Morgunblaðið - 15.09.1962, Qupperneq 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 15. sept. 1962
Steinunn Jónsdóttir
frá Arngerðareyri
f DAG íer fram frá dómkirkj-
unni í Reykjavík jarðarför
Steinunnar Jónsdóttur, hús-
freyju frá Arngerðareyri við ísa
fjarðardjúp. Hún andáðist að
heimili sínu hér í borginni 7.
þ. m. —
Steinunn Jónsdóttur fæddist
að Auðshaugi í Barðastrandar-
sýslu 5. marz 1894. Foreldrar
hennar voru Jón Þórðarson, síð-
ar bóndi á Skálmarnes-múla í
Barðastrandasýslu og kona hans,
Hólmfríður Ebeneserdóttir. Að
þeim hjónum stóðu góðir stofn-
ar vestfirzkra og breiðfirzkra
ætta.
Steinunn ólst upp í foreldra-
garði til þess tíma er hún gift-
ist Halldóri Jónssyni. Hann er
Vestfirðingur að ætt, fæddur á
Þingeyri, en hafði alizt upp á
stórbýlinu Laugabóli í ísafirði,
frá tveggja ára aldri, hjá Guð-
rúnu Þórðardóttur frænku sinni
og Jóni bónda Halldórssyni.
Steinunn og Halldór giftust 6.
marz 1915 og hafa því staðið
saman í blíðu og stríðu í rúm
fjörutíu og sjö ár. Fyrstu bú-
skaparár sín bjuggu þau á Skálm
arnesmúla, en harða vorið 1920
fluttu þau frá Breiðafirði norð-
ur yfir heiðar að Arngerðareyri
við ísafjarðardjúp. Þar bjuggu
þau til ársins 1957 að þau hættu
búskap og fluttust til Reykja-
víkur.
Alls eignuðust þau hjónin 11
börn. Þau eru: Guðrún gift
Samúel Samúelssyni, bakara-
meistara á Húsavík, Hólmfríður,
gift Erlingi Hestnes, húsgagna-
smið í Reykjavík, Jón trésmíða-
meistari í Reykjavík, kvæntur
Guðrúnu Jónsdóttur, bæjar-
stjóra á ísafirði, Þórhallur, bif-
reiðastjóri á Suðureyri í Súg-
andafirði, kvæntur Sigrúnu
Sturludóttur, hreppsstjóra þar,
Ragna, gift Kristni Sigurjóns-
syni, byggingameistara í Reykja
vík, Inga Lára, lézt 18 ára, Bald-
vin, leikstjóri í Reykjavík,
kvæntur Vigdísi Pálsdóttur,
Zophoníassonar, fyrrv. búnaðar-
málastjóra, Theodór, garðyrkju-
stjóri í Reykjavík, kvæntur
Steinunni Jóhannesdóttur, bú-
fræðings í Hveragerði, Erlingur
stúdent, kvæntur Jóhönnu G.
Kristjánsdóttur, stúdent frá
Flateyri og Hjördís, gift Birni
Eiríkssyni, bankamanni í
Reykjavík, Björnssonar læknis
í Hafnarfirði. Einn son misstu
þau nýfæddan. Barnabörn þeirra
eru nú 25.
Búskaparár þeirra Arngerðar-
eyrarhjóna ná yfir mestu bylt-
ingaár í sögu þjóðarinnar. Saga
þeirra er baráttusaga íslenzkra
bænda á þessum árum. Skin og
skúrir þessara ára, kreppur og
góðæri, margvíslegar afleiðing-
ar tveggja heimsstyrjalda,
tæknibylting á flestum sviðum,
stórkostleg jafnvægisröskun í
byggðum landsins, ör þróun
nýrra atvinnugreina og gjör-
breyting lífsviðhorfa með nýrri
kynslóð setja sundurleitan svip
á þjóðlifið og grípa alls staðar
inn í líf og störf einstaklinga og
heimila.
Þrátt fyrir viðburðaríka og
um margt heillandi sögu sam
tíðarkynslóðar, unnin afrek í
sameiginlegu lífsstríði heillar
þjóðar, verður lífssaga einstakl
inga og einstakra heimila per
sónulegri og gengur okkur
hjarta nær.
Frá starfsárum mínum í
Reykjanesi við ísafjarðardjúp
er margs að minnast. Hugstæð
er mér fegurð Djúpsins, blíð-
viðrin þar, lognkyrrðin og und-
ursamleg litadýrð, þegar veður-
guðir léku þá á strengi hörpu
sinnar. Enn hugstæðari og kær-
ari eru þó kynnin við góða
menn og ágæt heimili. Þar birt-
ist fegurð, fórnfýsi og kærleik-
ur, sem hátt ber og á sér djúp-
ar og traustar rætur í hug og
hjarta.
Þar í fremstu röð, margra
ágætra heimila og margra góðra
manna í Djúpinu, er heimilið á
Arngerðareyri, og þau hjónin
Steinunn og Halldór og börn
þeirra.
Á þessum árum var Arn-
gerðareyrarheimilið eitt stærsta
og glæsilegasta heimilið í Djúp-
inu. Þar bar margt til. Arn-
gerðareyri var í þjóðbraui. Þar
var afgreiðsla Djúpbátsins og
þar var símstöð. Halldór Jóns-
son var harðduglegur og at-
hafnasamur bóndi, mikill ferða-
garpur, greiddi götu margra
suður og austur yfir heiðar um
langa og torsótta vegu, og hafði
með höndum umsvifamiklar
fyrirgreiðslur á fleiri sviðum.
Þessu öllu fylgdi mikil gesta-
nauð. Heimilið var fjölmennt
meðan öll börnin voru heima.
Þar dvaldist löngum móðir hús-
freyju, Hólmfríður Ebeneser-
dóttir, vitur kona og göfug. Frá
Skálmarnesmúla fluttust með
þeim hjónum þrjú gamalmenni
að Arngerðareyri og dvöldust
þar í skjóli þeirra unz ævi
þraut. Talar það sínu máli.
Þessu stóra og umsvifamikla
heimili sínu stjórnaði Steinunn
húsfreyja af miklum myndar-
skap og glæsibrag. Þar var gest-
um gott að koma og nutu þar
rausnar og alúðar. Við uppeldi
barnanna, fræðslu þeirra heima
fyrir var lögð mikil alúð. Hvar
sem þau komu, til náms eða
starfa, báru þau fagurt vitni
foreldrum og heimili.
Steinunn Jónsdóttir var ágæt-
um gáfum búin. Hún var kona
fríð sýnum og allt yfirbragð
hennar bar vott um göfgan hug
og sannan góðleik. Hún var
mild í dómum, mikill manna-
sættir og bar klæði á vopnin. í
orustu myndi það hafa verið
henni sjálfgert hlutverk, að
gera að sárum manna úr hvorra
liði sem voru.
Jafnframt var hún hinu stóra
heimili sínu sá verndarengill,
sem aldrei brást, mild og sterk
í senn. Það fór ekki dult, hve
mikla virðingu hinn skörulegi
og ágæti bóndi hennar bar fyrir
konu sinni. Börnin elskuðu,
dáðu og virtu móður sína — og
þau gætu með miklum sannind-
um beint til hennar sömu játn-
ingar- og þakkarorðum sem
þau þjóðskáldin Matthías og
Einar béindu til sinna mæðra í
ódauðlegum kvæðum.
Og það eru fleiri en nánustu
ástvinir hennar sem hafa ríka
ástæðu til að minnast þessarar
afbragðskonu. Hún var ná-
grönnum sínum, umhverfi og
héraði hinn góði, göfugi andi.
Áhrif hennar voru allsstaðar og
ævinlega til góðs. Henni var það
sjálfrátt og eðlilegt að lifa og
starfa í þjónustu kær'ieikans og
fegurðar mannlegs lífs, en það
er stærst og fegurst mannlegt
hlutskipti.
Hjónin frá Arngerðareyri,
Steinunn og Halldór, bundust
tryggðum ung að árum. Ham-
ingjan hefur jafnan verið í
fylgd með þeim. Manndómur
þeirra, hæfileikar og góðir
mannkostir voru þeirra vegar-
nesti. Ástrík sambúð og sam-
staða í öllu því sem mestu
skipti, þegar á reyndi, var kjöl-
festan í lífsstarfi þeirra. Örugg
trú á guðlega forsjón veitti
huggun og þrek í raunum. Og
þótt sól hamingjunnar hafi oft-
ast varpað birtu sinni á langa
og farsæla samferð þeirra, dró
ský fyrir sólu, þegar þau misstu
dóttur sína, Ingu Láru, glæsi-
lega og gáfaða, átján ára að
aldri. Sá sári harmur var bor-
inn í hljóði og æðrulaust.
Að lokinni langri og farsælli
sambúð skila þau hjónin þjóð
sinni kostamiklum arfi. Hin
glæsilegu og vel gerðu börn
þeirra eru hvert og eitt hinir
ágætustu þjóðfélagsþegnar. —
Mannkostir og áhrif ágætra for-
eldra er þeirra heimanfylgja.
Hér er lokið jarðnesku lífi
göfugrar, mikilhæfrar og góðr-
ar konu. Þegar hún er kvödd
hinztu kveðju er efst í huga
þökk og söknuður í hjarta.
Heiman úr ísafjarðardjúpi og
frá fjölmörgum vinum annars-
staðar, beinast samúðarhugir til
manns hennar, barna þeirra,
tengdabarna og barnabarna.
Jafnframt eru hér færðar ein-
lægar þakkir fyrir allt það, sem
hin látna sæmdarkona var í lífi
sínu og starfi, fyrir fagurt for-
dæmi hennar, fyrir mildi henn-
ar og kærleika í garð samferða-
fólksins.
í hugum þess og hjörtum er
minningin um Steinunni frá
Arngerðareyri umvafin birtu og
hlýju.
Aðalsteinn Eiríksson.
★
Margar minningar Djúpmanna
eru tengdar við Arngerðareyr-
arheimilið, frú Steinunni og
Halldór og hinn fjölmenna og
mannvænlega barnahóp þeirra.
Þetta heimili var eitt af stærstu
og þróttmestu heimilum héraðs-
ins. Fjöldi fólks átti þar leið
um, ekki sízt fyrr á árum.
Frú Steinunn stýrði þessu
heimili af mildum og hljóðlát-
um skörungsskap. Hún hafði
tíma til alls, sem var nauðsyn-
legt, hversu rík, sem önn dags-
ins var, hversu langur sem
vinnudagurinn var orðinn. Hlýtt
viðmót, fölskvaleysi og dreng-
skapur mótuðu jafnan fram-'
• 10 kr. í fundarlaun
Eftirfarandi frásögn sá ég 1
sænska blaðinu Dagens nyheter
sl. laugardag:
„Kristina Olsson frá Hjort-
hagen ætlar að bjóða tveimur
vinkonum í bíó í kvöld. Það
var hún, sem fann skjalamöppu
íslenzkra fararstjórans með
1200 sænskum krónum í á
bekknum í eftirlætis biðskýlinu
sínu á Hjorthagen. Talstöðvar-
bílar, sporvagnastarfsmenn og
lögreglumenn járnbrautarstöðv-
arinnar leituðu í ákafa að skjala
moppunm, seom
r -Kristina hafði
Íþegar skilað í
leina afgreiðsl-
iuna. Mikil varð
Sgleðin, þegar
Imálið leysist á
Isíðustu mínútum
|áður en íslenzki
Jleiðsögumaður-
linn átti áð fara
að halda á brott á rússneska
skemmtiferðaskipinu. Og í fund
arlaun fékk Kristina — 10 krón-
ur. Það dugði nokkurn veginn
fyrir bíómiðunum.
• Ferðaskjölin og
ferðafé týnf
Ég fór að forvitnast um
hvaða íslenzkir höfðingjar
hefðu verið á ferð í Svíþjóð, og
fann í sama blaði daginn áður
frásögn af því að forstjóri ís-
lenzks ferðahóps, sem átti að
fara með rússneska skemmti-
ferðaskipinu Kalinin til Austur-
Evrópulanda, hefði týnt skjala-
möppu með 1200 sænskum
/ 3 rj rn, (-, <
ÍV Vrr'M Cl Ci
j-OOC-Ofji1
.6 ty
poo fý
bOO on o o r? K
v"b éO/.. -—
o ° c
’Z’sSÆknl
komu hennar. Manndómur og
kjarkur voru grunntónar skap-
gerðar hennar.
Þessi merka kona er nú horf-
in. Hún hefur lokið sínu mikla
dagsverki með sæmd. Fjöl-
mennur hópur ástvina syrgir
hana og mikill fjöldi vina minn-
ist hennar með djúpu þakklæti
og virðingu. Heiman úr Isa-
fjarðardjúpi, þar sem heimili
hennar stóð lengstum við fjörð-
inn norðan heiðanna streymir
hljóðlát samúð með þökkum fvr-
ir liðinn dag.
S. Bj.
Sjálfstæðisfélag
Eyrarlireppp
stofnað
ÞRIÐJUDAGINN 7. þ.m. var
haldinn stofnfundur Sjálfstæðis-
félags fyrir Eyrarhrepp í Norð-
ur-ísafjarðarsýslu. Fundurinn
var haldinn í samkomuhúsinu í
Hnífsdal og hófst kl. 9 .e.h.
Sigurður Bjarnason, ritstjóri,
setti fundinn og skýrði tildrög
hans. Fundarstjóri var kjörinn
Einar Steindórsson, oddviti,
Hnífsdal og fundarritari var
Ólafur Ólafsson, sýsluskrifari,
Hnífsdal.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, framikvæmdastjóri Sjálfstæð
isflokksins, flutti ræðu um skipu
lag Sjálfstæðisflokksins og lagði
fram frumvarp að lögum fyrir
félagið, sem síðan var samiþykkt.
Stofnendur félagsins voru 42.
í stjórn félagsins voru kosnir
Sigurður Sveins Guðmundsson,
formaður, Stefán Björnsson, skrif
stofumaður, Þórður Sigurðsson,
verkstjóri, Halldór Magnússon,
húsgagnasmiður og Ólafur Ólafs
son, sýsluskrifari. Ennfremur
var kjörið í fulltrúaráð Sjálfstæð
isfélaganna í Norður-ísafjarðar-
sýslu og í kjördæmisráð Sjálf-
stæðisflokksins í Yestfjarðar-
kjördæmi.
Þá tóku til máls á fundinum
Einar Steindórsson, Sigurður
Sveins Guðmundsson og Sigurð-
ur Bjarnason, ritstjóri, sem árn-
aði félaginu heilla og mælti
hvatningarorð til félagsmanna.
New York, 12. september NTB
Ár er liðið þann 17. sept-
ember frá því að Dag Hamm-
arskjöld fórst. Sérstök minn-
ingarhátíð verður haldin í því
tilefni í Leopoldville.
krónum og þeim skjölum sem
hann þurfti til að allur hópur-
inn kæmist með skipinu, og
talið trúlegt að hann hefði gert
það er hann var á leið um borg-
ina í sporvagni nr. 52. Er farar
stjórinn tilkynnti um hina
týndu skjalamöppu og það með
að ef hún ekki fyndist á stund-
inni mundi ferðahópur frá heilli
ferðaskrifstofu ekki komast í
sína siglingu til Austur-Evrópu,
hófst æðisgengin leit í öllum
sporvögnum, sem aka á leið
52 og öllum biðstöðvum.
Og eftir að tilkynnt hafði ver-
ið að hún væri fundin óku lög-
reglumenn í talstöðvarbíl með
íslendinginn innanborðs á stað-
inn og tókst að komast með
manninn og töskuna að skips-
hlið þremur mínútum áður en
skipið átti að fara.
Og íslendingarnir urðu
feikna fegnir og sendu skilvísu
litlu stúlkunni fundarlaun 10
krónur, sem þeir skildu eftir
hjá lögreglunni.
Svona er sagan, sem Svíarnir
lásu í blöðun? S'ni'iD á sunnu-
daginn.