Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 12
12 rMORGUNBLAÐ!Ð Föstudagur 2. marz 1962 Otgefandi: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áftm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Kris.íinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FISKIÞINGIÐ OG FRAMTÍÐIN FMskiþingi er nýlega lokið.' Það sat skamman tíma að störfum, aðeins rúmlega hálfan mánuð, og vann rösk- lega að viðfangsefnum sín- um. Tók það þó til meðferð- ar fjölda þýðingarmikilla mála, er varða sjávarútveg og sjósókn í landinu. Það gerði athyglisverðar ályktan- ir um fiskiðnað og fiskiðnað- arskóla, um fiskmat og vöru- vöndun, um friðxm hrygning- arsvæða, rannsóknir og fiski- og síldarleit, um fiskveiði- landhelgina, rækju- og hum- arveiðar, fiskirækt, hafrann- sókna- og fiskileitaskip, hafn armál o. fl. Þetta Fiskiþing hefur eins og öll önnur þing gert marg- víslegar kröfur á hendur Al- þingi og ríkisstjórn. En flest- ar þeirra eru hóflegar og vel rökstuddar. Sérstök ástæða er til þess að taka undir þá skoðun Fiskiþings, að þjóðarnauð- syn beri til þess að hefja nú þegar byggingu á fullkomnu hafrannsókna- og fiskileitar- skipi, sem verði búið öllum fullkomnustu tækjum tilhaf- rannsókna, fiskileitar og veið arfæratilrauna, enda verði skipið rekið undir forystu fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans. ★ Bygging hafrannsókna- og fiskileitarskips er tvímæla- laust eitt mesta nauðsynja- mál útvegsins og þjóðarinn- ar í dag. Vísindaleg vinna og rannsóknir hafa þegar orðið íslenzkum útvegi að stórkostlegu gagni og allt bendir til að í framtíðinni hljóti fiskveiðar að byggjast á þeim í stöðugt ríkari mæli. Ábending Fiskiþings um nauðsyn skipulegra aðgerða í hafnarmálum á einnig við fyllstu rök að styðjast. Hin- ar ófullkomnu hafnir, sem útgerðin býr víða um land við í dag, draga úrframleiðsl unni og hindra þróun henn- ar. Þess vegna er ákaflega þýðingarmikið að áherzla verði lögð á öflun fjármagns til þess að fullgera ýmsar hafnir, sem vel liggja við miðum og þýðingarmiklar eru fyrir útgerðina. Yfirleitt má segja, að fiski- þingið hafi litið á hagsmuna- mál útvegsins af raunsæi og framsýni. HAFA BANDA- RÍKIN TEKIÐ FORYSTUNA? egar Rússar sendu hina fyrstu geimfara umhverf is jörðu í apríl og ágúst sl., þótti sýnt að þeir hefðu for- ystuna í kapphlaupinu um himingeiminn. Þeir höfðu hafið undirbúning geimferð- anna löngu á undan Banda- ríkjamönnum og varið til þeirra óhemju fjár. Bandaríkjamönnum og mörgum öðrum fannst sem Rússar hefðu unnið mikils- verðan leik í taflinu um for- ystu á sviði heimsmálanna með hringferðum þeirra Gag- aríns og Títovs umhverfis jörðu. Ýmsir fylltust svart- sýni og töldu, að geimferða- yfirburðir Rússa hefðu einn- ig skapað þeim stórbætta hernaðarlega aðstöðu. En nú hafa Bandaríkja- menn kvittað fyrir leik Rússa. Með hringför Glenns ofursta þrisvar sinnum kring um jörðu fyrir skömmu, er það augljóst að Bandaríkja- menn standa Rússum ekki að eins jafnfætis á sviði geim- rannsókna og geimferða, held ur jafnvel framar. Rússar hafa framkvæmt geimfarir sínar með fyllstu leynd. Bandaríkjamenn hafa fram- kvæmt sínar geimferðir og hringferðir umhverfis jörðu fyrir opnum tjöldum. Allur heimurinn hefur fylgzt með athöfnum þeirra. Þeir hafa ekki hikað við að taka þá áhættu sem þessu er sam- fara. Rússar þorðu ekki að taka þá áhættu. Þeir treystu ekki tækni sinni og þekkingu til þess að taka hana. Bandaríkjamenn undirbúa nú för mannaðs geimfars um hverfis tunglið á næstu ár- um. Á árunum 1967—70 gera þeir ráð fyrir að geta lent mönnuðu geimfari á tungl- inu og haft þar nokkra við- dvöl, en horfið síðan aftur til jarðar. Rússar vinna að sjálfsögðu einnig að undirbúningi slíkra geimfara, en margt bendir til þess að Bandaríkjamenn séu nú í þann mund að fara fram úr þeim. Hvort svo er mun reynslan skera úr um á næstu árum. IITAN UR HEIMI Myndir frá Peking. Til vinstri er „Hlið hins heimneska friðar “, en til hægri mynd úr um- hverfi sumarhallar keisaranna. Kfnverjar storka Rússum enn Nýju Delhi, 14. febrúar SÚ ^koðun eignast nú æ fleiri fylgjendur í Indlandi, að ráð- stefna kommúnistaflokka í Asíu verði haldin í Hanoi, höfuðborg Norður-Vietnam, í byrjun apríl. Ennfremur hefur þessi skoðun leitt af sér, að talið er, að Kína sé að búa sig undir ódulbúin hugsjónafræðileg átök við Sovét- sambandið. Áhangendur kommúnista hér benda á mikilvægi tímans, sem ráðstefnunni hefur verið valinn: Hún kæmi rétt á eftir fundi mið- stjórnar rússneska kommúnista flokksins, sem á að hefjast 5. marz og standa fram í miðjan mánuðinn, cg hún kæmi á und- an ráðstefnu þeirri um frið Og afvopnun, sem halda á í MoSkvu í júlí, að undirlagi sovétstjórn- arinnar. Indverskir fulltrúar á fundi Heimfriðarráðsins í Stofekhólmi í vetur töiuðu við aftur- komu sína um árekstra milli rússnesku og kínversku sendi- nefndanna. Svo virðist sem deilan hafi átt rætur sín- ar að rekja til kröfu Kínverjanna um, að dagskrá ráðstefnunnar yrði breytt og meiri áherzla lögð á hlutverk sjálfstæðishreyfing- anna og hreyfinganna gegn ný- lendustefnu, eirukum í Asíu og Afríku. í rauninni voru Kín- verjarnir að reyna að þoka til hliðar stefnumálum Rússanna, af vopnun og friði. Kínverjunum virtist gremjast úrslit atkvæðagreiðslunnar. Þeir fengu einungis stuðning sex sendinefndanna á ráðstefnunni: Austur-Þýzkalands, N-Kóreu, Nörður-Vietnam, Ytri-Mongólíu, Albaníu og Indónesíu. Til að bjarga heiðrinum báru Kínverj- ar fram gagntillögu um vináttu- fund Asíuríkja, Afríkuríkja og Suður- og Mið-Ameríkuríkja. Til lagan var samþykkt, en staður og stund fyrir fundinn voru ekki ákveðin. Eftir frásögnunum af gangi málanna á Stokfchólmsfundinum að dæma virðist afvOpnunarlínan frá Moskvu hafa orðið ^fyrir harðri árás af hendi Liu Ning-yi, áhrifamikils félaga kínverska kommúnistafloifcksins, sem ásak- aði fyrirmælendur þeirrar kenn- ingar, að afvopnun væri eina leiðin til friðar, um að ætla að víkja hinum þjóðlegu frelsishreyf ingum í iöndum Asíu Og Afríku til hliðar fyrir eigin metorða- girni. Liu er talinn hafa sagt, að sú braut væri bæði röng og hættu ieg. Sagt er, að kínverska sendi- nefndin í Stofckhólmi hafi verið vopnuð 128 síðna bréfi frá Molo- tov, sem nafi orsakað uppþot á INDVERSKU KOSNINGARNAR rndanleg úrslit eru að vísu ekki kunn ennþá í ind- versku kosningunum, en auð sætt er þó af þeim tölum, sem þegar eru kunnar, að Þjóðþingsflokkurinn mun ör- ugglega halda hreinum meiri hluta á þingi. Hann mun hins vegar tapa nokkuð, bæði í kosningunum til þjóðþingsins og til einstakra fylkisþinga. Þjóðþingsflokkurinn er hinn gamli sjálfstæðisflokkur Ghandis og samstarfsmanna hans. Hann stendur því á gömlum merg og nýtur jafn- framt mikilla vinsælda Nehr- us, núverandi forsætisráð- herra. Yfirgnæfandi meiri hluti Indverja lítur á Nehru sem sinn mikla þjóðarleið- toga. Einn nánasti samstarfs maður hans, Krishna Menon, er hins vegar miklu umdeild ari persónuleiki. Hörð sókn var að þessu sinni gerð gegn Menon í kjördæmi hans í Norður-Bombay. Andstaðan gegn honum sprettur fyrst og fremst af því að hann hefur þótt um of hliðhollur Rúss- um í starfi sínu sem aðal- fulltrúi Indlands hjá Sam- einuðu þjóðunum. Svo virð- ist þó sem Krishna Menon muni ganga með sigur af hólmi. Það er mjög þýðingarmik- ið fyrir hinn frjálsa heim, að öflugur og þróttmikill lýð- ræðisflokkur fer með völd í Indlandi. Enda þótt Nehru og stjórn hans hafi hallazt að hlutleysisstefnu, er hann þó mikill andstæðingur hins al- þjóðlega kommúnisma og út- þenslustefnu hans. — Hinn frjálsi heimur verður að treysta á Indland sem útvörð í austri gegn ofbeldissókn kínverskra kommúnista vest- ur á bóginn. þingi fcommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna í nóvember síð- astliðnum, og hafi sendinefndin hótað að koma af stað opinberum umræðum um deilurnar innan rússneska kommúnistaflokksins, ef Krúsjeff blakaði við Molotov. Búist er við, að Kínverjar muni nota fyrirhugaða ráðstefnu í Hanoi til að kynna stefnu sína Og brjóta niður andstöðu gegn afstöðu Pekingstjórnarinnar. Hér er lítill efi um, að aðalhvata- menn ráðstefnunnar séu í Peking, en val Norður-Vietnam til að hýsa ráðstefnuna sé herbragð til að komast hjá andstöðu þeirri, sem myndi verða gegn slíkri ráð- stefnu í Peking af hendi komm- únistafloikkanna í Asíu, sem hafa verið lítið hrifnir af aðgerðum Kínverja upp á síðkastið Og leitað innblásturs í Moskvu. Trúin á, að Kínverjar standi að baki ráðstefnunni hefur ekki minnkað við síðustu fréttir frá Hanoi, um að Nörður-Vietnam hafi tekið upp hlutleysisstefnu í deilunni milli Kína ög Rússlands. Tíunda febrúar síðastliðinn sagði blað stjórnarinnar í Hanoi, „Nhandan“: „Við álitum, að grundvöllur alþjóðlegrar eining- ar sé einnig meðal ríkjanna í hin um sósíalistísku herbúðum, Og hún hlýtur að byggjast á einingu milli Sovétríkjanna og Kína. Við munum styrkja bönd okkar við Sovétríkin, Kína og önnur sósíálistísk lönd og leggja þannig fram okkar skerf til alþjóðlegrar einingar". Hið yfirlýsta hlutleysi hins kommúnistíska Vietnam er álitið gera það enn hæfara til að þjóna markmiði Pekingstjórnarinnar. Greinin er einnig talin benda til þess, að bilið milli Moskvu Og Peking sé breiðara en almennt hefur verið álitið hér. Observer — öll réttindi áskilin. Japanskir í Keflavík FULLTRÚAR japanska flug félagsins Japan Airlines voru á ferð hér fyrir helg- ina. Þeirra á meðal voru yfirflugstjóri félagsins og skrifstofustjóri þess í Kaup mannahöfn. Erindið var að kanna allar aðstæður á Keflavíkurflugvelli, því fé- lagið hefur hug á að hafa Keflavíkurflugvelli sem varavöll á flugleiðinni Tokyo — Anchorage — Kaupmannahöfn. Voru þeir í fyllsta máta ánægðir og er því þess að vænta að japansfcar flugvélar fari að venja komur sínar til Is- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.