Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 1
24 síður 49. árgangur 51. tbl. — Föstudagur 2. marz 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins 95 manns fórust í flugslysi á Long Island New York, 1. marz — f MORGTJN fórust 95 manns í flugslysi, er farþegaþota ef gerð- inni Boeing 707 steyptist til jarð- ar 5 km frá Idlewild flugvellinum í New York. Flugvélin hafði nýlega hafið sig til flugs af flugvellinum er spreniging varð í vélinni og hún steyptist niður í Jamaica Bay. Allt slökkvilið New York borg- ar kom þegar á vettvang, en allir sem í vélinni voru, 87 farþegar og átta manna áhöfn, voru látnir, er að var kjomið. Vélin átti að fara til Los Angeles og Ohieago, en síðustu viku hefur innanlandsflug í Bandaríkjunum legið niðri að mestu vegna þoku og rigningar. í dag var fyrsti sólardagurinn þar í langan tíma og flugskilyrði hin beztu. Sprengingin í vélinni var gífur- lega öflug og skulfu hús í 5—600 m fjarlægð, Þykkt svart reyk- ský steig hátt í loft upp og hrak úr vélinni þeyttist í allar áttir. Þráskák Krúsjeffs og Vestur veldanna París, 1 marz — AP—NTB -— Reuter. KRÚSJEFF, forsaetisráðherra So- vétrikjan.na, hefur enn á ný ítrek að tillögu sína um, að afvopn- unarráðstefna í Genf verði hafin með leiðtogafundi. Hann hefur hafnað tillögu de Gaulle, Frakk- landsforseta um að kjarnorku- veldin fjögur komi fyrst saman til funda -— og harmar Krúsjeff að Vesturveldin skuli sífellt slá hendi gegn tillögum hans. Sovézki forsætisráðherrann rikrifaði þeim de Gaulle Frakk- landsforseta, John Diefenbaker, forsætisráðherra Kanada og Tage Erlander, forsætisráðherra Svía, i dag og eru ofangreind sjónar- mið meginefni þeirra bréfa. Hann þakkar jafnframt Erlander góðar undirtektir hans við tillöguna um leiðtogafund — en Erlander hafði 6varað Krúsjeff, að hann væri reiðubúinn að koma til slíks fundar, «f meirihluti aðildarríkj- anna að ráðstefnunni — þar á meðal kjarnorkuveldin öll, sam- þykktu að hann yrði haldinn. Sjónarvottar sögðu, að vélin hefði verið logandi er hún steypt- ist lóðrétt í flóann. • Önnur flugvél, sem hóf sig til flugs rétt á eftir þeirri, sem fórst, tilkynnti þegar um slysið og allt brunalið borgarinnar, hjúkrunar lið, hundruð lögreglumanna og leynilögreglumanna þustu á vett- vang. Þegar síðast fréttist höfðu björgunarmenn náð fimm líkum en óhugsandi var talið. að nokk- ur væri með lífsmarki. Áhöfn vél arinnar var öll frá Kaliforníu. Talsmenn flugvallarins segja, að vélin hafi ekki sent frá sér neyðarmerki áður en slysið varð. Vél þessi, sem var í eigu American Airlines, var ný og endurbætt gerð af þotunni Bo- eing 707. Öllum veröi gert tært að standa á eigin fótum Nýskipan félags- oq framfærsðumála í Reykjavlk BORGARSTJÓRN Reykja- víkur samþykkti á fundi sín- um í gær með samhljóða at- kvæðum allra borgarfulltrúa tillögur um nýtt skipulag fé- lags- og framfærslumála í borginni. Verða öll þessi mál Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. nú sameinuð undir einni stofnun, skrifstofu félags- og framfærslumála, en fram til þessa hefur skipulag þeirra ekki verið í svo föst- um skorðum sem nauðsyn ber til. Samkvæmt þeirri verkaskiptingu, sem gert er ráð fyrir í hinni nýju skipan, skiptist starfsemi skrifstof- unnar í 4 deildir, sem fari með: framfærslumál, félags- mál, húsnæðismál og inn- heimtu, en þar að auki verð- ur svo almenn skrifstofa, sem annast mun ýmis sam- eiginleg verkefni. — Starfs- menn skrifstofunnar verða 14, en til samanburðar má geta þess, að árið 1958 unnu 18 menn á vegum borgarinn- ar að þeim málum, sem nú eru sett undir skrifstofuna, svo að samfara aukinni hag- kvæmni verður hér um sparnað að ræða frá því sem þá var. — Ein merkasta ný- breytnin í þessari skipan er tvímælalaust stofnun félags- máladeildarinnar, sem mun vinna að því að koma í veg Alit að 100 snjóflóði I manns farast í Andesfjöllum Lima, Peru, 1. marz — AP — TAL.IÐ er að allt að því hundrað manns hafi týnt lífi í snjóflóði er varð í Andesfjöllum í gær- kveldi. Mikill hluti bæjarins Comchucos, sem liggur í 3000 m hæð, mun hafa grafizt undir flóð- inu, en í þessum bæ bjuggu um 3000 manns. Mikið regn hefur verið á þess- um slóðum í nokikurn tíma og er það otrsötk flóðsiins. í þessum sama bæ, sem er um 425 km norð ur af Lima, fórust mörg hundruð manna árið 1942 er mikiil jarð- skjálfti varð á þessu svæði. Þetta er hinsvegar annað mann skæða snjófióðið á árinu á þess- um slóðum — er þess skemmst að minnast er hátt í fjögur þús- und manns létu lífið í snjóflóð- inu, sem varð í Huancaras-fjalli í janúar sl. fyrir, að fólk verði fram- færsluþurfi, en verði í þess stað aðstoðað við að standa á eigin fótum. Þegar Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, gerði grein fyrir hinni nýju skipan félags- og fram- færslumálanna á borgar- stjórnarfundinum í gær sagði hann það von sína, að stofnun þessarar deildar yrði til þess, að bein framfærsla yrði smám saman minna at- riði og þróunin gengi í þá átt, að ýmiss konar tímabund in aðstoð yrði aðalatriðið. Frh. á bls. 23. Mynd þessa fékk Morgun- blaðið simsenda frá New York í gær af flugslysinu mikla á Long Island. Mynd- in er tekin rétt eftir að slysið varð og sést hvemig logar « orakinu og reyksúla stígur þar upp, sem flugvél- arbúkurinn er undir. Þetta er með mestu flug- slysum í Bandaríkjunum og hafa aldrei farizt svo margir þar með einni véL Tvö ný bólu- sóttartilfelli Cardiff, 1. marz. (NTB) FUNDIZT hafa tvö ný bólu- sóttartilfelli í Wales — nán- ar tiltekið í námahéraðinu í Rhonda-dal í Suður-Wales. Þá eru tilfelli þar orðin sex og grunur leikur á um hið sjöunda. Nýju sjúklingarnir eru lækn- ir nokkur og fjögurra ára dreng ur, en sjöunda tilfellið er móðir drengsins. í þessu héraði búa um 130 þúsund manns og hefur þar nú verið fyrirskipuð alls- herjarbólusetning. milljónir manna hylltu Glenn i IMew York New York, 1. marz. — AP-NTB JOHN GLENN, ofursti, kom til New York-borgar í dag og höfðu borgarbúar undirbúið glæsilegar móttökur. Um þrjár milljónir manna hylltu hann, en hið hörmu lega flugslys, sem varð á Long Island aðeins klukkustund áður en geimfarinn kom til borgarinn- ar, hafði mjög sett svip sinn á borgina og mannfjöldann. Engu að síður mun einum Bandaríkja- manni sjaldan eða aldrei hafa verið fagnað svo almennt síðan Charles Lindberg flaug yfir Atlantshafið fyrir 35 árum. Borgarstjóri New York-borgar, Robert Wagner, stóð fyrir opin- berri móttöku í ráðhúsinu og var þar sérstakur gestur, auk Glenns, borgarstjórinn í Perth í Ástralíu. en borgarar þar höfðu öll ljós tendruð nóttina, sem geimfar Glenns fór þar yfir. Síðar var haldið miðdegisverðarboð á Waldórf Astoria til heiðurs Glenn og sátu það um 2000 gestir. Fimm þrepa eldflaug Washington, 1. marz. — AP-NTB í NÓTT sendu bandarískir vis- indamenn á loft fimm þrepa eld- flaug í því skyni að rannsaka hver áhrif afturkoma til jarðar- innar kann að hafa á tunglfara í framtíðinni. Eldflaugin fór í 200 km. fjarlægð frá jörðu en með síðasta þrepi hennar var verið að gera nýja tilraun til þess að auka ferð geimfars á leiðinni aftur til jarðar. Tilraun þessi heppnaðist í alla staði ágætlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.