Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 24
Lá við stórslysi í FYRRINÓTT lá viff stórslysi á veginum viff afleggjarann aff Jaðri er stór, amerískur fólks- bíll fór þar útaf veginum, barst 25—30 metra á vegarbrún og utan hennar og lenti loks á hliðinni í stórgrýti. Fernt var í bílnum, og slapp að heita má ómeitt, enda þótt stúlka, sem var farþegi, kastaðist út úr bíln- um á óskiljanlegan hátt, trúleg- Ók ölvaður á hestinn ÖKUMAÐURINN sem tekinn var fyrir að hafa ekið á hest að- fararnótt fimmtudagsins 26. sept ember skammt frá Hveragerði hefur viðurkennt að hafa verið ölvaður, er atburðurinn gerðist. ast út um afturgluggann. Bíllinn er gjörónýtur talinn. Fólksbíll þessi var á leið frá Geithálsi til Reykjavíkur. Á beygjunni við Jaðarafleggjarann niissti bílstjórinn vald á bílnum, sökum þess að hann lenti í holu, að því er hann segir. Fór bíllinn útaf veginum hægra megin, fór 25—30 metra í vegarkantinum og utan hans, valt síðan eða stakkst og lenti á hægri hlið- inni í stórgrýti. Eru báðar hliðar hans mjög mikið skemmdar. Eigandi bílsins sat í aftursæti hans, og var hann drukkinn. Var í fyrstu talið hugsanlegt að hann hefði ekið bílnum, og var hann því hafður í gæzlu til öryggis um nóttina. Sá grunur hafði hins- vegar ekki við rök að styðjast, og var sá, sem undir stýri -var ei óhappið varð, ódrukkinn. Þeir Einar Hansen, formaður, og Sigurður Eyþórsson, háseti, meff risasæskjaldbökuna á milli sín. Ljósm.: Þórarinn Reykdal. Hann skildi eftir hestinn særð- an til ólífis, en Selfosslögreglan fann hann daginn eftir. Ökumaður þessi er einnig grun aður um, að hafa ekið á annan hest þar skammt frá, en hann fannst skorinn og mjög marinn. Þurfti að skjóta þann hest í gær- dag. Með ökumanni var fleira fólk í bílnum, en ekki gerði það lög- regiunni aðvart um atburðinn. Risasæskjaldbaka fannst á reki á Steingrímsfirði Vegur á ffórða hundrað kíló — aldrei fundist við Island fyrr Hin nýja bók Indriða nefnist „Land o« synir64 HIN nýja skáldsaga Indriða G. Þorsteinssonar er vænt- anleg á markaðinn um miðjan nóvembermánuð. Indriði hefur gefið sögunni beitið „Land og synir“, en áffur hafffi heyrzt aff nafnið yrði „Land í sárum“. Höfundur lauk viff samn- ingu sögunnar í september s.l. en verkiff hóf hann í ársbyrj- nn 1958. Bókin verður um 240 blaffsíður. Sögusviðið er Norffurland og er sagan upprifjun á ár- unum fyrir siðustu heims- styrjöld. Ný brú FYRIR nokkru var lokið við að steypa brú yfir Flekkudalsá. Var á þessi oft slæmur farar- tálmi að vetrarlagi, bæði í leys- ingum, og þegar hana byrjaði að leggja. — St. G. Strákarnir í Hólmavík létu sitt ekki eftir liggja og drógu ferlíkiff snarlega á land. Ljósm.: Þórarinn Reykdal. Hólmavík, 1. október. ÞEGAK einn af róðrabát- unum var að koma aðlandi um hádegi í dag fann hann risasæskjaldböku á reki rétt innan við Grímsey á Steingrímsfirði. Báturinn heitir Hrefna og er Einar Hansen formaður á hon- um. — Þetta mun vera fyrsta skepna sinnar tegundar, sem finnst hér viff land. Skjald- bakan er 157 sentimetrar á lengd, yfir 50 sentimetrar aff þykkt og breidd yfir bægsli er heldur meiri en lengdin. Hún vegur á fjórða hundrað kíló. Þegar risaskjaldbakan fannst var hún dauð, en algerlega óskemmd. Tegundin nefnist á latínu Dermochelys coriacea og getur sæskjaldbakan orðið allt að 600 kíló aff þyngd. Teg- und þessi er sú stærsta af öll- um núlifandi skjaldbökuteg- undum. Hún lifir i heitum sjó, en einstaka sinnum hef- ur hana rekiff á strandir Evrópulanda. Árið 1948 rak eina upp í sænska skerjagarffinum og fyrir nokkru fannst ein í Noregi, en fundir sem þess- ir eru sjaldgæfir. Náttúrugripasafninu var þegar tilkynnt um fundinn og mun þaff gera ráffstafanir til aff sækja skjaldbökuna, sem verffur sett í kæli í frystihúsi hér til geymslu. Dr. Finnur Guðmundsson segir, að skjaldbaka af þess- ari tegund hafi aldrei fyrr fundizt við fsland, en einstaka sinnum hafi þær flækzt til Norðurhafa. — Andrés. Álaveiðin brást Þorskhrognakaviar að koma á markaðinn Leitarhópurinn hélt á EyvindarstaðaheiCi í gœr FéÖ flutt á 2 beltisdráttarvélum til byggÖa GUÐMUNDUR Klemensson í Bólstaóahlið i Langaual skýrði Morgunbiauinu Ira pvi i gær, að 15—20 manna hopur ttuiievtn- inga og bKagiiromga heioi haid- ið um ki. 1 þa um daginn fra Stema i Svartaröal upp a Ey- vindarstaðaheiði, en þar er miK- iil i'joldi ijar i snjo, sem koma þarf til byggða. Hópurmn fór með ýtu og tvær Ferguson beltisdrattarvélar, með sleðum, sem ætlaðir eru til að flytja féð. Taka þeir 30—40 kind- ur i einu. Með hopnum foru tvær stuiicur, sem hoíðu fanð í gongurnar i íyrra sKiptiö. lyrr um morgumnn foru tveir menn rioanm tii ao ieita a heioinm. bonilinn a bteina, btejan öig urosson, lyigai a eiur nopnum ui aó sja nvermg gengi. i?egar nann kom tii bana SKyroi öann fra því, að hopnum sæktist íerð in mjög vel. A manudagsmorgun fóru þrír menn á undan til að kanna heið ina og ieita að fénu. Það eru þeir Sigurjón Guðmundsson á Fossum, íjallskilastjón, Jósef Sigfusson, 1 orfastöðum, og Sig- urour Sigurosson, Lenssiooum. Upphaiiega ætlaði leitarhop- unnn ao lara með „truKk", sem er utbuinn laistoö, en akveöið var ao íokujii ao skuja nann eítir. Buizt var • við, að hópurinn væn kominn upp á Eyvmdar- staðaheiði seint í gærkvöldi, en feröin tekur a.m.k. 2—3 daga. í GÆR átti blaðið tal við Val- garð Ólafsson forstöðumann Til- raunastöðvar sjávarafurðadeild- ar S.Í.S. og spurðist fyrir um álaveiðina í sumar. Valgarður sagði að álaveiðin hefði verið afar léleg í sumar, en hún er aðallega stunduð austur í Lóni og lítilsháttar á Mýrum. Hefir veiðin alls num- ið um 15—16 tonnum. Byrjuðu aflabrögð vel í vor, en síðan dró úr þeim svo útkoman var sízt meiri en í fyrra. Kennt er um köldu sumri, þótt ekki verði um það fullyrt. Tilraunastöðin hefir haft 3 Hollendinga í þjónustu sinni við veiðarnar, en þeir eru mjög reyndir á þessu sviði, því Hol- lendingar framleiða ál í þús- undum tonna árlega. Um % aflans fara til útflutn- ings og er verðmæti þess hluta áætlaður um 700 þús. kr. Tilraunastöðin hefði átt að hafa fjárhagslegan stuðning af álaveiðinni, en nú verður af- raksturinn af henni svo lítill að sú von bregzt. í Tilraunastöðinni er unnið a3 framleiðslu sjávarafurða bæði fyrrr innlendan og erlendaa markað, og þó höfuðáherzla lögð á vöruna til útflutnings. Nýjasta framleiðsluvara stöðv- arinnar er kaviar úr þorskhrogn- um, sem er svipuð og tíðkast i Svíþjóð og er varan í túbum. Er þessi kaviar að koma á innan- landsmarkað þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.