Morgunblaðið - 28.04.1962, Page 23
tiáugardagur 28. aprll 1962
MORGVNBIAÐIÐ
23
MW
WmMm
M»|
— Ognarstjóm
unum af liberalismanum", og
er ]>ar átt við þann anda, sem
upp kom eftir XX. flokks-
þingið“.
„Þora vart að setja
nokkra sjálfstæða
skoðun fram“
Afleiðingin af þessum
vinnubrögðum er auðvitað
sú, að félagar bætta að koma
til dyranna, eins og þeir eru
klæddir, taka á sig sérstakt
gerfi, þá þeir fara á fundi, og
skipta um, er þeir koma Iieim
aftur. Kemur þetta oft ber-
lega í Ijós í einkaviðræðum
við félaga, þar láta þeir oft
í Ijós aðrar skoðanir, stund-
um algerlega andstæðar þeim,
sem þeir hafa varið eða sam
þykkt á flokksfundum. I>ar
sem þeir hafa varið eða
samþykkt á flokksfundum.
Þar sem ástandið er verst má
segja, að menn þori vart að
setja nokkra sjálfstæða skoð-
un fram af ótta við, að hún
verði röng fundin, flokks-
fjandsamleg o.s.frv., viðkom-
andi verði síðan refsað með
einhverjum hætti. Það má
nærri segja, að Þjóðverji á
fundi sé alveg sérstök mann-
tegund, sem ekki er að finna
annars staðar.
Það mun óþarfi að undir-
strika það, að eftir að flokk
urinn komst hér í valdaað-
stöðu, hefur orðið á honum
eðlisbreyting. Nú streyma inn
í hann allt aðrir en áður.
Þeir sem áður stóðu álengdar,
s.s. millistéttarmenn, skrif-
finnar, menntamenn, jafnvel
trúað fólk knýr nú dyra og
sækir um upptöku. Þetta set-
ur flokkinn í töluverða hættu.
Enda þótt ýmsir nýir kraftar
komi þannig inn, mun þó
hinn hópurinn ekki minni,
sem eingöngu gerir það í eig
inhagsmunaskyni, í von um
stöður og hlunnindi. Slíkir
menn eru verkalýðsflokki
hættulegri en nokkrir aðrir.
Skki er heldur rétt að van-
meta þann arf, sem „ideo-
logía“ nazismans skildi eftir í
hugum fjölda manna, og enda
þótt þeir séu engir, sem verja
málstað nazismans, munu
þeir ófáir, sem enn þá búa
að fyrra uppeldi.
Flokkurinn hefur ríkisvald
ið í höndum, og ríkisbáknið
er þungt í vöfum hér eins og
í flestum öðrum ríkjum sósial
ismans. Fyrir utan þann
fjölda manna, sem vinnur í
ríkisvélinni opinberlega, eru
aðrir þjóna, sem minna ber á,
en munu þó vera álitlegur
hópur, en það er leynilögregl
an. Um starfshætti hennar og
valdsvið er bezt að tala sem
minnst, enda okkur að litlu
kunnir“.
„Ritstjórum er ekki
heimilt að birta neitt
án leyfis“
„Blöð og támarit
Um blöð og tímarit hér í
landi er hægt að vera fáorð-
ur. Þau eru öll undirgefin
ritstjórn flokksins, og hinum
opinberu ritstjórum er ekki
heimilt að birta neitt án leyf
is þar til kjörinna flokks-
starfsmarvna. Fréttaflutning-
ur þeirra er ónákvæmur og
áróðurskenndur, enda ekkert
birt, sem illa kemur stjórnar
völdum hérlendis eða vina-
landanna. Svipuðu máli gegn
i um ýmsar bókmenntir, sem
hér eru gefnar út. Frágangur
og útlit bóka er hér yfirleitt
hið vandaðasta og margt
ágætra bóka um tæknileg og
vísindaleg efni kemur út ár-
lega. Rithöfundum innlend-
um er hins vegar skorinn all-
þröngur stakkur, sumpart af
skiljanlegum ástæðum. Á
menningarþingi SED var lögð
rík áherzla á það, að skáld og
rithöfundar yrðu að beygja
sig undir stefnu flokks og
ríkis og skrifa í anda þeirrar
stefnu, sem mótuð er af
flokknum hverju sinni. Ann-
ars er hér fátt stórmenna í
skáldastétt síðan Bertold
Breoht leið.
Á Vesturlöndum er af and-
stæðingum okkar mikið gert
úr eftiröpun og dýrfcun á
Sovétríkjunum í alþýðuveld-
um Austur-Evrópu. Ekki þarf
að rœða það, að margt í þeim
frásögnum er orðum aukið og
annað tómur uppspuni. Því
ber samt ekki að neita, að und-
irlægjuháttur og eftiröpun á
ýmsum sviðum hefur verið
fyrir hendi allt fram á þenna
dag og í mörgu tilliti skaðað
þessi lönd og lamað þjóðlega
menningu þeirra og stolt. Á
Stalínstímanum var ástandið
i þessum efnum þó sýnu
verra en í dag. Stalínsdýrk-
unin sjálf var mikill liður í
þessu, en hún hvarf eftir
XX. flokksþingið.
í dag kemur þetta einkum
fram í ýmsu er varðar rekst-
ur og skipulag fyrirtækja, stíl
og aðferðir við húsabygging-
ar og síðast en ekki sízt óþörf
um og barnalegum áróðri
fyrir Sovétríkjunum. Þetta
veldur því, að hugmyndir
félaga og almennings um hið
raunverulega ástand í Sovét-
ríkjunum, lífskjör og lifnaðar
háttu, eru mjög rangfærðar
og óraunverulegar“
„Aldrei reynt að segja
fólki sannleikann“
„Ferðafrelsi
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að mjög miklar
hömlur eru á ferðalögum frá
alþýðuveldunum til Vestur-
landa. Að sjálfsögðu má nokk
uð kenna þetta því, að al-
þýðuveldin hafa átt mjög í
vök að verjast vegna vest-
ræns áróðurs og beinnar
skemmdarstarfsemi. Er því
skiljanlegt, að strangar regl-
ur giltu um ferðalög inn og
út úr þessum löndum á fyrstu
árum hinnar sósíalísku upp-
byggingar, meðan hin borg-
aralegu öfl voru enn þá sterk
— og hin fasistísku jafnvel
líka. Að sjálfsögðu háfa gjald
eyrisörðugleikar einnig átt
sinn þátt í þessu efni. Þýzka
alþýðuveldið hefur þó fram
til þessa haft sérstöðu í þessu
efni. Allt fram til ársins 1956
var tiltölulega auðvelt að ferð
ast til V-Þýzkalands og öf-
ugt, enda litið á það sem
sjálfsagðan og eðlilegan hlut,
að ættingjar og vinir í sitt
hvorum landshluta heim-
sæktu hvern annan gagn-
kvæmt. Árið 1956 og þó eink-
um 1957 var tekin upp sú
stefna að hindra ferðalög frá
DDR til V-Þýzkalands eftir
því sem unnt væri. Voru
ráðamenn hér þá komnir á
þá skoðun, að þessar heim-
sóknir yrðu síður en svo til
að stöðva flóttamannastraum
inn.
Okkur finnst rétt að geta
hér eins atriðis, er sýnir hinn
óheppilega og óskynsamlega
áróður, sem hér er beitt á
flestum sviðum — og þá ekki
sízt í þessu sambandi. öllum
mun kunnugt, hve vel Vest-
urþjóðverjum hefur tekizt að
reisa efnahag landsins úr rúst
um á fáum árum, og eru
flestum sennilega kunnar
orsakir þessa í stórum drátt-
um. Vestur-Þýzkaland er aft
ur orðið stóriðnaðarland með
öllum ytri glæsibrag háþró-
aðs auðvaldsríkis — lítt hindr
að af kreppufyrirboðum og
atvinnuleysi enn sem komið
er. Þrátt fyrir þetta er stöð-
ugt hamrað á því í áróðri hér,
að kjör fólks fari stöðugt
versnandi fyrir vestan, þjóð-
félagið standi á gjábarmi
kreppunnar og við dyr fas-
ismans. Það er rétt, að skil-
yrðin fyrir upphafi alls þessa
eru svo að segja uppfyllt í
V-Þýzkalandi, en hafa ekki
verið það hingað til. Af þessu
leiddi, að fólk heyrði og sá
allt annað en því hafði verið
talin trú um hér, þegar það
kom til V-Þýzkalands. Óhætt
er að fullyrða, að þetta hafi
haft þau áhrif, að fjöldi
manna fluttist þangað. Það
var aldrei reynt að segja
þessu fólki sannleikann, né
skýra fyrir því, hvers vegna
V-Þýzkalandi gekk svo vel í
upppbyggingu efnahagslífs-
ins. Og þegar fólk sér, að
„sannleikans menn“ hafa
blekkt það, missir það auð-
veldlega traustið til þeirra, —
fær jafnvel trú á sína eigin
fjendur."
„ ... elur fólk upp í því
að ljúga“
„Til að stöðva þennan
straum flóttafólks til V-
Þýzkalands, hefur nú verið
ákveðið, að til þessara ferða-
laga þurfi fólk vegabréf, eins
og til annarra erlendra rikja.
Þessi ráðstöfun hefu valdið
mjög miklum ugg meðal fólks
þar sem það óttast, að með
þessu eigi að loka fyrir öll
ferðalög til V-Þýzkalands,
sem einnig mun ætlunin, og
hefur straumurinn vestur
aldrei verið örari en núna af
þessum sökum m.a. Ber því
allt mjög að sama brunni:
Ráðamenn reyna fyrst og
fremst með valdi að hindra
fólkið I að komast til V-
Þýzkalands án þess að leita
orsakanna, hvers vegna fólk
ið leitar héðan brott. Er því
við að búast, að starfshættir
þesisir auki lítt ástsæld og
traust til yfirvalda.
Stórum furðulegri eru þó
þær hömlur, sem eru á ferða-
lögum milli alþýðuveldanna
sj'álfra. Að vísu er allmiikið
um skipulagðar gagnkvæmar
hópferðir (skólar, verkalýðs-
félög, starfsfólk frá verksmiðj-
um O.s.frv.), en einstaklingum,
sem ferðast vilja á eigin spýt-
ur er það svo að segja ðbleift.
Kemur þar fyrst til, að mjög
erfitt er fyrir einstalklinga að
verða sér úti um vegabréf, en
jafnvel þótt það takist er við-
bomandi gert ómögulegt að
notfæra sér það með því að
neita honum um gjaldeyri. Só
skerfur, sem ferðamanni er
ætlaður tiil sinna þarfa, mundi
vart nægja sem skotsilfur einn
dag. Þetta hefur skiljanlega
mjög ill áhrif á fólik, einkum
unga fólkið og stúdenta, sem
hlíta sérlega ströngum. reglum
í þessu tilliti. Liáti fólik í ljós
óánægju sína á þessum málum
eðá" öðrum er það fljótlega
„sannfært“ og viökomandi síð
ann látinn gefa gagnstæða yfir
lýsingu. Þykir ok'kur rétt að
nefna dæmi um þetta:
Á síðast Iiðnu vöri var á-
kveðið af flökknum og há-
skólayfirvöldum að koma í
veg fyrir ferðalög stúdenta til
V-Þýzkalands. Þessi skipun
var send til flokksdeilda í skól
unurn og skyldu þær fá stúd-
enta til að gefa yfirlýsingu
um, að þeir vildu ékki fara til
V-Þýzkalands. Sem vænta
mátti urðu um þetta miklar
deilur meðal htúdenta, þar
sem f jöldi þeirra ekki einungds
vildi, heldur ætlaði að fara til
V-Þýzkalands að heimsækjia
vandamenn þar — eða ann-
arra erinda. Svo mikil áherzla
var þó lögð á þetta, að hótað
var brottvísun úr skóla ef
menn ekki hlýðnuðust þessu.
Bkiki þótti þó hlýða að slá
þessu upp sem banni stjórnar-
valda á ferðalögum stúdenta
vestur þangað, og var því
fundið upp á því snjallræði
að láta stúdenta gefa „að eigin
frumkvæði" yfirlýsingar um,
að þeir vildu ekki fara til V-
Þýzkalands — í fjölda mörg-
urn tilfellum þvert gegn vilja
þeirra. Þeim, sem í móti
mæltu, var núið um nasir
fylgispekt við Adenauer og
kapítalisma, en andstöðu við
sósialisma. Það er noikkuð,
sem fæstir hér kæra sig um
af skiljanlegum ástæðum. Og
svo var „yfiriýsingu stúd-
enta“ slegið upp um þil og
veggi, dagblöð og timarit með
pompi og pragt. — Þetta er
orðhengilsháttur, sem elur
fólk upp í því að ljúga bæði
að sér og öðrum.“
„Óviðurkvæmileg af-
skipti af einkalífi
manna“
„Stúdentar og háskólinn
Nokikur orð um málefni stúd
emta. Skólamál eru hér um
margt til fyrirmiyndar, og þó
eimkum sú hdið, sem gerir öll-
um efnilegum námsmönnum
fært að leggja út á mertnta-
veginn, það er mieð styikveit-
ingu, enda hefur þetta haft
þau áhrif, að böm verka-
manna og bænda eru nú í mikl
um meirihluta I háskólum,
sem annars staðar við nám
(rúm 70% stúdenta, meðan
hlutur verkamanna- og bænda
barna er hverfandi lítili í V-
Þýzkalandi sem og í öðrum
vestrænum ríikjum).
Félagaaamtök stúdenta eru
ekki önnur en FDJ. Langflest-
ir stúdentar (yfir 90%) em
meðlimir í samtökunum, enda
annað illa séð. Félagsskapur
þessi hefur mjög víðtækt vald
um ýmis skólamálefni, t.d. hef
ur hann mikil áhrif á veitingu
styrkja, — þó einkum svo
nefnd ,,Leistungsstipendium“,
einnig hefur FDJ nokkurt á-
hrifavald við skipulagningu
námsskrár og námsefnis, hverj
ir eru teknir í háskóla og
hverjir ekki. Aðalstarf FDJ
innan háskólans er eftirlit
með nómi og þó einkum fé-
lagslegu starfi stúdenta (hugs
unarhætti eftir því sem unnt
er), m.ö.o. að haida uppi só-
síaliskum aga innan háskól-
ans. í sumum tilfellum gengur
þetta svo langt, að hafin eru
viðurkvæmileg afskipti af
einkaláfi manna, ýmist af FDJ
eða flokknum, — og er félagi
okkar Eysteinn Þorvaldsson
manna beztur til frásagnar um
það. Frá fyrstu tíð hefur FDJ
raunverulega lotið stjóm SED,
þannig að fllökkuriníi hefur
frá fyrstu tíð tryggt sér ör-
uggan meiriihhita í stjórn sam
takanna og hefur þvi ávallt
verið fær um að koma málum
flokksins í fraamkvæmd þar.
Á síðasta ári fékk flokkurkm
ennþá betri aðstöðu tiil að nota
samtökin, sem áður voru köll-
uð- ópólitísk f jöldasamtök æsk
unnar, í sína þágu, en var á
miðstjómarfundi FDJ í surnar
breytt í sósialísk (þ.e. póli-
tísk) æskulýðssamtök. Þrátt
fyrir það er FDJ einu sam-
tökin, sem opiniberlega eni
leyfð meðal stúdenta“.
íslenzkir stúdentar
við heræfingar
„ört vaxandi þáttur í starfi
FDJ er skipulagning Og fram-
kvæmd „sjálfboðavimnu“. Er
nú svo komið, að stúdentum
er gert að skyildu að vinna í
fríum sínum sumar og vetur
í brúnkolum eða við önnur
knýjandi framleiðslustörf viku
eða hiálfan mánuð í hvort
skipti. Auk þessa eiga stúdent
ar að viruna við uppskeruna á
haustin í vikutíma Og einn dag
á semestri í byggingarvinnu
eða rústhreinsun. Nú erum við
síður en svo gegn því, að stúd-
entar vinni að framleiðslu-
störfum og séu jafnvel skyld-
aðir til þess, — þverf á móti
teljum við það mjög æskilegt,
að stúdentar kynnist kjörum
vinnandi fólfcs, enda tökum
við þátt í þessu sjálfir. En það
sem otokur finnst forkastan-
legt, eru þær aðferðir, sem
hafðar eru til þess að fá menn
í þetta. Látið er heita og það
básúnað út um allan toeim, að
þetta sé sjáilfboðavinna og ötl-
um frjálst að fara eða vera.
Hins vegar er þetta í rauninni
skylda stúdenta, því sá, sem
ekki býður sig fram í vinnu
þessa án gildrar afsökunar á
yfir höfði sér refsiaðgerðir.
Áliit ofckar er, að mótsagnir
þær, sem þarna koma fram,
hafi slæm áhrif á hugi stúd-
enta.
Eitt fyrirbrigði, sem stend-
ur í sambandi við FDJ, þótt það
kallist sjálfstætt félag, er GST
(Gellesohaft fiir Sport und
Technik). Svo er sagt, að félag
þetta sé tekniskt sportfélag,
þar sem hægt sé að stunda
flestar tegundir slíks sports,
allt frá reiðmennsku og kapp-
akstri niður í skotfimi. En í
framikvæmd, a.m.k. meðal
stúdenta, eru í félagi þessu
næstum eingöngu iðkaðar her-
ælingar. Töluverður þrýsting-
ur er á stúdenta að ganga í flé-
lag þetta og taka þátt í æfing-
um. Mjög er mismunandi eftir
skólum og deildum, hversu
mikil áherzla er lögð á starf-
semi þessa. Sums staðar fara
fllestir stúdentar í langa æf-
ingu vikulega (4—6 tíma), eti
eru auk þess þrjár vikur á
sumri hverju í tjaldbúðum flé-
lagsskapar þessa að æfingum.
Annans staðar láta menn sér
nægja þriggja viitona tjaldibúða
æfingar.
„Herseta Rússa er
eigi vinsæl“
f lokakafla skýrslunnar segir
m.a.:
„Btoki þarf að tafca það fram
að herseta Rússa ei eigi vin-
sæl, enda þjóðirnar ólíkar.
Etoki heyrast þó neinar slíkar
raddir opinberlega, heldur hið
gagnstæða. Bkki þarf heldur
að fjölyrða um það, að megin-
stefna stjómarvalda hér er
mótuð af þeim sjónarmiðum,
sem uppi eru í Sovét hverju
sinni, enda eiga Kremlverjar
hauk í homi, þar sem er Wált-
her Ulbriciht. Köldu andar í
garð pólskra stjómarvalda
eftir þær breytingar, sem þar
voru gerðar í fyrra. Kemur
þetta m.a. fram í kurteislegri
þögn opinberlega um þá ný-
breytni, sem orðið hefm- á
mörgum sviðum austur þar.“
Og að lokum segja þeir:
„Það má margt læra af dvöl
hér í landi, og við erum þakk-
látir fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að nema hér. Jafn-
framt erum við áfcveðnir að
nýta okkur þennan tíma sem
allra bezt, flotoki otokar og
þjóð til gagns í framtíðinnL“
{
Samkomui
Kristilegar samkomur
Sunnudag kl. 5 í Betaniu,
Mánudag í Keflavík og þriðju-
dag í Vogunum. „Kristur lifir“.
— Komið. Velkomin. Nona
Johnson, Mary Nesbitt, Helmut
L. og Rasmus Biering P. tala í
íslenzku,
Kristniboðssambandið.
Síðasta laugardagssamveran á
þessu vori í Kristniboðshúsinu
Betaníu, Laufásvegi 13, kl. 8.30
í kvöld. Ólafur Ólafsson kristni-
boði talar. Allir velkomnir.
Á morgun:
Sunnudagskólinn kl. 2 e.h. Öll
börn velkomin. Síðasta sinn..
Samkomuhúsið
ZÍON
Óðinsgötu 6 A.
Á morgun almenn samkoma
kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna.
Boðun fagnaðarerindisins
Almennar samkomur
Á morgun, sunnudag, Austurg.
6, Hafnarf. kl. 10 f.h. Hörgshlíð
12, Rvík kl. 4 e. h. Barnasam-
koma. Kl. 8 e.h. Álmenn sam
koma.