Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 22
22
MORCUNBLAÐIÐ
1
Föstudagur 1. nóv. 1963
Styrmir Gunnarsson
formaöur Heimdallar
Á VEL sóttum aðalfundí Heim-
dallar, félags ungra Sjálfstæðis-
manna, í gærkvöldi var Styrmir
Gunnarsson stud. jur. einróma
kjörinn formaður félagsins. Hann
ávarpaði fundarmenn í lok fund-
arins og þakkaði það traust, sem
honum og meðstjórnendum hans
var sýnt, jafnframt sem hann
talaði hvatningarorð til fundar-
manna. Þá þakkaði hann Bjarna
Beinteinssyni fyrir góð og mikil
störf í þágu félagsins.
Bjarni Beinteinsson, fráfarandi
formaður Heimdallar, setti fund-
inn og skipaði Birgi ísleif Gunn-
arsson fundarstjóra, en fundar-
ritari var Steinn Lárusson. Síðan
flutti Bjarni Beinteinsson skýrslu
yfir starfsemi félagsins sl. ár,
sem var í senn fjölþætt og kraft-
mikið. Þá gerði Páll Stefánsson,
— Aldarminning
Framh. af bls. 21
játning sem ævi. Er nú ekki
margt varðveitt af því, sem þessi
velskrifandi maður hefur með
penna skráð, enda prédikaði hann
jafnt á „stjöttunum" sem í stóln-
um og skrifaði ekki siður í
hjörtu manna en á pappír. En
mannshjartað er hið hverful-
asta af öllu, sem unnt er að
skrifa á, en þó lifa þvílík rit-
verk eins og fræið, sem verður
að jurt, og aðrar jurtir vaxa
af henni langt út í "hina ókunnu
framtíð, þó að enginn kunni að
rekja þá ættartölu.
Einar ÓL Sveinsson.
Styrmir Gunnarsson, hinn
nýkjörni form. Heimdallar.
gjaldkeri fráfarandi stjórnar
grein fyrir reikningum félagsins
og voru þeir samþykktir.
Að því loknu var gengið til
stjórnarkjörs og skipa eftirtald-
ir menn nú stjóm Heimdallar
auk Styrmis Gunnarssonar. Ás-
geir Thoroddsen, Eggert Hauks-
son, Halldór Runólfsson, Jón
Magnússon, Már Gunnarsson,
Ragnar Kjartansson, Sigurður
Hafstein, Steinar Berg Bjömsson,
Sverrir H. Gunnlaugsson, Valur
Valsson og Vilborg Bjamadóttir,
í>á voru 55 menn kjörnir í full-
trúaráð og loks tveir endurskoð-
endur, Kristján Ragnarseon og
Páll Stefánsson.
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra er sendu mér
gjafir og vinarkveðjur eða minntust mín á annan hátt
á sextugs afmæli mínu.
Friðrik Þórðarson, Borgarnesi.
Eiginkona mín og móðir okkar
JÓHANNA SIGURBJÖBG SIGURÐARDÓTTIR
andaðist 31. október í St. Jósefsspítala.
Guðlaugur II. Gunnlaugsson,
Steinþóra Guðlaugsdóttir,
Gunnlaugur Guðlaugsson.
Útför móður og tengdamóður okkar
ÁSU J. NORÐFJÖRÐ
verður gerð frá Fossvogskirkju hinn 4. nóv. kl. 10,30 f.h.
Blóm vinsamiegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minn-
ast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Athöfninni
verður útvarpað.
Hilmar Norðfjörð, Stella Norðfjörð,
Agnar Norðfjörð, Ingibjörg Norðfjörð,
Anna Norðfjörð, Óskar Guðnason,
Axel Norðfjörð, Gunnur Norðfjörð,
Wilhelm Norðfjörð, Guðrún Norðfjörð.
Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur
samúð vegna fráfalls föður okkar
KRISTJÁNS JÓHANNESSONAR,
Ytri-Hjarðardal, Önundarfirði.
Guðmundur Kristjánsson, Jóhannes Kristjónsson
Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför
LÚÐVÍKS GRÍMSSONAR
Glerárgötu 10, Akureyri
einnig innilegar þakkir til ykkar sem minntust hans með
blómum og minningargjöfum. Guð blessi ykkur öll.
Júlíana Tómasdóttir,
Trausti Sveinsson.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinsemd við
andlát og jarðarför
ÞÓRDÍSAR JÓNSDÓTTUR
frá Patreksfirði.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Síldarútvegsmenn
Verkstæði okkar hefur lengi
gúmmísoðið á kraftblokkar-
hjól ineð mjög góðum árangri
Áherzla lögð á vandaða vinnu
og fljóta afgreiðslu.
Gúmmívinnustofan hf.
Skipholti 35 Rvík Sími 18955
Alltaf fjölgor Vol kswagen
VúítóéC-
Jj. $ ; *í
jjfo v ^1; it
í4- • ?!
VOLKSWAGEN - sendibíllinn
er skynsamlega byggður
Fyrst skulum við athuga byggingarlag hans, — en það er kassalagað.
Hvaða byggingarlag er hentugra fyrir sendibíl, en einmitt það? Eru
ekki kassar einmitt gerðir til pökkunar og flutnings á ýmsum varn-
ingi? Það er Volkswagen Sendibíll-inn Iíka.
Annað mikilsvert atriði við þetta bygging-
arlag, — er þyngdar-dreifingin. Ökumað-
ur frammí. — Hleðslurými á milli fram og
aftur öxla, vélin afturí. Auðvitað hefði ver
ið hægt að setja vélina frammí, — en þá
hefði vagninn orðið of þungur að framan,
og óþægilegur í akstri, þegar hann er óhlað-
inn eða lítið hlaðinn. Ennfremur hefði þá
ekki verið pláss frammí nema fyrir tvo
í staðinn fyrir þrjá. Þá hefði einnig verið
nauðsynlegt að hafa langt drifskaft frá
vél og út í afturöxla, — og það er alltaf ó-
skemmtilegt að þurfa að greiða fyrir orku-
tap, að viðbættri dauðri vigt. Með vélina
frammí minnkar spyrnan á afturhjólun-
um, sérstaklega þegar ekið er í hæðóttu
landslagi, blautum og ójöfnum vegi, snjó,
aur, eða sandi.
Heildverzlunin HEKLA hf.
Laugavegi 170 — 172 — Sím 11275
Nokkrir aðrir kostir
Volkswagen Sendi-
bílsins eru:
1. ökumannsklefi full
klæddur.
2. Læstur ræstir.
3. StiIIanlegt sæti öku-
manns.
4. Bakstilling á sæti
ökumanns.
5. Inniljós í ökumannsklefa.
6. Opnanleg væng-rúffa.
7. Opnanleg rennirúða.
8. Loftræstingarkerfi
í klefa ökumanns.
9. Sólskyggni beggja megin.
10. Varadekks-geymsla.
11. Vængjahurðir á farang-
ursrými.
12. Lúgudyr með stórum
glugga að aftan.
13. Plast húnar á hurðum
að innan.
14. Loftventlar.
15. Ljós í farangursrými.
16. Sjálfstæð fjöðrun á
öllum hjólum.
17. Benzíntankur.