Morgunblaðið - 31.08.1963, Side 10

Morgunblaðið - 31.08.1963, Side 10
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. ágúst 1963 SVÖL FJÖLL OG TÆR DAGBÓKARSLITUR MIÐVIKUDAGUR, 31. JÚLÍ Þegar ég skýrði einum kunningja mínum frá því, að ég væri að fara til Austfjarða, sagði hann: „Þú sérð ekki eft- ir því.“ „Hvers vegna ekki?“ spurði ég. „Þetta eru útlönd," sagði • hann með áherzlu á síðasta orðinu. Þessi maður er mjög músík- alskur og mér fannst þetta eins mikil meðmæli og hann hefði sagt um verk ungs tón- skálds: „Þetta er Bach.“ Það er rétt. Austfirðir eru útlönd. En þeir eru meira. Þeir eru líka ísland. Fjallkonan. Egilsstaðir tindrandi djásn í laufhári hennar, Seyðisfjörð- ur gullhringur á grönnum baugfingri. Ég hafði ekki komið austur á firði síðan ég var drengur. Þá þótti eftirsóknarvert sport að þvo upp diska yfirmann- anna á Brúarfossi. Og þá var það partur af draumi ungs drengs að verða sjómaður á stóru skipi; af engum persón- um íslendinga sagna stóð jafn- mikill ljómi og farmönnum, ég tala nú ekki um ef þeir voru skáld líka. Gat nokkuð verið eftirsóknarverðara en kynnast fjarlægum löndum og fólki með ólík viðhorf; vakna hvern morgun á nýrri breidd- argráðu, sjá ókunn lönd rísa úr hafi, og verða uppnuminn af þeirri óvæntu reynslu, þeg- ar tiltölulega lítill draumur breytist í stóran veruleik; fagna þeirri staðreynd að ver- öldin er ekki bara hilling. Síðan lagt úr höfn og leit- að að þeirri Ameríku sem er utan endimarka Vesturbæjar- ins. Langt er nú síðan við sigld- um á Brúarfossi til Austf jarða. Og margt horfið í bláa móðu æskudraumanna. Ef ég væri orðinn níræður og kalkaður, mundi endurminningunum skjóta upp eins og þegar fjallatindarnir rísa upp úr þokunni af Oddskarði að sjá. Þá er Austfjarðaþokan engin grámygla. Þá er hún hvít og óræð eins og eilífðin, fjöllin hættuleg eins og veruleikinn. En ‘landið stendur oftar upp úr en okkur grunur. „Við er- lun ekki alltaf nógu hátt uppi til að sjá það. Ef ég væri bissnesmaður og vildi slá tvær flugur í einu höggi: auka virðingu íslands og græða peninga, mundi ég reisa hvítt hótel á Egilsstöð- um, þó nokkuð stórt og láta það standa við Löginn; svo mundi ég setja bláa mynd af Snæfelli á bolla og diska, sjá um að handlaug væri í hverju herbergi og þannig gengið frá salernum að þau væru fyrir menn en ekki nautgripi. Svo mundi ég fá mér bankabók og gráan hatt og selja landið með eins mikilli reisn og Kjarval. Ástæðan til þess að ég minnist á salernin er þessi: Þegar ég borðaði eitt sinn snitsel í Haus Wien við Kur- fúrsterdam, tók ég eftir því að þjónarnir hötuðu Rússa meir en aðrir Berlínarbúar, og er þá mikið sagt. Ég spurði yfirþjóninn hvers vegna. „Jú,“ svaraði hann, „þegar Rússar hertóku Berlín, breyttu þeir Haus Wien í hesthús." Svo hryllti hann sig í herðunum og búkkaði eins og einum yfir- óber sæmdi. Þegar ég sé sum salernin í gistihúsum úti á landi, dettur mér oft Haus Wien í hug. Og ég mundi ekki vilja bera ábyrgð á neinu hesthúsi á Eg- ilsstöðum. Annars er vert að taka fram að gistihúsið á Egilsstöðum er til fyrirmyndar; herbergin notaleg með fögru útsýni í all- ar áttir, morgunmatur góður og ódýr. En það verður of lítið, þegar Egilsstaðir eru orðnir miðstöð túrismans á ís- landi. Þegar ég hefði reist þetta hótel — (og væri farinn að hugsa til frarnboðs), mundi ég setja auglýsingu í brezka og ítalska sjónvarpið, svohljóð- andi: „Komið til Egilsstaða. Dveljist í viku eða tíu daga á Hótel Snæfelli. Við yður blas- ir næsthæsta fjall íslands, Snæfell (1833 m.), . stærsti skógur á íslandi, Hallorms- staðaskógur, og ef þér viljið sjá ljótustu jökulsá Evrópu getið þér ekið þangað á tæp- um klukkutíma; ekki er held- ur nema klukkutíma akstur á hæsta fjallveg landsins og leiðin til Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði á meira skylt við þjóðsögur en veruleika. Við augum yðar blasir lengsta brú á íslandi og í næsta ná- grenni er eitt stærsta kúabú landsins." Slík auglýsing mundi marg- borga sig. Hún mundi aldrei kosta meira en 100 þúsund tunnur síldar. Þær mundi ég láta salta á Vestdalseyrinni í fjölskyldufyrirtæki, sem ég mundi stofna og kalla Snæ- sild. Þegar ég hafði, nýkominn að austan, sagt góðum vini mínum af dýrðinni á Aust- fjörðum, sagði hann við mig: „Þú ert veikur." „Hvað segirðu?“ spurði ég. „Veikur?" 4. grein „Já, þetta hlýtur að vera einhver baktería, sem þú hef- ur tekið þarna fyrir austan.“ Ég fór að hugleiða há- stemmdar lýsingar mínar og varð að fallast á með sjálfum mér, að þetta væri rétt hjá honum. Ég var altekinn af Austfjörðum. Það er kannski ekkert betri sjúkdómur en t.d. skartlatssótt. Eina lækningin er líklega sú að fara aftur austur og vera þar í slagveð- ursrigningu eða hríðarhragl- anda, þegar allir fjallvegir eru ófærir og ævintýrin á Fjarðarheiði eru annað hvort óhreinir krapataumar eða blá jörð, stirðnuð af kuldabólgu. Landið deyr líka. ★ Af einu geta Austfirðir þó ekki státað; að þar séu góðar laxveiðiár. Þegar við vorum á Seyðisfirði hittum við Björgvin Jónsson, kaupfélags- stjóra. Hann býr í gamla bæj- arfógetahúsinu. Við sögðum honum að við hefðum verið í Hofsá. „En ætlið þið ekki að renna hér fyrir austan?“ spurði hann. „Það eru engar ár hér,“ sögðum við. „Hvaða vitleysa.“ „Nú, er einhvers staðar hægt að veiða lax hér fyrir austan?" „Ég er 'nú hræddur um það,“ sagði Björgvin. „Það er ágætt að veiða í Jökulsá.“ „Hefur þú veitt þar?“ „Ég hef fengið marga laxa þar.“ Síðan sagðist hann skyldu hringja í bóndann á Sleðbrjót og spyrja, hvort við mættum ekki renna í ána. Það var auð- sótt mál og Björgvin útlistaði fyrir okkur, hvar við ættum að standa. „Þið eigið helzt að fara yfir Kaldá,“ sagði hann, „og kasta í strenginn, þar sem árnar koma saman. Þar liggja alltaf tveir eða þrír laxar. Og í næsta streng fyrir neðan eru líka tveir. Þið fáið þá báða.“ Skömmu áður en við kvödd- um Björgvin, sagði hann: „Það eru margir ágætir bænd- ur í Jökulsárhlíðinni. Þar eru allir í Framsóknarflokknum." „Jæja,“ sagði ég, „— lax- arnir líka?“ Björgvin treysti sér ekki til að ábyrgjast það. En næsta dag gengum við úr skugga um, að laxarnir í Jökulsá eru annaðhvort í Framsóknarflokknum, eða þá þeir eru svo hræddir við kaup- félagavaldið á Austfjörðum, að þeir þora ekki að bíta á hjá öðrum en kaupfélagsstjórum. Það er heldur ljótt ástand í svo fallegum sveitum. ★ Þegar við komum til Seyð- isfjarðar, var landlega hjá bátunum. Það var mikið um að vera í Norsk fiskerhjem þetta kvöld. Á götunni varð mas og hróp að því sem kall- að er á virðulegu máli: sam- norræn samvinna. Það minnti á gamlan tíma, þegar húsin með fínu verzlunarnöfnunum lyftu þessum stað í svimandi hæðir. Ég þekki fullorðnar konur, sem voru aldar upp undir göflum þessara stæði- legu húsa. Þær tala um Bjólf- inn eins og hann hafi verið afi þeirra og Strandartindur- inn er það næsta, sem komizt verður himninum. Eftir að ég kom að austan hafa þær spurt: „Sástu fossana, sástu lækina, t Hallormsstaðaskógi. þótti þér ekki fjöllin tignar- leg?“ Ég hef kinkað kolli til sam- þykkis og einhvern veginn skil ég nú betur þá tryggð sem þær höfðu bundið við þennan fjörð. Ég sagði, að Seyðisfjörður væri hringur á fingri lands- ins. Það er líka hægt að segja, að hann sé perla í lokaðri skel. Það er ekki langt síðan Austfirðir voru í öldudal, nú rísa þeir á hvítum faldi síld- argróðans. Ég hef heyrt þá sögu, að einhvern tíma hafi verið til tveir tíkallar í Vest- mannaeyjum. Þá hafi fram- kvæmdamaður einn komið að máli við annan eyjaskegg: „Ég á annan tíkallinn, þú getur víst ekki lánað mér hinn,“ sagði hann. Stutt síðan þetta hefði getað gerzt fyrir austan. En nú eru margir tíkallar bæði þar og í Vestmannaeyj- um. Nú fylla þeir hverja tunn- una af annarri af ósviknu silfri. Vonandi verður það not- að til að byggja upp þessa staði, auka velmegun fólksina og fegurð bæjanna, svo þeir hækki um 50 sm. á ári eins og lerkið í Hallormsstaða- skógi. Þá verður gaman að koma austur eftir tvö eða þrjú ár og heyra ullina vaxa, eins og Heimdallur forðum. Þegar Sigurður Guðnason kom úr heimsókn til Kína, sagði hann frá þessu flæmis- lega landi Maos með barns- legri tilfinningagleði og átti ekki orð til að lýsa dýrðinnL „Og svo var mér sýndur blómaakur," sagði hann, og sló tóbakspontunni í handar- bak vinstri handar. „Það er mér eiður sær, hafi ég séð stövkorn á nokkru einasta blómi.“ Mitt Kína eru Austfirðir. Þaðan blasir við Snæfell, svalt og tært, og fylgir manni og verður partur af lífi manns eins og Esja. Mundu það ekki vera mestu meðmæli sem hægt er að gefa einu fjalli? Og frá Sleðbrjót sjást Dyr- fjöll með opnum dyrum til himins. Ég hef stundum hugs- að um það síðan, hvers vegna engar dyr eru á Esjunni. Kannski verður erfiðara fyr- ir okkur að komast til himna, kannski ættum við að flytjast austur og vera við öllu búin. Við höfum hvort eð er ekki lykilinn að fjalli himinsins eins og tímarnir eru. En mál- tækið segir: Hver maður við sinn sala. Þannig verðum við um kyrrt og treystum á, að einhver umburðarlynd eilífð- arvera ljúki upp fyrir okkur, lerkuðum langferðamönnum og margreyndum í skrúfubylj- um mannlegra freistinga. FÖSTUDAGURINN, 2. ÁGÚST Við höfum farið víða. Það er gaman að hitta Arnþór á Reyðarfirði. Hann er gestris- inn maður. Hann segir að Reyðarfjörður eigi mesta framtíð fyrir sér af Austfjörð- unum, hann sé miðsvæðis og undirlendi gott. Einhverjir mótmæla þessu vafalaust, en ég held ekki sé neinum blöð- um um það að fletta, að Eg- ilsstaðir hafi öruggari höfn á Reyðarfirði en Seyðisfirði. Fjarðarheiði er fögur, en erf- ið. En þó vildi ég ekki þurfa að aka Fagradalsskriðurnar í glerhálku, kannski einn um hávetur, með Skála-Brand í aftursætinu. Vonandi eignast Seyðfirðingar stórtækar snjó- mokstursvélar og geta haldið Fjarðarheiðinni opinni árið um kring. Ætli slíkar vélar yrðu ekki á við meðalsíldar- vertíð. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.