Morgunblaðið - 01.11.1963, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 1. nóv. 1963
íslenzk grúöurlendi
og framtiö þeirra
eftir Ingva S>orsteinsson9 magister
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
áhugi á gróðurvernd og upp-
græðslu örfoka landssvæða farið
vaxandi, eins og sjá má á þeim
fjölda greina og erinda, sem kom
ið hafa fram um þessi efni. Þetta
bendir til þess, að enda þótt mik-
ið hafi áunnizt í baráttunni við
gróðureyðingu telji menn, að enu
meiri átaka sé þörf, svo að full-
nægjandi megi teljast. Umræður
um þessi mál hafa ekki alltaf
verið mikils virði frá fræðilegu
sjónarmiði séð og oftar einkennzt
af óskhyggju en staðreyndum, en
hafa þó haldið gagnlegri hreyf-
ingu á málinu. Og það eitt er
nokkurs virði.
Hér verður í stuttu máli reynt
að gera grein fyrir núverandi
ástandi íslenzkra gróðurlenda og
draga nokkrar ályktanir um
framtíð þeirra. f því skyni verður
ekki hjá því komizt að fara
nokkrar aldir aftur í tímann og
rekja þær breytingar, sem orðið
hafa á gróðurlendinu fram til
okkar daga.
Gróður á landnámsöld
Enn þann dag í dag vitum við
ekki með vissu, hver er heildar-
stærð gróins lands á íslandi, og
enn minni vissa ríkir að sjálf-
sögðu um stærð þess, er land-
námsmenn stigu hér fyrst á land.
Með frjógreiningu- og öskulaga-
rannsóknum og út frá söguleg-
um heimildum hafa menn þó orð
ið margs vísari um gróðurfar
þessa tíma, og hefur meðal ann-
ars komið fram sú skoðun, að
að minnsta kosti 60—70% lands-
ins hafi þá verið þakið gróðri.
Hve ólík gróðurlendi þeirra tíma
hafa verið frá núverandi gróður-
lendum sést bezt á þeim ummæl-
um Ara fróða, að landið hafi ver-
ið viði vaxið milli fjalls og
fjöru. Að vísu hefur hann senni-
lega tekið nokkuð djúpt í árinni,
og trúlega hefur aðeins þurr-
lendi á láglendi verið klætt birki-
skógi.
Eftir að landnám hefst, hrakar
birkiskóginum fljótlega, og er lít-
ill vafi á, að þar er búsetunni
um að kenna. Skógurinn var
höggvinn til ýmissa nytja, hann
hefur verið beittur takmarka-
laust, enda má búast við, að
bezti beitargróðurinn hafi verið
í skóglendunum, og loks var
skógurinn brenndur í þeim til-
gangi að auðvelda ræktun lands-
ins. Við þetta bættist svo, að
versnandi loftslag, hefur flýtt fyr
ir eyðingu skóganna. Og ef til
vill höfðu öskugos nokkur áhrif
í sömu átt.
Með eyðingu skóganna hefst
gróður- og jarðvegseyðing fyrir
alvöru á íslandi. Trjágróður er
sérlega vel til þess fallinn að
binda jarðveg og vernda hann
gegn eyðingu af völdum vatns
og vinda, og má sjá mörg dæmi
slíks hér á landi í bröttum fjalls-
hlíðum og á jafnlendi, þar sem
allur jarðvegur er horfinn nema
þar, sem.skógurinn stendur enn.
íslenzkur þurrlendisjarðvegur
kefur í eðli sínu mjög lítið mót-
stöðuafl gegn eyðingaröflunum;
hann er grófgerður, þurr og laus
í sér og sé hann ekki þakinn
þéttum gróðri með djúpstæðu
rótarkerfi, verður hann auðveld-
lega vatni og vindum að bráð.
Það er því engin furða, þótt
hinn tiltölulega skyndilega eyð-
ing skóganna kæmi af stað hrað-
fara gróður- og jarðvegseyðingu,
sem hefur haldið áfram fram á
okkar daga, þótt mjög hafi dreg-
ið úr henni á síðustu áratugum.
Mjög hefur verið rætt um þátt
sauðbeitar í eyðingu íslenzkra
gróðurlenda, og því hefur jafn-
vel verið haldið fram, að sauð-
kindin ætti þar mestan hlut að
máli. Hér er of djúpt tekið í ár-
inni, því að hófleg beit. er ekki
skaðleg gróðri að öðru jöfnu.
Hins vegar hefur sauðfjárrækt
verið byggð á beit á óræktuðu
landi fram til þessa. Án efa hef-
ur víða verið um ofbeit að ræða,
og ofbeit ýtir mjög undir gróður-
skemmdir og uppblástur. Að
þeim áhrifum beitar á gróðurfar
hérlendis verður vikið síðar.
Aðgerðir til að hindra
gróðureyðingu
Allt fram undir síðustu alda-
mót máttu íslendingar sín lítils
í baráttunni við eyðingaröflin.
Áhuginn -var fyrir hendi, en flest
það skorti, sem á þurfti að halda
til þess, að viðleitnin bæri nokk-
urn árangur. Þau eru ótalin dags-
verkin, sem þannig voru unnin
í kyrrþey — en allt of oft án
sýnilegs árangurs.
Það var ekki fyrr en með
stofnun Skógræktar ríkisins og
Sandgræðslu íslands í byrjun
þessarar aldar, að tekið var að
vinna kerfisbundið að stöðvun
gróðureyðingarinnar. Þetta var
meginverkefni beggja stofnana
frá upphafi, þótt báðar hafi síðar
af stórhug haslað sér stærri völl.
Þessar stofnanir hafa frá upp-
hafi átt að skipa ágætum starfs-
kröftum, og árangur þeirra er
kunnari en svo, að um hann
þurfi að fjölyrða. Heft hefur ver-
ið sandfok á flestum stærstu og
hættulegustu sandfokssvæðunum,
og eru sum þeirra á góðri leið
með að gróa upp að nýju. Mörg
stærri skóglendin hafa verið frið-
uð í þeim tilgangi að vernda trjá-
gróðurinn jafnframt því, sem
þau eru notuð til plöntunar á
öðrum trjátegundum. Láta mun
nærri, að um 100 þúsund hekt-
arar lands hafi verið friðaðir af
Sandgræðslunni og um 28 þús.
af Skógræktinni frá upphafi.
Önnur verkefni þeirra verða
ekki rakin hér.
Að lokum má í þessu sam-
bandi minnast á rannsóknir þær,
sem unnið hefur verið að á At-
vinnudeild Háskólans nokkur
undanfarin ár. Tilgangur þessara
rannsókna er: a) að finna beitar-
þol gróðurlendanna, b) finna
hagkvæmar aðferðir til þess að
auka og bæta gróður þeirra og
jafnframt auka mótstöðuafl
þeirra gegn uppblæstri, c) finna
leiðir til uppgræðslu örfoka lands
á láglendi og hálendi.
Ingvi Þorsteinsson
Hér er um ærin verkefni að
ræða, sem of lengi hafa verið
látin sitja á hakanum. Starfsemi
þessi hefur enn sem komið er
ekki markað djúp spor í ís-
lenzka gróðurverndarsögu, enda
ung að árum. En mikilvægi henn-
ar er ótvírætt. Einn þáttur henn-
ar er að gera nákvæmt kort af
gróðurlendum hálendisins og er
þeirri vinnu þegar lokið á há-
lendinu sunnan jökla, frá Skaftá
að austan að Faxaflóa að vestan.
Megintilgangurinn með þessum
mælingum er sá að ákvarða beit-
•• •••• ••••••• •••
Sandgræðslugirðing
arþol afréttanna, en auk þess
gefa kortin nákvæmar upplýs-
ingar um, hvar uppblástur á sér
stað, og hvar uppblásturshættan
er mest.
Gróðurlendin í dag
Hvert er svo ástand gróður-
lendanna nú eftir þúsund ára
eyðingu og nokkurra áratuga bar
áttu gegn henni? Því miður
höfðu íslendingar ekki skilning
né getu til þess að grípa nógu
fljótt í taumana, því að þegar
það var loksins gert, hafði glat-
azt rúmlega helmingur til tveir
þriðju af flatarmáli þeirra gróð-
urlenda, sem hér eru talin hafa
verið á landnámsöld. Að vísu
er ekki enn vitað nákvæmlega
um núverandi stærð gróðurlenda
á íslandi, en hún er talin vera
um 17—25 þús. ferkm. Hafi hún
verið 60—70 þús. ferkm. við land
námið hafa á þessu tímabili tap-
azt 40—50 þús. ferkm. eða sem
svarar til nálega helmings af
yfirborði landsins alls.
Þetta hljómar ótrúlega, en er
ekki fjarri sannleikanum, þótt
nokkrum ágizkunum sé beitt með
framanskráðum tölum. Auðnirn-
ar á öræfum landsins og víðar,
sem vafalítið hafa verið þaktar
gróðri að miklu leyti áður, tala
sínu máli. Og hve víða sjást
ekki dæmi þess, hvernig gróður-
lendi og jarðvegur, sem náttúr-
an með sínu hæglæti hefur verið
aldir og jafnvel árþúsundir að
byggja upp, hverfur á nokkrum
árum fyrir eyðingaröflunum, ef
ekki er að gert. Það, sem tapast
þannig, verður seint bætt. Árang-
urinn af baráttunni við gróður-
eyðinguna hefur verið glæsileg-
ur, en samt verðum við að horf-
ast í augu við þá staðreynd, að
enn er árleg gróðureyðing geysi-
mikil og sennilega meiri en land-
vinningar okkar á þessu sviði.
Óvíða er um mjög stór uppblást-
urssvæði að ræða á hverjum
stað. Þau stærstu hafa þegar ver-
ið friðuð, en fjöldi slíkra svæða
er ótölulegur. Sunnanlands á sér,
-.■ííUi >
Minna en fjórðungur landsins er þakinn gróðri.
(Ljósm.: L Þ.).
t. d. stað meiri og minni upp-
blástur á öllum afréttum, sem
víða teygir sig niður í byggð.
Það er sárt að þurfa að viður-
kenna undanhald á þessu sviði
í allri tækni og framförum síð-
ari tíma, en það verðum við enn
að gera. En hver er ástæðan?
Þeim stofnunum, sem að þessum
málum vinna, verður ekki um
kennt, þær hafa unnið vel, en
eru, þegar á allt er litið, ungar
að árum og hafa haft takmarkað
starfsfé. Mér virðist ástæðan
liggja í augum uppi. Á sama tíma
og unnið hefur verið af alefli
gegn gróðureyðingunni eru gróð-
urlendin notuð til beitar af nær
algeru handahófi. Slík nýting
getur leitt til ofbeitar, og ofbeit
hefur í för með sér gróður-
skemmdir, sem flýta fyrir algerri
eyðingu gróðurs.
Rannsóknir Atvinnudeildar á
afréttum sunnanlands benda til
þess, að margir þeirra séu of-
setnir af fé og hafi ef til vill
verið það lengi. Ofbeitarein-
kennin eru glögg: gisinn gróður,
og lélegar beitarplöntur ríkjandi i
gróðurlendum. Og það, sem bend
ir til langvarandi ofbeitar: Beztu
gróðurlendin eru að blása upp, og
fallþungi fjárins hefur farið
lækkandi ár frá ári. Ekki verður
fullyrt hér, hve víða á landinu
ástandið er þannig, úr því fæst
væntanlega skorið á næstu ár-
um. En rannsóknirnar hafa m.a.
leitt í ljós, að góðar sumarbeitar-
plöntur eru ekki ríkjandi í gróð-
urlendum hérlendis. Nýtilegt upp
skerumagn af flatareiningu gró-
ins lands er því lítið og beitar-
þolið að sama skapi. Beztu beit-
argróðurlendin eru mjög við-
kvæm gegn ofbeit.
Af þessu er ljóst: að gróður-
eyðing verður ekki stöðvuð fyrr
en tryggt er, að gróðurlendin
séu ekki nýtt umfram beitar-
þol. Jafnframt því, sem ákvörð-
un á beitarþoli gróðurlenda er
þannig undirstaðan undir gróð-
urvernd, er hún einnig bændun-
um trygging fyrir hámarksafurð-
um af búfé sínu á beit.
Og búskapur okkar byggist svo
mikið á nýtingu óræktaðra gróð-
urlenda, að raunverulega er úti-
lokað að gera framtíðaráætlanir
um framleiðsluaukningu í land-
búnaðinum án þess að þekkja
framleiðsluþol þeirra.
Framtíð gróðurlendanna
Samkvæmt því, sem að framan
greinir, blasa nú við augum eftir-
farandi staðreyndir: a) Minna ea
fjórðungur af yfirborði landsins
er þakinn gróðri. b) Mikil gróð-
ureyðing á sér enn stað, og er
hún örari en gróðurvinningar
okkar. c) Hin óræktuðu gróður-
lendi eru undirstaða sauðfjár-
ræktar íslendinga, en eru samt
nýtt af nær algeru handahófL
d) Beitarþol mikils hluta gróð-
urlendanna er lítið vegna lélegra
beitarplantna og viðkvæms gróð-
urs, og þau eyðileggjast fljótt af
ofbeit.
Af þessu er ljóst, að ekki er
ástæða til að líta með ánægju á
ástand gróðurlendanna og með-
ferð þeirra í dag. Það þarf mikið
/