Morgunblaðið - 01.11.1963, Side 32
Form. LÍV telur verkfall verzlun-
arfólks n.k. mánudag ðraunhæft
EINS OG kunnugt er hafa sam-
tök verzlunarfólks boðað verk-
fall frá og með næsta mánu-
degi. í tilefni af frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um stöðvun kaup-
gjalds og verðlags, leitaði Morg-
unblaðið sér upplýsinga um það,
hver verða myndi afstaða verzl-
unarfólks. Samkvæmt upplýsing
um Sverris Hermannssonar, for-
manns LÍV höfðu samtökin enn
ekki fjallað um málið í gær-
kvöldi, en munu halda fund um
Afmælismót-
taka í Sigtúni
í TILEFNI af 50 ára af-
mæli Morgunblaðsins á
morgun, laugardag 2.
nóvember, munu stjóm-
endur blaðsins taka á móti
vinum þess og velunnur-
um í Sigtúni (Sjálfstæðis-
húsiinu) milli kl. 4 og 6 síð-
degis afmælisdaginn.
það kl. 12 á hádegi í dag.
Sverrir Hermannsson sagði að
hann gæti ekkert fullyrt um
Ihvort vinnustöðvun yrði, þar
sem málið hefði ekki verið tek-
ið fyrir á fundi. Landssambands-
stjórnarinnar, en bætti við:
„Ég er sannfærður um að rétt-
lætiskröfur verzlunarfólks muni
ná fram að ganga, enda er bein-
línis gert ráð fyrir því í greinar-
gerð frumvarpsins að bætt verði
kjör hinna lægst launuðu“.
Mbl. spurði Sverri hvort hann
Stjórn ASÍ
mótmælir
STJÓRN Alþýðusambands ís-
lands hélt fund í gærkvöldi. Var
þar samþykkt að mótmæla „harð
lega frumvarpi því til laga um
launamál og fleira, sem ríkis-
stjórnin lagði fram á Alþingi í
dag“.
27 bátar með nær
27 búsund tunnur
gerði ráð fyrir verkfalli meðan
frumvarpið væri til meðferðar
Alþingis.
„Nei, ég hygg ekki. Verkfall
þjónar þeim tilgangi að knýja
fram ákveðna niðurstöðu um
kaup og kjör. Að mínu viti
mundi verkfall okkar verzlun-
arfólks á mánudag ekki geta
þjónað þeim tilgangi, þar sem
verkfallið yrði örugglega ógilt,
án kaup og kjarabóta, að örfá-
um dögum liðnum með sam-
þykkt frumvarpsins.
Ég er að sjálfsögðu ekki ánægð
ur með þessa framvindu mála.
En ég treysti því að málum
okkar verði sýndur fullur skiln-
ingur“, sagði Sverrir að lok-
um.
Árni Óla með bók sína.
Árni Óla skrifar endurminn-
ingar blaðamanns
,Erill og ferill blabamarms hjá
Morgunblaðinu i hálfa öld"
í FYRRINÓTT var góður afli á
síldarmiðunum út af Snæfells-
nesi og fengu 27 síldarbátar sam
tals 26.600 tunnur.
Inn til Reykjavíkur komu í
gær 7 bátar með 10.150 tunnur.
Grótta með 1600, Víðir SU með
1400, Halldór Jónsson með 1500,
Jón á Stapa 900, Engey 1600,
Pétur Sigurðsson 1350.
Éréttaritarinn á Akranesi sím-
aði að þrír Akranesbátar hefðu
komið inn með 3.700 tunnur.
Höfrungur II með 1800 tunnur,
Haraldur 1500 og Fiskaskagi með
400. Síldin var öll hraðfryst í
gær, en í fyrradag voru saltaðar
1600 tunnur. Síldin er einhver
sú fallegasta sem völ er á á
ihaustvertíð að sögn fréttaritar-
Prentaraverkfall
FYRIR um það bil viku boðuðu
prentarar v.erkfall ,sem hefjast
skyldi á miðnætti s.l. nótt, hefðu
samningar ekki tekizt fyrir þann
tíma. Samkomulag í deilu þeirra
við prentsmiðjueigendur hefur
ekki tekizt enn.
Prentarar héldu fund í Iðnó
í gær um málið. Hófst fundur-
inn kl. 17,30 og lauk kl. 19. Á
honum var samþykkt eftirfar-
andi tillaga:
„Fundur í Hinu íslenzka
prentarafélagi, haldinn 31.
okt. 1963, kl. 5,30 í Iðnó, mót-
mælir eindregið frumvarpi
til laga um launamál o.fl.,
sem fram er komið á Alþingi
og ákveður bann við frjáls-
um samningum milli verka-
lýðsfélaga og atvinnurekenda.
Fundurinn telur slíka lög-
gjöf beina árás á samninga-
frelsi verkalýðsfélaganna og
skorar á Alþingi að fella fram
komið frumvarp.
Til frekari mótmæla sam-
þykkir fundurinn, að boðaðri
vinnustöðvun verði ekki af-
létt, nema félagið verði til
þess knúið“.
í samræmi við þá ályktun mun
verkfall prentara, sem hófst í
nótt, standa þar til frumvarp
ríkisstjórnarinnar um stöðvun
kaupgjalds- og verðlagshækkana
hefur verið samþykkt. Koma
engin blöð út á meðan.
í GÆR komu út hjá ísafold
endurminningar Árna Óla,
ritstjóra, sem starfað hefur
við Morgunblaðið frá stofn-
un þess. Bókin her nafnið
„EriII og ferill blaðamanns
hjá Morgunblaðinu í hálfa
öld“.
Bókin kemur út í tilefni
50 ára afmælis Morgunblaðs-
ins 2. nóvember n.k., en fyr-
ir um það bil ári fór stjórn
blaðsihs þess á leit við Árna
Óla, að hann skrifaði end-
urminningar um blaða-
mennsku sína.
Á fundi með fréttamönnum í
gær skýrði Pétur Ólafsson, for-
Brezku barsmlðaháset-
arnir neita að fara út
ÞRÍR hásetar á brezka togaran-
um Victrix neituðu að fara út
á veiðar aftur með skipinu, sem
ligigur inni á ísafirði. En þessir
sömu menn munu hafa staðið
fyrir ólátunum um borð í tog-
aranum úti á sjó og bairsmíðinni
á vélstjóranum. Fer skipið út án
þeirra, enda segir skipstjórinn
að það sé í lagi.
Hásetarnir þrír fóru meö flug-
vél frá ísafirði til Reykjavíkur
í gær og verða sendir utan.
Nýr vélstjóri á togarann kom
til ísafjarðar í gær. Fann hann
eitthvað athugavert við katla
togarans og vildi láta athuga það
áður en togarinn færi út og er
verið að því.
Kirkjuþingið i Róm:
Nútíma list skreyti
kaþólskar kirkjur
Rómaborg, 31. okt. — AP.
KIRKJUÞINGIÐ í Róm sam-
þykkti í dag með 1838 at-
kvæðum gegn 9 að hvetja til
þess að nútíma listform verði
notuð til skreytinga í kirkj-
um kaþólskra manna í fram-
tíðinni. Samþykktinni fylgdu
hinsvegar aðvörunarorð, þar
sem bent er á, að ekki skuli
nota við slíkar skreytingar
þau Iistform, „sem að útliti
til eru óskiljanleg kristnum
mönnum, og trú þeirra."
Samþykktin varaði einnig
við of mikilli eyðslu fjár til
kirkjubygginga, og of mikl-
um íburði í skreytingu þeirra.
Er hér um að ræða síðasta
liðinn í umræðum þingsins
um trú almennings. Enn er
þó eftir að ræða nokkrar
breytingartillögur, sem fram
komu fyrr í þessum mánuði,
en talið er líklegt að áætlun-
in um almenningstrú í heild
komi til allsherjaratkvæða-
greiðslu áður en þingi verð-
ur frestað 4. desember n.k.
Áætlun þessi felur í sér mikl-
ar umbætur og breytingar
varðandi kaþólsk trúarbrögð.
stjóri ísafoldar, frá útkomu bók
arinnar. Hún er 450 blaðsíður að
stærð, prýdd fjölda mynda af
mönnum og atburðum. Skiptist
hún í tvo hluta, og nær sá fyrri
frá því Morgunblaðið var stofn-
að 1913 til 1920, en þá varð hlé
Framh. a bls. 10
m
7 dagar
eru ná þar til dregið verð-
ur í hinu glæsilega Skyndi-
happdrætti Sjálfstæðis-
flokksins. Vinningur er
einkabifreið, Mercedes
Benz, árgerð 1964, verð-
mæti kr. 320 þúsund. Dreg
ið verður 8. nóvember n.k.
— Verð miðans er aðeins
100 kr.
Skrifstofa happdrættis-
ins í Sjálfstæðishúsinu
verður opin til kl. 10 í
kvöld, föstudagskvöld, og
■ þess vænzt að menn
flýti sér að gera skil. Auk
þess eru miðar seldir í
vinningsbifreiðinni við
Austurstræti.
EFLIÐ SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKINN — KAUPIÐ
MIÐA STRAX í DAG!
Hljóp á bíl
SJÖ ára gömul telpa hljóp um
kl. 3.30 í gær á bíl á Framnes-
vegi, rétt sunnan við gatnamót
Brekkustígs og F r aimnes v eg a r.
Hljóp hún á hægri hlið bifreið-
arinnar, sem var á leið suður
Framnesveginn. Kvartaði hún
um eymsli í ihöfði og var flutt
á Slysavarðstofuna.
Um 7 leytið í gærkvöldi var
maður að festa upp sjónvarps-
stöng á húsinu Mávahlíð 47.
Skrikaði honum fótur og féll
hann niður í garðinn. Koan hann
standandi niður og mun ekki
hafa meiðzt neitt að ráði, ea
hann var fluttur á Slysavarð-
stofu.