Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 20
20 MORCrivnr 4 fílÐ Föstudagur 2. marz 1962 Barbara James. 40 Fögur og feíg inn — hamingjan má vita hvern- ig — komið henni í bílinn þinn og flutt hana heim til sín. Það var dásamlegt. Þá var það á- hyggjuefnið úr sögunni — eng- in Crystal framar og ekkert hneyksli. Eða það hélt ég, að minnsta kosti. Þar skjátlaðist þér — ég flutti hana ekki, sagði Rory. Það var ég, sem gerði það, sagði Leó. Ég hélt að sjálfsögðu, að þetta væri sjálfsmorð, og ég fylíltist reiði, svipað eins og þér. Ég gekk út frá því, að hún hefði rifizt við Rory og því búið þann- ig um hnútana að hún gæti gert honum skaða eftir að hún var horfin úr lifenda tölu. Svo að þér fluttuð hana heim, til sín. Hún horfði á Leó með vaxandi virðingu. Já, til allrar óhamingju fyrir yður. Ef ég hefði ekki farið að skipta mér af þessu, hefði lög- reglan tekið það gott og gilt, að um sjálfsmorð væri að ræða. En þér gerðuð það í góðum til- gangi. Ég skil fullkomlega, hvað fyrir yður hefur vakað. Nú sneri hún sér að Rory. Hvað ætlarðu nú að gera? Ekkert. Ætlarðu ekki að afhenda mig lögreglunni? Nei, við höfum öll vanmetið hana. Nú hefur hún rakið feril skammbyssunnar alla leið til Tony, svo að það er ekki nema tímaspurning, hvenær hún finn- ur út allan sannleikann um mál- ið. Kannske verður allt uppvíst eftir fáar klukkustundir. Kannske ég ætti þá að gefa mig fram sjálf? sagði hún dræmt. Hafðu það eins og þú vilt, Vandy. Mér skildist, að þú ætlað ir að fara í te til Tony. Áttu við, að ég geti farið þang- að fyrst? Hún ætlaði ekki að trúa þessu. Fara þangað eiris og ekk- ert hafi í skorizt? Vissulega, hvað mig snertir. Þakka þér fyrir. Það var eins og hún væri móð. Þið eruð góð.. svo dásamlega góð. Ég vildi bara, að þið gætuð orðið hamingju- söm, en svo þurfti það að takast svona klaufalega hjá mér. Hún stóð upp og ég líka. Ósjálfrátt faðmaði ég hana að mér og kyssti hana. Hafðu ekki áhyggjur, Vandy. Ef út í það er farið, var þetta slys og getur í hæsta lagi reikn- azt sem manndráp Lögreglan hlýtur að sjá, að þú hefur aldrei ætlað að drepa hana með kúlu- lausum skotum. Voi-u þau kúlulaus? Tárvot augun opnuðust af eintómri undr un Þú vissir það áreiðanlega. Nei, mér datt ekki annað í hug en þau væru hlaðin. Svo leit hún grátandi af mér á Rory. Verið þið sæl, elskurnar og heilsið þið Tim og Júlíu fró mér. Ég — ég.. Það er svo margt, sem ég vildi segja og get ekki sagt. Húin reyndi eftir mætti að taka sig saman. Ég ætti að flýta mér héð- an meðan ég get staðið á fótun- um. Svo flýtti hún sér út á fínu skónum og skellti í lás á eftir sér. Ekkert okkar sagði eitt orð. Rory kom til mín og dró mig með sér niður á legubekkinn og lagði arminn um mig. Ég hallaði höfðinu upp að öxl hans, alsæl. Ég held ég hafi fundið, að á þess- ari stund var hann kominn tiíl mín aftur — fyrir fullt og allt. XX. Hvernig vissirðu, að það var Vandy? spurði Leó loksins. Eða var það kannske bara getgáta hjá þér? Nei, hún gat nú alltaf komið til greina, en ég var ekki sann- færður fyrr en ég sá hattinn hennar. Hattinn hennar? Ég lyfti aftur höfðinu frá öxlinni á honum. Já, hann er úr þessu létta, dún- kennda efni. Angóra. En hvað getur það snert þetta mád? Það losnar og sezt á hvað sem fyrir verður. Hættu nú að leika Sherlock Holmes og segðu okkur heldur frá því, sagði Leó og brá fyrir glettni í augunum. Gott og vel. í fyrsta lagi: Hvað sem lögreglan hafði gert, var engin von um neina framtíð fyrir okkur, nema málið uppdýstist fullkomlega. Við Rosaleen gát- um ekki vonað að sjá glaðan dag saman, ef hugur okkar væri full- ur efa og grunsemda. Það fannst mér líka, og þess vegna hélt ég uppi þessum njósn- um um byssuna, sagði ég. Ég hugsaði þetta öðruvísi. Mér fannst ólíklegt, að nokkur hefði verið að njósna um okkur Crystal við þennan hádegisverð og síðan elt okkur hingað, beðið þangað til ég var farinn og þá hringt dyrabjöllunni — látið Crystal opna fyrir sér og síðan skotið hana. Það gat blátt áfram ekki hugsazt, svo ólíklegt var það. Hitt var miklu Xíklegra, að ein- hver, sem hafði lykil, hefði kom- ið hingað og fundið hana þar fyrir. Kannske ég? sagði ég og færði mig frá honum, en hann greip aftur í handlegginn á mér. Það eru þrír auk mín, sem ’hafa lykil. Þú, Vandy og hús- vörðurinn. Hann er áreiðanlegur maður og ég gat illa hugsað mér, að hann færi að taka sig fram um að skjóta Crystal. Svo að þá var ekki um aðra að ræða en Vandy og Rosaleen, sagði Leó. Ég var eins viss um það og ég get verið um nokkurn hlut, að það var ekki Rosaleen. Og samt gátu líkur bent til þess. Það skiljið þið, er ekki svo? Hann sneri sér að mér. Þú hafðir fulla ástæðu, eða hélzt þig hafa það. Og þú komst hingað einmitt á þessum tíma. Og skiljanlega hefð irðu orðið æfareið að finna hana hérna. En ég var viss um, að þú hefðir enga skammbyssu, en hins vegar vissi ég, að sem aðstoðar- leiksviðsstjóri myndirðu kunna með hana að fara. Og samtímis hélztu, að ég væri skotin í Leó, sagði ég. Mér finnst það tvennt ekki falla vel saman. Nei það var ekki hvort öðru sam-kvæmt, og þessvegna leið ég allar hugsanlegar sálarkvalir. Hann gekk út að glugganum. Líkleg hef ég haft sektarmeðvit- undina á heilanum. Ég vissi, að ég var þín ekki verðugur, og hversvegna skyldirðu þá ekki snúa þér að Leó? Hann er betri maður en ég. Jafnvel þótt þú hefðir í reiðikasti skotið Crystal, þá var það líka mér að kenna. Ég hef átt alla sökina frá önd- verðu. ég hef verið bjáni og lát- ið teyrna mig á eyrunum. Æ, í herrans nafni, hættu nú þessu, sagði Leó. Það er nú aldr- ei nein höfuðsynd að lóta stelpu eins og Crystal blekkja sig. Rory sneri sér við með glotti, sem kom mér á óvart. Já, ég er víst að reyna að gera harmleik úr sjálfum mér, er það ekki? Það er nú gallinn á gaman- leikurum, að þá langar alltaf til að leika sorgarleik. Segðu okkur þetta um hattinn hennar Vandy, sagði Leó. Ég er orðinn forvitinn að heyra það. Jæja, eins og ég sagði yk-kur, var ég orðinn hálf-ringlaður út af þessu öllu saman, sagði Rory. Þessvegna tók ég það í mig að vera í íbúðinni í nótt, í stað þess að fara heim. Mér fannst ég hlyti að finna þar eitthvað, sem gæti hjálpað mér að ráða gát-una. En nú var búið að gera þarna hreint og þurrka af öllu, auk þess sem lögreglan var búin að fara yfir það allt. Hvað gaztu vonast til að finna? Ja, þar var það, sem leynilög- reglumaðurinn ungi fór fram úr öllum hinum. Þú sagðir, að ein- hver hefði getað legið í leyni inni í fataskápnum, en enginn tók neitt sérstaklega eftir því. En ég gáði nú samt inn í skápinn og þar voru verksummerkin. Þarna hanga einir tveir yfirfrakkar og á öxlinni á öðrum þeirra voru hár, fíngerð eins og úr silki, ljósleit á lit. Þetta kom mér á óvart og ég fann ekki, að þau hefðu neina þýðingu- fyrr en Vandy kom hérna inn í dag, með þennan hatt á höfðinu. Hann var með sama lit. Ég ályktaði, að hárin höfðu verið í réttri hæð, til þess að hún hefði nuddað hattinum við öxlina á frakkan- um, meðan hún stóð inni í skápn- um. Allt stóð heima. Hún hafði lykilinn og hún hafði tvöfaldan tilgang með þessu. Veslings Vandy — aumingja Vandy, sagði ég. Já, og veslings Crystal. Gíeymdu því ekki, sagði Rory. Ég myndi ek-ki eyða ofmikilli samúð á hana, sagði Leó kulda- lega. Hún gaf sjálf tilefni til þess arna. Hún var nú samt falleg — og fjörug, sagði Rory. Snöggvast fann ég til gremju yfir því, að hann skyldi enn ekki getað mimað annað um hana en það, sem betur mætti fara. En svo rann mér reiðin. Þetta var hæfi- -leg grafskrift eftir hana: Hún var falleg og fjörug. Löggan kom að heimsækja okk ur í dag, sagði Tim. Áttu við Wood fulltrúa? Já. Ég talaði mikið við hann. Ég hafði farið eín heim og skil- ið Rory eftir í íbúðinni. Rory hafði heimtað að fá að halda á- fram með sýninguna þennan dag, eins og ek-kert væri. Áður en ég fór, kyssti hann mig eins og hann hafði kysst mig áður fyrr. Ég kem heim undireins og ég get, sagði hann. Reyndu að hafa ekki of miklar áhyggjur út af þessu. Ég spurði Idu um þessa heim- sókn fulltrúans. Hann kom skömmu eftir að Vandy fór, sagði hún. Hann var mjög upprifinn við krakkana. Maður skyldi ekki Iia-lda, að hann væri lögreglumaður, svo var hann góður og almennilegur. Já, eins og lævís höggormur, hugsaði ég. Til hvers kom hann? ’ Til að hitta þig eða Vandy og hann virtist eitthvað vonsvikinn að hvorug y-kkar skyldi vera heima. Kom liann með nokkrar spurn- ingar? Já, og ég vona, að ég hafi svar- að þeim rétt. Það var áhyggju- svipur á andlitinu, sem annars var svo rólegt. Ég sagði honura SHtltvarpiö Föstudagur 2. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. { 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tón leikar — 17:00 Fréttir. — Endur tekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 ,,Þ»á riðu hetjur um héruð“: Gðu mundur M. t>orláksson segir frá Birni Hítdælakappa. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfrétt ir — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:35 Frægir söngvarar; XVI: Tito Schipa syngur. 21:00 Ljóða)~áttur: Lárus Pálsson leik» ari les ljóð eftir Benedikt Grön^ dal. 21:00 Tónleikar: Svíta í D-dúir eftir Telemann (Hljóðfæraleikarar úr saxnesku ríkishljómsv^tinni leika. — Kurt Liersch stj.). 21:30 Utvarpssagan: „Seiður Satúrnus- ar“ eftir J. B. Priestley; XVII, (Guðjón Guðjónsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir — 22:10 Passísusálmur (10). 22:20 Um fiskinn: Einar Jóhannsson fiskiðnfræðingur talar um vinnsl una í frystihúsum. 22:40 Á síðkvöldi: Létt klassisk tónlistl a) David Oistrakh leikur á fiðlu og Vladimir Yampolsky á pí anó: Spánskur dans, op. 39 eftir Sarasate, Dans úr óper unni „La Vida Breve“ etftir De Falla og Ástarsöngur eftir Albeniz. b) Brendan O’ Dowda syngur vinsæl lög. c) Hollywood Bowl sinfóniu* hljómsveitin leikur hljómsveit arútsetningar á lögum eftir Chopin, Carmen Dragon stj, 23:25 Dagskrárlok. Laugardagur 3. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tómleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.), 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — (15:00 FrétU ir). 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson). 16:00Veðurfr. — Bridgeþáttur (Hallur Simonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds* son). 17:00 Fréttir — Þetta vil ég heyra: — Gísli Halldórsson leikari velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning 4 dagskrárefni útvarpsins. 18 .-00 Útvarpasaga bamanna: .JSTýja heimilið“ eftir Petru Flagestad Larssen; XIV. (Benedikt Amkelsson). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ungl* inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón — 19:10 Til kynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Ungir listamenn: a) Lorin Hollander (14 &rm Bandarikj amaður) letkur á píanó verk eftir Granados, Schubert, Mendelssohn o.£l, b) Uto Ughi (17 ára ítali) leikur fiðlusónötu í g-moll, „Djöfla trillusónötuna*4 eftir Tartini, Við píanóið: Ernest Lush. 20:30 Leikrit: „Brunarústin** eftir Aug ust Strindberg. — Leikstjóri og þýðandi: Sveinn Einarsson. — Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephen sen, Valur Gíslason, Brynjólfuir Jóhannesson, Anna Guðmunds* dóttir, Haraldur Björnsson, Ér« lingur Gíslason, Lárus Pálsson, Margrét Guðmundsdóttir, Bóbert Amfinnsson, Jón Sigurbjörnsson, Baldvin Halldórsson, Arndí* Björnsdóttir, Sigríður Hagalía og Gísli Alfreðsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Passí usáimur (11). 22-20 Danjilösr — 24:00 Dasfskrárlok — tig er að koma frá skíðakennaranum þínum og hann sagði, að þú ættir að halda áfram að læra strax og þú kæm- ist á fætur. Annars týnirðu niður því, sem þú varst búinn að læra! Xr X- * GEISLI GEIMFARI X- >f X- — Lára, ég gaf manni þínum lof- orð við dánarbeð hans og ég ætla mér að efna það. Ég f« afíur til rannsóknarstöðvarinnar og held á- fram tilraunum með durabillium. Ef þú ert ákveðin í að selja einka- leyfið, þá þú um það. En ............ Mundu það ef blandan stenzt ekki strangar prófanir, hefur þú eyðilagt það traust, sem heimurinn ber til míkils vísindamanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.