinni, Pierre Emmanuel. Ég kvartaði yfir því við hanm, að mér fyndist Frakk- ar ekki virða bóikmienntir ann- arra þjóða tiil jaifns við sínar eigin; þeir þættuist þess jafnvel umkomnir að líta niður á bólk- menntir Breta og Bandarilkja- manna. Skáldið brosti: „Þú skalt ekki kippa þér upp við það,“ sagði hann, „við Frakkar erum vanir að líta niður á bóikmenntir annarra þjóða. Til skamms tíma hefur það verið hefðbundin venja hér um slóðir að hugsa sem evo, að engin bók sé þess virði að Ihiún sé lesin, ef hún er ekki skrif uð á frönsku“. — Það hlýtur að vera mikið verk að breyta svo rótgróinni og þjóðlegri „venju“, en þeir menn eiga þaikkir skilið sem að því stuðla. Þeir gefa okik ur fyrirheit um að nýr tími feveðji sér hljóðs. Q Við íslendingar töluim að von- um mikið um sögu okkar og menningu og stundum af þeirri viðkvæmini sem oflt er einkenni Jí'tilla þjóða í samiskiptum vúð aðra; það er eins og hvort tveggja, sagan og menningin, hafi stokkið alskapað út úr höfði Seifls, am.k. eru lýsingarorðin valin í samræmi við það; það er eirns oig fólik haldi við hötflum aldrei verið í tóngslum við um- heiminn, aldrei orðið fyrir nein- um verulegum áhrifum. Hvílík firra! í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem hér hefur gerzt án erlendra áhrifa, nerna ef vera skyldi hlaup í ám og vötmurn, Heklugos og aðrar nátt úruhamfarir. Sannleikiurinn er sá, að við höfum þrátt fyrir ein- angrun . sótt afll í alla helztu menningarstrauma Evrópu fyrr og síðar og gleypt suma með húð Og hári, eins og kaþólskuna fyrst og síðan lútherskuna sem komið var á í komungsims nafni frekar en guðs, enda fastar sótt af hinum fyrrnefnda af skiljan- legum ástæðum: siðabótin var fyrst og frerhst efnahagsbylting. En vegna þess hún bar í sér þó nOkkurn merg nýrrar mienningar varð hún okkur ekki að því fjör- tjóni, sem til var stofnað; eða hvað segja menn um skáldiskap Jónasar Hallgrímissonar sem hef ur mieð aðstoð hagstæðrar þró- unar og batnandii ljóðasmekks, brætt fleiri íslenzlk hjörtu en hægt var að hugsa sér að nokkr- um dauðlegum manni mundi takast? Hvert sótti hann þann áburð sem gerði skáldskap hans að grænni vin í þeirri eyðimörk hefðar og venju, sem af einhverj- um ástæðum gat ekki dragið til sín ærlegan Vatnsdropa? Það skyldi þó aldrei hafa verið í þá nýju bókmenntastrauma álfunn- ar sem túlkaðir voru í verkum skálda eins og Heines, Schill- ers og Goethes? eða Verðandi- menn, Hannes Hafstein, Einar Kvaran og Gestur Pálsson, sem komu heim með fersk, en „ó- þjóðleg“ erlend áhrif sem sjálf- ur Gröndal fordæmdi af róman- tískri sannfæringu þess manns, sem trúði ekki öðru en raunsæis- stefnan mundi ganga af íslenzikri menningu dauðri; eða stjórnmiála þróun 19. aldiar og fyrra hluta þeirrar sem við nú lifum, mundi hún ekki eiga einhverja skýr- ingu í samtíðarsögu Evrópu? Nei, íslenzk menning hefur aldrei staðið með eins miklum blóma og þegar landið hefur ver- ið í nánum tengslum við erlenda strauma. Við þurfum ekki annað en bera saman fyrra hluta 13. aldar og 14. öldina tiil að sann- færast um það: á 13 öld óx ís- lenzkri menningu ásmegin meir en dæmi eru til í sögu okkar nema ef vera skyldi síðustu ára- tugina, enda voru saangöngurn- ar í sæmilegu lagi og samiskiptin við útlönd, einkurn Noreg, svo mikil að stappaði nærri óreglu. Á 14. öldinni leggjast samgöngur aftur á móti niður að mestu og Íslendingar hætta að hafa þrek og manndóm til að vinza úr er- lendri menningu, enda miunaði þá litiu að þeir yrðu úti í þeim hretviðrum andlegrar niðurlæg- ingar, sem jafnan fylgja í kjöl- far slíkrar einangrunar. Að þessu athuguðu finnst mér þeir, sem fjálglegast tala um bók menntir okkar og listir Og geta ekki hugsað . sér annað en ís- lenzk menning hafi orðið til við einskonar andlega meyjairfæ®- ingu, minna allóþyrmilega á oberstýrimanninn í ferðasögu Árna Magnússonar fré Geita- stekk — og mundi þá ekki lús- in vera það þjóðlega fyrirbrigði sem þeir sjá í kíkjum sínum? „Um dagvaktina“, segir Árni, „hafði vor oberstýrimaður vafet einu sinni sem oftar og var að sjá eftir landi í sinn stóra kikk- ert. Sá, sem stýrði, var norskur matrós, Jens Lange. Vor ober- stýrimaður gekk inn í sitt kamm- er að vöfeva sér á brennivíni eft- ir venju, því hann drakk gjarn- an pott brennivín á vakt sinni, sem voru fjórir tímar. Leggur sinn stóra kikkert á kompáshúsið, þegar inn gekk. Jens Lange fann stóra lús í höfði sér, lagði hana á glasið í kikkerten. Vor stýrimað ur tók strax sinn kikkert, og þeg ar hann hafði séð lítið í hann, lofar hann guð, að vér séum nú ei langt frá landi, því nú komi jula til okkar með þremur árum á borð. Gengur til kapt. Hólms og segir hönum þessi markverð ugu tíðindi. Hann, úrillur og ný- lega upp vaktur af sænginni, tekur og sinn stóra kikkert og fær öngva juiu að sjá. Vor yfirstýri- maður segist hana gjörla sjá, — „en þeir florustu eður fremstu menn halda árunum upp í lo£tið“. Þeir þrætast á um þetta. Að síð- ustu tekur vor kaptein oberstýri- mainnsinis kikkert og fer að reyna, hvert sjá kunni þessa juiu, en þegar hann tók kiikkerten, sneri það fremsta glas niður, so lúsin af féll, hvar fyrir 'vor kaptein fókk ekkert að sjó, vor yfirstýri maður og ei heldur, þegar hann tók við kiikkerten.“ Þess má geta að Jes Lange hefði hlotið hið stærsta straflf fyrir þetta tiltæki sitt, ef upp hefði komizt, og mætti það verða til nokkurrar athugunar fyrir þau dagblöð sem gera í því að setja lúsina á kikkertglas að- skiljanlegra oberstýrknanna. □ Ef við lítum á þann hóp hér á landi sem siglir undir merki „þjóðlegrar“ menningar, er' ekki hægt annað en viðurkenna að í honum eru ýmsir ágætir menn og gegnir sem vilja landi sínu Vel og telja, aðévarlegt sé jafn- lítilli skútu og ísland er að voga sér út á hið mikla haf alþjóð- legra strauma. En þó málflutn- ingur þeirra sé á ýmsan hátt skiljanlegur ber þess að gæta, að ísland fannst einungiis vegna þess að til voru menn sem þorðu að bjóða þessu hafi byrginn og eygðu meiri vinning í áhættu ævintýranna en þeirri öryggis- kennd sem jafnan einkennir þessa margnefndu þjóðlegu sjálfls ánægju. En virða ber skoðanir þessa fólks, því sitthvað hefur það til síns máls, ef að er gætt: Gift dig eller gift dig ej og du vil fortrydie begge dele, sagði Sören Kirkegaard og er gott að minnast þeirra orða, áður en lengra er haldið. Orð mín hér að framan má enginn skilja svo, að ég sé því fráihverfur að við höldum á loiflt sögu okkar Og erfðurn. Þvert á móti ber okfeur skylda til að varðveita þá tungu og menningu sem hafa verið, ef ekki örlög okkar þá strit okkar og blóð í þúsund ár. Engan þarf að undra, þó bókstolt þeirrar þjóðar sem ritaði heimsbókmenntir fimm öldum áður en Bandarilkin voru stofnuð eigi sér djúpar rætur í brjósti hvers manns. ísland á sína liti, sínar sóleyjar. En með því er hvorki viðurkennt að stoltið eigi rétt á sér í ýmisum variasjónum þjóðlegs hroka né heldur megi það beinlínis verða til að höggva á rætur þess tréis, sam einu sinni var hingað flutt og plantað í íslenzkri mold og hefur bezt dafnað, þegar um það hafa leikið erlend svalviðri. Ef það ekki veslast upp úr þeirri stórubólu andlegrar einangrun- ar, sem kölluð hefur verið nesja mennska, á það væntanlega sæmilegt líf fyrir höndum, □ Á nýafstaðinni ráðstefnu Frjálsrar menningar um sjádf- stæði íslands og Efnahagsbanda- lag Evrópu var sú hlið sem að efnahagsmálunum horfir reifuð af alúð og kurteisi, en hin hlið- in, sem veit að varðveizlu þeirr- ~ar þjóðlegu arfleifðar, sem okk- ur er ætlað að skila í hendiur næstu kynslóða, á þessu stigi málsins látin liggja milli hl-uta. Auðvitað ber efnahagsmálin hátt í þeirn heimi yfirfljótandi pen- inga og þæginda, sem er okkar veröld og á sér engan lólka í sögunni þó ég sé engan veginn að halda því fram, að við blasi sú veraldlega paradíis sem hefur verið keppikefli m-annkyns fró ómiunatíð. En eins frá-leitt og það er að hald-a dauðahaldi í þá úreltu rómantík, að enginn veigur sé í bókmenntun-um nema skáldin lepji dauða úr skel, ein» Frh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.