Morgunblaðið - 02.10.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.10.1963, Qupperneq 8
8 MORGUNBLADID Miðvikudagur 2. okt. 1963 Haukur Eiríksson, Liaöamaöur Minningarorö I DAG verður einn af starfsmönnum Morgunblaðsins til moldar borinn, Haukur Eiríksson, blaðamaður. Haukur kom að Morgunblaðinu 1956, og starfaði fyrst sem prófarkalesari en síðan sem blaðamaður. Hann skrifaði einkum erlendar fréttir og greinar, en síðustu árin var hann einn af starfsmönnum Lesbókar Morg- unblaðsins. Haukur Eiríksson var góður verkmaður og fáum var betur treystandi til að yrkja akur íslenzkrar tungu í erilsömu starfi, þar sem sjaldnast er unnt að liggja yfir því sem skrifað er, slípa og fegra. Hann hafði í vöggugjöf fengið gott tungutak og næman smekk, sem kom honum að góðu haldi í blaðamannsstarfinu. Sem prófarkalesari var hann öruggur en kröfuharður, bæði við sjálfan sig og aðra. Hann kostaði jafnan kapps um að halda velli í erfiðu kapphlaupi við misjafnar að- stæður og nauman tíma. Haukur Eiríksson var góður félagi, glaðvær og hrókur alls fagnaðar. Honum fylgdi jafnan birta, sem samstarfsmenn hans nú sakna. I veikindum hans kom í ljós, að hann var æðrulaust karlmenni. Hauks Eiríkssonar er sárt saknað. Morgunhlaðið hefur misst góðan starfsmann. Um leið og það sendir konu hans, börnum og föður hugheilar samúðarkveðj- ur nú þegar hann er borinn til hinztu hvíldar, þakkar það störf hans í þágu blaðsins, þann trúnað og þá ár- vekni, sem jafnan verður til fyrirmyndar. ÞAÐ VAR óvenjuhljótt á rit- stjórnarskrifstofum Morgunblaðs ins miðvikudaginn 25. sept. — þar sem venjulegast er allt á ferð og flugi, ys og hávaði — leitazt við að þreifa á slagæð Samfélagsins, ef svo má orða það, komast í snertingu við dag- legt líf einstaklinga og þjóða. Við vorum hljóð vegna þess að ein helfregnin enn hafði borizt okkur til eyrna. Því miður ekki óalgengur viðburður, en nú var einn úr okkar hópi, ungur mað- ur, sem verið hafði þátttakandi í starfi okkar, lifað með okkur og hrærzt, horfinn og átti ekki afturkvæmt. Haukur Eiríksson var látinn. Okkur var að vísu kunnugt um að hann gekk ekki heill til skógar síðustu missirin, en samt kom fráfall hans á óvart. Hann hafði leitað sér lækninga til Kaupmannahafnar, gengið þar undir uppskurð, sem fyllstu vonir stóðu til að hefði heppnazt. Við fylgdumst af ánægju með því hvernig þróttur hans jókst, og hann gekk aftur til vinnu sinnar, en því miður naut hans við aðeins skamma hríð. Sjúkdóm sinn bar Haukur með einstakri karlmennsku og mælti aldrei æðruorð, þótt trú- lega hafi hann rennt grun í að hverju dró. Haukur Eiríksson var fæddur 30. ágúst 1930 að Ási í Þelamörk. sonur hjónanna Laufeyjar Sigr- únar Haraldsdóttur og Eiríks Stefánssonar, kennara. Hann fluttist með foreldrum sínum til Akureyrar 1943, lauk stúdents- prófi frá M. A. 1950, stundaði síðan nám við norrænudeild Háskóla íslands, en starfaði svo á Akureyri til ársins 1956 að hann réðist til Morgunblaðsins, fyrst sem prófarkalesari en síðar blafii'maður. Kvæntur var Hauk- ur eftirlifandi konu sinni Þór- nýju Þórarinsdóttur og hafa þau eignazt fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Haukur var prýðilegum gáfum gæddur, og mannkostir hans leyndu sér ekki. Hann var ró- lyndur í fasi en einbeittur, vand- virkur svo af bar, fumlaus, fund- vís á aðalatriðin og öruggur að hverju sem hann gekk. Hann vann sér þegar traust allra og virðingar. Honum var mjög sýnt um íslenzkt mál, vann verk sín af sérstakri smekkvísi og frá- gangur var allur svo snyrtilegur að athygli vakti. Það er ekki venja blaðamanna að setja störf sín undir mæliker prentaranna, en það fór ekki framhjá neinum, hve mjög þeir sóttust eftir að setja handritin hans Hauks. Við- fangsefnið var tekið föstum tök- um þegar í upphafi þótt tími væri öft naumur og engu eða fáu þurfti við að bæta eða breyta við síðari yfirlestur. Engum dylst að Morgunblaðið hefir misst góðan starfskraft þar sem Haukur var, mann, sem allt- af var hægt að treysta. En við, sem með honum unnum, söknum þó enn meir mannsins. Á betri félaga varð ekki kosið. Það var alltaf visst öryggi í því að hafa Hauk nálægt sér. Rósemi hans og festa hafði góð áhrif í eril- sömu starfi, ekki sízt þegar mik- ið var um að vera. Og þó kannski ekki síður glaðværð hans og létt lund, því hann var hrókur alls fagnaðar og átti auðvelt með að hrífa aðra með sér. Haukur var unnandi fagurra lista, bókhneigður, ljóðelskur og hagmæltur vel. Hann flík- aði ekki skáldgáfu sinni, en átti það til á góðri stund að fara með hnyttin . gamankvæði orkt um viðstadda. Tónlistin var honum þó ef til vill kærust, stundaði hann m. a. söngnám við Tón- listarskólann og söng með kórum. Það er tregt tungu að hræra, þegar við kveðjum þig í dag, góði vinur. Við söknum þín öll, en vitum þó að allt slíkt hlýtur að blikna saman borið við þann harm, sem kveðinn er að konu þinni, sem var þér svo samhent um allt, börnum þínum og föður. Samúð okkar með þeim verður ekki reynt að lýsa með orðum. Sú huggun er ein að tíminn fær að nokkru grætt hin dýpstu sár, og minninguna fær enginn frá okkur tekið. Það er gott að minnast góðra drengja, manna EKKI eru ýkja margir mánuðir frá því, er við komum síðast sam an stúdentar frá Menntaskólan- um á Akureyri 1950. Fyrir þeim samfundi hafði einn maður for- ystu og annaðist undirbúning. Var það ekki í eina skiptið, sem Haukur Eiríksson hafði forgöngu um að tengja saman þann dreifða eins og Hauks Eiríkssonar. Þorbjörn Guðmundsson. Benzin-afgreiðslumaður Ungur maður, helzt eitthvað vanur afgreiðslustörf- um, óskast nú þegar. — Uppl. á skrifstofunni, Hafnarstræti 5. Olíuverzlian íslands hf- KEFLAVÍK Til sölu Tvílyft einbýlishús við Hafnargötu. Stor loð. Akjos- pnleg aðstaða til verzlunar eða iðnaðar. Útborgun kr. 400 til 500 þúsund — Veðbandalaust. VILHJÁLMUR ÞÓRHALLSSON, hdl. Vatnsnesvegi 20. — Símar 1263 og 2092. hóp, sem eitt sinn var um árabil bekkjarheild. í dag hittumst við aftur, en nú er sköpum skipt. Sá, sem síðast var miðdepill gleði og fagnaðar, er nú kvaddur hinztu kveðju með söknuði. Haukur Eiríksson fellur í val- inn fyrstur okkar bekkjarsyst- kinanna. Þar fór ungur að árum einn mesti efnismaður, sem ég hef þekkt. Við vorum bekkjar- bræður í sex ár í M.A. Allan þann tíma var Haukur í fremstu röð námsmanna og m.a. tungu- málamaður með afbrigðum. Námið virtist hann þó taka fyr- irhafnarlítið og létt. Þrátt fyrir einstaka hógværð Hauks, fór ekki hjá því, að ^narg- víslegir hæfileikar hans kæmu í ljós í hópi vina og félaga. Hann var listhneigður á marga lund. Músíkalskur var hann með af- brigðum, söng og lék á hljóð- færi. Hann teiknaði og málaði prýðilega og gat verið skáldmælt ur, ef því var að skipta. Þá sjald- an hann fékkst til þess.’gat hann í kunningjahópi skemmt með kostulegri hermigáfu og húmor. I viðmóti hans og framkomu var jafnvægi og þíðleiki, sem gerði samvistir við hann ljúfar og ánægjulegar. Má geta nærri hví- lík eftirsjá er að slíkum manni hjá öllum, er hann þekktu. Haukur kvæntist bekkjarsyst- ur okkar, Þórnýju Þórarinsdótt- ur, skömmu eftir stúdentspróf. Hlotnaðist þar báðum mikil ham- ingja, sem fram kom í ástúð og eindrægni í allri sambúð. Þau eignuðust fjögur börn og nú er von á því fimmta. Er það mikill harmleikur að sjá á bak glæsileg um hæfileikamanni í blóma lífs- ins við slíkar aðstæður. Má geta sér til um þá þungu raun, sem eiginkonan verður nú að þola í kjölfar mikilla örðugleika, sem á undan eru gengnir. Þá byrði hefur Þórný borið af slíkri karl- mennsku, að við hetjuskap ligg- ur. Því miður er fátt, sem mildað getur mótlætið, en ég vildi óska, að hún mætti nú njóta þeirrar samstöðu, sem ríkt hefur meðal okkar bekkjarsystkinanna og hún og maður hennar áttu svo mikinn þátt í að skapa. Haukur Eiríksson er horfinn. Stúdentshópur okkar verður aldrei sá sami. En minning hans á rúm í hugum okkar allra. Konu hans, föður og öðrum ástvinum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Magnús Óskarsson. Kópavogur - Vinna Nokkrar stúlkur óskast í vinnu strax. Niðursuðuverksmiðjan Ora hf. Símar 17996 og 22633. Reykjavikurmót í handknattleik 1963 hefst laugardaginn 19. október. Þátttökutilkynning- um þarf að skila til skrifstofu ÍBR, Garðastræti 6, fyrir 10. október, ásamt þátttökugjöldum kr. (35,00 pr. flokk). H.K.R.R. Loksins! gœðapenni sem allir geta eignast! Sheaffer§ Verð „Imperial“ við allra hæfi Sheaffers, sem þegar er heimskunn- ur fyrir „Hvít-oddpenna“, bjóða nú „Imperial“. Þessi nýi frábæri penni er í stíl við flesta af hinum beztu „Hvít-odd-pennum“ . . . og kostar þó mun minna en þér haldið. HINN FRÆGI SHEAFFERS STÍLI. Fegurð „Imperial“ sker sig úr hvar og hvenær sem pér beitið honum. HÓLKLAGA GULL- PENNl ER SEREIN- KENNI SHEAFFERS! Með gullpenna Imperiai getið þér skrifað leng- ur án þreytu og betur. ÞRÝSTIFYLLING SHEAFFERS ER NÝ Með þvi að þrýsta einu sinni, þá tæmið þér, fyllið og hreinsið „Im- perial“ og hann er var- anlega rithæfur aftur Einnig fæst... Sheaffer's „Gull Imperial“ með gullhettu. Sheaffer’s umboðið: egill guttormsson Vonarstræti 4, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.