Morgunblaðið - 02.03.1962, Page 3

Morgunblaðið - 02.03.1962, Page 3
Fostudagur 2. marz 1962 M o p r. v v n i 4 »i ð 3 ■Mb NYL.BGA hafa alþingismenn rætt á þingi um að breyta nafninu á Málleysingjaskólan um, þannig að hann heiti hér eftir Heyrnleysingjaskóli, og hefur það verið samþykkt í neðri deild. Ef komið er í heim sókn síðdegis einhvern daginn að skólahúsinu í Stakkholti 3, þá skilur maður betur eðli málsins. Barnahópurinn, sem leikur sér úti í garðinum, og eltir kannski boltann sinn út é götu, heyrir ekki þegar bíl- stjórarnir flauta. Heyrnarleys ið er orsök þess að þau læra ekki að tala eins og önnur börn, þó talfærin séu í lagi. Þegar við komum þar í gær var kennshistundum að ljúka og börnin öll að drekka síð- degismjólkina sína, áður en þau færu út, undir eftirliti barnfóstrunnar, Sólveigar Jón asdóttur, skíðakappa frá Siglu' firði. Hin barnfóstran, Anna Brandsdóttir, var á æfingu niðri í Þjóðleikhúsi. Hún á að dansa í „My fair lady“ og nú er æft baki brotnu. Þegar litið er yfir hópinn, 20 börn alls, þá vekur þegar athygli hve mikið er af ung- um börnum, og Brandur Jóns- son, skólastjóri, segir okkur að það séu afleiðingarnar af síðasta faraldri af ruðum hund um, sem gekk 1955. En þannig ...... ..., Heyrnarlausu börnin drekka síðdegismjólk ina sína áður en þau fara út að leika sér. Stór hópur barna heyrnarlaus — eftir síðasta faraldur af rauðum hundum er að ef kona fær þennan sjúk dóm á fyrri hluta meðgöngu- tímans, er hætta á að barn hennar fæðist heymarlaust. Og heyrnarleysi margra þess- ara barna má sannanlega rekja til sjúkdómsins. Eftir næsta faraldur af rauðum hundum þa-r á undan, sem var 1940—1941, komu 11 heyrnar- laus böm í Málleysingjaskól- ann. Síðan fækkaði skólabörn- unum þar aftur, þangað til hópurinn kom nú í ár eftir nýjan faraldur. Með hjartagalla, blind og heyrnarlaus Brandur segir mér, Siglufirði, sem sent var ny- . lega til Ameríku, hitt er 5 áral telpa, sem við hittum í gær.ji Hún er fædd með hjartagalla, í blind og heyrnarlaus. B-úið er ;||| að skera upp hjartað og hún ^ laus við gleraugun og komin |||| í skólann, þar sem hún á að læra að beita raddfærunum, ?! Fjögur eða fimm barnanna hafa heyrnarleifar og geta haft gagn af heyrnartæki, eins og drengurinn fremst á myndinni. Ljósm. Mbl.: Ó1.K.M. Bensi rembist við að segja err, það er svo erfitt Brandur skólastjóri hvetur hann. Og Sigurbjörg litla, sú ómótstæðilega, hlustar á. en ofurlitlar heyrnarleifar eru fyrir hendi. Fjögurra ára ljóshærð hnáta brosir framan í ljósmyndar- ann og kemur svo upp í fang- ið á Brandi skólastjóra. — Hún Sigurbjörg er alveg ó- mótstæðileg stelpa, segir hann. Hún er svo dugleg, getur sagt flesta stafina, nema k, það er svo erfitt. Svo þekkir hún nöfnin á mér og nokkrum krakkanna og getur lesið um 10 önnur orð af vörum. Og Sigurbjörg litla brosir fram- an í okkur öll, svo við erum alveg sammála um að hún sé ómótstæðileg. Lítill fjörkálfur iðar í sæti sínu og reynir að draga at- hygli skólastjórans að sér. — Nú vill Bensi sýna okkur nokkuð, segir Brandur. Hann er að byrja að geta sagt err, sem er svo voða erfitt. Og Bensi setur tunguna á fram- tennumar og blæs af þvílík- um fítonskrafti að dálítið. munnvatn frussast út með, og greina err. Þegar hann hefur innan um þetta skrýtna hljóð sem myndast, má reyndar greina er. Þegar hann hefur fengið hrós fyrir þetta, segir hann ka, ka, ka og vandar sig milkið. Eg veiti því athygli að nokk ur barnanna eru með heyrn- artæki. — Já, þau eru fjögur eða fimm, sem það getur svo- lítið hjálpað, en því miður eru alltof mörg, sem það gagn ar ekki-yið T. d. er hér einn 8 ára snáði, sem hefur heyrn- arleifar. Það tókst ekki að venja hann á heyrnartæki heima, en nú er það að koma. Og Brandur snýr sér að hon- um og segir hátt og skýrt að hann hafi talað í landssíma við pabba hans og mömmu í dag og þau biðji að heilsa. Og það sést á ánægjubrosinu á þeim litla að þetta skilur hann. En auðvitað er hann ennþá mörg- um árum á eftir jafnö-ldrum sínum að læra að tala. Brandur spyr nú börnin hvert fyrir sig, hvað þau heiti. og flest geta sagt það svo skiljanlegt sé. Fjögurra ára hnokki horfir þó bara með ákafa á hreyfingar vara hans er þær mynda „Hvað heitir Frh. á bls. U. - v STAKSTEIHAR Umræður um sjönvarfc Segja má, að kommúnistar hafi gert vinum sinum í Framsóknar- flokknum illan grikk með því að krefjast útvarpsumræðna um sjónvarpsmálið. Þannig er sem sagt mál með vexti, að gaura- gangur sá, sem Þórarinn Þórar- insson, ritstjóri Tímans, kom af stað út af sjónvarpsleyfinu tii varnarliðsins, hittir enga aðra en Framsóknarflokkinn. Það var ut- anríkisráðhera þeirra, sem heim ilaði varnarliðinu rekstur sjón- varpsstöðvar til að draga úr fer® um varnarliðsmanna út af Kefla- víkurflugvelli, og skal það sízt lastað. En úr hörðustu átt kem- ur þá, þegar Framsóknarmenn ráðast á Viðreisnarstjómina fyr- ir það að leyfa áframhaldandi rekstur sjónvarpstöðvarinnar og nauðsynlegar endurbætur. Og hörmulegast var, að einn þeirra fáu manna í Framsóknarflokkn- um, sem viðriðinn hefur verið menningarmál, Karl Kristjáns- son, skyldj látinn halda uppi vörnum fyrir flokk sinn í þessu máli sér til mestu minnkunar. Hugtakafölsun og stóryrði Af konuwúnista hálfu talaði fyrst Alfreð Gíslason, læknir, sem lagði megináherzlu á álíka kurteislegar upphrópanir og „Fen óreglu og siðspillingar . . óþverraleg verk .. . forheimskun . . .menningarsnautt auðvald . . . afsiðandi amerískt hermanna- sjónvarp . . . “ o. s. frv. Þá var lækninum tiðrætt um „hernám“, enda mun hann sjáK sagt meðlimur í svonefndum „Samtökum hernámsandstæð- inga“, þar sem nokkrir mennta- menn eru félagar og segja það vera meginhlutverk sitt að varð veita íslenzka tungu. En það er í samræmi við aðra afstöðu þeirra, að í sjálfri nafngift sam- takanna viðhafa þeir hugtaka- fölsun að rússneskum sið. Þess- um mönnum er fullkunnugt um það, að á íslenzku máli heitir það hernám, þegar ríki leggur undir sig þjóðland í andstöðu við íbúa þess og stjórnarvöld. En ást þeirra á tungunni er — þegar alit kemur til alls — ekki meiri en svo, að þeir telja sjálf- sagt að níðast á hennj og hag- ræða henni í áróðurstilgangi. Þeir eru sannarlega góðir læri- sveinar þeirra kennimeistara, sem þeir visvitandi eða óafvit- andi sitja á skólabekk hjá. Gamaldags hríðskotaræða Hinn ræðumaður kommúnista var ungur maður, Geir Gunnars- son. Hann lagði á það mikla ál- herzlu í gamaldags hríðskota- ræðu að hætti Einars Olgeirsson ar, að íslenzk tunga og menning væri að líða undir lok vegna dvalar nokkurra þúsunda varnar- liðsmanna hérlenuis. Þessi mað- ur hefur íengið uppeldi sitt að mestu leyti a þeim tima, þegar hér dvaldi tug- eða hundruð pús unda manna herlið og má vera, að jafnvægisleysi sálar hans sé tiikomið fyrir ahrif frá þvi. Hitt er gleðilegur vottur um styrk ísienzkrar menningar og tungu, að flestir aðrir stoðu þessi áhrif af sér — og siðan dvöl erlends . gæzlu- og varnarliðs í landinu — og það á þann hátt, að islenzk menning og tunga hefur aldrei staðið traustari fóturn en einmitt í dag. Að dómi kommúnista hef- ur hvorttveggja þetta verið að liða undir lok siðustu tvo ára- tugina, en Morgunblaðið getur fullvissað Geir Gunnarsson um, að það er þá aðeins í kunningja- hópi hans, sem menningin og tungan ætlar að glatast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.