Morgunblaðið - 15.09.1962, Síða 23
Laugardagur 15. sept. 1962
MOUGVNBLAÐIÐ
23
Sex grnlir
opncðnr í
kirkjngnrði
í Noregi
Osló, 13. sept. (NTB).
NOSRKA lögreglan opnaði í
dag sex grafir í kirkjugarð-,
inum í Verran í N.-Þrænda
lögum og sannaði með því, að
rógburður um fjölskyldu eina
í héraðinu átti ekki við rök
að styðjast. 1
Sú saga var í hámælum höfð'
héraðinu, að f jölskyldan
hefði fundið fallhlífahermann,'
látinn eða á lífi, í síðari heims'
styrjöldinni og rænt pening-
unum, scm hann bar á sér.
Síðar kom í ljós, að fiugmað-
urinn hafði verið með 20 þús.!
norskra króna í fórum sínum '
og þá hófst rógburðurinn um
fjölskylduna. Átti hún að hafa
grafið lík flugmannsins í,
gamalli gröf í kirkjugarðinum
í Verran, en í dag kom í ljós.,
að engin af þeim gröfum, sem
til greina gátu komið, hafði
verið opnuð áður.
-
Allsherjarverkfall
í Brazilíu
Rio de Janeiro, 14. sept.
_ NTB-AP —
BROCHADO da Rochas, for-
sætisráðherra Brazilíu, hefur
sagt af sér embætti og talið
er að Goulart forseti muni
fela fyrrverandi varnamála-
ráðherra landsins, Nelson de
Mello, hershöfðingja, emh-
ætti forsætisráðherra.
Verkalýðssamtök Brazilíu
boðuðu í dag allsherjarverk-
fall til að undirstrika stjórn-
málalegar og efnahagslegar
kröfur sínar.
f fyrsta lagi er það krafa um,
að þjóðaratkvæði skuli skera úr
því hvort áfram verður þing-
ræði í landinu eða hvort eigi að
veita forsetanum aukin völd. —
Einnig krefjast verkalýðssam-
tökin 100% kauphækkunar. —
Verkfallið hófst strax og það
hafði verið boðað.
Allt var með kyrrum kjörum
í Brazilíu í dag, en herinn var á
verði, ef til óeirða skyldi koma
vegna verkfallsins.
Skarni
deilum
veldur
í borg-
arstjórn
Varafulltrúi
ins, BJÖRN
Framsóknarflokks-
GUÐMUNDSSON,
veitti mönnum góða skemmtun
á fundi borgarstjórnar hinn 6.
sept., sl. með kátlegum tilraun-
um sínum til að sanna, að áburð
urinn SKARNI sé stórhættulegur
heiisufari manna vegna ólyktar-
innar, sem af honum stafar tíð-
um. Tók Björn engum sönsum,
þó að Gunnlaugur Pétursson borg
arritari læsi upp á fundinum
yfirlýsingu frá borgarlækni þess
efnis, að við rannsókn á áburð-
inum hefðu ekki fundizt neinir
hætulegir sýklar, enda nægði
það hitastig, sem áburðurinn er
— íþróttir
Framh. af bls. 22
46.1. 3. Reske Þýzkalandi 46.4.
4. Metcalfe Englandi 46.4 5. Jack
son Englandi 46.6. 6. Badenski
Pólland 47.4.
Langstökk EM-meistari Ter-
Ovensjan Rússland 8.19. 2. Sten-
ius Finnland 7.85. 3. Eskola Finn-
land 7.85. 4. Budarenko Rússl
7.83. 5. Ga'vron Pólland 7.73. 6.
Kalocsai Ungverjaland 7.66. 7.
Beer Þýzkaland 7.52. 8. Brakhi
7.41.
Fimmtarþraut kvenna EM-
meistari Bystrova Rússland 4833
st. 2. Gueanard Frakkland 4735
st.3. Hoffman Þýzkaland 4676 st.
4. Becker Þýzkaland 4663 st.
5. Peters England 4586 st.
framleiddur við, til þess að drepa
alla slíka sýkla. Ennfremur kom
það fram í vottorði borgarlækn-
is, að lykt sú, sem af Skarna staf
ar, bendi ekki til óhollustu, enda
hverfi hún, þegar áburðurinn
kólnar.
Skarni kom til umræðu í bong
arstjórn vegna tillögu sem fyrir
fundinum lá frá Birni Guðmunds
syni, á þessa leið:
„Borgarstjórnin samþykkir, að
á meðan, að ekki tekst að losa
áburð sorpeyðingarstöðvarinnar
við þá óþverra lykt, sem veldur
grunsemd um óhollustu, skuli
hætt að selja eða afhenda Skarna
til áburðarnotkunar í borginni."
Eftir að BG hafði mælt fyrir
Ceysilegur spenn-
inffurá un danrásum
I GÆR fóru fram undanrásir í
nokkrum greinum á EM.
í spjótkasti kastaði lengst
Eievore Ítalíu 80.20 m og var
eini maður sem fór yfir 80 metra.
Margir þeir beztu köstuðu aðeins
eitt kast en lágmarkið var 70 m.
Fara þurfti niður fyrir það. 20
komust í úrslit, sá síðasti með
69,22. Meðal þeirra eru Norðmað-
urinn Rasmussen sem kastaði
fimmta bezta kasti 76,80 og tveir
Finnar, Kuisima 73,25 og Nevali
71,87 m.
í spjótkasti kvenna kastaði
Osolina Rússlandi lengst 54,93
en 12 komust í úrslit sú 12. frá
Finnlandi með 44,56.
í langstökki kvenna stökk
Tsjelkanova Rússl. 6,38 m en 12
komust í úrslit, þar af ein nor-
fæn, Oddrun Lange, Noregi sem
stökk 5,87 m.
í 1500 m hlaupi karla varð
geysihörð keppni. Til marks um
það er að í einum riðlanna nægði
3.45.5 ekki til úrsiita. 1 úrsUt
komust:
1. riðill. Bothiing Þýzkalandi
3.47.4, Snopvamgers Holland
3.47.5, Berisford England 3.47.6.
2. riðill: Baran Póll. 3.44.1,
2 Savinkov Rússl. 3.44.4 og
Krause Þýzkaland 3.44.8 (Visic
Júgóslavíu var sleginn út á
3.45.5).
Úr þriðja riðli: Jazy Frakkl.
3.47.7 Norpoth Þýzkal. 3.48.0 og
Salinger Tékkóslóvakíu 3.480
í 4x100 m boðhlaupi komust
þessi lönd í úrslit. Frakkland
40.0 Ungverjaland 40.5 Ítalía 40.6
(Rússland slegið út á 40.8) í
riðli 2. England 39.8 (nýtt móts-
met) Þýzkaland 39.9 Pólland
39.9 og Svíþjóð slegin út á 40.1
f 200 m hlaupi kvenna komust
þessar í úrslit. Sobota Póllandi
23.8 Maslovskaia Rússl. 24.0
Packer Englandi 24.2 og í riðli
2. Jutta Þýzkalandi 23.6 Hyman
England 23.7.
í 800 m hlaupi karla komust
þessir í úrslit. Salonen Finnland
1.50.6 Matuohewski Þýzkalandi
1.51.6 Bulysjev Rússl. 1.52.1 í
riðli 2. komust áfram Schmidt
Þýzkal. 1.50.1 Mac Lea írland
1.50.1 Krivosjev Rússland 1.50.1
(Harris Englandi var sleginn út
á 1. 50.2)
Aðalfundur Presta
félags Suðurlands
AÐALFUNDUR Prestafélags
Suðurlands var haldinn að Múla
koti í Fljótshlíð um síðustu
helgi. f sambandi við fundinn
messuðu aðkomuprestar á nær-
liggjandi kirkjum.
Umræðuefni fundarins voru:
1) Islenzka kirkjan sem lifandi
starfsheild, framsögumaður sr.
Sveinn ögmundsson, og 2) Ferm
ingarundirbúningur, framsögu-
menn próf. Jóhann Hannesson,
sr. Magnús Guðjónsson og sr.
Gunnar Árnason.
Fundinum lauk á mánudegin-
um með guðsþjónustu á Stór-
ólfshvoli. Stjórn félagsins var
endurkjörin, en hana skipa Sr.
Sigurður Pálsson, foran. sr.
Sveinn Ögmundsson, ritari, og sr.
Garðar Svavarsson gjaldkeri.
Aðalfundur kirkj-
unnar í Hólastifti
Sauðárkróki 1. Og 2. sept.
UM helgina var haldinn á Sauð-
árkróki 3. aðalfundur kirkjunn-
ar í Hólastifti. í sambandinu eru
8 æskulýðsfélög, sem starfa í um
sjá viðkomandi presta. Mættir
voru á fundinum 14 prestar auk
nokkurra unglinga úr stjórnum
æskulýðsfélaganna.
Aðalumræðuefni fundarins var
bygging og rekstur sumarbúð-
anna við Vestmannsvatn í Aðal-
dal.
f stjórn sambandsins eru:
Séra Pétur Sigurgeirsson Akur-
eyri formaður, séra Sigurður
Haukur Guðjónsson Hálsi, séra
Sigurður Guðmundsson Grenjað-
arstað auk tveggja unglinga frá
Akureyri.
M. a. voru staddir á fundinum
fjórir bandarískir unglingar, sem
dveljast hér á vegum þjóðkirkj-
unnar sem skipti-nemendur. í
stað þeirra dveljast 14 íslenzkir
unglingar í Bandaríkjunum á veg
um kirkjudeilda þar. — j.
tillögu sinni tók Gunnlaugur
Pétursson borgarritari til máls
og gerði grein fyrir efni vottorðs
borgarlaeknis, sem áður er
minnzt á. Kom þar m.a. fram,
eins og áður segir, að lyktin af
Skarna hverfur, þegar áburður-
inn kólnar, en vegna mikillar
eftirspurnar nær hann sjaldan
að kólna eins og skyldi áður en
hann er seldur. Vegna þeirra um
mæla Björns Guðmundssonar, að
áburðargildi Skarna væri sára-
lítið, benti borgarritari á þann
vitnisburð dr. Björns Sigurbjörns
sonar, er framkvæmt hefur rann
sóknir á áburðargildi Skarna, að
það sé mjög mikið.
Úlfar Þórðarson (S) kvaddi
sér hljóðs, þar sem BG hafði
látið í ljós ósk um að „fá að
heyra álit læknisins.“ Kvað hann
auðvelt að finna bakteríur í
Skarna og tók undir álit borgar-
læknis. Taldi hann það mikinn
misskilning hjá BG, að lyktar-
mestu bakteríurnar væru endi-
lega hinar hættulegustu, þvi að
hættulegustu bakteríumar væru
einmitt lyktarlausar.
Eftir allmargar umræður um
málið, einkum af hálfu Björns
Guðmundssonar, var tillaga hans
felld með 9 atkvæðum gegn 2.
Snjór á
Hólssandi
ÞANNIG var útlit á veginum
frá Hólsfjöllum niður í Axar-
fjörð, er fréttamaður blaðsins
var þar á ferð s. 1. mánudag.
Þarna heitir á Hólssandi og
J sér suðvestur yfir Jökulsá allt
til Herðubreiðar er . djarfar
fyrir í blámóðunni. Nær til
vinstri er Hrosixborg, sean
er skammt frá vegicum austur
yfir Mývatnsfjöll.
Heyskapur hefir gengið illa
í Norður-Þingeyjarsýslu og
telja bændur á Fjöllum hanai
að minnsta kosti 1/3 minni
að vöxtum en í meðalári, auk
þess sem hey eru talsvert
hrakin. í Axarfirði frétti
blaðamaðurinn að þess værn
dæmi að fyrir viku hefði einn
bóndi ekki verið búinn að
hirða eina einustu tuggu.
Bændur gera ráð fyrir að
þurfa að kaupa talsvert hey
í haust, ef þeir eiga að halda
óskertum bústofni sínum.
Kiikjudogui Lungholtssufnuður
Á ÞESSU ári eru liðin tíu ár,
síðan Langholtsprestakall í
Reykjavík var stofnað. Þar er
nú vaxinn upp einn stærsti söfn-
uður landsins.
Strax á fyrstu árum varð það
eitt af starfsaðferðum þessa safn-
aðar að hafa svonefndan kirkju-
dag einu sinni á ári. Helga sér-
stakan dag málefnum safn-
aðarins sérstaklega hvetja til
aukinna átaka, safna fé til kirkju
byggingar og safnaðarheimilis,
minna á nýja starfshætti, vekja
og efla safnaðarvitund og sam-
takamátt auka kynni safnaðar-
fólks og samstarfs þess.
Þetta tókst oft myndarlega og
eru til kvikmyndir, sem sýna að
svo var. En vegna erfiðra að-
stæðna hefur stundum fallið nið
ur að hafa þennan dag hátíðleg-
an. En nú eru ástæðurnar breytt-
ar, hvað húsnæði snertir og allt
í framför.
Næsta sunnudag hinn 16. Sept.
verður því kirkjudagur Lang-
holtssafnaðar í fyrsta sinni í safn
aðarheimilinu, og hefjast hátíða
höldin með messu klukkan tvö
í kirkjusalnum stóra. Síðdegis
eða klukkan 5 hefst barnasam-
koma, og um kvöldið verður sam
koma fyrir fullorðna fólkið, með
ræðum, hljómlist, og kvikmynda
sýningu.
Kvenfélag safnaðarins mun sjá
um veitingar allan daginn frá
því að messunni lýkur. Merki
verða seld og gjöfum til kirkju-
byggingarinnar veitt móttaka.
Nú hefst síðasti áfanginn í bygg-
ingaranálinu, en það er kirkju-
salurinn sjálfur, sem þarf að
koma sem fyrst handa þessum
fjölmenna söfnuði.
Það tók aðeins finrvm ár að
byggja safnaðarheimilið eins og
það er orðið nú. Þá var fóikið
færra og aðstaðan öll erfiðari.
Nú verðum við öll samtaka un\
að kirkjan öll verði byggð á
næstu 5 árum.
Kirkjudagurinn að þessu sinni er
helgaður því, að sú hugsjón
komizt í framkvæmd. Það er
sýnilegt, að kirkja hér hefur all*
af nóg að starfa og þarf aldrei
að standa auð. Það er svo ótal-
margt, sem þar er hægt að gera
til framfara og menningar á
guðsríkisbraut.
Kirkjan verður okkur annað
heimili. Til þes að svo verði fjöi
menna Reykvíkingar á kirkju-
dagshátíð Langholtssafnaðar á
sunnudaginn kemur.
(Frá safnaðarnefnd)
Styrkur úr Minn-
ingarsjóði Olavs
Brunborgs
BLAÐINU hefur borizt eftirtar-
andi frétt frá Háskóla íslanda
um Minningarsjóði Olavs Bruiv-
borgs stud. oecons:
Úr sjóðnum verður íslenzkum
stúdent eða kandídat veittur
styrkur árið 1963 til náms við
norskan háskóla. Styrkurinn er
að þessu sinni 1100 norskar
krónur.
Umsóknir skulu sendar skrif-
stofu Háskóla íslands fyrir 1.
október 1962. Æskilegt er, að
umsækjendur sendi með umsókn
skilríki um námsferil sinn og
ástundun
Bað um aðstoð
í GÆRKVÖLDI bað mótorbát-
urinn Flosi um aðstoð þar sem
hann var staddur 20—25 sjó-
mílur út af Akranesi. Hafði vél
bilað. Varðskipið Gautur fór
þegar á vettvang. Gott veður var
á Faxaflóa í gærkvöldi.