Morgunblaðið - 28.03.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 28.03.1962, Síða 13
Miðvikudagur 28. marz 1962 MORGVNBL AÐIÍf 13 rÚHCARO/Ní^ U0*’‘Ak/ry***' ')"r BÚNAÐARÞING, sem nú hefir nýlokið störfum, f jall aði m.a. um frumvarp til laga um afréttarmálefni, ítölu, fjallskil o. fl. í til- efni þessa átti blaðið tal við Ingva Þorsteinsson sér fræðing hjá Atvinnudeild Háskólans og spurðist fyr- ir um hvað liði rannsókn- um á afréttarlöndum okk- ar, en Ingvi stjórnar rann- sóknum deildarinnar á gróðurfari. Ingva fórust orð eitthvað á þessa leið: — Það sem fyrst verður að athuga, og brýna þörf ber til að gert sé nú þegar, er beit- arþod afréttarlanda okkar. Það þarf að liggja fyrir hve rnargt fé bændur landsins Kortlagning og Ingvi Þorsteinsson mega láta ganga á afréttar- löndum sínum. Það er enginn vafi á því að sumsstaðar eru afréttir ofsetnir, en annars staðar ekki. Um þetta liggur þó engin vissa fyrir. Það þarf því að byrja á því að gera gróðurkort ytfir alla af- rétti landsins. Þegar er búið að kortleggja þrjá þeirra, Gnjúpverjaafrétt, Land- mannaafrétt og Tungna- mannaafrétt (Kjöl). Ttekur 7—8 ár Þessi kortlagning var hafin undir stjórn dr. Björns Jó- hannessonar 1955, en nú eru rannsóknir á beitilöndum orðnar sérstalkt versksvið við Atvinnudeildina. — Eg tel að það sé ekki meira verk að kortleggja alla afrétti landsins en svo að því mætti ljúka á 7—8 árum, ef tiltækt væri 10 manna starfs lið 3 mánuði úr árinu og fjár magn fyrir hendi. Auðvelt er að fá menn til að vinna þetta startf. T.d. sækjast kennarar etftir því, sem vegna mennt- unar sinnar eru fljótir að til- einka sér starfsaðferðirnar. Þegar kortlagningin hefur farið fram er lírtið verk að finna stærð gróðurlendanna. Verið er að gera víðtækar mælingar á uppskeru gróður lenda á afréttum og nýtingu uppskerunnar eða plöntuvali sauðfjárins. Á þessurn atriðum, þ.e.a.s. stærð gróðurlendanna á hverjum afrétti og nýtanlegu uppskerumagni þeirra bygg- ist síðan ákvörðun á beitar- þoli. Uppblástur og áburðar- dreifing. Gróðurkortin gefa ekki ein asta til kynna hvar gróður er og hvernig, heldur einnig hvóir uppblástur á sér stað og í þriðja lagi hvar heppileg- ast mundi að bera áburð á landið til þess að bæta eða auka beitargróður. — Áburðardreifing á beiti- lönd hefir að undanförnu mik ið verið rædd og talsvert framkvæmd. Þetta verk er hins vegar gífurlega Ejár- frekt og væri kortlagning beitilandanna mikil trygg- ing fyrir sem beztri nýtingu áburðarins. Kortlagning á gróðri lands ins er því af mörgum ástæð um brýnt verkefni. Okikur vantar nú fé til að geta hald- ið því verki áfram. Við erum komnir á það góðan rekspöl, að verkið getur gengið hratt, ef fé er fyrir hendi. Þýðingarmikið fyrir afkomu landbúnaðinn. Það er ekki víist að menn geri sér almiennt ljóst hve gíf urlega þýðingarmikið starf þetta er fyrir heildarafkomu landbúnaðarins. Augljóst er þó, að bætt beitiland leiðir til milljónagróða fyrir búfjáreig endur og tryggir miklum mun betri markaðsvöru. Mikil áherzla er nú lögð á vetrarfóðrun fjárins. Hinu má þó ekki gleyima að sumar beitin er ekki þýðingarminni. Og vert að hafa í huga að það er nokkuð seint að ranka við sér þegar afréttarlondin hafa verið ofibeitt, gróður ver ið skemmdur eða jafnvel 6- afrétta nýttur svo að stórtfé þarf til að bæta það tjón. Unnið hetfir verið að þvi að undanförnu að safna fræjum af íslenzkum grastegundum til notkunar við græðslu ör foka lands, enda er gert ráð fyrir að þær grastegundir, sem hér eru vaxnar við is- lenzk skilyrði muni reynast betur en innfluttar grasteg- undir, sem sáð er til. Inn- fluttar grastegundir hafa að vísu reynzt vel við sáningu, jafnvel á hálendi, þegar þær hafa jafnframt fengið áburð. Órannsakað er aftur á móti hvernig þær þriíast við beit og áburðarskort, því ekki er hægt að gera ráð fyrir að bor ið verði árlega á beitilönd. Erlendar tilraunir hafa sýnt að jurtir þær sem aðlagaðar eru staðháttum þola slikar að stæður mun betur en inntflutt ar. En eins og stendur eru ekki til grasstofnar valdir við íslenzkar aðstæður. Þess vegna tel ég, að á rrueðan þeir eru efcki til beri frekar að dreifa áburði á þau gróður- lendi, sem fyrir eru en að græða upp örfóka land til beitar. En til þess að fá upplýsing- ar um hvar slíkra fram- kvæmda er þörtf þarf sem fyrst að mæla beitarþol út- haganna eins og áður er netfnt, sagði Ingvi að lokum. Afgirtur gróðurreitur á toppi Skálafells Þorarinn Þórarinsson, skólastjóri: Nokkur orð um fundarályktun t MORGUNBLAÐINU, 28. febr. sl. voru birtar fundarályktanir sem 14 sögukennarar við gagn- fræðaskólana í Reykjavílk þöfðu gert á fundi sínum, 15, nóv. 1961. í ályktunum þessum hafa kenn ararnir eitt og annað að athuga við framkvæmd sögukennslu í gagnfræðaskólum og bælkur þær, sem notaðar eru við sögukennsl- una. Harðast verður þó úti kennslu- bók í íslandssögu eftir Þorstein M. Jónsson, fyrrum skólastjóra við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Um bók þessa gera kennararnir Svofel'lda ályktun: „Fundurinn telur að kennslu- bók sú í fslandssögu eftir Þor- stein M. Jónsson, sem kennurum og nemendum var fengin í hend- ur síðastliðið haust, sé ðhæf kennsiubók fyrir gagnfræðaskóla og óskar eindregið eftir því, að Ihún verði lögð niður. Atf Orðalagi ályktunarinnar, „síðastliðið haust“, og dagsetn- ingu hennar, 15. nóv., verður tæplega annað ráðið, en að álykt uu þessi sé gerð áður en kenn- ararnir hafi fengið reynslu af bók inni, sem nokkru næmi. Þykir mér þessi skýring liikleg- ust, svo furðuleg sem ályktun þessi er og hversu i'lla hún kemur heim við þá reynslu, sem ég hef af umræddri kennslubók. Hina fordæmdu bók hef ég kennt hér við skólann í nærfellt tvo vetur með ágætum árangri að ég tel, betri en þegar notast þurfti við stærri og viðameiri kennslubækur í sögu. Það Skal að vísu játað að bókin Ihefði mátt vera nokkru fyllri, einlkum þar sem fjallað er um stóratburði á umræddu tímabili, orsakir þeirra og afleiðingar, fleiri og betri myndir o. s. frv., en ýmsuleyti tel ég bókina fyrir myndar kennslubók fyrir ungl- inga í gagnfræðaskólum. Tímabil það í þjóðarsögunni, sem umrædd kennslubók fjailar um, frá 1374—1944 hefur orðið mjög útundan við sögukennslu í íslenzkum skólum þótt engin tímabil sögunnar varði okkur meira til skilnings á því lífi, sem við litfum og hrærumst í nú. í barnaskóium hefur engin fs- lendingasaga verið kennd eftir 1874 einfaldlega af því, að kennslubók hefur ekki verið til. í gagnfræðaskólum hafa verið notaðar kennslubækur í íslands- sögu, ágætar bæikur að mörgu leyti, en ofviða unglingum, ekki sízt þetta umrædda tímabil, eink um síðari hluti þess, þegar trén eru farin að skyggja á skóginn. Þótt sögukver Þorsteins sé í stytzta lagi, er svo ótrúlega margt tekið með úr sögu íslenzks stjórnarfars, atvinnulífs, félags- mála og menningar umrætt tíma bil að af verður fullkomin og af- mörkuð heild. Mannlýsmgar eru glöggar, dregnar með fáum og einföldum dráttum, fr.amsetning og niður- skipun efms, skýr og afmörkuð og frásögnin öll sérlega lipur og einföld, án þess þó að vera þur. Bókin er biessunarlega laus við þá smámunasemi og það fræða- stagl, sem gerir margar kennslu- bækur fyrir unglinga svo leiðin- legar að erfiðlega gengur að vekja áihuga á efni þeirra. Nemendum finnst bókin skemmtileg, enda ber hún þess órækan vott að höfundur hennar gerþekkir fólkið, sem nema á fræðin ekki síður en fræðin sjálf. Verður að telja að sú mannþekk- ing hafi ekki minna að segja við samning kennslubókar, en sér- fræðileg þekking á efni hennar ef meta skal og dæma um nota- gildi. Enn er ótalinn veigamikill kostur pessarar bókar að minu áliti. Þótt höfundi takist furðu vel að fá flest það með er máli Skiptir til þess að þetta tímabil sögunnar komist í lífrænt sam- band við nútímann, má að sjálf- sögðu ekki líta á ágrip þetta sem ýtarlega og tæmandi sögu þessa umbrotamiklu ára. Hér er aðeins um ramma, út- línur- og nokkra höfuðdrætti að ræða, sem kennarinn verður að fylla út í, skýra Og fullgera svo af verði giögg og eftirminnileg mynd. Við slíka kennslu færist erfiðið að miklu leyti af n^mand anum og yfir á kennarann en erfiði þetta verður því léttara, sem frumdrættir eru skýrar dregnir. Við þetta verður kennslan lif- andi og jafnframt líklegri til að vekja áhuga nemendanna á efn- inu en staglsamar yfirheyrslur úr otflangri bók, þar sem enginn tími vinnst til að bregða sér út fyrir bókina til þess að gæða kennsluna því lítfi að vænleg sé til árangurs. Ég tel það ótvíræðan kost á hvaða kennslubók sem er, að hún vekji þá forvitni er leiði til sjálfs náms og eigin atihugana í við- komandi grein og mín reynsla er sú, að það geri hin fordæmda ís- landssaga Þorsteins M. Jónsson- ar þótt stutt sé — eða kannski einmitt vegna þess. Eiðum, 19. marz, 1962 Afli Akranesbáfa AKRANESI, 27. marz. — í gaer lönduðu hér tólf bátar samtals 180 tonnum. Aflaihæstir voru Sæ- fari með 38,5 tonn og Sigurður SI með 24 tonn. Allur flotinn er á sjó í dag utan tveir bátar. Hing- að kom Hötrungur II. í morgun með 175 tunnur síldar, er hann fékk á Hraunsvík. Síldin er flök- uð og súrsuð á sænskan markað. Hollenzkit skip liggur við hafn- argarðinn og lestai' saltfisk. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.