Morgunblaðið - 13.02.1962, Blaðsíða 8
8
MORGV N BL AÐIÐ
Þriðjudagur 13. febr. 1962
Umbætur í skattamálum atvinnulífs-
ins eru kjarabót fyrir allan almenning
Á FUNDI efri deildar Alþingis í
gær var tekið fyrir frumvarp
rikisstjórnarinnar um tekju- og
eignaskatt. Töluverðar un’.ræður
urðu um frumvarpið og var þeim
ekki lokið, er venjulegur fund-
artimi rann út, svo að umræðun-
Um var frestað.
DRÓ ÚR AUKNINGU
ÞJÖÐARTEKNANNA
Gunnar Thoroddsen, fjármála-
ráðherra gat þess í upphafi ræðu
sinnar, að fyrir síðustu alþingis-
kosningar hefðu báðir núverandi
stjórnarflokkar haft endurskoð-
Un skattamálanna á stefnuskrá
Sinni og m. a. og fyrst og fremst
með það fyrir augum að lækka
hina beinu skatta. í stjórnarsátt-
málanum var komizt svo að órði,
að til þess að tryggja, að þær
heildarráðstafanir, sem gjöra
þarf, verði sem réttlátastar gagn-
vart öllum almenningi, hefur
ríkissfjórnin ákveðið m. a. að
endurskoða skattakerfið. Ástæð-
ur þessa er augljósar því að það
ástand í skatta og útsvarsmálum,
sem hér hafði rikt um langan
aldur. var ekki aðeins óviðun-
andi, heldur beinlínis hágkalegt
fyrir velmegun og lífskjör þess-
arar þjóðar. f>að hefði meinað at-
vinnufyrirtækjum að endurnýja
sig, efla og auka starfsemi sína
Og afköst eins og æskilegt og
nauðsynlegt hefði verið. Jafn-
framt hefur það dregið úr dugn-
aði og vinnusemi einstakling-
anna. Þetta hefur svo, ásarnt
fleiri orsökum, orðið til þess að
draga úr aukningu þjóðartekn-
anna, sem hér hefði átt að verða
og orðið hefur í stórum stíl með
öðrum frjálsum, vestrænum ríkj-
um. En jafnframt því sem skatta-
áþjánin hefur dregið úr eflingu
atvinnulífsins og framtaki
manna, hefur hún einnig haft
þau á'hrif. að skattsvik hafa orð-
ið almennari hér á landi en í ná-
grannalöndum okkar. 1 rauninni
var svo komið að þorri manna
taldi það eðlilegt og réttlætan-
legt að draga undan skatti, sem
skapaði svo hið mesta misrétti
og ranglæti. Og það er orðið
þjóðf élagsvandamál, þj óðf élags-
böl, þegar inn í almenningsálit-
ið er komið, að sjálfsagt sé að
svíkja undan skatti. — Varðandi
bæjar- og sveitarfélögin var
ástandið þannig að þau höfðu að
eins einn tekjustofn, sem nokkru
skipti, þ. e. útsvörin. Um 90%
af tekjum sínum urðu þau að
afla með útsvörum. Og um leið
og bæjar- og sveitarfélögunum
var meinað ár eftir ár að fá nýja
tekjustofna. var hrúgað á þau
nýjum útgjöldum með nýjurn
lögum.
20% ÚTSVARSUÆKKUN
Þegar eftir stjórnarmyndun-
ina var því hafizt handa um
gagngerða endurskoðun skatta-
laga. Sérstök nefnd fékk það
verkefni að endurskoða tekju- og
eignaskattslögin, öðrum var fal-
ið að endurskoða útsvarslögin og
imdirbúa nýja
löggjöf um tekju
stofna sveitafé-
laga. Og hin
þriðja var sett
til að endur-
skoða tollskrána
og allt tollkerf-
ið. Þegar á þing |
inu 1960 var
skatta og út-
svarslögum
breytt. Var þá stórlega lækkað-
ur skattur á almenningi, þannig
að tekjuskattur var afnuminn af
almennum launatekjum, hjón,
sem höfðu 70 þús. kr. tekjur,
þurftu ekki að borga skatt og
síðan bættust tíu þúsund við
skattfrjálsar fyrir hvert barn.
En jafnframt þessu voru gerðar
xnargvíslegar endurbætur á út-
svarslögum og félagsmálum
sveitafélaganna. Var það m. a.
fólgið í því, að i stað þess að
jafnað hafði verið niður eftir efn ;
um og ástæðum. voru ákveðnir j
þrír lögfestir útsvarsstigar. En !
jafnframt var ákveðið, að fimmt-
ungur söluskatts skyldi renna í
jöfnunarsjoð sveitafélaga og
f skipt eftir íbúatölu. Þessar ráð-
stafanir gerðu það að verkum,
| að þegar á þessu sama ári var
unnt að lækka útsvörin verulega
og mun sú lækkun í höfúðborg-
inni hafa numið 20% til jafnað-
ar.
BEINT FRAMHALD
Segja má, að frumvarp þetta sé
beint framhald og óaðskiljanleg-
ur þáttur af þeim breytingum á
skattalöggjöfinni, sem gerðar
voru árið 1960, en þá var aðeins
um að ræða fyrsta þátt endur
bótanna, það sem ekki mátti
draga, en það var hin mikla
skattalækkun á almenningi. Ann-
ar þátturinn var svo skattalög-
gjöf atvinnureksturins í landinu
og fyrst og fremst félaganna. Það
var ljóst. að sú endurskoðun
hlaut að taka nokkuð langan
tíma, enda er það svo, að heild-
arendurskoðun skattalaga í öðr-
um löndum tekur venjulega mörg
ár og jafnvel áratug eða meir.
Formaður nefndar þeirrar, sem
skipuð var til að undirbúa þessi
mál, var Björn Ólafsson fyrrum
fjármálaráðherra, en aðrir í
nefndinni voru alþingismennirn-
ir Gísli Jónsson, Jón Þorsteins-
son, Ólafur Björnsson, Sigurður
Ingimundarson og Svavar Páls-
son endurskoðandi. Auk þess tók
Sigtryggur Klemenzson ráðuneyt
isstjóri sæti í nefndinni, þegar
fjallað var um þá þætti frum-
varpsins er varða framkvæmd
skattamála.
JÖFNUNARHLUTABRÉF
Ráðherrann gerði því næst
grein fyrir þeim efnisbreyting-
um, sem í frumvarpinu felast,
m. a. þau nýmæli um jöfnunar-
hlutabréf, sem í 9. gr. felast. Um
það komst hann svo að orði, að
víðast hvar væri nú heimilað, að
hlutafélög geti gefið út jöfnun-
arhlutabréf til hluthafa, án þess
að þau bréf eða sú lækkun, sem
um er að ræða, sé talið skatt-
skyld hjá félögum eða hluthöf-
um. Þetta byggist á því, _að hér
er raunverulega um leiðréttingu
að ræða vegna breytinga á gildi
peninga. Með þessu er ekki ver-
ið að gefa hluthöfum nein ný
ver.Jmætá. Sérhver hluthafi a
nákvæmlega jafnmikinn hlut í
fyrirtækinu eftir sem áður. 1
stuttu máli sagt, felur þetta ný-
mæli í sér, að leyft er að leið-
rétta nafnbréf hluthafa til sam-
ræmis við þær verðbreytingar,
sem orðið hafa síðan félagið var
stofnað.
NÁMSSKULDIR
FRÁDRÁTTARBÆRAR
Þá er sú breyting gerð, að heim
ilt er að flytja tap af atvinnu-
rekstri milli ára. Hér á landi er
ýmiss atvinnurekstur mjög
áhættusamur. Utgerðarfyrirtæki
hefur e.t.v. góða afkomu eitt ár-
ið. en verður fyrir mikilu tapi
annað árið vegna aflabrests,
verðfalls eða annarra orsaka. Það
er eðlilegt, að skattalögin taki
tillit til þessa og þess einnig, að
atvinnurekstur er að_ ýmsu leyti
áhættusamari hér á landi og
meiri áraskipti um afkomu hans
heldur en víða annars staðar,
t.d í háþróuðum iðnaðarlöndum,
þar sem afkoma iðnaðarfyrir-
tækjanna er að jafnaði svipuc
frá ári til árs.
Enn fremur segir, að draga
skuli frá tekjum, áður en skatt-
ur á lagður, afborganir náms-
skulda sem stofnað er til efli
20 ára aldur, næstu fimm ár ef+ *
ir að námi er lokið, enda sé full-
nægjandi grein gerð fyrir skuld-
unum. Með þessu er verið aí
reyna að létta undir með náms-
mönnum, sem oft koma skuld-
um hlaðmr eftir langt og dýrí
nám og eiga, sérstaklega fyrstu
árin eftir að þeir taka við starfi
fullt í fangi með að standa und-
ir vöxtum og afborgunum náms-
skuldanna. í þessu sambandi
minntist ráðherrann á, að einn-
ig hefði létt mjög undir með
námsmönnum annars vegar hin
stórauknu framlög í fjarlögum
til styrkja og lána og hinsvegar
sú nýja iöggjöf, sem sett hefur
verið um Lánasjóð íslenzkrafrjálsa framlag hækkar úr 20 í
namsmanna.
HAGSMUNAMÁL
ÞJÓÐARINNAR
Þau nýmæli eru um fyrningar-
afskriftir að í stað þess að miða
fyrningarprósentu við upphaf-
legt kaupverð, sé nú miðað við
endurnýj unarverð, þ. e. við mat
á því hvað kostar að endurnýja
sams konar tæki eða kaupa nú.
En vegna hinnar öru verðbólgu,
er hér hefur verið síðustu árin.
standa atvinnufyrirtæki, ekki
sízt iðnfyrirtæki, mjög illa að
vígi vegna fyrningarafskrift-
■anna, sem reiknaðar hafa verið
af hinu upphaflega kaupverði, en
það hefur í mörgum tilfellum
verið aðeins örlítill hluti af því
sem kostnaðurinn er nú við að
endurnýja þessi tæki.
Þá eru ákvæði um, hvernig
finna skuli hæfilegt endurnýjun-
arverð. Um það komst ráðherr-
ann svo að orði:
„A því er enginn vafi, að um
leið og hér er um eðlilegt sann-
girnismál að ræða þá muni
þessi nýja regla verða mjög til
þess að skapa atvinnutækjunum
möguleika til þess að fylgjast
betur með aukinni og nýrri
tækni, að endurnýja sín tæki
miklu fyrr heldur en ella, en vit-
anlega er það þjóðhagslegt hags-
munamál. — það er hagsmuna-
mál þjóðarinnar allrar, að at-
vinnureksturinn sé á hverjum
tíma sem bezt rekinn með sem
fullkomnustum tækjum, en sé
ekki að burðast með gömul og
úrelt tæki, sem ekki afkasta því
sama og ný tæki, en eru e.t.v.
hinsvegar enn dýrari í rekstri.
SETT VIÐ SAMA BORÐ
Lagt er til, að sama reglan
skuli gilda um almenn hiutafé-
lög, félög með takmarkaðri
ábyrgð og samvinnufélög hvað
varasjóð snertir og skal almenna
reglan verða sú, að hið skatt-
25%. Um leið er afnumið það
ákvæði í nýbyggingarsjóði út-
gerðarmanna, sem verið hefur
dauður bókstafur og enga raun-
hæfa þýðingu haft. Ekki þykir
heldur ástæða til að halda sér-
reglu um samvinnufélögin, held-
ur eru þau að þessu leyti sett við
sama borð og aðrir, enda erfitt
að færa fullgild rök fyrir því, að
samvinnufélögin eigi að njóta
þarna sérstöðu.
Þá er lagt til, að kaupfélög,
pöntunarfélög og önnur sam-
vinnufélög megi draga frá tekj-
um sínum það, sem þau greiða
félagsmönnum í árslok eða færa
þeim til séreignar í stofnsjóði i
hlutfalli við vörukaup þeirra
árinu og ennfremur vexti á stofn
sjóði, og telst það eigi til skatt-
skyldra tekna.
Sú breyting er gerð á tekju-
skattstiganum, að skattur félaga
skal vera 20% af skattskyldum
tekjum í stað 25%.
Um eignaskatt er svo ákveðið,
að húsgögn, aðrir húsmunir, svo
og persónulegir gripir skuli und-
anþegnir eignaskatti. Einnig skal
skattfrjáls eign. sem samkv. gilck
andi lögum er 30 þús., verða 100
þús. kr. Þá er í stað níu mismun-
andi skattstiga hafðir þrír, en
hins vegar ekki gert ráð fyrir,
að það vaidi breytingum á tekj-
um ríkissjóðs af eignaskattinum.
Þá skal skattþegn eða umiboðs-
manni hans heimilt að flytja mál
sitt munnlega eða skriflega fyrir
ríkisskattanefnd, ef hann kærir
skatt sinn. Þótt hefur misbrestur
á því, að kærandi hafi tök á að
flytja mál sitt fyrir nefndinni og
er það hér lögboðið, að það sé
honum heimilt. Enn fremur, að
úrskurður yfirskattanefndar
skuli vera rökstuddur.
BETRA EFTIRLIT
Loks er lagt til, undirskatta-
nefndir og yfirskattanefndir
verði afnumdar, en landinu í þess
Öll síldarleit
lúti einni stjórn
Á FUNDI neðri deildar Alþingis
í gær fylgdi Jónas Rafnar úr
hlaði frumvarpi um síldarleit,
sem hann ásamt Einari Ingi-
mundarsyni er flutningsmaður
að. Frumvarpið gerir m. a. ráð
fyrir því, að starfssvið síldarieit-
arnefndar verði aukið þan,nig, að
hún hafi cinnig með höndum yfir
stjórn síldarleitar á sjó.
Lúti einni stjóm
Jónas G. Rafnar (S) gat þess
m. a, að um margra ára skeið
hefði ver.ö haldið uppi síldar-
leit úr !oft. fyrir Norður- og Aust
urlandi un, síldveiðitímann og
hin síðari ár hefði í vaxandi mæli
verið stunduð síldarleit á sjó á
sömu miðum og sama tíma. Eng-
inn ágreimngur sé um, að báð-
ir þessir þættir sildarleitarinnar
hefðu ver:ð til hins mesta hag-
ræðis fyrir síldveiðiflotann og
alla þá, sem þar eiga hagsmuna
að gæta, þar á meðal er þjóðar-
búið í heild.
Um síldarleit
úr lofti séu til
sérstök lög, þar
sem m. a. sé á-
kveðið, hverjir
síjórna skuli leit
inni, hverjir
skuli bera kostn-
að af henni o. s.
frv.; um síldar-
leit á sjó séu
hins vegar engin bein lagaákvæði
til. En leitinm hefur að undan-
förnu verið haldið uppi af varð-
skipinu Ægi og m.s. Fanney. Því
fari fjarri, að flutningsmenn telji
ástæðu til að finna á nokkurn
hátt að starfsemi og stjórn þess-
ara skipa, sem fiskifræðingar,
starfsmenn atvinnudeildar Há-
skólans og aðstoðarmenn þeirra
hafa hafc með höndum, enda er
hér um uð ræða hina lærðustu
menn á sínu sviði og nauðsynlegt,
að þeir afli upplýsinga um háttu
og göngur síldarinnar. Hins vegar
sé eðlilegt, að síldarleitin fyrir
Norður- og Austurlandi lúti einni
og sömu stjórn, hvort sem urn
er að ræða leit úr lofti eða sjó,
enda hljóta þessar tvær greinar
leitarinnar að vera svo samtvinn
aðar, að þar verður ekki skilið
á milli.
Síldarieitarskipum fjölgi
Ríkissjóður hefur frá upphafi
greitt kostnað af síldarleit á sjó
og er ekki gert ráð fyrir neinni
breytingu á því, hins vegar þyk-
ir eðlilegt, að í síldarleitarnefnd
verði fjölgað um þrjá, er starfs-
svið hennar verður aukið sem að
framan greimr.
Þá er augljóst, að sUdarleit á
sjó verður ekki haldið uppi á
tveim skipum, eins og verið hef-
ur, og ónjákvæmilegt að fjölga
þeim. Ekki er fjöldi leitarskip-
anna bundinn með frumvarpinu,
hins vegar gert ráð fyrir, að það
verði verkefni síldarleitarnefnd-
ar að samræma leit úr lofti og
á sjó og akveða tölu þeirra flug-
véla og skipa, sem leitina eiga að
stunda.
Samþyukt var að vísa frum-
varpinu til 2. umræðu og sjávar-
útvegsnefndar.
stað sikipt í átta skattumdæmi,
sem falli saman við núverandi
kjördæmi við Alþingiskosning-
ar. Fyrir hverju skattumdæmi er
skattstjóri, sem ákvarðar skatta
og úrskurðar kærur út af ska-tta-
ákvörðunum, en þeim úrskurð-
um má svo skjóta beint til yfir-
skattanefndar og síðan til ríkis-
skattanefndar. Er gert ráð fyrir,
að skattstjóri hafi umboðsmann
í hverju sveitarfélagi og bæjar-
félagi utan aðseturs. Hins vegar
er gert ráð fyrir, að ríkisskatta-
nefnd starfi áfram og skipaður
skuli ríkisskattstjóri, sem verð-
ur formaður ríkisskattanefndar.
I frumvarpinu er og gert ráð fyr-
i, að ýmsar þekkingar og hæfi-
leikakröfur séu gerðar til skatt-
stjóra. Er ætlunin að koma þeirri
skipan á, að á skattstofunum
starfi menn, sem eru menntaðir
og þaulvanir þessum skattamál-
um, og að með þessari skipan
komist á meira samræmi, be.ra
eftirlit ,heldur en hingað til hef-
ur verið i skattamálum.
HAGSMUNAMÁL
FÓLKSINS
Máli sínu lauk ráðherrann á
þessa leið:
„Það er væntanlega tízka hér,
að þegar einhverjar lagfæring-
ar á að gera í skattamálum fyr-
ir atvinnureksturinn í landinu,
þá er hrópað upp, að nú sé verið
að lækka skatta á auðfélögum og
auðkýfingum á kostnað almenn-
ings í landinu. En hvers vegna
eru endurbætur í skattamálum
atvinnulífsins nauðsynlegar? Því
er fljótsvarað. Það er ekki vegna
einhverra auðfélaga eða auðkýf-
inga ,heldur vegna almennings í
landi. Endurbæturnar eru vegna
almennings, en ekki auðmanna.
Þeir skattar, sem atvinnurekstur.
inn hefur orðið við að búa, eru
að dómi allra hlutlausra og sér-
fróðra manna með þeim hætti, að
þeir larna atvinnufyrirtæki,
draga úr eðlilegri endurnýjun
og aukningu véla, tækja og húsa,
minnka afköstin og draga þar
mcð úr þjóðartekjunum. Þess
vegna kemur minna til skipta á
milli landsins barna, þess vegna
kemur minna í hlut. Velmegun
almennings byggist á blómlegu
atvinnulífi. Umbætur í skatta-
málum atvinnulífsins eru hags-
munamál og kjarabót fyrir all-
an almenning. Hóflegir skattar
atvinnulífsins eru því hagsmuna-
mál fólksins. Þetta frv. beinist
að því, að reyna að búa atvinnu-
rekstrinum í landinu þau skil-
yrði, að hann geti dafnað og
blómgazt, bæði fylgzt með tím-
anum, bæði eflzt og aukizt til
hagsbóta fyrir öll landsins
börn.“
Að lokinni ræð ufjármálaráð-
herrans tók Hermann Jónasson
(F) til máls. Taldi hann að frum
varpið þyrfti mjög ítarlegrar at-
hugunar við og varhugavert væri
að ganga lengra en aðrar þjóðir
í skattaívilnunum til félaga; einn
ig ættu menn að geta orðið sam-
mála um, að samvinnufélög ættu
að fá að búa hér við svipuð kjör
og meðal annarra þjóða, en með
frumvarpinu væru þau verr sett
en hlutafélög.
Björn Jónsson (K) fann frum-
varpinu margt til foráttu og taldi,
að skattastefna ríkisstjórnarinn-
ar væri. að skattleggja almenn-
ing æ meir en minna gróðamynd-
unina.
Jón Þorsteinsson (A) taldi tví-
mælalaust, að þjóðinni væri mik.
il þörf á heilbrigðum skattalög-
um og stefni þetta frumvarp þvi
í rétta átt Þá fannst honum vel
koma til greina að þyngja við-
urlög við því, að svíkja undan
skatti, svo að jafnvel varaði varð
haldsvist fyrir mikið og ítrekað
brot.
Árni Guðjónssonj
hæstaréttarlögmaður
Garðastræti 17