Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.1962, Blaðsíða 6
6 MOnCVlSBLA ÐIÐ Föstudagur 2. marz 1962 Fimmfugur i dag: Jóhann Jónasson forstjóri MARGT furðulegt gerist nú til dags. Bandaríkjamenn og Rúss- ar fara hringi í kringum jörðina á 114 klukkutíma og kornungir menn verða fimmtugir. Við sem teljum okkur vera rétt rúmlega af unglingsaldri, vöknum upp við það einn góðan veðurdag að befekjarbræður okkar og félagar frá skólaárum, þótt lítið eldri séu, komast á sextugsaldur. Þetta á að vera formálinn að því, að Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnað- arins á í dag fimmtugsafmæli. Þessi heiðursmaður'er kominn af kjarnmiklu og góðu bændafólki í Breiðafjarðareyjum. Þaðan hóf (hann sóknina á menntabrautina í Menntaskólanum á Akureyri, þar sem hann lauk stúdentsprófi vorið 1936. Mikið vorum við glaðir þegar þeim áfanga var náð, og öll ætluðum við að vinna stórvirki, þegar út í lífið kæm' Við áttum veröldina skuldlausa. Jóhann Jónasson frá Öxney var mest kempa á velli af okk- ur öllum. Hann var líka næst- élztur, góður drengur, vel greind ur og ágætur félagi. Hann hóf fyrst nám í Háskóla íslands og Kennaraskólanum og lauk þar heimsspekiprófi og kennaraprófi vorið 1937. í svipaðan mund hóf hann landbúnaðarnám við land- búnaðarháskólann í Ási í Noregi og dvaldi þar sumarið 1937 við undirbúningsnám 1 landbúnaðar fræðum. Um haustið hóf hann nám í landbúnaðarháskólanum á Sem á Asker. Þaðan lauk hann kandidatsprófi í árslok 1939 og komst hingað heim til fslands aftur í janúar 1940. Gerðist hann síðan ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Kjalarnessþings og starfaði hjá því og Reykjavíkur- bæ sem ræktunarráðunautur til ársins 1946. Þá gerðist hann bú- stjóri á forsetabúinu á Bessa- stöðum. Stundaði hann það starf til ársins 1956. Hafði hann þar m .a. merkilega forystu um korn- rækt sem lánaðist mjög vel á forsetabúinu undir forystu hans. Ræktaði hann aðallega bygg en gerið jafnframt athyglisverðar til raunir með línrækt, sem einnig gekk vel. Árið 1956 var Jóhann ráðinn forstjóri við hina nýju Græn- metisverzlun landbúnaðarins. Um svipað leyti tók hann sér bólfestu að Sveinskoti á Álfta- nesi, sem hann keypti ásamt Litla-Bæ. Eru þetta litlar jarð- ir og býr Jóhann nú á þeim báð- um og rekur þar bú. S.l. tvö ár hefur Jóhann Jón- asson verið formaður Búnaðar- sambands Kjalarnessþings. Hann hefur átt sæti í ýmsum nefndum, sem unnið hafa að undirbúningi framkvæmda í landbúnaðarmál- um. Hann er í eðli sínu ræktunar- maður, sem vinnur verk sín jafn an í bjartsýnni trú á land sitt, mold þess og frjálshuga fólk. Öll sín störf hefur Jóhann Jónasson frá Öxney unnið af festu og samvizkusemi. Hann er ágætlega starfhæfur maður, traustur og áreiðanlegur. f allri framkomu er 'hann prúður og geð þekkur og 'hvers manns hugljúfi, er honum kynnist. Hann er mað- ur óáleitinn og velviljaður, grand var til orðs og æðis. Ókunnug- um kann að virðast hann heldur fáskiptinn í dagfari, en þeim sem þekkja hann gerr vita að hann 'býr yfir sérstæðri kímnigáfu, sem gera samvistir við hann ljúfar og skemmtilegar. Jóhann kvæntist árið 1943 Margréti Sigurðardóttur, indælli og myndarlegri konu. Eiga þau sex mannvænleg böm, sem nú eru að komast til þroska. Það var ekki ætlunin að orð- lengja um ævi og afrek þessa fimmtuga félaga og vinar. Hann er eins og ég sagði í upphafi kornungur og staddur mitt í þróttmiklu starfi. En hann hef- ur þegar gert margt vel og á sem betur fer mörg áhugamál til að berjast fyrir í framtíðinni. Vinir hans og félagar þakka hon um liðinn tíma og óska honum og fjölskyldu hans til hamingju með framtíðina. S. Bj. Heilsuverndar- stöð í Neskaupstað Neskaupstað, 23. febr. — f dag tekur hér til starfa beilsu verndarstöð í búsakynnum sjúkra hússins, undir stjórn Eggerts Brekkan yfirlœknis. Heilisuvemd arstöðin mun starfa að eftirtfar- andi greinuim heilsugæzlu: — Mæðravernd, barnave ,d, berkla vörnum og kynsjúkdómaeiftirliti. — Jakob. LEIKRIT Sigurðar A. Magn- ússonar Gestagangur er sýnt í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir og hefur vakið mikla athygli. Þetta er annað ís- Ienzka leikritið, sem er frum- flutt í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári, og má segja að tals- verð gróska sé í íslenzkri leik ritagerð um þessar mundir. Það er mikil nauðsyn fyrir unga höfunda að fá leikrit sin flutt á leiksviði, því þá fyrst gefst þeim tækifæri að læra af reynslunni. Næsta sýning á Gestagangi verður annað kvöld. Á myndinni eru Róbert Arn- finnsson, Herdís Þor valds- dóttir og Gísli Alfreðsson í síðasta atriði leiksins. • Hvernig á að leggja bílnum? Velvakanda hefur börizt , eftirfarandi bréf frá bíleig- anda: Bíleigendur hafa orðið varir við það undanfarna daga að nú mun enn eiga að gera átak í umferðarmálum bæjarins, og er það vel. Flestir munu sam- mála um að mikið skortir enn á að umferðarmál bæjarins séu í viðunandi horfi. Það eru fá ár liðin frá því að mál þessi voru tekin alvarlegum tökum og var þá margt gert til bóta, en nú er þannig kom- ið að fjöldinn allur er hættur að fylgjast með og hefir oft efeki hugmynd um hvað er rétt Og hvað rangt. [ • Lagt samkvæmt lögum Það verkefni, sem lögregian hefur nú fengið, er að fá menn tií þess að leggja bílum sín- um lögum samkvæmt við gang stéttir. Leggja ber öbutækjum við brún akbrautar og sam- síða henni, nema aranað sé sér- staklega ákveðið, segir þar. Ég á heima við allmikla um- ferðargötu og hefi haft það * fyrir reglu að leggja bíl mín- um þannig að hjólin vinstra megin hafa verið upp á stein- unum fremst á gangstéttar- brúninni (ekki inn á hellun- um). Þetta hefur ekki haft í för með sér teljandi hindrun fyrir gangandi fólk (Ég vil nú raunar segja enga), en með því hefm unnizt að akbrautin hefur okki verið þrengd að óþörfu. Nú sé ég að sam- kvæmt lögum er mér þetta ekki heimilt. ég verð að hafa bílinn allan út á akbrautinni. Enginn fær mig þó til þess að hafa hjólin niðri í rennustein- inum, svo trúlega verða þau að vera um 30 om frá gang- stéttárbrún. Ekki er því ósennilegt að gatan (þ. e. ak- brautin) þrengist um hálfan metra. Ef sama er upp á ten- ingnum með bílinn, sem lagt er hinum megin við götuna þrengist akbrautin um heilan metra. Nú er mér sagt að ekki sé leyfilegt að leggja bílum þannig hvor andspænis öðrum, en mér er *purn: hvar eiga mexm að hafa bíla sína, þegar bílastæði eru hvergi nærri? • Upp á miðja gangstétt Ég þykist fara nærri um, hversvegna þessi herferð er hafin. Það hefuf í mörg ár verið Játið óátalið þótt menn legðu bílum með hjól upp á gangstétturbrún. Ýmsir bíla- eigendur — alltof margir — hafa gengið á lagið Og lagt bíl- um sínum inn á miðja gang- stétt eða vel það og þeir verið gangandi fólki til verulegra óþæginda Það nær að sjálf- sögðu engri átt. • Gamalt lagaákvæði Ég held að þeim, sem um- ferðarmálum bæjarins stjórna, sé Ijóst, að óhyggilegt er að þrengja akbrautina um of og það sé orsök þess að ekki hef- ur verið gengið eftir því að lagabókstafnum væri hlýtt. Nú vil ég gera það að tillögu minni, að mönnum verði leyft — helzt gert að skyldu — að leggja bílunum rétt upp á gangstéttarbrúnina og fast gengið eftir að þeim regl- um verði fylgt. Ég reikna með því að flestir bíleigendur séu eins og ég — þeir vilji fara að settum reglum, en þá verða reglurnar líka að vera þannig, að þær stríði ekki gegn heil- brigðri dómgreind. Gamalt lagaákvæði, sem ekki sam- rýmist síaukinni bílaumferð, á að fella úr gildi. • Hvað er rétt, hvað ekki? Að lokum þetta: Bílaeigend- ur og allur almenningur verð- ur að taka höndum saman við lögregluna um að stórbæta umferðarmenninguna í bæn- um. Málið verður að ræða og skýra á opinberum vettvangi. Það á að gera öllum, sem vilja vera löglegir í umferðinni það kleift, allar reglur eiga að vera svo Ijósar að menn geti ekki verið í vafa um, hvað sé rétt og hvað ekki. Vonandi gefst tækifæri til þess að ræða ýmsa þætti umferðarinnar nánar síðar. — Þorri. Skemmtun í Bolungarvík Bolungarvík, 23. febr. SL. laugardagskvöid hélt kven- félagið Brautin hina árlegu skemmtun sína fyrir aldrað fólk á Bolungarvík. Dagskráin var sem hér segir: Ósk Ólafsdóttir, formaður kvenfélagsins, flutti á- varp, Bjöm Jóhannesson, skóla- stjóri flutti ræðu kvöldsins, leik- ið var leikritið „Frá Kaupmanna höfn til Árósa“, en það leikrit var leikið hér fyrir 50 árum, og var þá fyrsta leikrit kvenfélags- ins. Leikstjóri var Friðrik Sig- urbjörnsson en leikendur Hall- dóra Helgadáttir, Kristín Magn- úsd'óttir, Ósk Guðmundsdóttir, Karvel Pálmason, Guðmundur H. Egilsson, Jón Valgeir Guðmunds- son, Halldór Ben. Halldórsson, Halldóra Guðbjartsdóttir, Mar- grét Hannesdóttir, Sigurvin Jóns son og Runólfur Guðjónsson. — Þessu næst ias Ólafur Halldórs sOn, héraðslæknir, upp fnim- samda smásögu og blandaður kór söng undir stjórn Guðbjarts Eggertssonar, organista. Var síð- an dansað. Ríkulegar veitingar voru fram bornar. Formaður nefndarinnar var Sóley Magnúsdóttir. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.