Morgunblaðið - 15.09.1962, Síða 17

Morgunblaðið - 15.09.1962, Síða 17
f Laugardagur 15. sept. 1M MORGVNBL AÐIÐ 17 Ræða Ólafs Thors i Við gufugosið í ölfusdal í gær. Á myndinni sjá st m. l. forsætisráðherrarnir, og verkfræðing- arnir dr. Gunnar Böðvarsson og Sveinn Einars son. — Ben-Gurion ; Framhald af bls. 8. þeirra og fræddi Ben-Gurion enn um staðinn og sögu hans; minntist þess að brezki fulltrú inn á Alþingishátíðinni hefði haldið fast við að brezka þing ið væri m-óðir þinganna, en viðurkennt að Alþingi Islend inga væri- amma þeirra. Það líkaði gestunum vel. „Hérna stóðu þeir og töluðu við fólk ið“ bætti sigurður Nordal við. Það var eins og hlypi einhver galsi í Ben-G .ion við þessi orð. Hann benti til himins og sagði, „En heyrðu þeir rödd ruðs frr þessum stað?“ Eng- inn viðstaddra treysti sér til að ullyrða, að svo hefði ver- ið, og þá spurði Ben-Gurion hve margt fólk hefði verið samankomið á Aiþingi 930 eða þar um bil. „Um 1000 rnanns", sagði Sigurður Nordal og bætti enn við: „Hér sagði gamli maðurinn, forðum daga: „Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin að vér munum slíta og friðinn". Til þessara orða var vitnað í þeirri bjargföstu trú að þar mundi íslenzkur arfur hafa í ölium höndum við menningu Gyð- inga. En Ben-Gurion brosti og sagði, „Var það hér sem sagt var: „Elska skaltu náunga þinn, eins og sjálfan þig?“ „Þá sá Sigurður Nordal sér leik á borði og spurði, „En halda nú allir þessi orð í ísrael?" „Nei, bví miður ekki allir,“ varð Ben- Gurion að viðurkenna. Síðan barst talið að boðorðunum og sagði Ben-Gurion að þau hefðu verið samin fyrir 3200 árum, eða tveimur mánuðum eftir exodus. Sigurður Nord- al skaut því þá inn í að samþykkt hefði verið á Alþingi um miðja 13. öld að guðslög skyldu ráða þegar þau greindi á við ndslög. Þannig hafði hann þokað sögu íslands allsæmi- lega til sátta ,ið bessi 3200 ára gömlu fyrirmæli Mósebók Þá benti Sigurður Nordal á tvo kletta á vesturbrún Al- mannagjár og lítinn stein sem liggur á rnilli þeirra og sagði „Þessi steinn hefur verið þarna í þúsund ár.“ Ben-Guri cn virti klettana fyrir sér og sagði við Ólaf Thors, „Þessi björg eru táknræn fyrir þjóð yðar. Hún er eins og klettur. Með þessum orðum kvaddi forsætisráðherra ísraels helg asta stað íslands. Og nú var enn haldið af stað og ekið sem leið liggur í Hveragerði. Þar sýndu Gunn- ar Böðvarsson og Sveinn Einarsson forsætisráðherrun- um borholu nr. 7 í Ölfusdal. Hún er 700 m. djúp og sagði Sveinn Einarsson að orkan úr holunni gæfi 60 tonn af gufu á klufckustund, hvað sem það annars merkir. Hann sagði ísraelsku blaðamönnunum enn fremur frá því, að í ráði væri að byggja þarna rafstöð í náinni framtíð. Þeir virtust hafa mikinn áhuga á þessari gifurlegu orku, enda voru menn furðu lostnir, þegar i hún var leyst úr læðingi og látin streyma út í loftið. Ben- Gurion stóð agndofa og horfði á þetta náttúruundur og í svip hans mátti í senn lesa auðmýkt og aðdáun. Hann hafði líkt íslenzku þjóðinni við klettinn en mundi vera fláiánlegt að draga lílkingu milli þeirrar orku, sem streymdi úr jörðinni, og þess dugnaðar, eljusemi og fyrir- hyggju sem einkennir ísra- elsku þjóðina? Þegar lokað hafði verið fyrir gufuna sneri Ben-Gurion sér að Ólafi Thors ag sagði, „Ég mundi vilja fara með þetta heim með mér.“ Ólafur Thors sagði „Ef þér treystið yður til að taka þessa orku með yður heim, tek ég mér bessaleyfi og lýsi því yfir, að yður er það heim- ilt.‘ Ben-Gurion brosti og svaraði „Ef ég gæti farið með þessa orku heim mundi ég ekki skila henni aftur“. Síðan horfði hann enn um stund á gufustrókinn, sneri sér aft- ur að Ólafi Thors og mælti „Nú hafið þér loksins sigrað mig. Ég gefst upp“. Með þau orð í huga og einnig eftirfarandi fyrirmæli fimmtu Móse bókar kvöddum við forsætisráðherra fsraels eftir skemmtilegan dag og ógleymanlegan. „Veljið til vitra menn, skynsama og valinkunna af hverri kyn- kvísl yðar, og mun ég skipa þá höfðingja yfir yður.“ Höfðingi ísraelsþjóðar hafði lokið heimsókn sinni til þeirra tveggja staða á íslandi, sem helzt minna á orku anda og efnis. m. í GÆR birti Morgunblaðið laus- lega þýðingu af ræðu Ólafs Thors. forsætisráðherra, > boði því, sem haldið var á Hótel Borg til heiðurs Ben-Gurioni, forsætis- ráðherra og frú, en ræðuna flutti forsætisráðherra á ensku. Blaðið hefur nú aflað sér írumtexta ræðunnar á íslenzku og birtist hann hér á eftir. Herra forsætisráðherra og frú Ben-Gurion og aðrir háttvirtir gestir. Heimsókn mikils leiðtoga af Gyðingaþjóð, sem hingað kemur frá Jerúsalem, hlýtur að vekja sterkar tilfinningar í íslenzkum hjörtum. Við vitum allir hvað okkar þjóð, eins og aðrar þjóðir vestrænnar siðmenningar, á að þakka andlegri forusitu hinna miklu trúarbragðaleiðtoga af stofni ísraels. Þeir gáfu heiminum Biblíuna, trúna á einn Guð skapara himins og jarðar. Þeir urðu fyrstir til þess að tala um vilja Guðs, og um skyldu mannanna við Guð sinn. Vizka þeirra og andans afl varð leiðarljós mannkynsins frá glund roða og villu til siðlegrar vitund ar og siðlegra boðorða og lög- máls. öldum saman var vart sá mað ur á íslandi frá verbúðum fiski- manna til innstu bæja í dalnum, að líf hans væri ekki háð sterk- um áhrifum frá Biblíunni, eða prédikurum og skáldum innblásn um af kenningum hennar. Og alla þá hughreystingu og andlega uppljómun, sem trúar- brögðin fá veitt mönnum, hafa íslendingar í aldalöngum örðug- leikum mátt þakka þeim raust- um sem til mannkynsins höfðu talað frá landinu helga. Við íslendingar hugsum oft um sögu okkar og forfeður. Við skilj- um því vel þá ást til ættarlands- ins sem nærist af miklum minn ingum og af fornri frægð. Við skiljum að sú ást ein gat blásið Gyðingum í brjóst þeirri hug dirfð og því ofurafli sem til I þurfti að ísraelska kraftaverkið gæti gerzt — sköpun nýs lands á fornri grund, á tiltölulega mjög skömmum tíma. Sá lifs- þróttur, sem svo geyst hefur far- ið, hefur unnið aðdáun um heim allan. Hugmyndin um endurheimt hins forna ættlands hlýtur frá upphafi að hafa verið eins konar skáldlegur draumur. £f ég ætti eitthvað að nefna sem ber vott þessum stöðugt logandi hugsjóna- eldmóði, þá vil ég minna á að þessi þjóð landnema úr öllum áttum heims hefur tekið upp og endurnýjað hina fornu tungu feðra sinna, hebreska tungu og gert hana að ríkistungu sinni, til þess að vera ekki aðeins allir sömu ættar, heldur og ein þjóð, verðug sinnar miklu arfleifðar, landsins helga. Þetta er án efa einstætt í sögu mannkynsins. Þjóð yðar, herra forsætisráð- herra, hefur með fordæmi sínu enn á ný minnt okkur alla á hvers mannlegur máttur er megn ugur, þegar hann stjórnast af hetjulund og mikilli hugsjón. Is- lenzka þjóðin óskar þjóð yðar gengis og gifturíkrar uppskeru af öllu hennar mikla erfiði og sterku trú. Við vitum að heiður okkar af komu yðar er ekki sá einn, að okkur hefur heimsótt forsætis- ráðherra ísraels, heldur er hann fyrst og fremst sá, að þér eruð jafnframt sá maður. sem öllum fremur var hinn ósveigjanlegi vilji og hin sterka og örugga hönd bak við drauminn um endurheimt hins fyrirheitna lands. Þér voruð þjóð yðar hið mikla fordæmi um þrek og þraut seigju. Við hljótum að spyrja hvort draumurinn mundi hafa rætzt, án yðar. Nafn yðar mun geymast í sögunni meðal þeirra leiðtoga allra tíma, sem skópu þjóð ísraels örlög. Megi Guð gefa yður og flrú Ben-Gurion langt og farsælt líf, og þjóð ísraels mikla framtíð. Rangfærslum Þjóð- viljans mótmælt Sjálfstæðisfélag stofnað við ísafjarðardjúp Þann 5. ágúst s.l. var haldinn Stofnfundur félags Sjálflstæðis- manna við ísafjarðardjúp. Fund urinn var haldina að Reykja- nesi. Sigurður Bjarnason, ritstjóri frá Vigur, setti fundinn, fund- arstjóri var kjörinn Páll Aðal- steinsson, skólastjóri, Reykjanesi oig fundarritari Páll Pálsson, bóndi, Þúfum, Reyikjafjarðar- hreppi. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins flútti reindi um skipulagsmál flokksins og lagði fram frum- varp að lögum fyrir félagið, sem síðan var samþykikt og heiti fé- lagsins ákveðið: Félag Sjálfstæð- kunanna við ísafjarðardjúp og félagssvæði þess Reykjafjarðar- hreppur, ögurhreppur, Nauteyr- arhreppur, Snæfj allahreppur og Grunnvíkurhreppur í Norður- ísafjarðarsýslu. Stjórn félagsins skipa: Baldur Bjarnason, bóndi, Vigur, for- maður, Páll Aðalsteinsson, skóla stjóri, Reykjanesi, Hákon Sal- varsson, bóndi, Reykjarfirði, Reykjafjarðrrhreppi, Sigurður Þórðarson, bóndi, Laugabóli, Nauteyrarhreppi og Ágúst Guð- mundsson, bóndi, Múla, Nauteyr arhreppi. f varastjórn eru: Jóihannes Guðmundsson, bóndi Svansvík, Reykjafjarðarhreppi, Jón Eben- eserson, bóndi, Fremri Bakka, Nauteyrarhreppi ag Steinunn Ingimundardóttir, húsfrú, Reykj arfirði. Endurskoðendur: Geir Baldurs son, bóndi, Skálavík, Reykjar- fjarðarhreppi og Björn Bjarna- son, bóndi, Vigur Sigurður Bjarnason, ritstjóri, ræddi um stjórnmálaviðhorfið og helztu hagsmunamél héraðs- ins, þá rakti hann helztu fram- tíðarverkefni hins nýstofnaða félags og ræddi um flokksstarf- ið í Vestfjarðarkjördæmi. Miklar umræður urðu á fund- inum og tóku þessir til máls: Baldur Bjarnason, Vigur, PálH Pálsson, bóndi, Þúfum, Bjarni Sigurðsson, Vigur, Páll Aðal- steinsson, skólastjóri, Reykja- nesi og Axel Jónsson, fulltrúi. Á fundinum voru kjörnir full- trúar í Fulltrúaráð Sjálfstæðis- flélaganna í Norður-ísafjarðar- sýslu og í kjördæmisráð Sjálf- stæðisflakksiiy i Vestfjarða- kjördæmi. VEGNA rammagreinar í Þjóð- viljanum í gær þykir mér rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Um atkvæði mitt viðvíkjandi samþykkt sem gerð var á far- mannaráðstefnu A.S.Í. á síðast- liðnu hausti, um að félögin segðu upp samningum sínum, sat ég hjá, þar sem ég tel að það geti eingöngu meirihluti félagsmanna hvers félags gert og samkvæmt iþví fór fram allsherjaratkvæða- greiðsla í Múrarafélagi Reykja- víkur um hvort sagt skyldi upp eða ekki. Atkvæði féllu þannig, að með uppsögn voru 59 en á móti uppsögn 98. Þetta er sann- leilcurinn um að ekki var sagt upp samningum, en hitt að ég hafi flutt tillögu um að segja ekki upp samningum er ósatt, eins og margt annað hjá Þjóð- viljanum. Það var stjórn og trún- aðarmannaráð sem lagði það til á félagsfundi, en Þjóðviljinn skil- ur ekki þá meðferð á málum félagsins þótt hún sé öllum frjálst hugsandi möiuum skiljan leg. 2. Um „þagnargildi" þessa máls sem Þjóðviljinn talar um skal tekið fram: ,Stjórn Múrarafélags Reykjavíkur ræddi við stjórn Múrarameistarafélags Reykjavík- ur og vinnuveitendasambandið á mörgum fundum áður en sam- komulag varð, um breytingar, sem við töldum okkur geta lagt fyrir félagsfund. Á fundi í fé- laginu um þessar breytingar tók enginn til máls til andsvara, og vantaði þó ekki að skoðana- bræður Þjóðviljans væru á fund- inum. Þetta er sannleikurinn um upp- sögn samnings og nýjan samning Múrarafélags Reykjavíkur. Um þau mál eða önnur félagsmál ræður enginn nema félagsmenn sjálfir, og ætli það ráði ekki ein- hverju um það hverjum félags- menn fela forustuna hverju sinni, og hafi þess vegna ekki falið neinum Þjóðviljamanni forustu í félaginu um árabil af ótta við að sá réttur yrði af þeim tekinn eins og glöggt má af rammagrein- inni skilja. Það gæti verið freist- andi að ræða ýmislegt sem fram kom í sambandi við samninga okkar múraranna í vor, og eins samskipti okkar við ýmsa rót- tæka forustumen* í verkalýðs- hreyfingunni, en mun ekki gert hér nema eitt atriði. sem ég tel mig knúðann til að minnast á, og það er hið fáránlega ákvæði í málefnasamningi Trétsmíðafé- lags Reykjavíkur um hámark i ákvæðisvinnu um kaup. Ef vinnu þegi fer yfir hámarkið, á vinnu- kaupandi kröfu á endurskoðun á taxta félagsins. Samþykkt á slíku ákvæði hjá Múrarafélagi Reykjavíkur hefði af Þjóðvilj- anum verið kölluð þjónkun við íhaldið, og með réttu, en Þjóð- viljinn steinþegir, af hverju? Jú það eru hans menn sem eru í „íhaldsþjónustu“. Einar Jónsson. MARSEILLE, 13. sept. (NTB) — Franska lögreglan skýrði frá því í dag, að hún hefði handtekið sjötta manninn, sem tók þátt í tilræðinu við de Gaulle Frakklandsforseta 22. ágúst sl. Hinir fimm hafa allir verið handteknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.