Morgunblaðið - 03.07.1963, Qupperneq 10
10
1M O R C V TS B L Á Ð 1 B
Miðvikudagur 3. júlí 1963
Góður gestur
í HÚSI mínu stóð í júnímánuði
1930 uppbúið rúm og beið þess,
að þar kæmi til að sofa erlendur
lærdómsmaður, en í næsta her-
bergi, sem nú er vinnustofa mín,
sváfu þau Sir William og Lady
Craigie, og dásamleg ánægja var
það, að hafa þau undir sínu
þaki. En við hjónin höfðum líka
hlakkað til að kynnast þriðja
gestinum. Þegar farið var á varð-
skipi hérna vestur á Flóann til
móts við skip það, er kom með
Vestur-íslendingana, var ég með
til þess að taka á móti honum,
en á leiðinni skemmti Guðmund-
ur Finnbogason með því að þylja
upp úr sér langt kvæði á ensku.
Það var að sjálfsögðu ánægju-
legt, en þegar við komum upp
í stóra skipið og ég hitti þar
síra Ragnar Kvaran, voru það
vonbrigði sem biðu mín. Hann
sagði mér að sá maður, sem ég
ætlaði að taka á móti, hefði orð-
ið að setjast .aftur, og mundi
fjárskortur hafa valdið. Þetta
kom eins og reiðarslag. Við
skildum báðir hvað fjárskortin-
um mundi hafa valdið: Hann
hafði fórnað fénu vegna íslands.
Núna, þegar grein þessi kemur
út, röskum 35 árum síðar, mið-
vikudaginn 3. júlí, er maður
þessi, ásamt konu sinni, væntan-
lega nýkominn til íslands í fyrsta
sinn, enda þótt landið okkar sé
eitt þeirra, er honum hafa verið
efst í huga öll þessi ár. Og nú
er hann maður hátt á sjötugs-
aldri.
Maður þessi er dr. Watson
Kirkconnell, háskólarektor frá
Acadia University í Kanada.
En hver er þá annars dr. Kirk-
connell? Svo munu margir les-
endur blaðsins spyrja. Það er að
vonum að almenningur spyrji;
menntamenn þekkja að sjálf-
sögðu deili á honum, og þó marg-
ir líklega miður en skyldi.
Þess er þá fyrst að geta, að
þetta er maður sem les allar
tungur Norðurálfu og ýmsar
fleiri að auki, dauðar og lif-
andi. Þegar ég segi þetta, vil
ég geta lítils atburðar frá vor-
inu 1930. Ég sat þá einn morg-
un inni hjá þeim Ásmundi Jó-
hannessyni og síra Rögnvaldi Pét
urssyni þar sem þeir bjuggu á
Amtmannsstíg hérna í Reykjavík.
Munu þeir hafa verið hér til þess
að undirbúa komu landanna að
vestan. Við töluðum um eitt og
annað og nafn Kirkconnell’s bar
á góma. Segi ég eitthvað á þá
leið, að mikið megi hann vera
merkilegur maður. Svari síra
Rögnvalds hefi ,ég aldrei getað
gleymt; það kom hægt og seint
og hann sagði: „Já, hann er nú
svo merkilegur maður að það yf-
irgengur okkar skilning". Var
vel svarað og réttilega.
Þá fyrir tveim árum hafði kom
ið út í Ontario Ijóðasafn er
nefndist „European Elegies".
Þetta voru tregaljóð sem Wat-
son Kirkconnell hafði þýtt úr
fimmtíu málum og mállýzkum
(þar á meðal íslenzku) og gefið
út í minningu um fyrri konu sína,
er hann hafði misst 1925, eftir
aðeins eins árs hjúskap og treg-
aði mjög. Bókin vakti athygli
víðs vegar um heim. Per Hall-
strönri skrifaði um hana í Sví-
þjóð. Robert Bridges, lárviðar-
skáld Breta, sagði um hana að
hún væri „a marvellous book“
(undursamleg bók), en dr. Gil-
bert Murray viðhafði nálega
sömu orðin, „a wonderful piece
of work“.
Rétt þegar alþingishátíðin var
að hefjast kom svo hingað bókin
sem hann hafði ætlað að koma
meðsjálfur: „TheNorthAmerican
Book of Icelandic Verse“, sýnis-
bók íslenzkra ljóða allt frá Eddu-
kvæðunum fram á tuttugustu
old, og varð hann þó að sleppa
allmiklu er hann hafði þýtt eftir
yngstu skáldin, til þess að gera
þókina ekki alltof stóra, og er
hún þó stór (228 bls.) Framan
við kvæðasafnið er löng og stór-
merkileg ritgerð, sem rekur sögu
íslenzkrar Ijóðagerðar frá önd-
verðu. Það eru hreinustu undur
hvílíka þekkingu höfundurinn
sýnir þ'arna á svo yfirgripsmiklu
og fjölþættu efni og af hvílíkum
skarpleik hann greiðir úr því.
Engan heyrði ég dást svo að þess-
ari bók sem Einar H. Kvaran.
Og dómbær mundi hann talinn
á efnið.
Að vonum reyndist það ómögu
legt að finna forleggjara til þess
að kosta útgáfu bókarinnar. Dr.
Kirkconnell hafði þannig um tvo
kosti að velja, og var hvorugur
góður: annar að láta handritið
liggja óútgefið, hinn að kosta út-
gáfuna sjálfur. Hann valdi síðara
kostinn — því miður fyrir sjálf-
an hann. Forleggjari sá, er hann
samdi við, heimtaði kostnaðinn
greiddan fyrirfram. í hrekk-
leysi sínu féllst Kirkconnell
á að gera þetta. En þá gaf
forleggjarinn sig upp sem
gjaldþrota og hver eyrir. tap-
aðist. Ekki er mér um það kunn-
ugt hvort dr. Kirkconnell hefir
enn í dag nokkurn grun um að
þarna hafi verið um græsku að
ræða, en dr. Chester N. Gould,
sem bjó hjá mér þetta sumar,
sagði fortakslaust að svo hefði
verið og að forleggjarinn hefði
verið bófi (crook). Og ekki var
það vandi þess manns að segja
meira en hann vissi. Hvað sem
því líður, gafst Kirkconnell ekki
upp, heldur samdi nú með sömu
skilmálum við annan forleggjara,
Dr. Watson Kirkconnel
heiðarlegt firma, sem kom bók-
inni út á réttum tíma. En höf-
undurinn hafði lagt í þetta al-
eigu sína og mun harla lítið hafa
endurheimt af fénu. Þetta var
ástæðan til þess, að hann gat
ekki komið á alþingishátíðina, og
þetta vissi síra Ragnar Kvaran,
eða hafði a.m.k. veður af því.
Við sama tækifæri orti hann
og gaf út ljóðaflokk, „Canada to
Iceland". Þá ber og að nefna
„Icelandic-Canadian Poetry" og
snilldarritgerðir hans um þá
Stephan G. Stephansson, „Can-
ada’s Leading Poet“ (Toronto
1936), og Guttorm J. Guttorms-
son, „A Skald in Canada" (Ott-
awa 1939). Ennfremur gagn-
merka ritgerð, „Icelandic History
in Icelandic Vocabulary", sem
byggð er á þeim ódæma-fróðleik
sem orðabók Guðbránds Vigfús-
sonar geymir, en íslendingar
virðast varla hafa uppgötvað
ennþá. Ella mundi orðabókin nú
uppseld í annað sinn, svo ótrú-
lega ódýr sem hún er.
Vera má að af íslenzkum skáld
um hafi hann mestar mætur á
Stephani, og hann orti eftir hann
látinn, en Sigurður Júlíus Jó-
hannesson sneri kvæðinu. Erfi-
ljóðakveðskapinn telur hann
hafa verið íslenzkri þjóð til
sæmdar, og því mundi hann varla
telja það vel farið að sú kveð-
skapargrein er nú niðurlögð,
enda virðist nú öll ljóðagerð vera
í þann veginn að leggjast niður
á íslandi.
Enda þótt dr. Kirkconnell hafi
mest skrifað um bókmenntir, hef-
ir hann þó einnig samið stór-
merk rit um önnur efni og ó-
skyld, t.d. ýmsar greinar nátt-
úrufræðinnar og um þjóðfélags-
mál. Árið 1961 birtist í Acadia
Bulletin skrá yfir um það bil
170 rit og ritlinga eftir hann
og ári síðar önnur skrá yfir um
200 ritgerðir í tímaritum og blöð-
um.
Þessi gestur er þannig ekki
neinn hversdagsmaður. En um
öll viðskipti okkar við hann hef-
ir það verið svo til þessa, að við
höfum haft aðeins eina höndina,
þá er tók á móti. Hverja sögu
verður að segja eins og hún geng-
ur. Og á morgun eiga Reykvík-
ingar þess kost að hlýða á hann
flytja erindi í Háskólanum, þar
sem hann talar um íslenzka ljóða
gerð í Vesturheimi síðustu fjöru-
tíu árin. Mætti svo fara að á
méðal áheyrenda sinna í háskóla
salnum á morgun sæi hann sjálft
öndvegisskáld Vestur-íslendinga.
Væri það skemmtileg tilviljun.
Efalaust mun hann tala á
ensku, því ekki er að gera ráð
fyrir að hann hafi nokkru sinni
haft tækifæri til að iðka tal-
málið.
Þau hjónin munu dvelja hér í
sex daga, fara héðan til London
þriðjudagsmorguninn 9. þ. m.,
þar sem dr. Kirkconnell situr
þing háskólakennara frá öllu
brez'-a samveldinu, og síðan þing
háskólarektora í St. Andrews á
Skotlandi.
Nú er mér á einu mikil for-
vitni: Skyldi erindi prófessorsins
geta orðið til þess að vekja at-
hygli á máli, sem ég er í mörg
ár búinn að þrástagast á, en
án þess að vekja nokkurs stað-
ar bergmál? („Aldrei bergmál
áttu sér orð né gjörðir manns-
ins“.) Ég hefi talið og tel enn
að það megi heita beinlínis nauð-
synjamál að rituð verði saga ís-
lenzkra bókmennta í Vestur-
heimi. Ef það er ekki nauðsynja-
mál, ætti það þó að vera okkur
metnaðarmál, því vel unnið
skyldi verkið sannarlega stækka
íslenzka þjóð. En svo á að
vinna það, að það verði spegil-
mynd af andlegu lífi þessa
ekki ómerkilega þjóðarbrots.
Til þess að svo verði, má
ekki ganga fram hjá hinum
smærri spámönnum. Mér virðist
að þarna væri verkefni fyrir pró-
fessorinn í íslenzkum bókmennt-
um við Manitoba-háskóla. Hugs-
um okkur að maður á borð við
Halldór Hermannsson ynni þetta
starf!
Sn. J.
þjonustan
Avon hjólbarðar seldir eg
settir undir.
H JÓt BARÐA-SALA
VIÐGERÐIR
MÚLA/Suður landsbraut.
Simi 32960.
Esja í hringferð
HRINGFERÐIR með ms Esju kemur við á mörgum höfnum síðunni eru teknar í einni
kringum land eru mjög vin- og er það viðburður í lífi slíkri ferð. Ljósm. Sigurgeir
sælar á sumrin og margir taka hvers staðar, er hún leggur Jónasson.
sér far í sumarleyfinu. Esja að bryggju. Myndirnar hér á Farþegar í hringferðum
« ..... V WWV.WÍ ......W.W/W/WW!í!í««
reyna að sjá sem mest af land
inu og eru skipulagðar ferðir
með þá t. d. af fjörðunum upp
á Fljótsdalshérað, til Hall-
ormsstaða og víðar, eða frá
Akureyri inn í Eyjafjörð eða
til Mývatns, en þangað er líka
farið frá Húsavík, allt eftir
aðstæðum hverju sinni og ósk
um farþega. Eru ferðirnar
Orðnar mjög vinsælar. Bryt-
inn á Esju hefur haft veg og
vanda af skipulagningu slíkra
hópferða. Hann útvegar bif-
reiðar og þessháttar. Myndin
hér á síðunni er tekin á Eski-
firði á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. Þar er brytinn, Böðvar
Steindórsson að taka á móti
farþegum, sem um morguninn
fóru í hópferðabíl upp á Hér-
að.
Hinar myndirnar eru frá
Súgandafirði. Þar þyrpast
konurnar um borð til að
kaupa sér afskorin blóm og
alls konar pottaplöntur. Hall-
grímur Egilsson í Hveragerði
hefur blómasölu um borð í
ferðinni.