Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 2. marz 1962 MOrGUNBLAÐIÐ £3 Reynt að semja við tannlækna um tannlækningar í skólum Landsýn eftir KjarvaL VERIÐ er nú að leita samn- inga við Tannlæknafélag ís- lands um tannlækningar í skólum á gnmdvelli bréfs þess, sem Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, ritaði Tann- læknafélaginu fyrir skömmu, jþar sem farið var fram á við tannlæknana að ganga til samstarfs við borgaryfir- völdin til að leysa þennan vanda. Komu þessar upplýs- ingar fram á borgarstjórnar- fundi í gær. Skorinorð ályktun. Alfreð Gíslason, læknir, (K) kvaddi sér hljóðs. Kvaðst hann oftar en einu sinni hafa rætt ura tannlæknaþjónustuna í skólum ©g Langaði nú að ræða mál þetta eérstaklega. einkum vegna álits- gerðar Tánnlæknafélagsins, sem éður hefur birzt í blöðum. Kvað hann hér um skorinorða ályktun að ræða og las síðan niðurlag bennar. „Við fúlltrúar minnihlutans“, eagði ræðumaður, „höfum áður lagt fram tillögur um tannlækna þjónustu í skólum þar sem lagt var til, að sérstökum aðila yrði falið að gera tillögur til úrbóta. — Ekið á konu Framh. af bls. 24. veg, 6g var konan fluitt á slysa- varðstofuna Og þaðan á Lanid- 6pítalann. Er hún stórslösuð, en ekki hefur Mbl. telkiist að aifla sér íiánari upplýsinga um meiðsli bennar. Kona, sem stóð við glugga að Jófríðarstöðuim, sá ti'l ferða kon- unnar á Kaplaskjólsveigi rétt áð- ur en slysið varð. Sá hún þá að tveimur bíluim var ekið á eftir konunni, en þegar sá fyrri var kominn framhjá, leit hún augna- blik af veginum. Augnabliiki síð- er heyrði hún háan Skell, leit á veginn aftur, og lá konan þá ut- ®n við veginn, en seinni bíllinn var horfinn. Gat kionan iítið lýst bílnum en taldi þó að hér hefði verið unt litla, dölkika fólkisíbiifreið ®ð ræða. Lögreglan hóf þegar ýtarlega leit að bíinum og var leitað alla nóttina og um miorguninn. í há- degisútvarpi var lýst aftir vitn- um í máli þessu, og laust eftir hádegið gaf ölkumaðurinn sig fram við rannsóknarlögregluna. • „Skelfingu lostinn." Maður þessi greindi frá því að hann væri validiur að slysinu. Sagðist hann etoki geta gert sér grein fyrir öðru en hann hafi Btöðugt beimt athygli sinni að a-kstrinum, en konuna sá hann ©kki fyrr en þann mund að bíllinn ákall á henni. Gizkar hann á að bíllinn hafi þá verið ® 35—40 km. hraða. Bíilstjórinn tjáði rannsóknar- jögreglunni að þetta hefði gerzt 6vo óvænt og skyndilega að hann hafi orðið skelfingu lostinn og eina hugsimin, sem að hefði kom izt, hefði verið að forða sér. Kom hann bílnum fyrir inni í skúr, eem hann hafði aðgang að og héit 6Íðan heim. Bílstjórinn greindi einnig frá því, að hann hafi ætlað að gefa sig fram síðar um krvöldið, er hann hafi verið búinn að jafna 6ig, en segir sig ekki hafa haft þrek til, er á átti að berða. Þogar ökumiaðurinn skýrði föður sínum frá slysinu í gær morgun, sagði faðir hans að hann ekyldi gefa sig tafarlaust fram, 6em hann gerði. Vatnsfeassahlíf bflsins, sem á bonuna ók, er mikið dælduð og 6tór dæld ofan í vélarhlífina. Brýn ástæða er til þess að vara fóLk við að ganga á vinstri vegar brún, mieð umferðina á eftir sér. Ganga akal ætíð á hægri vegar- brún, með umf erðina á móti. Tannlæknarnir benda nú á. að nauðsynlegt sé að hefjast strax handa, og þess vegna taldi ég rétt að freista þess að fá borg- •arstjórnina til að gera sarruþykkt um málið, því að ekki þýðir að bíða eftir því að tannlæknar bjóði sig fram fyrir þau sultar- laun, sem bjóðast." Alfreð Gíslason lagði til að skipuð yrði 3ja manna nefnd til að rannsaka málið. Skyldi borgar stjóri tilnefna einn, stjórn Heilsu verndarstöðvarinnar einn og Tannlæknafélagið einn. Nefnd þessi ætti síðan að fé sér til ráðu neytis erlendan sérfræðing, helzt frá Norðurlöndum. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, tók síðan til máls og ræddi fyrst nokkuð um fundarsköp, en Al- freð Gíslason hafði ekki lagt fram tillögur sínar með þeim fyr irvara, sem fundarsköp borgar- stjómar gera ráð fyrir. Sagði borgarstjóri, að þar sem ekkert nýtt eða brýnt fælist í tillögugerð borgarfulltrúans, væri eðlilegast að fresta henni, svo að hún fengi meðferð í samræmi við fundar- sköp. Tannlæknar fengust ekki. Geir Hallgrímsson vitnaði til þess, að þegar lægi fyrir vilja- yfirlýsing borgarstjórnar frá því í haust, sem allir borgarfulltrúar höfðu verið sammála um og væri rétt að ganga út frá henni. Sú einfalda staðreynd blasti við, að naegilegir starfskraftar hefðu ekfki fengizt til að sinna tannlækningum í skólum, og hið eina, sem komið hefur fram síðan ályktunin var gerð í haust, væri greinargerð fræðslu- nefndar Tannlæknafélagsins. Þegar hún var birt hefði hann strax tekið málið til athugunar. „Þá skrifaði ég strax Tann- læknafélaginu,“ s'agði borgar- stjóri, „og spurðist fyrir um, hvernig tannlæknar gætu komið til liðs við borgaryfirvöldin. Fundur var síðan haldinn með fræðslunefnd Tannlæknafé’lags- ins borgarlækni og fræðslustjóra. Tveir ungir læknar buðust þá til, með samiþykki Tannlæknafé- lagsins, að gera athugun og til- lögur í málinu.“ Borgarstjóri kvaðst þegar hafa lýst þvi yfir, að hann hefði áhuga á tilboði þessu og að hafa nána samvinnu við Tannlæknafélagið, og einnig varð að ráði að fá er- lendan sérfræðing til starfa. Tannlæknafélagið var sérstak- lega beðið að útbúa áætlun um, hvernig rannsókn skyldi hagað. Borgarstjóri sagði, að tillögur Alfreðs Gíslasonar breyttu engu um gang mála. Að þeim væri nú þegar unnið af fullum krafti. Hann kvaðst sérstaklega hafa beint því til Tannlæknafélags- ins, að félagið gengist fyrir því, að nægilegur vinnukraftur feng- ist, og hefðu tannlæknar sjálfir verið beðnir að gera tillögur um kjörin. Sérstaklega hefði verið leitað eftir því, að tannlæknar fengjust til bess að skipta á mi'lli sín tannviðgerðum 7 og 8 ára bama og það jafnvel gegn venju legum taxta. En svar hefði enn ekki fengizt við þeirri málaleit- an. Borgin styrkir tannviðgerðir Meginatriði þessa máls kvað borgarstjóri vera það, að því mið ur væri ékki hægt að láta í té í skólunum nægilega tannlækna- þjónustu, því að starfsliðið vant- aði. En hvaða úrræði væru þá vænlegust? Það þyrfti a.m.k. 12 eða jafnvel 15—20 tannlækna til að fullnægja þörfinni með 36 klst. vinnu á viku. Meðan tann- lækningarnar voru í skólum síðustu árin hefði fólk haft þá fölsku öryggiskennd, að þar væri um fullnægjandi tannviðgerðir að ræða, en því miður hefði svo ekki verið, því að ekki hefðu fengizt nægilega margir tann- læknar. Borgarfulltrúar yrðu að horf- ast í augu við þessa staðreynd, en vegna hennar hefði stjórn Heilsuvemdarstöðvarinnar bent á þá leið, að uppörva foreldra til að láta gera við tennur barna sinna hjá tannlæknum fjölskyldunnar og borgaryfir- völdin samþykkt að styrkja tannviðgerðirnar. Reynsla sú, sem af þessu hefði fengizt, væri sú, að þetta væri betra en að hafa örfáa tannlækna, sem ekki kæmust yfir verkefnin, þótt all- ir væru sammáía um að bezt væri að hafa allar tannviðgerðir í skólunum. Borgarstjóri sagði, að mjög margir hefðu notfært sér þessa aðstoð bæjarins, en það hefði þó háð nokkuð, að tannlæknar hefðu ekki fengizt til að taka aðeins við helmingi greiðslunn- ar hjá viðskiptavinimum og inn- heimta hinn helminginn hjá borginni, heldur hefðu þeir krafið um alla greiðsluna, en fólk síðan orðið að fá endur- greiðslu. „Ég hef ekki nema gott um það að segja að' vakið sé máls á þessu“, sagði borgarstjóri, „en ég hefði vænzt jákvæðari til- lagna frá Alfreð Gíslasyni lækni. Ég leyfi mér að skora á hann að koma fram með tillög- ur, sem að gagni mega verða og betur henta en aðferðir þær, sem nú eru hafðar og er ég að sjálfsögðu til viðtals um allar úrbætur“. Leiðrétting á grein fiskimálastjóra I G R E I N Davíðs Ólafssonar, fiskimálastjóra, „Sjávarútvegur- inn 1961“, sem birt var í Morg- unblaðinu í gær, urðu þau mis- tök, að á tveimur stöðum féllu niður línur, svo að merking brenglaðist. Fyrri niðurfellingin varð í lok fyrsta kafla, sem átti að hljóða svo: Augljóst var eftir þær kauphækkanir, sem urðu á sumrinu 1961, að þróunin stefndi í sömu átt og áður undir svipuðum kringumstæð um og ef ekki átti að koma að því að greiða yrði útflutn- ingsuppbætur var engin leið til önnur en að endurskrá gengið með tilliti til hinna nýju aðstæðna. Þetta var svo framkvæmt með nýrri gengis skráningu hinn 1. ágúst. Hið nýja gengi, miðað við Banda- ríkjadollar, var ákveðið kr. 43.00, sem samsvaraði 13.6% hækkun á gengi erlends gjaldeyris. Síðari niðurfellingin varð í lok Skipastólskaflans. Átti máls- greinin að hljóða svo í heild: Ef litið er á tímabilið í heild, hefir aukningin á flot- anum orðið mjög mikil, þar sem hann hefir rétt þrefald- azt frá árslokum 1945. En hópbyggingar á tiltölulega stuttum tímabilum og svo aft ur hlé á milli með tiltöiulega litlum skipabyggingum hafa tvímælalaust orðið til þess, að gæði flotans hafa ekki orðið hin sömu og orðið hefði með jafnari endumýjun. Þá var ennfremur sú villa, þar sem skýrt var frá aflanum á þorskveiðum til októberloka, að hann var sagður 314 þús. smál., en eins og töflur II og III sýna, var hann tæplega 279 þús. smál. á árinu 1961, en hinsvegar 314 þús. smál. árið áður. Hefur því aflinn á þorskveiðum minnk að á þessu tímabili um tæplega 19%. Ef tekið er allt árið hefir aflinn á þorskveiðum minnkað á árinu um 16%. Málverkauppboð Sigurðar Bene- diktssonar í dag f DAG kl. 5 heldur Sigurður Benediktsson uppboð á málverk- um og vatnslitamyndum í Sjálf- stæðishúsinu. Verða þar boðnar upp margar dýrmætar myndir, þar á meðal 7 málverk eftir Kjar val, 2 eftir Jón Stefánsson, önnur frá Þingvallavatni, og danskt landslag eftir Ásgrím Jónsson. Þá er á uppboðinu mynd frá Húsafelli eítir Þorvald Skúlason, máluð 1932, blámamynd eftir Gunnlaug Seheving, mynd úr Dimmuborgum eftir Kristínu Jónsdóttur, ein úr Borgarfirði eftir Mugg, mynd frá Reykja- nestá eftir Svein Þórarinsson, og Blóm í könnu eftir frú Agnete, tvær myndir eftir Jón Þorleifs- — Svivirðileg árás Framhald af bls 24. því að víta meirihluta nefndar-^ innar harðlega fyrir slóka fram- komu.“ Alfreð Gíslason hélt síðan á- fram að ræða um stjórn Heilsu- verndarstöðvarinnar og sagði: „Ég tek fram að ég hef ekki sannanir fyrir því, að hlutdrægni hafi átt sér stað af ráðnum hug.“ Freklegar dylgjur og aðdrótt- anir. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, vítti þessar furðulegu og ódrengi legu aðdróttanir Alfreðis Gísla- sonar og hinn ósæmilega málflutn ing hans. Hann minnti á, að fyrir skömrnu hefði Alfreð á borgar- stjórnarfundi talað um „annar- leg sjónarmið", og jafnvel brigzl- að félögum sínuim í Alþýðubanda laginu uim þaiu. „Ef Alþýðubanda lagið þá yfirleitt er til í dag, sem ég efeki veit,“ eins og borg- arstjóri kömst að orði, „en hann á við þá um það. En ég tdk til andisvara fyrir trúnaðarmenn borgarinnar, sem hér er ráðizt að og ekiki hafa aðstöðu til að bera af sér sakir, úr því að borg- arfulltrúinn hefur efcki þá sóma- tilfinningu að hlífast við svo frefelegum dylgjum og aðdróttun- um að starflsbræðrum. Það er heldur etoki hægt að segja í einu orðinu að engar sannanir liglgi fyrir, en dylgja í hinu uim, að m.a. borgarlæknir og landlæknir hafi bri jðizt hliutverki sínu og trau. L. Hér er um vítaverða móðgun :.ð ræða og efcki er til mikiis að ætlast af manni, sem grípur til slíkrar illkvittni og dylgja um feollega sína.“ son og loks má telja mynd er nefnist Nova Vita og er gerð af Karli Einarssyni (Dunganon), en myndir hans eru nú að verða nokfeuð eftirsóttar. Þá eru á upþ- boðinu tvær indverskar litmynd- ir úr eigu Einars Benediktssonar skálds. Alls eru myndirnar sem boðnar verða upp 34 talsins og verða þær til sýnis kl. 10—4 í dag. — Öllum verði Framhald af bls. 1. Á yfirliti því, sem birtist ann- ars staðar í blaðinu um skipulag hinnar nýju stofnunar, má sjá, hvernig deildaskiptingu hennar verður hagað og verkefni hverr- ar deildar fyrir sig. — Á fundi borgarráðs hinn 27. febrúar sl. var samþykkt að ráða Svein Ragnarsson lögfræðing, skrif- stofustjóra stofnunarinnar, en hann hefur undanfarin ár gegnt starfi húsnæðisfulltrúa borgar- Lnnar og verður það starf nú augLýst laust tiL umsóknar. Á sama fundi var Margrét Stein- grímsdióttir ráðin til að veita forstöðu þeirri deild skrifstof- unnar, sem fer með félagsmál, en hún er útlærð sem „social worker“. Auk borgarstjóra kvöddu sér hljóðs á fundinum í gær, borgar- fulltrúarnir Alfreð Gíslason (K), Þórður Björnsson (F) og Guðm. J. Guðmundsson (K). Lýstu þeir allir sérstakri ánægju sinni með þessa nýju skipan félags- og fram færslumálanna, en þó einkum stofnun félagsmáladeildarinnar, og sagði Alfreð Gíslason m. a., að fagna bæri þeim skilningi ráðamanna borgarinnar á þess- um mikilsverðu málum, sem þessi nýskipan bæri vott um. Allir þessir borgarfulltrúar not- uðu þetta tækifæri þó til að gera enn einu sinni að umræðuefni starf Magnúsar Óskarssonar, sem gegnt hefur starfi félagsmála- fulltrúa Reykjavíkurborgar um nokkur undanfarin ár, og beindu þeirri fyrirspurn til borgarstjóra, hvaða áhrif þessi nýja skipan mundi hafa á starf hans. Upp- lýsti borgarstjóri af því tilefni, að verksvið hans yrði óbreytt frá því sem verið hefur, hann mundi eftir sem áður gegna stárfi fé- lagsmálafulltrúa í vinnumálum. Ekki væri gert ráð fyrir, að sú starfsemi félli undir þessa stofn- un að svo stöddu, en vissulega kæmi þó til greina, hvort vinnu- miðlun og ráðningarskrifstofa gætu orðið liðir í almennum fé- lagsmálum. Ennfrerpi' væri til athugunar, hvort bc. :rndun- armál ættu ekki líka heima und- ir þessari stofnun í framtíðinni að endurskoðaðri löggjöf, sem uú færi fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.