Morgunblaðið - 02.03.1962, Page 10

Morgunblaðið - 02.03.1962, Page 10
10 MORCriNfíLAÐlÐ Fostudagur 2. marz 1962 bana af blóðhundum Ulbrichts fyrirlitlegasta stjórnmála- mannsfyrirbæris á síðari ár- um. Um tíma flúðu margir eft- ir skolpleiðslum til V-Ber- línar. Fréttamenn stilltu sig um að skýra frá þessari und- ankomuleið fyrst um sinn, en. því miður ljóstraði fréttastofn un ein upp um skolpleiðslu- flótta svo að kommúnistar múruðu upp i þær. Þetta vissi almenningur í Austur-Berlín ekki um i fyrstu, svo að fjöldi manns týndi lífin.u í klóökun- um. Lík þeirra eru látin rotna í skolpgöngunum, svo að ná- lykt gýs upp um niðurfalls- opin. .,MÚR-TÍZKAN“ Teiknarinn hefur valið teiknimyndinni textann: „Múr tízka“ þeirra Krúsjeffs og UI- brichts virðist ekki ætla að verða vinsæl. d. var um tíma kyrjaður níð- bragur um Lyndon Johnson, varaforseta, þar sem aðalpúðr- ið var klúrt stef, en í því var sagt að sárasótt hefði gert vart við sig meðal stúlkna í Vestur Berlín, eftir að Johnson var þar á ferð. Nú er álgerlega hætt að útvarpa væmnum áróðri og tilraunum til þess að hafa áhrif með röksemdum á íbúa Berlinar. í þess stað er nú eingöngu útvarpað hótun- um og ógnunum, en á. milli er leikin hergöngutónlist, prúss- neskir stríðsmarzar o.s.frv. Stundum er útvarpað skothríð og spren,gingum, og eitt sinn var svo langt gengið að út- varpa tónupptöku frá bardög- um, skothríð og sprengjuþrum um í Berlín í lok heimsstyrj- aldarinnar. Allt er þetta gert til að skclfa íbúa Vestur-Berln ar og draga úr þeim kjarkinn. ÁRÓÐURSTÆKNI KOMMÚNISTA MÚRINN: UPPGJÖF KOMMÚNISTA KALDA stríðið er enn í al- gleymi í Berlín, og daglega ber ast fréttir af ógnarstjóm lepp- stjórnarinnar á hernámssvæði Sovétríkjana í Mið- og Aust- ur-Þýzkalandi. íbúar Vestur- Berlínar heyra einhverja skot- hríð á hverri nóttu handan markalínunnar. Þá vita þeir, að einhver flóttatilraun- in hefur misheppnazt og land- ar þeirra verið skotnir til Múr kommún- ista i Berlín er ætlð bezta hressintgin Allir þarfnast hvíldar við störfin. Þá er gott að fá sér Coca-Cola, Ijúffengt og svalt, sem léttix skapið og gerir vinnuna ánægjulegri. Á stærri ljósmyndinni sést ein fjölmargra bifreiða með hátölurum, sem kommnista- harðstjórnin í Austur-Berlín lætur jafnan standa á mörk- um hernámssvæðanna. Fyrst eftir að múrinin var reistur á markalinunni, glumdi væminn áróður dag og nótt úr gjallar- hornum. Reynt var að skýra afstöðu leppstjórnar Ulbrichts og múrverk hans með fögrum orðum. Áróðurinn var leikinn af segulböndum, en á milli var gömul þýzk tónlist leikin. Stundum var þó gripið til þess að útvarpa grófum persónu- áróðri og sungnar klámvísur um framámenn í þýzku og bamdarísku stjórnmálalífi. T. Með mannvirkjum, einjs og sjást á minni myndinni, að- skilja kommúnistar Þjóðverja frá Þjóðverjum. Múrinn í Berlín hefur nú staðið á sjötta mámuð. Hann er tákn uppgjaf- ar kommúnista við að stjórna þegnum sínum, án þess að þurfa bókstaflega að loka þá inni. Múrinn veldur því, að ætting.jar vinir og elskendur ; sjást ekki framar, en.da er tala sjálfsmorðingja nú langhæst i Austur-Þýzkalandi og Vestur- Berlín. — Einu tengslin, sem kommúnistar leyfa enn að eigi ' sér stað milli borgarhlutanna, eru póstþjónustan, en mjög ströng bréfaskoðun er þó við- höfð af hálfu kommúnista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.