Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 2. marz 1962 MORCTrnnf. 4 ÐIÐ 17 Karolína Benediktsdóttir trá Múla — Minning J>ANN 16. t>.m. andaðist í sjúkra- ihúsi í Húsavík Karolína Bene- diktsdóttir á 91. aldursári, lengst af kennd við Múla í Aðaldal, hús- freyja þar frá 1899—1930. Múli og Grenjaðarstaður eru einhver kunnustu höfuðból í Þingeyjarsýslu fyrr á timum, löngum prestsetur og kirkjustað- ir og þó svo nálægt hvort öðru, að ekki er nema lækur einn á milli landareignanna. Karolína fæddist að Skinna- etað 15. júní 1871 og ólst upp í föðurfhúsum, Skinnastað. Helga- Stöðum og Grenjaðarstað. Foreldrar: Sira Benedikt Krist- Jánsson prófastur á Grenjaðar- stað og Regina Hansdóttir Sivert- een fyrri kona hans. Karolína var elzt barna þcirra, sem voru 9, ellefu ána að aldri, mislinga- eumarið annálaða 1882, er 4 systkinanna dóu á einu sumri á aldri 1—6 ára — og tæpum 2 érum seinna dó móðir þeirra einnig. Þeir atburðir allir voru átakanlegir og ákafiegt áfall fyr- Jr séra Benedikt og heimilið. En síðari kona hans, Asta Þórarins- dóttir frá Vikingavatni, flutti þó eð nýju birtu inn í bæinn ekki löngu síðar, og er nafn frú Ástu umvafið ljóma í minningu allra, eem muna hana. Séra Benedikt var ástsæll mannkostamaður Karolína í Múla var mikill gkörungur á heimili. Var mjög á orði haft meðan hún bjó í Múla Ihvílík rausn þar væri á öllu og myndarbragur fyrir innan stokk. Að heimili hennar og Helga Jóhannessonar lágu leiðir fjölda manna, bæði úr nálægð og fjar- lægð, jafnt venzlamanna og ennarra og áttu allir þar jafnan mjög rausnarlegum viðtökum að fagna. Og aldrei mun gestur hafa lcomið að húsfreyjunni óviðbú- jnni, þannig að ekfki væri til í búri gnægðir fanga hvort sem var í mat eða drykk jafnvel þó 50 aðkomumenn kæmu í einu öll- um að óvörum. Og allt fram undir nítugasta aldursár vár Karolínu rausnin svo töm og til- tæk að henni þótti miður, ef hún gat ekki vikið einhverju að gesti sínum undan höfðalagi. En hún var rúmföst síðustu árin. Heimilisfólk allt að Múla var ennálað fyrir dugnað og er of langt upp að teljá dæmi um það. Heimilið var jafnan stórt og um- svifamikið og ofan á öll önnur umsvif bætti Karolína umönnun fyrir systur sinni sjúkri, Guð- rúnu, um fjölda ára. Á unga eldri, var hún mjög efnilegur unglingur en tók heilabólgu og missti heyrn og heilsu og lifði upp frá því bak við heiminn, lengst í húsum Karolínu og á hennar vegum. Þau vik, sem því fylgdu, erfiði og áhyggjur, voru aldrei á torg borin. En þegar Karolína flutti frá Múla um 1930 tók Bjarni bróðir hennar við systur þeirra og kona hans Þórdís Ás- geirsdóttir á Húsavík. Þeirra dæmi allra er þannig að ekki munu margir ganga í þau spor, aðrir en þeir einir, sem hafa bæði þreklyndi og góðvilja til að bera. Karolína giftist Helga Jó- hannessyni búfræðingi frá Birn- ingsstöðum í Laxárdal 6. júní 1893. Bjuggu þau fyrst að Birn- ingsstöðum, síðar um 30 ár að Múla. Þá fluttust þau að Salt- vík og síðar til Húsavíkur. Helgi andaðist 1947. Á Húsavík dvaldi Karolína að- allega á heimilum barna sinna, Bjarneyar og Jökuls, unz hún varð að fara á sjúkrahús fyrir 1—2 árum. Börn hennar og Helgu eru: Regina f. 18/5 1896, d. 21/1 ’46. Benedikt f. 10/11 1899, d. 23/1 1900. Ásta f. 27/4 1901, hjúkrunar- kona. Bjarney f. 13/3 1903, húsfreyja í Húsavík. Jökull f. 12/6 1906, bifr.stj. Húsavík. Haukur f. 17/11 1908, d. 1935. Logi d. 15/11 1936, bóndi í Saltvík. Karolína var glaðlynd og gjörvUeg. Að dugnaði hennar og skörungsskap er áður vikið og raungæðum. Þau Helgi byrjuðu búskap á Birningsstöðum með tvær hendur tómar, samvalin og einhuga að vinna hörðum höndum og alráðin að verða bjargálna. Framan af árunum viðhöfðu þau svo mikinn sparnað í öllum greinum að á orði var haft að Helgi hefði t.d. klofið eldspýtur og ent stokk- ella. En í Múla græddist þeim nokkurt fé og eftir það þurfti ekki mikla sparsemi við að hafa. Jörðin var ágæt og hefi ég tæp- lega séð heyskap sóttan af slíku ofurkappi og þar og kynntist ég því þó ekki náið fyr en bæði hjónin voru komin á sjötugsald- ur, og hefi ég bó víða séð hendur standa vel fram úr ermum við heyskaparstörf. Þegar Helgi og Karolína fluttu frá Múla 1930 og síra Helgi Hjálm | arsson og hans fólk frá Grenjað- arstað rétt á undan urðu mikil skörð eftir, er þeir stóru bændur fóru frá stórstöðunum í Aðaldal, þó menn kæmu að sjálfsögðu í manna stað og 12 býla byggðar- hverfi standi nú í landareignum Múla og Grenjaðarstaðar. Þau Múlahjón bjúggu skamma hríð í Saltvík og munu naumast hafa fest rót í nýrri jörð eftir að þau yfirgáfu dalinn, enda varla ! að vænta þar sem fótur var þá farinn að þyngjast. Gamli Múlabær er nú jafnaður við jörðu og önnur hús risin. Þil hans gnæfa ekki lengur yfir stórri sveit og húsfreyjan á bæn- um fagnar ekki framar gestum í dyrum úti. Þó vakir það enn í minni, sem var og hét á stórbýl- | unurn við Staði, og gerði garðana fræga. I Bjartmar Guðmundsson. 5 T U D I O Gestur Einarsson Laufásvegi 18 sími 24-0-28 MYNDATÖKUR í ljósmynda- stofunni. — Myndatökur i heimahúsum. Passamyndir tilbúnar daginn eftir. Kaupum hreinar léreftstuskur PRENTSMIÐJA JintipttM&ijww' Stöðuskipti hjá s.í.s. I í GREIN, sem birtist hér í Mbl. á þriðjudag um sextugsafmæli S.Í.S. voru taldir upp fram- kvæmdastjórar þess. Var þar stuðzt við síðustu fáanlega skýrslu Sambandsins, en síðan hafa orðið þær breytingar, að Agnar Tryggvason, sem veitti skrifstofunni i Hamborg forstöðu, er kominn til íslands og býr sig undir að taka við framkvæmda- stjórastarfi í landbúnaðarafurða- deild útflutningsdeildar, er Helgi Pétursson lætur af því starfi fyr- ir aldurs sakir. Við starfi Agnárs tekur Harry Frederiksen, sem - áður var frkvstj. iðnaðardeildar, en frkvstj. þar nú er Helgi Bergs. — Þá hafa skrifstofurnar í Kaup- mannahöfn og New York verið lagðar niður. <S>------------------— Þorkell V. Ottesen FÆDDUR 8. JANÚAR 1905 — DÁINN 19. FEBRÚAR 1962 EKKI verður sagt að fréttin um andlát vinar míns Ottesen kæmi mér á óvart. Og þó. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða, en svo virtist sem. einstök lífsgleði hans hefði leikið á manninn með ljáinn. En skyndilega var Otte- sen horfinn af leiksviði lífsins. Einhver litríkpsta persónan á hinu afmarkaða sviði Akureyrar, og einn geðþekkasti maður, sem ég hef haft kynni af. Sem uppalningur í Prentverki Odds Björnssonar, og læri- sveinn Þorkels Valdemars Otte- sen, hlotnaðist mér sú náðargjöf að kynnast honum og af honum nema prent- og lífsins list. Margar á ég minningar frá þessum árum, og munu þær seint fyrnast. Sízt vildi ég án þeirra vera. Hans skemmtilega greind, og óbilandi kímnigáfa, varð mér, óþroskuðum unglingnum, hollt vegarnesti á refilstigum mann- lífsins. Enginn kom að tómum kof- anum hjá Ottesen. Gilti einu um hvað var rætt, öllu gerði hann skemmtileg skil. Má það merkilegt heita, þá tekið er tillit til hans fáu tóm- stunda. Kom þar fram eiginleiki hans til að greina kjarnann frá hisminu. Það er skarð fyrir ‘skildi í POB, þá Ottesen er fallinn. Hann var óaðskiljanlegur hluti af öllu prentverki á Akureyri og mun það honum verðugur* minnis- varði, þá ár líða. Valdi minn. Ekki veit ég hvernig þakka skal, en hlakka til endurfunda. H. T, Garðeigendur athugib Nú er rétti tíminn til að klippa tré og bera á garð- ana fyrir vonð. Pétur Axelsson (áður Heide) Sími: 3 74 61. Einbýlishús Til sölu á fallegum staS í Vesturbænum í Kópavogi 6 herbergja einbýlishús, á 2 hæðum. Allt fullfrá- gengið. Mjög vandaðar og fallegar innréttingar. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14 — Símar 17994 — 22870. Verksmáðfuútsalan Laugavegi 66 - Ódyrt Einlitar slæður kr. 35. — Vinnuskyrtur kr. 109. — Barna gallar kr. 165. — Barnaföt kr. 12. — Dömunáttföt frá kr. 120. — Garðbuxur frá kr. 65. — Sokkabandabelti, nælonteygju k r. 140. — Undirpils frá kr. 34. — Ullarkembuteppi kr. 134. ■— Herrafrakkar ullargaberdine kr. 490. DAGLEGA NYJAR VORUR Odýrt - Verl:sinið£uútsaEan Laugavegi 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.