Morgunblaðið - 02.10.1963, Síða 23
Miðvikudagur 2. okt. 1963
MORGUNBLADID
23
Indverskur munkur
andlega yfirvegun í
Hefur áhuga á stofnun íslandsdeildar
hreyfingar sinnar — talar í Stjörnubíói
í DAG er væmtanlegur hing-
að til lamds indiverski hekns-
spekingurinn og hugsuður-
inn Maiharitshi Mahesh Yogi,
og mun hann í dag tala í
Stjörnubíó um hina gömilu
indivesrsku Veda-menningu og
tengsl hennar við nútímann.
Maharishi kemur hingað frá
Band.aríkjunum og Karnada,
en þar hefur hamn haldið
fyrirlestra að undanförnu.
Hefur hann komið á fót al-
þjóðlegri hreifimgu, sem mið-
stöðvar hefur víða um heim.
Mun hamn hafa rmikinn áhuga
á að korma upp einni. sliíkri
hérlendis, að því er blaða-
mönnum var tjáð á fundi í
gær. Hingað er þegar komið
fólík frá Noregi og Sviþjóð
tid að undirbúa komu Maha-
rishi, og auk þess yfirmaður
hreyfingarinmar í Evrópu og
persónulegur fulltrúi Maha-
rishi, brezkur maður að
nafni Henry Nyburg, fyrrum
listaverkasali, sem mú kveðst
hafa helgað sig hreyfingu
hans, sem nefnist ,,Endur-
fæðing andlegrar hugsunár“,
(Spiritual Regenaration
Movement).
Samkvæmit upplýsingum
Mr. Nyborg og frú Astrid
Steimhaug, sem veitir hreyf-
ingunni forstöðu í Noregi, er
stefnumark hreyfingarinnar
að vinna að því að styrjaldir
verði úr sögunni og friður
ríki á jörðu. Áhugi Maharitshi
hefði kviknað er hann dvald-
ist í HimalayafjöiMum, þar
hitti hann m.a. marga Evrópu
menn eftir styrjöldina. Sé
kenning Maharishi sú að með
því að draga úr spennu miMi
manna, megi draga úr spennu
miili þjóða og koma á friði
í heimi. Þetta sé hægt með
djúpri Og einlægri hugsun.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem blaðamenn fengu í
gær, er fólki ráðlagt að taka
sér háliftóma kvölds og
morgna til andlegrar yfirveg-
unar.
Það eru deildir hreyfingar-
innar í Noregi og Svíþjóð,
sem standa fyrir komu Maha-
rishi hingað til lands, en svo
sem fyrr greinir, hefur hann
áhuga á að tofnuð verði ís-
landsdeild hennar. Kváðust
þeir erindrekar MaharisJhi,
sem hér eru staddir, hafa átt
tal við sálfræðing hér í borg,
og hefði só tjáð þeim, að
erfiður myndi róðurinn, því
að andleg yfirvegun væri lítit
í hávegum höfð á íslandi.
í bæklingi, sem blaðamenn
fengu. greinir frá því að
Maharishi haii á sínum tíma
prédikar
Reykjavík
lokið 'háskólaprófi í stærð-
fræðiog eðlisfræði við Alla-
habadháskólann í Indlandi.
Hafi hann síðan studað nám
í Jyothir Math í Norður-Ind-
landi undir handleiðslu þá-
verandi Shankaraoharya —
Swámd Brahmanandra Saras-
wati. Sá, sem gegnir embætti
Shankaraoharya er sá, sem
fróðastur er um hina gömlu
indversku Veda-heknspeki,
og honuim er trúað fyrir hin-
uim „pratiska“ þætti heim-
spekinnar, — en það eru ein-
faldar, en mjög áhrifaríkar
aðferðir til þess að öðlast inn
sýn í hina andleg yfirvegun.
í bæklingnum segir ennfrem-
ur að þessar aðferðir séu svo
einfaldar, að sérhver maður
geti tileinkað sér þær án þess
að breyta hinum daglegu lifn-
aðarvenjum, og án þess að
gera nokkrar kröfur á hend-
ur trúar manna eða heim-
spekiskoðana. „Ef þú borðar
kjöt, þá borðaðu kjöt. Ef þú
reykir, þá skaltu reykja. Ef
þú drekk-ur — þá hugsaðu
fyrst“, er böðskapur Maha-
rishi.
Maharishi fékk fyrir nokk-
rum árum leyfi klausturs síns
til þess að ferðat um og
kenna fólki hinar mörg þús-
und ára gömlu aðferðir til
þess að tileinka sér djúpa,
andlega yfirvegun. Virðist
honum hafa orðið töiuvert á-
Maharishi Mahesh Yogi
gengt, þvtí samikvæmt upp-
lýsingum fyrrgreinds bæk-
lings hafa um 30,000 manns
í Bvrópu numið listina af
Maharishi eða lærisveinum
hans, þar aif ca. 2000 á Norð-
urlöndum. 10,000 áhangendur
hreyfingarinnar eru sagðir í
Þýzkalandi og Bretlandi
hvoru fyrir sig. 20 miðstöðvar
hreyfingarinnar hafa verið
stofnaðar í Evrópu, og marg-
ar undirdeildir. Þá mun .hreyf
ingin í miklum uppgangi í
Bandarikjunum og Kanada,
að því er sagit er.
Kl. hálf sex í dag gefst
Reykvíkingum kostur á að
hlýða boðskap Maharishi
í Stjörnubíói.
Mælir hann á enska tungu.
Grænlendingarnir
fara heim á morgun
Segjast margt hafa lært
lendingarnir komu loks til
Reykjavíkur s.l. mánudagskvöld
þar sem þeir dveljast þar til
þeir halda heim á fimmtudag.
Grænlendingarnir láta mjög
vel af dvölinni hér og segjast
hafa margt af henni lært.
Búnaðarfélag íslands sá um
Grænlendingana hér fyrir land-
búnaðarráðuneytið.
Veitingaskálinn
v/ð Hvitárbrú
Heitur matur allan daginn.
Tökum á móti r.erðahópum
Vinsamlegast pantið með íyr-
irvara. — Simstöðin opin kl.
8-24.
18 tonna steypu-
bíll iór ó hliðinu
STEYPUBÍLL frá Goða í Garða-
hreppi fór út af Hafnarfjarðar-
veginum í Arnarnesi kl. 23.10 í
gærkvöldi og lagðist þar á hlið-
ina. ökumaðurinn, sem var einn
í bílnum, missti á honum stjórn,
þegar hvellsprakk á framhjóli.
Ökumaðurinn slapp ómeiddur
og virðist, sem bíllinn sé lítið
skemmdur. Erfitt getur orðið áð
ná honum upp, því nann vegur
um 18 tonn, var fullur af steypu.
Sl. nótt átti að reyna áð ná
bílnum upp á veginn aftur.
— Málverkasýning
Framh. af bls. 6
ing á málefninu, og gott starf í
þágu þess.
Boye Givskov er rúmlega fimm
tugur að aldri. Hann á sex verk
á sýningunni. Fyrst sýndi hann
1935, en hefur síðan tekið þátt
í mörgum sýningum heima og
erlendis. Meðal þeirra, sem
keypt hafa myndir hans má
nefna Carlsberg-sjóðinn, kennslu
málaráðuneytið danska og Kunst
foreningen.
Eva Cederström er einnig rúm
lega fimmtug, og nam málara-
list bæði í heimalandi sínu og
í París. Þar tók hún í fyrsta
sinn þátt í sýningu 1938. ísland
mun vera 15. landið, þar sem
verk hennar eru sýnd. Verk
hennar eru á listasöfnum í
Atheneum, Tavastehus, auk lista
safna finnska ríkisins og Hels-
ingforsborgar.
Eins og fyrr segir taka marg-
ir íslenzkir listamenn þátt í sýn
ingunni að þessu sinni, þar á
meðal fimm, sem ekki hafa sýnt
á Haustsýningum FÍM áður.
Eru það listmálararnir Jóhannes
Geir, Eggert Magnússon, Hring-
ur Jóhannesson, og Björgvin
Haraldsson auk myndhöggvar-
ans Hallsteins Sigurðssonar.
Sýningin er sölusýning og
verður opin daglega til 20 okt-
óber.
af íslandsdvölinni
Grænlendingarnir tíu, sem
hér ftafa verið í boði landbún-
aðarráðuneytisins, halda vænt-
anlega heim á morgun, fimmtu-
dag. Þeir hafa verið hér í hálf-
an mánuð til að kynna sér ís-
lenzkan landbúnað. Þeir hafa
ferðast víða um land og láta
mjög vel af dvöl sinni á íslandi.
í hópnum eru fern hjón og
tveir einhleypir karlmenn. Græn
lendingarnir komu til Reykja-
víkur miðvikudaginn 18. sept-
ember. Daginn eftir fór hóp-
urinn undir leiðsögn Agnars
Guðnasonar og Ragnars Ásgeirs-
sonar hjá Búnaðarfélaginu um
Borgarfjörð, Húnavatnssýslur og
Skagafjörð til Hóla. Þar var
dvalizt tvær nætur, en ferðast
um nágrennið á daginn.
Tvenn hjón urðu eftir á Hól-
Um, en síðdegis sunnudaginn 22.
september fóru tvenn hjón að
Hvanneyri og Hesti í Borgar-
firði, þar sem þau voru nokkra
daga, fóru í réttir, heimsóttu
sveitabæi og sáu hið helzta í hér-
eðinu.
Allur hópurinn kom svo til
Beykjavíkur s.l. fimmtudag og
þar var dvalizt 1 tvo daga, rætt
við forystumenn búnaðarmála,
landnámsstjóra, yfirdýralækni og
stofnanir skoðaðar, m.a. farið að
Keldum.
S.l. laugardag og sunnudag var
farið í ferð um Suðurlandsund-
irlendi undir leiðsögn. Græn-
— Herlið SÞ
Framh. af bls. 1
væri fyrirhugaðar neinar lækk-
anir á tekjusköttum.
Varðandi Suður-Afríku, sagði
Krag, að Danir styddu þá tillögu
að þangað yrði send nefnd á veg-
um Sameinuðu þjóðanna til að
reyna að finna lausn á kynþátta-
vandamálinu. Afstaða Norður-
landanna á Allsherjarþinginu
miðaði að því að fá stjórn Suður
Afríku til að samþykkja að al-
þjóðasamtök SÞ hafi forgöngu
um lausn málsins. Gætu þá Dan-
ir átt fulltrúa í sendinefnd, sem
færi á vegum samtakanna til
Suður Afríku.
Ráðherrann lagði áherzlu á að
tilgangurinn væri að finna já-
kvæðar leiðir til lausnar þeim
vandamálum, sem samfara væru
breyttri kynþáttastefnu í land-
inu. Einnig væri áríðandi að
kanna á hvern hátt Sameinuðu
þjóðirnar geta tryggt jafnrétti
og verndað þessi mannréttindi
að því er varðar alla íbúa Suður
Afriku.
Þessi síðastnefndu ummæli
forsætisráðherrans hafa verið
túlkuð á þann veg að Danir væru
því meðmæltir að herlið SÞ verði
látið hafa eftirlit í Suður Afríku
fyrst eftir að „Apartheid“-stefna
stjórnarinnar þar hefur verið
numin úr eildi.
Guðjón Eyjólfsson
löggiltur endurskoðandi
Hverfisgötu 82
Sími 19658
— Bezt að auglýsa i
Morgunblaðinu —
Morgunblaðið vantar nú þegar duglega krakka, unglinga eða
eldra fólk til blaðadreifingar víðs vegar í Reykjavík.
í þessum hverfum í Austurbænum:
BALDURSGÖTU — BARONSTIG — GRETTISGÖTU
HÁTEIGSVEG - HÖFÐABORG - KJARTANSGÖTU -
LAUGAVEG innanverðan — LAUFÁSVEG sunnan-
verðan - LINDARGÖTU - MIKLUBRAUT - ÓÐINS-
GÖTU — SJAFNARGÖTU og SKEGGJAGÖTU
Ennfremur í þessi hverfi:
SIGTÚN - LAUGARÁSVEG - HJALLAVEG -
KLEPPSVEG - KLEIFARVEG - HÓLMGARD -
HERSKÓLAKAMP við Suðurlandsbraut —
BLESUGRÓF
í þessi hverfi í Vesturbænum:
FÁLKAGÖTU - NESVEG - HRINGBRAUT vestan-
verða og SÖRLASKJÓL
Talið við Morgunblaðið strax. Sími 22480.