Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 24
Frét tasímar Mbl — eftir 1 o k u n — Erlendar íréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Berlín Sjá bls. 10. 51. tbl. — Föstudagur 2. marz 1962 Svív'rðileg árás á starfsbræður Alfreð G'islason læknir hrigzlar land- lækni og horgarlækni um að bregð- ast læknisheiðri sí num Á BORGARSTJÓRNAR- FUNDI í gær gerðist Alfreð Gíslason, læknir, borgarfull- trúi kommúnista, sekur um svívirðilega árás á starfsbræð ur sína. Hann brigzlaði æðstu mönnum í læknastétt, land- lækni og borgarlækni, um að láta önnur sjónarmið en mál- efnaleg ráða afstöðu sinni, sagði þá ekki vera hlutlausa og jafnaði verkum þeirra til pólitískrar hlífisemi, þröng- sýni og brigða við hlutverk og traust trúnaðarmanna. Orð þessi lét Alfreð Gíslason falia við umræður uim tannlæikn- Spíritussmygl á Akranesi SL. sunnudagsmörgun var 24 flöskum af spíritus smyglað í land af útlendu skipi á Akranesi. Hófst rannsókn máls þessa á þriðjudaginn ög er henni að mestu lokið. Tveir menn hafa setið í gæzluvarðhaldi en hafa nú verið látnir lausir. — Þrír 12 ára skóladrengir munu hafa kom ið allmiikið við sögu þessa máls, en þeir munu hafa séð uppskip- unina á spíritusnum. Mættu þeir í réttinum í gær og voru til að- stoðar er rannsókn fór fram. ingar í skólu.m, sam annars stað- ar er getið. Hann sagði, að stjórn Heilsuverndaristöðvarinnjar, sem landlæknir og borgarlæknir eiga sæti í ásamt forstjóra sjúlkrasam- lagsins, væri ráðgjafi borgar- stjórnarinnar í þessu máli og hún hefði brugðiat borgarstjórn- inni. Síðan fjölyrti hann um að- dróttanir á borð við þessar: „Getur borgarstjórnin þá ekki treyist ráðgjöfum sánum? . . . . Ráða í Heilsuverndarstöðinni önnur sjónarmið en málefnaleg? ......Ráðgjafar borgarstjórnar- innar gæta þess oft ekki að vera hlutlauisir og taka mólefnalega afstöðu." Pólitísk hlífiseml. Af tilefni þessara ummæla um stjórn Heiisuiverndarstöðvarinn- ar kvað Alfreð Gíslason nauðsyn- legt að rninna á og vitna til bók- unar, sem borgarfulltrúar Al- þýðuibandalagsins hefðu áður lát- ið gera, þá varðandi barnavernd- arnefnd, en þar segir m.a. að nefndin hafi „brugðizt hlutverki sínu og trausti, sem til nefndar- innar ætti að vera hægt að bera í málefnum yngstu borgaranna. Barnaverndarnefnd má undir engum kringuimstæðuim láta um- sagnir sínar og afstöðu mótaist af pólitísikri hlífisemi' eða þröng- sýni, sem kemur niður á varnar- litlum bömum og torveldar bætta aðstöðu þeirra og uppediis- sjkilyrði. Það er skoðun bæjarfulltrúa Aiþýðubandalagsins að umsögn meirihluta barnaverndarnefndar um tillöguna sé af slíkum toga spunnin, fremur en ailgert þekk- ingarleysi á málefninu og beri Framhald á bls. 23. Þetta er Stekkjrhúsið svonefnda í Hnifsdal. Glugginn á her- berginu, sem börnin voru í, er lengst til hægri á gaflinum. Tvö börn brenna inni ■ Hnífsdal IVfóðir bjargar öðrum tveimur naumlega UM KLVKKAN 10 í gærmorgun varð það hörmulega slys í Hnífs- dal að tvö börn brunnu inni er eldur kom upp í húsinu Stekkja- húsi. Voru börnin að leik í her- bergi uppi á lofti og var móðir þeirra einnig í svefnherbergi á Ioftinu ásamt tveimur börnum öðrum., sem henni tókst naum- lega að bjarga niður. Nánari atvik eru þessi. Um klukkan tíu í gærmorgun kom Stefán Björnsson heim til sín að Stekkjahúsi (gömlu símstöðinni). Hitti hann tengdaföður sinn, Lárus Sigurðsson ,fyrir utan bús ið, og fóru þeir inn til þess að fá sér kaffi. Bjargaði yngri börnunum naumlega Um það bil fimm mínútum eftir að mennirnir voru komnir inn, varð eiginkona Stefáns, Sig- fríður Lárusdóttir, sem stödd vatr í svefnherbergi á efri hæð hússins norðan ti.1 ásamt tveim- ur yngri börnum sínum, Hinriki, tveggja ára og Gróu eins árs, þess vör að eldur var kominn upp í norðurenda hússins uppi. Tvö eldri börnin, Lárus, fjögurra ára og Jóna, þriggja ára, voru að leik í herbergi uppi í suður- enda hússins, vestantil. Hurðin á svefnherberginu stóð opin, og er konan leit f ram sá hún að norðurendi hússins stóð í björtu báli. Tókst henni að kom- ast niður með yngri börnin tvö, en þegar þeir Stefán og Lárus hugðust reyna að brjótast upp á loft og sækja eldri börnin tvö, urðu þeir frá að hverfa vegna þess hve eldurinn var orðinn magnaður. Reyndu þeir næst að komast inn um glugga, en þé var eldur og reykur svo mikill, að iþað reyndist ógjörningur. Brunaliðið í Hnífsdial var kvatt til svo og brunaliðið á ísafirði. Þegar brunaliðið frá ísafirði kom á vettvang tókst á skammri stundu að ráða niðurlögum elds- ins en þegar komizt varð í her- bergið, voru börnin bæði látin. Lárus Stefánsson var fjögurra ára gamall, en systir hans, Jóna Stefánsdóttir, þriggja ára. Húsið, sem er gamalt timbur- hús, er allt mjög skemmt eftir eldsvoðann. — JPH. Ekið á konu, öku- maður forðar sér Gaf sig fram í gær og segist hafa fyllzt skelfingu UM níuleytið í fyrrakvöld varð alvarlegt umferðarslys á Kapla- skjólsveginum er litlum fólksbíl var ekið aftan á konu, sem gekk á vegarbrúninni. Kastaðist kon- an út fyrir veginn, og stórslasað- ist. Ökumaður nam ekkj staðar heldur forðaði sér. Gerði lög- reglan víðtæka leit að bíl og ökumanni í fyrrinótt, en án ár- angurs. Laust eftir hádegið í gær gaf ökumaðurinn sig fram við rannsóknarlögregluna og gaf þá skýringu á brottakstrinum að hann hefði fyllzt skelfingu og ekki hugsað um annað en að fcvrða sér. Nánari atvilk voru sem hér segir: Um níu'leytið var kona á sextugsaldri, Ástiós Þórðardóttir, öldugötu 59, á leið vestur Kapia- skjólsveginn og gekk á vinstri brún vegarínis. Bíllinn, sem á konuna ók, kom á eftir henni, og við höggið kastaðist konan úit fyrir veginn. Höggið, sem hún varð fyrir, má rnarka af því, að brot úr gervitönnum koniunnar lá 12 metra fyrir utan vegarbrún. Bílstjórinn nam ökki staðar held ur ók áfram og forðaði sér. Gert var aðvart um slysið frá Jófríðaristöðum við Kaplaskjóls- Framhald á bls. 23, , Ný borhoia með 20-30 sek. I. af 135 stiga heltu vatni í GÆRKVÖLDI mátti sjá mikið og veglegt gufugos úr borholu þeirri við Suðurlandsbraut, sem unnið hefir verið að undanfarinn Þessi greindarlegu börn eru í Málleysingjaskólanum, og öll heyrnarlaus. í vet- ur eru oörnin miklu fleiri en að undanförnu, afleiðing síðasta faraldurs af „rauðum hundum“. Á bls. 3 er sagt frá heimsókn þangað í gær. ' hálfan mánuð. Streyma þar nú upp 20—30 sekúndulítrar af 135 stiga heitu vatni. Þess má geta til samanburðar að heildarvatns- magn hitaveitunnar er um 500 lítrar á sekúndu, en mikið af vatni er ekki nema um 80 stiga heitt, svo þetta vatn er miklum mun verðmætara. Þessi hola, sem borunarmenn hafa nefnt Bílasmiðjuiholuna við Suðurlandsbraut, var upphaflega að mestu boruð 1959 en þá var ekki hægt að bora nema 750 m. niður. Síðan voru fengin ný tæki á boi-inn og var þá hægt að kom- ast 860 m. niður í jörðina en það er dýpt bolunnar nú. Blaðið sneri sér í gær til Gunn- ars Böðvarssonar verkfræðings og spurðist fvrir um gang máls- ins. Síðastliðinn föstudag urðu menn varir við að borinn var kominn niður á gilda og kraft- mikla æð, en um helgina skemmd ist holan innan og þurfti að hreinsa hana út og styrkja veggi hennar. í gærdag var þessu svo lokið Og fór þá að renna vatn úr holunni og kl. 5 í gærikvöldi fór holan að gjósa. Borinn verður nú fluttur lengra austur með Suðurlands- brautinni og verður borað skammt austan við Shellbenzin- stöðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.