Morgunblaðið - 15.09.1962, Síða 1
24 $í5tic
árgangur
204. tbl. — Laugardagur 15. september 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Peking stjórnin
ásakar U.S.A.
íyri': ílug U-2 þotunnar frá Formösu inn
yfir kínverskt landsvæði
Peking, 14. sept. (NTB—AP).
PEKIN GST J ÓRNIN mótmælti
harðlega í dag flugi U-2 þotunn-
ar frá Formósu, sem skotin var
niður fyrir skömmu yfir megin-
landi Kína. Sakar Pekingstjórn
In Bandaríkin um að bera
ábyrgð á flugi þotunnar inn yfir
kínverskt land og beinir þar af
leiðandi hörðustu mótmælunum
að Bandaríkjastjórn.
★
Segir Pekingstjórnin, að flug
U-2 þotunnar hafi verið skref, af
hálfu Bandaríkjamanna, í þá átt
að hvetja stjórn Chiang Kai Sjek
é Formósu til þess að gera inn-
rás á meginland Kína. Réðst
Pekingstjórnin á Bandaríkja-
stjórn fyrir stefnu hennar í Asíu
©g Berlín og ákvörðun Kenne-
dys forseta um að kalla út 150
þús. manna varalið. Segir Pe-
kingstjórnin, að allt þetta sanni
að Bandaríkin reki árásar- og
styrjaldarstefnu í öllum heimin-
um og heimsveldisstefna Banda-
ríkjanna sé hættulegasti óvinur
mannkynsins. Pekingstjórnin
segist hafa skotið niður þrjár
njósnarflugvélar Bandaríkja-
manna yfir kínversku landssvæði
frá 1959.
Sem kunnugt er var U-2 þotan,
sem skotin var niður yfir megin-
landi Kína 9. sept. s.l. í eigu
Formósustjórnar. Hefur þetta
verið staðfest bæði af Formósu-
stjórn og Bandaríkjastjórn, sem
seldi Formósu 2 flugvélar af
gerðinni U-2 1960.
Stjórnarskipti í SýrKandi
Damaskus, 14. sept. (NTB—AP).
FORSÆTISRÁÐHERRA Sýr-
lands Bashir Azmehs baðst lausn
ar í gær fyrir sig og ráðuneyti
sitt. í dag var Kjaled el Azm,
sem er meðlimur ihaldsflokks
Sýrlands, falið að mynda nýja
stjórn. Veitti þingið honum stuðn
Ing sinn með 156 atkvæðum gegn
einu.
E1 Azm hefur fimm sinnum
áður verið forsætisráðherra Sýr-
lands og er hann álitinn einn
fremsti stjórnmálamaður lands-
ins.
Hann hefur tvisvar sinnum
verið í framboði við forsetakosn-
ingar i landinu, en í hvorugt
skiptið náð kosningu. Þegar her-
inn tók völdin í Sýrlandi í marz
s.l. var E1 Azm handtekinn, en
honum var sleppt úr haldi tveim
ur vikum síðar.
E1 Azem er 60 ára að aldri,
hann er mjög efnaður og áður
en hann gekk í íhaldsflokk Sýr-
lands, var hann álitinn kommún-
isti og kallaður rauði milljóna-
mæringurinn.
Madrid, 18. septem'ber, NTB.
Marokke hefur nýlega á-
kveðið að stækka Iandlielgi
sina um helming. Hefur þetta
valdið óánægju á Spáni enda
hefur stjórn Marokko nú senit
spænskum yfirvöldum mót-
mæli vegna siglinga spænskra
herskipa á því svæði, sem
Marokko telur nú til land-
helgi sinnar.
E1 Azm sagði, eftir að þingið
hafði veitt honum stuðning sinn
til stjórnarmyndunar, að stefna
hans myndi byggjast á algeru
hlutieysi Sýrlands, virðingu fyrir
Sameinuðu þjóðunum og því, að
landið gerði viðskiptasamn-
inga við hvaða þjóð sem væri.
Forseti Pakistan vill að ríki utan
Evrópu fái aðild að E.B.E.
London, 14. sept. — NTB
FORSETl Pakistan, Ayub
Khan, lagði það til í ræðu,
sem hann hélt í hádegisverð-
arboði í London í dag, að
hafnar yrðu viðræður milli
fulltrúa landa, sem aðild
eiga að Efnahagsbandalagi
Evrópu og landanna í brezka
samveldinu um það, að Efna-
hagsbandalagið næði einnig
til þjóða utan Evrópu.
Ayub Khan mun halda til
Parísar á morgun til fundar
við de Gaulle Frakklandsfor-
seta og kvaðst hann ætla ræða
tillögu sína við hann.
Samkvæmt fregnum frönsku
IViest útflutningsaukning
hjá aðildarríkjum E.B.E.
1 Genf, 14 sept. (NTB) ír.eira á sl. ári, á árinu 1961,
4 EFNAHAGSirlÁLANEFND en útflutningur annara ríkja
4 Sameinuðu þjóðanna fyrir í V-Evrópu. Samtals jókst út
Evrópu birti í dag skýrslu flutningur V-Evrópuríkja
sína i Genf. meira á árinu, en útflutning-
t skýrslu nefndarinnar ko*n ur annarra ríkja
það fram, að útflutningur Útflutningur Sovétrikjanna
hinna sex aðildarríkja Efna- til Kína minnkaði um 55%
hagsbandalags Evrópu jókst frá 1959 til 1961.
fréttastofunnar AFP hefur til-
lögu forseta Pakistans um fund
fulltrúa Efnahagsbandalagsins
og samveldislandanna, verið tek-
ið heldur fálega af leiðtogum
samveldisins og segir fréttastof-
an, að þeir telji hana ekki raun-
hæfa.
Ayub Khan ræddi tillögu sína
óformlega við Macmillan, for-
sætisráðherra Bretlands, og for-
sætisráðherra Kanada og Ástral-
íu, Diefenbaker og Menzies.
★
í Bretlandi er talið, að tillaga
forseta Pakistans, muni ekki
falla í góðan jarðveg, er hann
ræðir hana við de Gaulle og
einnig var talið ósennilegt, að
Adenauer, kanzlari V-Þýzka-
lands, myndi vilja, að aðild
samveldislanda Breta að EBE
fylgdi í kjölfar aðildar Breta.
★
Ayub Khan sagði í ræðu sinni
í hádegisverðarboðinu, að hann
liti á Efnahagsbandalagið, sem
jurt, er ætti eftir að stækka og
blómgast. Sagði hann, að upp-
gangur í Evrópu myndi ekki
leysa heimsvandamálin. — Ef
stefna Evrópu kæmi til með að
skaða lönd utan álfunnar,
myndi hinn vestræni heimur
eiga við meiri örðugleika að
stríða en nú.
★
í gær og í dag hafa fulltrúar
á fundi forsætisráðherra brezku
samveldislandanna í London
rætt ýmis atriði varðandi aðild
Breta að EBE, í nefndum. Báða
dagana hefur Macmillan for-
sætisráðherra átt óformlegar
viðræður við fundarmenn.
Talið er að viðræðunum um
aðild Breta að EBE verði ekki
lokið fyrr en á þriðjudag og þá
hefur fundurinn aðeins einn dag
til þess að ræða önnur málefni.
.Þetta er fánastöng, s«(n reist
var hér fyrir lýðveldisstofn-
unina 1944“, sagði Ólafur
Thors við David Ben-Gurion,
er forsætisráðherrarnir stóðu
Lögbergi í gær. — Sjá
greinar á bls. 3 og 8.
Ljósm. Mbl.: ól. K. M.
KAUPMANNAH., 13. sept.
(NTB) — Ung sænsk stúlka,
Christina Fogel fannst látin í
rúmi sínu í gistihúsherbergi
á Mallorca. Grunur leikur á
því, að stúlkan hafi verið
myrt og hafa nú tveir dansk-
ir lögreglumenn og danskur
teiknari verið kallaðir fyrir
rétt í Palma, í sambandi við
rannsóknina á dauða stúlk-
unnar.
Játar að hafa skotið
úr vélbyssu á de Gaulle
O.A,S.-menn handteknir í Belgíu
París, 14. sept. (NTB)
1 G Æ R var handtekinn í
Marsielle í Frakklandi Ger-
ard Busines, hægrisinnaður
öfgamaður og hefur hann
játað, að hafa tekið þátt í
tilræðinu við de Gaulle
Frakklandsforseta 22. ágúst
síðastliðinn.
I dag voru 9 forsprakkar
ieynihreyfingarinnar OAS
handteknir í Belgíu og var
sagt, að Argoud ofursti væri
einn þeirra, en talið er að
hann hafi verið meðal þeirra
sem stóðu á bak við tilræðið
við de Gaulle í ágúst.
Gerard Busines var fluttur
til Parísar, skömmu eftir að
hann var handtekinn í Mar-
sielle og þar játaði hann að
hafa skotið úr vélbyssu á bif-
reið de Gaulles Frakklands-
forseta. Gaf hann þá skýr-
ingu á þátttöku sinni í til-
ræðinu, að vinur hans, Jac-
ques Prevost hefði kvatt
hann til þess. — Prevost er
meðal þeirra fimm, sem
handteknir höfðu verið á
undan Busines, sakaðir um
þátttöku í tilræðinu, en talið
er að 11 menn hafi átt þátt
í því.