Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐID
Miðvikudagur 2. okt. 1963
Kærar kveðjur og hjartans þakkir til vina minna,
sem gerðu mér 70 ára afmælisdaginn minn, 19. sept-
ember sl. ógleymanlegan.
Kristín Vigfúsdóttir.
Kærar þakkir til allra, sem minntust mín á sextugs
afmælinu 11. september sl. — Lifið heil.
Friðsteinn Jónsson.
Lisldansskóli
Guðnýiar Pétursdóttur
Edduhúsinu, Lindargötu 9A,
Reykjavík og Auðbrekku 50,
Kópavogi.
Kennsla hefst mánudaginn 7.
okt., byrjenda- og framhalds-
flokkar. Innritun daglega frá
kl. 2—6 síðd. í síma 12486.
,t,
Sonur okkar
SNORRI ÁSKELSSON
prentari, Ljósheimum 12, Reykjavík,
lézt þriðjudaginn 1. október.
Fyrir hönd vandamanna.
Guðrún Kristjánsdóttir, Áskell Snorrason.
Móðir okkar
JÓHANNA JÓNSDÓTTIR
andaðist að sjúkradeild Hrafnistu 1. október.
Jón Einarsson,
Einar Einarsson,
Margrét Einarsdóttir.
GUÐBJORN BJORNSSON
frá Tungu í Höfnum
lézt að Landakotsspítala 30. sept. sl. — Jarðarförin
ákveðin síðar.
Aðstandendur.
GUÐRUN SVANFRÍÐUR BJARNADOTTIR
sem andaðist 26. sept. sl. á Kleppsspítalanum verður
jarðsett fimmtudaginn 3. október kl. 3 e.h. frá Foss-
vogskirkju.
Aðstandendur.
Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar
GUÐMUNDAR TRYGGVASONAR,
læknis,
er lézt í Svíþjóð 23. sept. sl., fer fram frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 3. október n.k. kl. 13,30.
Eiginkona og börn.
Jarðarför móður okkar og systur
INGIBJARGAR THEÓDÓRSDÓTTUR,
sem lézt í sjúkrahúsi Vestmanhaeyja hinn 25. sept. sl.,
fer fram frá heimili hennar, Urðavegi 50, Vestmannaeyj-
um, fimmtudaginn 3. október og hefst með húskveðju
kl. 2 eftir hádegi.
Sigurlaug Jónsdóttir,
Lára Jónsdóttir, Árni M. Jónsson,
Hinrik Jónsson, Anna Mathiesen.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
HALLDÓRU GUNNLAUGSDÓTTUR,
Hlíðargerði 12,
Aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn-
ingu við fráfall og jarðarför móður og tengdamóður
okkar
Þórdís Jónsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Rósa Árnadóttir,
Sigurjón Jónsson, Gunnar Jónsson.
Sýsluvegosjóður
A-Hún keypti
fyrstu vélins
f FRÉTT um ámokstursvél og
skurðgröfu af nýrri gerð gætir
nokkurs misskilnings varðandi
fyrstu vélina af þessari gerð. Hið
rétta er að Sýsluvegasjóður A-
Húnavatnssýslu (Ræktunarsam-
band er ekki til) keypti milli-
liðalaust fyrstu vélina af þessari
gerð á sl. vori. Var um kaup þess
arar tegundar vélar farið eftir
leiðbeiningum þeirra feðga Árna
og Eriks Eylands. Höfðu þeir
mælt með þessari gerð véla af
mörgum sem til greina komu.
Hefur tækið reynzt hið bezta
hvar sem það hefur verið reynt.
Lausnarbeiðni samþykkt.
Páll Grikkjakonungur hef-
ur samþykkt lausnarbeiðni
Panayiotis Pipinelis, sem
hann lagði fram s.I. miðviku-
dag.
Guðrúnorbúð
á Klapparstígnum.
Við höfum enn bæ+t kápu-
úrval okkar með nýxri send-
ingu af:
svissneskum vetrarkápum,
hollenzkum vetrarkápum
og hinum vinsælu
svissnesku regnkápum
með kuldafóðrinu.
Verið velkomin í
Guðrúnarbúð
á Klapparstígnum.
Snmkomur
Kristniboðssambandið
Fórnarsamkoma í kvöld kl.
8.30 í kristniboðshúsinu Bet-
aníu, Laufásvegi 13. Margrét
Hróbjartsdóttir kristniboði tal
ar. — Allir velkomnir.
Skrifstofur vorar verða
lokaðar
eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar.
Hf. Jöklar
Aðalstræti 6.
Það skcður eitthvað dásamlegt
þegar þér gefið Parker 61
Dásamlegt .... þetta spennandi augna-
blik eftir að gjafapakkinn er opnaður
og hinn nýi Parker 61 hvílir í hendi hins
heillaða eiganda. Dásamlegt, það er það,
þegar þessi frábæri penni líður undur-
mjúkt og áreynslulaust yfir pappirinn
og gefur þegar í stað við minnstu snert-
ingu. — í þessarri nýju gerð af penna er
blekið mælt mjög nákvæmlega ....
Það er ætíð nægilegt blek við penna-
oddinn. Parker 61 er meira en góður
penni. Sem gjöf sýnir hann frábæran
smekk yðar og hugarþel.
Parker 61
fast nú í bókabúðum! Nýtt Parker SUPER QUINK
m- blekið sem er bezt fyrir alla penna .. serstaklega Parker •
©
THE PARKER PEN COMPANY
Indverski heimsspekingurinn
Aiaharishi Aiahesh Yogi
talar um gömlu indversku Vedamenninguna og nútímann
í Stjörnubíói kl. 5,30 í kvöld.
☆
Aðgangur að erindinu, sem verður flutt á ensku kostar
kr. 25,00, sem greiðast við innganginn.