Morgunblaðið - 28.03.1962, Side 2
2
MOF.GUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. marz 1962
■Mb
Efling búnaðarsjóðanna:
Leggur grundvöll aðáframhald-
andi uppbyggingu sveitanna
FRAMSÓKNARMENN hafa
nú horfið frá þeirri kenningu
sinni, að 1% gjald á búvörur,
sem gert er ráð fyrir í stjórn-
arfrumvarpinu um endurreisn
búnaðarsjóðanna sé annars eðl
is en útflutningsgjald á sjáv-
arafurðir. Skúli Guðmunds-
son lýsti því yfir í nefndar-
áliti á Alþingi í gær, að hann
teldi ekki rétt að leggja ný
gjöld á útveginn í því skyni
að afla fjár til lánastofnana
hans.
Eins og kunnugt er hefur
sjávarútvegurinn byggt upp
lánastofnanir sínar mörg und-
anfarin ár með því að greiða
útflutningsgjld af afurðum sin
um. Framsóknarmenn hafa
með þessu viðurkennt, að 1%
gjaldið á búvörum er hlið-
stsett útflutningsgjaldinu á
sjávarafurðir, en hefur þó þá
sérstöðu að landbúnaðurinn
mun fá annars staðar frá marg
falda þá upphæð, sem búvöru-
gjaldinu nemur.
f>að er eftir öðru hjá Fram
sóknarmönnum, sem skildu
við lánasjóði landibúnaðarins
gjaldþrota, að berjast nú gegn
uppbyggingu þeirra. JÞeir
reyna eftir fremsta megni að
ala á óánægju meðal bænda
vegna 1% gjaldsins í lánasjóð-
ina, en verður þar vitanlega
litið ágengt. þar sem bændur
gera sér ljóst, hvað í húfi er
fyrir þá.
Bændastéttin man forystu
Framsóknar um skattlagning-
una til bændahallarinnar í
Reykjavík, sem bændur munu
njóta lítils góðs af.
Fólkið í sveitunum veit
líka, að Framsóknarmenn hafa
engar raunhæfar tillögur lagt
fram um uppbyggingu búnað-
arsjóðanna. Þeir láta við það
sitja að húðskamma ríkis-
stjórnina, sem flutt hefur
frumvarp um nýjar leiðir,
sem leggj a mimu grundvöll að
eflingu búnaðarsjóðanna og
áframhaldandi framförum og ,
uppbyggingu í sveitum lands-
ins.
Afstaða Fr amók n arf lokks-
ins í þessu stórmáli sveitanna
er þess vegna gersamlega nei-
kvœð. Hann á engin úrræði
í þessu stóra máli.
Hershöföingi lýsir
uppreisn í Argentínu
Segir Frondizi landráðaraann — skorar á
yíirmenn hersins að fylgja sér að málum
Buenos Aires, 27. marz. — AP —
FRANKLIN Rawson, einn yfir-
manna Argentínuhers, lýsti í dag
uppreisn á hendur Frondizi for-
seta fyrir „landráð" en svo
nefndi hershöfðinginn neitun
Frondizi um að segja af sér em-
bætti.
Rawson hershöfðingi gaf út
þessa yfirlýsingu skömmu eftir
að Frondizi hafnaði þeirri tiliögu
Aramburu hershöfðingja, fyrrum
forseta, og málamiðlara í stjórn-
miálakreppunni i landinu, að
hann léti af forsetaembætti. —
Skoraði hershöfðinginn á aðra yf
irmenn hersins að fylgja sér að
málum.
Er Rawson gaf út yfirlýsingu
sína voru aðrir yfirmenn hersins
á fundi í landvarnaráðuneytinu
og ræddu hvernig snúast skyldi
gegn þrjózku Frondizi, sem sit-
ur sem fastast eftir að Aramburu,
fyrrum forseti, lýsti því yfir á
sunnudagskvöldið að ef ekki ætti
að koma til borgarastyrjald-
ar í landinu, yrði Frondizi að
segja af sér.
1 tilkynningu Rawson hershöfð
ingja segir „að í ljósi þeirrar stað
reyndar, að forseti landsins hef-
Bændafundur í
Skagafirði
BÆ á Höfðaströnd, 27. marz: —
Að tilhlutan Búnaðarsambands
Skagafjarðar var almennur
bændafundur haldinn á Stóru-
Ökrum í Skagafirði í dag. f>ar
mættu um 130 bændur víðs veg-
ar að úr héraðinu.
Sverrir Gíslason, form. Stéttar
sambands bænda mætti á fund-
inum fyrir hönd sambandsins. —
Gunnar Oddsson, stjómamefnd-
armaður í Búnaðarsambandi
Skagafjarðar, hafði frumsögu
um tillögur um verðlagsmál, er
stjórnin lagði fram. Samþykktar
voru ýtarlegar ályktanir í sex
liðum: Mörg fleiri mál vom þarna
til umræðu, svo sem raforku-
mál, og samþ. áskorun um að
hraða undirbúningsrannsóknum
á virkjun Dettifoss. — Einnig
voru samþykktar tillögur um að
stoð við þau héruð, sem dregizt
hafa aftur úr í landbúnaði, og
þá sérstaklega um vegamál.
—- Bjöm.
ur gerzt sekur um landráð með
því að hafna sáttatillögu Aram-
buru hershöfðingja, skora ég á
aðra yfirmenn hersins að beita
valdi, sem eina ráðinu til þess
að gæta heiðurs og virðingar lýð-
veldisins “
Skömmu áður en Rawson gaf
út þessa yfirlýsingu höfðu menn
mjög óttazt að síðasta synjúh
Frondizi á þeim tillögum hers-
ins, að hann segði af sér, myndi
endanlega hleypa af stað borg-
arastyrjöld, sem hefur verið yf-
irvofandi síðan Peronistar unnu
sigur sinn í kosningunum fyrir
rúmri viku.
Aíli rýr í
Sandgerði
SANDGERÐI, 27. marz. — Á
sunnudag lögðu 22 bátar hér upp
130,7 lestir.. Aflahæstir vcnru
Pétur Jónsson með 21 lest, Smári
með 18,2 lestir og Mummi með
11,1 lesit.
Á mánudag komu 26 bátar með
141,6 lestir. Þorsteinn Gístason
hafði 9,1 Muninn 8,4 og línubát-
urinin Guðmumdur Þórðarson 8,3.
— f»rír bátar stunda línuveiðar
héðan. Afli er mjög rýr. — P.Ó.P.
Þrír ölvaðir við
akstur
>RÍR bifreiðastjórar voru hand-
teknir aðfaranótt þriðjudags fyr
ir að sitja ölvaðir undir stýri.
Einn þeirra náðist eftir árekst-
ur, en tveir náðust, þegar lög-
reglan athugaði bíla og bílstjóra,
sem á ferli voru.
Moskvu, 22. marz
— (NTB-Reuter).
• Tass-fréttastofan hefur skýrt
frá því, að tónskáldið Dmitri
Shjostakovitsj sé að semja músik
við nýja kvikmynd sem byggð
er á leikritinu Hamlet eftir
Shakespeare. Kvikmyndastjóri er
Grigorij Kozintsev.
Tveir brunar
i gær
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavik var
tvávegis kvatt út fyrri bluta dags
í gær, þriðjudag kl. 7:55 var því
tilkynnt, að kviknað hefði í skúr
á Bústaðavegi við Golfslkálann.
Vatnsveita Reykjavíkur hefur
umráð yfir skúrstun. Talsverð-
ur eldur var í þaki hans, en var
fljótlega slökktur.
Kl. 12,39 fóru slökkviliðsmenn
suður á Nýbýlaveg 49, þar sem
kviknað hafði af Ókunnum or-
sökum í geymUluSkúr. Logaði
glatt í honum, þegar þrunaverðir
komu á vettvang, en ekki mun
íbúðarhúsið á staðnum hafa ver-
ið í hættu. Brann skúrinn allur.
Eldsvoðar hafa verið tíðir í
Kópavögi að undanförnu. Seinni
hluta síðustu viku varð eldur
þar laus þrisvar.
Eiturtafla
tekin af
stúlku ?
ANNAÐ veifið hefur lögregl
an afskipti af fólki, sem tal-
ið hefur verið að neytt hafi
eiturlyfja. Mun hér einkum
vera um megrunarlyf að
ræða. T.d. var ein lítil tafla,
mulin í mjel, tekin af stúlku
einni á veitingastað hér í bæ
núna fyrst í vikunni. Ekki
hafði taflan enn verið efna-
greind í gær. Einnig voru
teknar töflur af manni ein-
um fyrir nokkru. — Mál
þessi eru að venju send saka-
dómaraembættinu til athug-
unar.
Gísli Jónsson.
IMorræn
stofn
i Reykjavík
Rætt við Gísla Jónsson um þing
N orðurlandaráðs
mennta
n ns
GÍS'LI Jónsson alþingismaður
kom heim í gær úr för sinni á
fund Norðurlandaráðs. Mbl. átti
stutt tal við Gísla í gærkvöldi.
Sagði hann, að þingstörfin hefðu
fyrst og fremst mótazt af gerð
Helsingforssáttmálans og undir-
ritun hans. Þótti Finnum vænt
um, að þessi norræni samningur
um samvinnu Norðurlandarikja,
skyldi undirritaður í landi þeirra
og bera nafn höfuðborgar þeirra.
I>á hefði afhending bókmennta
verðlaunanna, sem EyvindJohn-
son hlaut, verið hámark bátíða-
haldanna. Við það tækifæri hélt
dr. Steingrímur J. Þorsteinsson,
prófessor, ágæta ræðu um skáld-
Hveraleir til and-
litssnyrtingar?
NYLEGA fóru nofckur sýnishorn
af hveraleir út til Þýzfkalandis,
þar sem athugað verður í þýakri
rannsóknarstofnun hvort ekki sé
tilitækilegt að nota hann til and-
litssnyrtingar. Það er Gísli Sigur
björnsson, forstjóri á Elliheimil-
inu, sem hefur tekið sig fram um
að láta þessa rannsákn fara fram.
Það er al'kunna, að konur setja
gjarnan framan í sig leir, í þeim
ti'lgangi að fá fína hiúð og er
leirinn hér tali-nn hafa græðandi
eiginleika. Því datt Gísla Sigur-
björnssyni í hiug, að ef ti'l vill
mætti blanda saman við hann
ilmefnum og öðrum efnum, setja
hann í krukfcur eða túbur og
senda hann út um heim seim ís-
lenzka snyrtivöru. Og því sendi
Togarasölur
Á MÁNUDAG seldi bv. Röðull í
Hull 145 lestir fyrir 7.007 ster-
lingspund. Á þriðjudag seldi
Marz í Hull 170 lestir fyrir 7.235
sterlingspund. Ætlunin var sú, að
Marz seldi á mánudag, en vegna
mikils fisksframboðs á markaðn-
um var hætt við það.
I dag, miðvikudag, selur Jón
forseti í Bretlandi og á föstudag
Júpíter einnig í Bretlandi.
Búizt er við, að fimm íslenzk-
ir togarar selji erlendis í næstu
viku, sennilega allir í Bretlandi.
Að þeim söluferðum loknum
munu þeir koma heim og verða
lagt af völdum verkfallsins.
Verða þá allir togarar bundnir
við bryggjur.
hann sýnishorn til Þýzkalandis til
vísindalegrar rannsóknar. Hér á
landi er fínn leir á nofckrum stöð
um, svo sem í Hveragerði, Krýsu-
vlk og víðar og væri þvi sýnilega
ómetanlegit ef 1 ljóis kæmi að
hægt væri að raota hann til fram-
leiðslu á snyrtivörum, sem að
jafnaði seljast fyrir gobt verð.
ið, er vakti mikla athygli þing-
gesta.
Fundarmenn hrifust af einu
gjöfinni, sem ráðinu barst nú á
tíu ára afmælinu. Gáfu íslend-
ingar fundarhamar, fagran og
táknrænan grip.
Ekki mætti svo segja frá þessu
þingi, að ekki væri minnzt á nor-
rænu menntastofnunina, sem nú
er fastákveðið að verði reist í
Reykjavík. Ætla frændlþjóðir okk
ar að reisa hana og reka okkur
að kostnaðarlausu. Greiða Svíar
40% kostnaðar, en Norðmenn,
Danir og Svíar 20% hver Hafa
menntamálaráðherrar Norður-
1-anda og aðrir aðilar, er afskipti
hafa af málinu, hinn mesta áhuga
á framgangi þess, og er þeim
mest í mun, að Islendingur verði
forstöðumaðuT stofnunarinnar.
Vatnajökuls-
myndir í kvöld
f KVÖLD (ekki annað kvöld
eins og missagt var í blaðinu í
gær) efna Farfuglar til þriðju
kvöldvöku sinnar að Bræðra/borg
arstíg 9. Sýndar verða litskugga
myndir frá Vatnajökli, leiðbeint
verður um notkun áttavita, sýnd
ir öryggishnútar og fleiira verð-
ur til skemmtunar.
Norðanáttin er setzt að og er
nú köld. Um hádegið í gær
var frost víðast 5—8 stig á
lágledinu og meira til fjalla.
—Lægðin austur af Nýfundna
landi færist lítið úr stað, oig
smálægðin fyrir sunnan ísland
er á hreyfingu *SA, svo að
hvorug þeirra mun þess megn
ug að stöðva norðanáttina í
bili.
Veðurspáin kl. 10 i gær-
kvöldi. — SV-land til Breiða-
fjarðar og miðin: NA stinn-
ingsfcaldi léttskýjað.
Vestfirðir og mdðin: NA
stinningiskaldi, él norðan til.
SA-omiða: NA kaldi, sums stað
ar stinningskal'di, éljaveður.
SA-land: NA kaldi, bjartrviðri.
Ilorfur á fimmtudag:
Norðlæg átt, él norðan landis
einkum austan til eft þurrt og
bjart á SV-land, frost um land
al'lt.
v