Morgunblaðið - 01.11.1963, Page 3

Morgunblaðið - 01.11.1963, Page 3
Föstudagur 1. nóv. 1063 MORGUNBLADIÐ 3 1 ||,M i EINN af forstjórum Metro Goldwyn Mayer kvikmynda- hringsins, Jack Gordon, kom í heimsókn til íslands í síð- ustu viku. Blaðamaður Morg- unblaðsins hitti hann að máli í skrifstofu Gamla Bíós, sem sýnir myndir M.G.M. Sat Gordon þar með forstjórum bíósins, þeim Hafliðg Halldórs- syni og Hilmari Garðars, sem einnig er formaður félags kvikmyndahúsaeigenda, og sýndi þeim gögn um nýjustu myndir Sl.G.M. — Þetta er fyrsta en áreið- anlega ekki síðasta ferð mín Itil íslands, sagði Gordon. Ég er mjög ánægður með sam- starfið við Gam.la Bíó og ætla að sendá mann hingað á hverju ári upp frá þessu. Ég vonast til að komast sjádfur sem oftast. En ég ætla að Talið frá vinstri: tiilmar Garðars, Jack Gordon og Hafliði Halldórsson. Bílabíó í stað „rúntsins" Samtal við Jack Gordon, forstjora þegja yfir því, hve mikið er af fallegum stúlkum á ís- landi, þegar ég kem heim, vegna þess að annars fæ ég ekki leyfi konu minnar til að koma aftur. — -Við höfum aldrei haft eins gott úrval af góðum kvikmyndum eins og einmitt núna, hólt Gordon áfram. Hilmar og Hafliði eru búnir að panta margar þeirra. Sýn- ingar eru að hefjast á Kon- ungi konunganna, sem lokið var við í september. Aðrar myndir frá okkur, sem sýnd- ar verða í Gamla Bíói á næst- unni eru t.d. „Very Import- ant Persons“, eftir leikriii Terence Rattigan, með Elisa- beth Taylor og Richard Bur- ton í aðalhlutverkum, „Upp- reisnin á Bounty“, með Mar- lon Brando og Trevor Ho- ward, sem er dýrasta kvik- mynd, er gerð hefur verið. „Uppreisnin“ var kvikmynduð áður af M.G.M. fyrir 25 árum. Þá fóru þeir Clark Gable og Charles Laughton með aðal- hlutverkin. Síðan má nefna „Sweet bird of youth“, með Paul Newmann, gerða eftir samnefndu leikriti Tennessee Williams, og „Lolita“, með James Mason og Peter Seller. — Byggist afkoma M.G.M. M. G. M. fremur á sýningum erlendis en í Bandaríkjunum? — Ég held að tekjurnar séu álíka miklar af sýningum erlendis og innanlands. — Hefur aðsókn að kvik- myndum ykkar minnkað eftir að myndir nýstefnumanna í Evrópu tóku að ná vinsæld- um? — Nei, síður en svo. Að- sóknin hefur aldrei verið betri. Við reynum að fram- leiða myfidir af öllum gerð- um. T. d. hofum við fengið Roger Vadim, Jaques Bar o. m. fl. til þess að stjórna einni og einni mynd fyrir okkur. En myndir eins ög „Ben Hur“ slá í gegn allsstaðar í heim- inum. Ég held, að „Ben Hur“ og „Á hverfanda hveli“ séu vinsælustu kvikmyndir allra tíma. Mér finst aðalatriðið vera, að mynd sé góð skemmt un, dægrastytting. Ég vil ekki fara út úr kvikmyndahúsinu í verra skapi en er ég kom inn, eða jafnvel dauðþreyttur og óhamingjusamur, eins og eftir sumar kvikmyndir. — Sendið þið einhverjar myndir austur fyrir járn- tjald? — Já, á undanförnum árum hefur verið skipzt á myndum yfir tjaldið. Þeir velja mynd- irnar mjög gaumgæfilega. — Meðal þeirra, sem við höf- um sent austur fyrir og hafa notið mikilla vinsælda þar, eru „Á hverfanda hveli", sem reyndar er sýnd enn um allan heim öðru hverju við aukna aðsókn hverju sinni, „Tehús ágústmánans" og „Borðið ekki blómin“, sem var síðasta mynd í Gamla Bíói. Sú síð- astnefnda var nýlega sýnd í Póllandi. — Héfur sjónvarpið leikið kvikmyndahúseigendur í Bandaríkjunum grátt? Það dregur vitaskuld úr aðsókninni, en kvikmynda- húsum fjölgar jafnt og þétt. Aldrei hafa verið eins mörg í smíðum og einmitt nú. — Framleiðið þið mikið af stuttum kvikmyndum fyrir sjónvarp? — Já, talsvert, en ágóði af löngum myndum er hærri nú en nokkru sinni fyrr. Reynsl- an sýnir næstum undantekn- ingarlaust, að því meira fé, sem varið er til gerðar mynd- unum, því meiri verður ágóð- inn. Kröfurnar eru alltaf að aukast og þess vegna eru það stóru kvikmyndaframleiðend- urnir, sem fá hlutfallslega mestan hagnað, þar sem þeir einir geta lagt í stórar fjár- festingar. — Ferðist þér mikið í starfi yðar? Já, ég ferðast mikið, en þó er ég mestan hluta ársins í New York, þar sem dreifing- armiðstöð M.G.M. er, þótt höfuðbækistöðvar kvikmynda gerðarinnar séu í Hollywood. Við höfum umboðsmenn og ýmsa starfsmenn um allan M.G.M. á um 50 kvikmynda- hús utan Bandaríkjanna Alls mun starfslið M.G.M. vera um 25 þúsund manns. — Hvað hafið þér helzt séð á íslandi, sem fær yður til að strengja þess heit að koma sem fyrst aftur í heimsókn? — Það er margt, sem ég er hrifinn af. Fólk er að tala um að veðrið sé slæmt, en mér finst það ekki gera neitt til. Ég kom ekki til íslands með sama hugarfari og Rivi- erunnar eða Kanaríeyja. Mér lízt vel á mig á íslndi og ég veit, að margir yrðu mér sam- mála, ef hægt væri að vekja athygli þeirra á landinu og fá þá til að koma hér við. ís- lenzkur matur finnst mér hið mesta lostæti. Ég er mikill matmaður og hef reynt marga rétti hér, einkum finnst mér súrsaður hvalur ljúffengur. Hákarlinn hef ég heyrt nefnd- an, en var svo óheppinn þeg- ar við vorum að gæða okkur á þjóðarréttunum, að það var miðvikudagur og ekki hægt að fá dropa af áfengi. Mér er sagt að lítið sé varið í hákarl án brennivíns, svo að ég á það til góða að smakka hann. — Eitt vil ég benda á, sagði Gordon um leið og blaðamað- ur kvaddi. „Ég veit um ráð til þess að eyða umferðinni á „rúntinum". Þið skuluð koma upp bílabíóL Bílabáó eru mjög vinsæl í Ameríku og víðar. Að vísu eru þar að- allega tíðkuð faðmlög, en sumir horfa þó á tjaldið öðru hverju. SUKSTIINAR Fór eins og Morgunblaðið spáði Hér í blaðinu hafa síðustu daga verið rifjuð upp umniæli stjórnarandstæðinga frá því í byrjun septembermánaðar, þegar bæði -kommúnistamálgagnið og Tíminn kröfðust þess, að ráð- stafanir yrðu gerðar til þess, að stemma stigu við frefcárl víxl- hækkunum kaupgjalds og verð- lags. Tíminn bætti því meira að segja við, að ekki væri nægileg stöðvun, heldur yrði að byrja á „Iækkunarleiðinni“. Þegar Morgunblaðið tók undir þær skoðanir stjórnarandstæO- inga, að nauðsynlegt væri að gera ráðstafanir til að stöðva frekari hækkanir, hljóðnuðu blöð þeirra og stefnunni frá í septem- ber var stungið undir stól. Morg- <$5 Wfajsmt- b& Iþvingunarlögin' ÞVINGUNARLÓGIDAG Forsíðufyrirsagnir Tímans og >xÞjóöviljans“ í gœr W AÐ FÆÐAST Afmælafm^ u unblaðið sagði þá, að ýmislegt benti til þess, að stjórnarand- stæðingar ætluðu beinlínis að vera á móti þeirri stefnu, sem þeir sjálfir hefðu boðað, og nú er sú spá komin á daginn. Samræmdur mál- flutningur Áður en frumvarp ríkisstjórn- arinnar um þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til þess að stöðva þróunina í átt til verð- bólgu, var lagt fram á þingi í gær, birtu blöð beggja stjómar- andstöðuflokkanna samræmdar árásir á þessa löggjöf, sem þau bæði kalla „þvingunarlög". Get- ur sú nafngift naumast verið til- viljun hjá báðum blöðunum, held ur er þar augljóslega >im sam- eiginlega hugsmíð að ræða. En bæði opinbera stjómarandstöðu- blöðin með þessari afstöðu vilja sinn til þess að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að eyðileggja hinn trausta fjárhag þjóðarinnar og stofna til verð- bólgu og vandræðaástands, sem verst hlyti að lenda á þeim, sem við erfiðastar aðstæður búa í hinu íslenzka þjóðfélagi. Það er gott að almenningur fær svo glögga lýsingu á atferli þessara manna. - Hundrab siður Framhald af bls. 1. Björn Jóhannsson og Magnús Þórðarson blaðamenn tóku saman greinina. „Spegill ís- lenzks þjóðlífs í 50 ár“, og eru þar rifjaðir upp helztu atburð ir innlendir, sem Morgunblað ið hefur sagrt frá á þeirri hálfu öld, sem liðin er frá stofnun þess. Þá er greinin „Faðir íslenzkrar blaða- mennsku“, eftir ívar Guð- mundsson fyrrum fréttarit- Btjóra og fjallar um Valtý Stefánsson, ritstjóra, Elín Pálmadóttir, blaðamaður, rit- ar greinina „Sólahringur við Morgunblaðið“, Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, ritstjóri, skrif- ar um „Blöðin og stjómmál- in“, þá er grein eftir gamlan blaðamann Morgunblaðsins, Pétur ólafsson „Kapphlaupið vlð mínúturnar fyrir 25 ár- um“, Vignir Guðmundsson blaðamaður skrifar „Skemmti legast er að vinna frétt um mannleg örlög“, þá er „Morgunblaðið fyrr og nú“ yfirlitsgrein, sem Mar- grét Bjarnason, blaðamað- ur, hefur ritað um breytingar á útliti Morgunblaðsins sl. 50 ár, Sigurður Benediktsson, fyrrum blaðamaður á Morg- unblaðinu, skrifar greinina „Ottesen og Morgunblaðið", Björn Thors, blaðamaður, rit- ar um erlendar fréttir „Rúm leiga 6000 fréttaritarar safna erlendum fréttum fyrir Morg unblaðið“, og er þar drepið á nokkra merka áfanga í er lendri fréttaþjónustu blaðs- ins, „Auglýsingaspjall“ heitir grein eftir Árna Garðar Krist insson, auglýsingastjóra, Hauk ur Hauksson, blaðamaður, tek ur saman þáttinn „Hver er Staff hershöfðingi — og ann- að af síðum Mbl. fyrr á ár- um“, þá er myndaopna ,31að í deiglunni“, Þorbjörn Guð- mundsson, blaðamaður skrif- ar greinina „Sundurlausir þankar“, og einn af elztu starfandi blaðamönnum ís- lenzkum, Skúli Skúlason skrifar greinina „Það er langt síðan þetta var — af- mælisbréf til Morgunblaðsins frá Skúla Skúlasyni“ og loks er grein eftir Matthías Johann essen, ritstjóra „Dagbók lífs- ins“. Eins og fyrr getur eru í þessu fyrsta 32 siðna blaði Morgunblaðsins sem nú kem- ur út, fyrstu afmælisgrein- arnar um íslenzkt þjóðlíf og framtíðarhorfur. Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, skrif- ar um Reykjavík og framtíð- ina, Ingvi Þorsteinsson, magi- ster, skrifar greinina „ís- lenzk gróðurlendi og framtið þeirra", og Valtýr Pétursson, listmálari, skrifar um íslenzka myndlist. Síðar munu svo, eins og fyrr segir, birtast fleiri greinar um ýmisleg efni, þar á meðal: Jón Jóns- son, fiskifræðingur, skrifar um vemdun fiskistofnanna, Davíð ólafsson um nýtízku veiðitækni, Hákon Bjamason um skógræktina og framtíð- ina, Jóhannes Nordal um ís- lenzk efnahagsmál, Ármann Snævarr um háskótlann og vísindin, Þórir Kr. Þórðar- son um kirkjuna og framtíð- ina, Gisli Halldórsson, verk- fræðingur, um nýjan bað- stað í Reykjavík, Jón Þórar- insson um islenzka tónlist og framtíðina, Gísli Halldórsson, arkitekt um íþróttir, Eirikur Briem um orkumálin, Bryn- jólfur Ingólfsson um sam- göngumálin og loks mun birt ast grein um íslenzk bæjar- nöfn eftir Árna Óla, ritstjóra. Þjóðin ræður við erfiðleikana En hvað sem áróðri stjómar- andstæðinga líður, þá er hitt vist, að þjóðin mun fagna þvi, að ráðstafanir eru gerðar til að koma I veg fyrir stjórnlausar hækkanir, sem hlytu að hafa ver- ið framundan, ef ekkert hefði verið aðhafzt. Gunnar Thorodd- sen, fjármálaráðherra, mælti í fjárlagaræðu sinni á þessa leið: „Allir þessir örðugleikar eru heimatilbúnir og eins og íslenzku þjóðinni hefur tekizt að búa þá til eins held ég hún geti ráðið við þá.“ Timinn hefur hneykslast mjög á þessum ummælum fjármálaráð herra, en auðvitað eru þau rétt. Erfiðleikarnir eru heimatilbúnir, en íslenzka þjóðin mun sigiast á þeim, og Viðreisnarstjórnin hefur sýnt, að enn sem fyrr vill hún hafa forystuna. þegar ráða þarf fram úr vanda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.