Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. marz 1962 MORCVNBLAÐIÐ 13 Efla )arf og auka bún- aðarf ræðsluna í landinu Rætt v/ð Gubmund Jónsson skólastjóra á Hvanneyri sextugan I DAG er Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, sextíu ára. Fyrir nokkru átti fréttamaður blaðsins þess kost að ræða við Guðmund á heimili hans á Hvanneyri og á því samtali er það rabb, sem hér fer á eftir, byggt. Guðmundur Jónsson er fædd- ur á Torfalæk 2. marz 1902, sonur Jóns Guðmundssonar bónda þar og konu hans Ingi- bjargar Björnsdóttur. Guðmund ur var í hópi sex bræðra, sem ólust upp á Torfalæk. Hann út- skrifaðist búfræðingur frá Hól- um árið 1921 og hélt síðan til Danmerkur og útskrifaðist frá Búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1925. Árið 1928 gerðist Guðmundur kennari á Hvanneyri og hefir verið þar óslitið síðan. Skóla- stjóri hefir hann verið frá 1947. Kennslugreinar Guðmundar hafa fyrst og fremst verið jarðrækt- arfræði og búreikningar. Árið 1926 kvongaðist Guðmundur Ragnhildi Ólafsdóttur, aettaðri frá Fáskrúðsfirði. Hafa þau hjón eignazt þrjá drengi og alið upþ fósturdóttur. Guðmundur hefir auk kennarastarfa unnið mörg trúnaðarstörf fyrir landbúnað- inn m. a. átt sæti í búnaðarráði, verkfæranefnd tilraunaráði bú- fjárræktar og um skeið stýrði Guðmundur Búreikningaskrif- stofu ríkisins. Fjöldi ritgerða liggur eftir Guðmund og hann gaf ásamt öðrum út ritið Bú- fræðinginn, sem út kom í 17 ár. Þá samdi hann afmælisrit Hvann eyrarskólans er hann varð 50 ára 1939. Er það mikið og veg- legt rit. Lesendum Morgimblaðs ins eru kunnar yfirlitsgreinar Guðmundar um íslenzkan land- búnað, er hann í allmörg ár hefir ritað hér í blaðið. Vandamál Hvanneyrarskóla í samtalinu við Guðmund beindist talið fljótt að Hvann- eyrarskóla og vandamálum hans. Auðheyrt er að hugur Guðmund ar er allur bundinn skólanum, hag hans og velgengni og mennt un og fræðslu bænda yfir höfuð. Hann hefir sjálfur aldrei fengizt við framleiðslu eða viðskipti af neinni gerð umfram það sem varðað hefir skólann. Til hans hefir hann varið öllum sínum tíma jafnt frístundum sem vinnudegi. I 34 ára starfi við skólann hefir margt borið við og skulum við nú gefa afmælis- barninu orðið. — Framkvæmdir hér á Hvanneyri voru stærstar í tíð Halldórs Viihjálmssonar skóla- stjóra. Hann var stórbrotinn maður, hreinn í lund, mikill bú- maður og hafði oft djúptæk áhrif á nemendur sína og efldi trú þeirra á íslenzkan landbún- að. Sjálft skólahúsið hér áHvann eyri er nú rúmlega 50 ára og því orðið full þörf á endurbót- um. Það er byggt 1910. Skóla- stjórahúsið er byggt 1920 og hið stóra fjós er byggt 1930. Kennarabústaðir eru svobyggðir 1939 og síðar. Um miklar bygg- ingaframkvæmdir hefir því ekki verið að ræða í skólastjóratíð minni. Tilraunir veigamiklar Eitt veigamesta átakið, sem unnið hefir verið síðan ég tók við stjórn skólans er tilrauna- starfsemin. All fullkomin rann- sóknarstofa er nú starfrækt hér og víðtækar jarðræktartilraunir eru framkvæmdar hér við skól- ann. Á rannsóknarstofunni er síðan bæði hægt að efnagreina jarðveg og fóður. Tilraununum stjórna þeir Magnús Óskarsson og Þorsteinn Þorsteinsson, báðir kennarar hér. Þá eru hafnar hér tilraunir í nautgriparækt og stjórnar Viðar Kornerup-Hansen þeim. Hér eru einnig fram- kvæmdar víðtækar verkfæratil- raunir. — Sama árið og ég tók hér við skólastjórn var Framhalds- deildin stofnsett. Sú deild hefir nú útskrifað veíflesta þá ráðu- nauta sem starfa í landinu. Ekki var ætlunin að þessi deild útskrifaði vísindamenn, heldur vel menntaða búfræði- kandidata, sem gætu leiðbeint bændum og kynnt þeim hagnýt- ar nýjungar. Þetta var um leið vísir að íslenzkum búnaðarhá- skóla. Sumir þeirra búfræði- kandidata, sem héðan hafa út- skrifazt hafa síðan farið ut- an og aflað sér þar vísinda- legrar þekkingar hver í þeirri grein, sem hann hefir haft sér- stakan áhuga á. Aukin vélfræðikennsla — Nú er hér í deiglunni ný- breytni, sem við vonum að verði skólanum til mikils vegsauka en það er sérnám í vélfræði. Frá 1. jan. í vetur starfar sérstak- ur kennari í þeirri grein og væntanlega verður kennsluverk- stæði byggt á komandi sumri og með því verður hægt að stór- auka kennslu í meðferð véla. — Svo virðist nú að brýn þörf sé breytinga og endurbóta á allri aðstöðu til búfræði- kennslu. Hér á Hvanneyri skort ir tilfinnanlega bætt húsakynni, hér þarf aukin kennsluáhöld, stærri og betri búpeningshús og aukna fjölbreytni í búskapnum, svo sem hænsnarækt, svínarækt og garðrækt. Þá vantar skóiann og tilfinnanlega fleiri kennara. Þróunin nú virðist stefna í þá átt að yngri deild bændaskól- anna falli niður og hið almenna búfræðinám taki þá aðeins einn vetur. Þetta stafar af því að hliðstæða menntun og nemend- urnir fá nú í yngri deildinni fá beir í hinu almenna skólakerfi. Útskrifa 40—45 nemendur Bændaskólarnir á Hólum og Hvanneyri hafa á undanförnum 10—15 árum útskrifað 40—45 nemendur árlega en þyrftu að útskrifa 60 til að sambærilegt væri við nágrannalönd okkar. Þess ber þó að geta í þessu sam bandi að á öllum Norðurlönd- unum eru þeir nemendur, sem minnsta fjárhagsgetu hafa, styrktir til námsins sem svarar til ókeypis uppihalds. — Til þess að hér á Hvann- eyri geti orðið nýtízku bænda- skóli, sem uppfyllir þær kröfur, sem nú eru gerðar til slíkra stofnana, þmf fé svo milljónum skiptir til stofnunarinnar. — Hér á Hvanneyri hefir alla jafna verið mjög blómlegt fé- lagslíf með kennurum og nem- endum. Málfundir eru haldnir og skemmtikvöld og spila- og taflkeppnir háðar við önnur fé- lög. Þá hafa tamningarnar, sem nú hafa verið stundaðar um all- langt skeið verið mikil félags- leg uppörvun fyrir nemendur. Þýðingarmikið hefir og verið samband sem skólinn hefir haft við aðra skóla og sameiginlegar skemmtanir með þeim. Hér er nemum bannað að stunda opin- berar skemmtanir. Gagnkvæm- ar heimsóknir eru til húsmæðra skólans á Varmalandi, kvenna- skólans á Blönduósi og hús- mæðraskólans í Reykjavík, enn- fremur við Samvinnuskólann í Bifröst og áður fyrr við Reyk- holtsskóla. Meira fé og betri samgöngur Skólalíf nemenda hefir tiltölu- lega lítið breytzt á hinum síðari árum og þeir eru yfirleitt góðir nemendur engu síður en fyrr. Þó hafa þeir nú meira fé undir höndum, betri samgöngur og völ á fjölbreyttum skemmtunum og vissulega hefir þetta sín áhrif á skólabraginn og gerir stjórn- hans nokkru erfiðari. Áður gátu nemendur ekkert farið, sátu hér öllum stundum og urðu því að finna sér efni sjálfir sér til dægrastyttingar í frístundum sínum. Á bændaskóla sækja fyrst og fremst rólegir nemend- ur í þeim eina tilgangi að læra. — Ég hef átt því láni að fagna að eiga alla jafna góða sam- starfsmenn hér við skólann og skólabúið. Auk Halldórs heitins Vilhjálmssonar, sem ég gat um áðan eru mér minnistæðir Þór- ir Guðmundsson kennari, sem var framúrskarandi nákvæmur og góður fræðari og rökfastur í hugsun. Runólfur Sveinsson var sérlega vinsæll af nemendum sínum, ágætur kennari og starf hans allt einkenndist af bjart- sýni og stórhug. Af prófdóm- endum eru mér hugstæðastir Guðmundur Jónsson á Hvítár- bakka og Jón Hannesson í Deild artungu, en af starfsfólki staðar- ins þau Magnhiidur Guðmunds- dóttir og Böðvar Gíslason, sem bæði voru einkar dygg hjú og unnu Hvanneyri allt sem þau máttu. Þegar Bjarni kvað um mig Að síðustu spyrjum við Guð- mund hvort honum séu ekki hugstæð einhver gamanatvik úr lífi sínu. — Jú, t. d. vísan, sem Bjarni Ásgeirsson gerði um mig þegar ég eitt sinn var að skýra bú- reikninga á Búnaðarþingi. Ég gat þess að fyrir gæti komið að niðurstöður sjóðreiknings reynd ust skakkar ef menn eignuðust fé á einhvern óleyfilegan hátt. Þótti Bjarna þessi nákvæmni mín nokkuð mikil og kvað: „Nákvæmt allt þitt uppgjör sé, eignin mæld og vegin. En mundu að illa fengið fé færist tekjumegin.“ — Eitt sinn var ég á náms- ferðalagi erlendis með nemend- um Framhaldsdeiídarinnar. Gist um við þá á myndarlegum, dönskum bóndabæ, þar sem ég þekkti vel til og nutum við hinn ar mestu gestrisni. Ekki spillti það móttökunum að mjög fríð heimasæta gekk um beina og gáfu piltarnir henni hýrt auga. Um morguninn, þegar lagt var af stað, sáum við það síðast til heimasætunnar að hún gældi við heimilishundinn. Varð þá einum nemendanna að orði: „Það vildi ég að ég væri hund- ur!“ — Ég hef nú verið við Hvann eyrarskóla í 34 ár og á þeim tíma hafa komið hingað 940 nemendur til búfræðináms og auk þess 58 til náms í Fram- haldsdeiid. Von mín er sú að í náinni framtíð megi efla enn og bæta aðstöðuna til búfræði- kennslu og að æ fleiri leiti sér þeirrar menntunar, sem bænda- skólarnir veita og megi þeir þannig verða fyrirmynd og afl- gjafi landbúnaðarins á Lslandi. Við endum þetta rabb með þvi að óska hinu síunga afmælis bami til hamingju með daginn. vig. . • u s1' í \ ^ .' Vélkennsla verður nú mjög aukin á Hvanneyri. Hér sjást nokkrir nemendur læra meðferð dráttarvéla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.