Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1962, Blaðsíða 22
22 MORGl/lVBL/lÐIB Laugardagur 15. sept. 1962 Forseti íslands ávarpar ÍSf-þingið. Ben. G. Waage hættir í ISI Hefur starfað þar i 47 ár af 50 ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ var sett í húsakynnum SVFÍ á Grandagarði Meðal gesta á þessu þingi sem haldið er í tilefni 50 ára afmæli ÍSf voru forseti fslands Ásgeir Ásgeirsson, verndari ÍSf, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra, Gunnlaugur Pétursson borgarritari í fjarveru borgar- Stjóra, Eiríkur Eiríksson form. UMFÍ o.fl. Benedikt G. Waage forseti ÍSf setti þingið og bauð þessa gesti sérstaklega velkomna. Setning í setningarræðu sinni ræddi Benedikt G. Waage um starf ÍSÍ é breiðum grundvelli, drap á erfiðan fjárhag þess og leiðir til úrbóta. Hann vék að því nyt- semdarstarfi sem ÍSÍ ynni meðal æskulýðsins og lét í ljós vonir um að draumar frurmherjanna uan 'starf þess og gang mættu rætast. Hvað vöxt snerti hefði ÍSÍ dafnað vel. Innan samitak- anna væru 25000 félagar í 235 félögum og 27 sérsamböndum. f ræðu sinni tilkynnti Ben. G. Waage að hann mynði ekki taka enðurkjöri í stjórn ÍSÍ, en forseti sambandsins hefur hann verið í 36 ár og setið í stjórn þess í 47 ár af 50 starfsárum sambanðsins. Er slíkt einstæð þjónusta í félagsmálum. Ávarp forseta íslands Forseti íslands Asgeir Ásgeirs- son flutti ÍSÍ árnaðar óskir. Hann vék sérstaklega að starfi Bene- dikts Waage innan sarntakanna og sagði að það að vera svo lengi í forystu frjálsra samtaka bæri vott um einstæða samivinnu lipurð, félagisanda og mannkosti Þakkaði hann Benedikt öll hans störf í þágu ísl. æsku og ÍSÍ fyrir giftudrjúgt starf. Eiríkur Eiríksson fonm. UMSÍ flutti ávarp og færði kveðjur frá UMSÍ. Skúli Norðdal flutti kveðjur frá Æskulýðssamlbandi Islands og Skúli Þorsteinsson flutti einnig kveðjur oig árnaðar oskir. í upphafi þingstarfa minntist Benedíkt G. Waage látinna sam- herja þeirra Gunnars Halldórs- sonar fulltrúa, Kjartans Ólafs- sonar rakarameistara og Sig. Finnssonar skólastjóra. Risu þingfulltrúar úr sætum í virðing arskyni við irúnningu hinna látnu. Þingstörf Kjörbréfanefnd tók til Aeð- ferðar kjörbréf ag voru mættir fulltrúar 22 aðila samíbandsins með 51 atkvæði en í sambandinu eru 32 sambönd og aðilar. Þingforseti var kjörinn Baldur Möller ráðuneytisstjóri og til vara Guðjón Ingimundarsón. Rit arar eru Guðlauigur Guðjóns- son og Sveinn Jónsson Eyjafirði. Benedikt G. Waage flutti skýrslu stjórnar sem var ýtar- leg og lá prentuð fyrir. Var þar rakið starf liðins árs, afmælis- hátíðahöldin, erfið fjármál Oig leiðir til úrbóta og fleira Gunnlaugur Briem gjald- keri flutti reikninga sambandfi- ins. Skýrslurnar voru samiþykk'tar umræðulaust. Kosið var í fasta- nefndir sem starfa á morgun og málum visað til þeirra. í gær kvöldi sátu fulltrúar kvöldverð,a boð menntamálaráðherra í Þjóð- leikhúsk j allaranum. Brigthwell steinlá lengi ettir sigur í 400 m hlaupi Ove Jonsson beztur í 200 m IUoraie vakti mesta athygli björn hlau 790 stig í Hann var ekki meðal 6 ffyrstu ÞAÐ var þreyttur Valbjörn sem lauk tugþrautarkeppninni á EM í gær. Hann hlaut 6790 stig — eða aðeins 193 stigum minna en þegar hann setti metið hér á Melavellinum á ðögunum og tókst betur upp en nokkru sinni. Valbjörn var heldur óheppinn fyrri daginn, en vann það veru- lega upp þann síðari. Hann vakti mikla athygli í stönginni er hann flaug hátt yfir 4.30. Það nægði þó aðeins í 2. sætið. Júgóslavinn Kolnik stökk 4.45 m. Við vitum ekki um endanlega röð Valbjarn- ar en hann hefur staðið sig eins vel og við mátti búast. Keppnin á slíkum mótum er afskaplega þreytandi. Hún tók 12 tíma fyrri daginn og 11 tíma þann síðari. Árangur Valbjarnar í einstök- um grein var sem hér segir: 100 m 11.0 908 stig langst. 6.47 632 — kúluv. 11.77 561 — hástökk 1.80 770 — 400 m 51.1 765 — Fyrri dagur 3636 stig 110 m grhl. 15.6 673 stig kringla 39.62 616 — stöng 4.30 915 — spjótk. 56.01 646 — 1550 m 4.54 304 — Siðari dagur 3154 stig Samtals 6790 stig Valbjörns var oftast getið síð- ari daginn í fréttastofufregnum. Hann varð sem fyrr segir annar í stangarstökki. Hann var 10. í kringlukasti. Hann var 5. í spjót- kasti og hann var 12. í 1500 m hlaupinu. Blaðið fékk aðeins upplýsing- ar um 6 efstu menn í tugþraut- inni í gær. EM-meistari Kuznetzov Rúss- land 8026 stig 2. Moltke Þýzkanld 8022 — 3. Bock Þýzkaland 7835 — 4. Kamerbeek Holland 7724 ¦*. 5. Holdorf Þýzkaland 7626 — 6. Diatsjov Rússland 7400 — Eins og sézt af stigatölu og árangri Valbjarnar var rangt frá skýrt í blaðinu í gær. Stafaði það af misheyrn í síma og röngura útreikningi í 400 m hlaupi. Eu nú er allt rétt — vonandi. Kristleifur rak lestina í hindrunarhlaupinu HII) glæsilega 400 m grinðahlaup ftalans Metcalfe var hápunktur Evrópumótsins í gær. Hann jafn- aði heimsmetið og hljóp svo tign- arlega og glæsilega að allir ðáð- ust að og unðruðust. Hann átti hugi allra þær sekúnður sem hann var að hlaupa. Nokkrir Norðurlanðabúar kom ust í úrslit í unðanrásum gær- dagsins, en mesta athygli þeirra vakti þó frábær frammistaða Finnanna í langstökki. Þeir tóku silfur og brons í langstökkinu. Bikarkeppni LEIKUR Í.B.H. og Breiðablik í Bikarkeppni K.S.Í. fer fram á þriðjudag kl. 6,30 í Hafnarfirði en ekki í dag eins og áður hefur yerið skýrt frá. Þeir eru báðir kornungir menn Stenius, sem varð annar, er að- eins 19 ára gamall og því enn drengur. Ógleymanlegur var. 400 m spretturinn í úrslitahlaupinu, Brightwell Englandi sigraði örugglega, en keppnin var geysi- lega hörð og tími sigurvegarans nýtt mótsmet. Brightwell var ger samlega útkeyrður og það tók margar mínútur að fá hann á fætur aftur eftir hlaupið en hann steinlá eftir það. Svíinn Ove Jonsson náði bezt- um tíma í undanrásum 200 m hlaupsins 20.8 sek. og hljóp lang glæsilegast allra hlauparanna Hann er talinn sigurstrangleg astur í þessari grein. En nú lát- um við tölurnar tala sípu máli. Úrslit í gær: 400 m grindahlaup EM-meist- ari S. Morale ítalíu 49.2 (heims- metsjöfnun). 2. Neumann Þýzka- land 50.3. 3. Janz Þýzkaland 50.5. 4. Rintamæki Finnland 50.8. 5. Krimov Rússl. 51.3. 6. Anissi- mov Rússl. 54.2. 50 km ganga EM-meistari Pamich ítalíu 4:18.46.6 klst. 2. Pamitsjkin Rússl. 4:24.35.6. Kúluvarp karla EM-meistari Varju Ungverjalandi 19.02 m. 2.Lipsnis Rússl. 18.30. 3. Sosgor- nik Póllandi 18.26. 4. Komar Póllandi 18.00. 5. Nagy Ungverja landi 17.97. 6. Skobla Tékkósló- vakíu 17.87. Hástökk kvenna EM-meistari Balas Ungverjalandi 1.83 m. 2. Gere Júgóslavíu 1.76. 3. Kvow- les England 1.73. 4. Shirley Eng- land 1.67. 5—6. Tsjen'ksjik Rúss- landi og Dam Ealter Þýzkal. 1.67. 400 m hlaup karla EM-meistari Brightwell England 45.9 nýtt mótsmet) 2. Kinder Þýzkalandi Framhald á bls. 23. KRISTLEIFUR Guðbjörnsson sótti ekki gull eða græna skóga til Evrópumeistaramótsins. í gær tók hann þátt í unðanúrslitum hlaupsins og hafði það þunga hlutverk ið reka Iestina hvað tíma snertir. Hann hljóp á 9.30.8 og var all langt á eftir næsta manni í hlaupinu. Fréttamaður Mbl. í Belgrað segir að riðillinn sem Krist- leifur hljóp í hafi verið mjög erfiður og keppnin þar ákaf- lega hörð og einkennileg. Kristleifur ætlaði að fylgja Allir mót- mæltu FRÉTTAMAöUR Mbl. í Belgrað segir að árangur þrí stökkvaranna allra í gær sé að minnsta kosti 30 sm lak- ari en ætti að vera fyrst og fremst vegna slæmrar brautar og í öðru lagi vegna mótvinds. Þeir höfðu allir beðið um að brautinni yrði snúið svo að vindurinn væri í bakið — en því var neitað. í dag henti það sama í langstökkinu. En nú voru keppenðurnir ákveðhari. Þeir neituðu hreinlega að keppa ef brautinni yrði ekki snúið og höfðu sitt fram. Árangurinn kom lika í ljós 8.19 er glæsilegt stökk. hópnum, en það varð honum að falli. Hann hreinlega sprakk og er á leið hlaupið var hann útkeyrfiur og hafði varla kraft til að stökkva yfir hinðranirnar og lenti hvað eftir annað ofan í vatnsgryfj- unni og varð að vaða upp úr. Er það ólíkt hans fyrri hlaup- um hér heima. En það voru fleiri en hann í þessum riðli sem sprungu. Heimsmethafinn Krykowiak, Olympíumeístari og EM-meist ari var sleginn út. Hann hafn- aði í 5. sæti í riðlinum á góS- um tíma en aðeins 4 komust í úrslit úr hverjum riðli. Hér koma tímar riðlanna. 1. riðill: I. Buhl Þýzkalandi 8:42.2. 2. Texereau Frakkl. 8:48.8. 3. Evdokimov Rússl. 8:49.2. 4. Herriot Englandi 8:49.2. 5. Kryz- kowiak Póll. 8:49.2. 6. Fazekas Ungverjal. 8:57.6. 7. Ellefsæter Noregi 8:59.8. 8. Papavassiliou Grikkland 9.05.8. 9. Ganzl Aust- urríki 9.14.4. 10. Kristleifur Guð- björnsson 9:30.8. 2. riðill: 1. Roelants Belgía 8:42.0. 2. Skoolov Rússl. 8:46.8. 3. Dorner Þýzkal. 8:46.8. 4. Simon Ungverjal. 8:50.0 5. Zhanal Tékk. 8:51.6. 6. Hafner Júgóslav. 8:54.2. 7. Motyl Póll. 8:55.8. 8. Hall Eng- landi 8:57.0. 9. Sommaggio ftalíu 9:16.8. 3. riðill: 1. Konov Rússl. 8:43.4. 2. Vamos Rúmenía 8:44.6. 3. Span Júgóslav. 8:45.0. 4. Siren Finn- land 8:46.4. 5. Onel Tyrkl. 8:47.2. 6. Capman England 8:50.4. 7. Chromik Pólland 8:54.0. 8. Muller Þýzkal. 9:00.4. 9. Ferreira Portú- gal 9:01.8. 10 Ma^ar Ungverjal. 9:04.6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.