Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 1
32 slður Ötf ör Kennedys gerö á morgun ÚTFÖR hins látna Banda ríkjaforseta, John F. Kenn- edys, verður gerð frá St. Matthews dómkirkjunni í Washington á mánudag. Mun Richard Cushing, kardínáli, erkibiskup í Boston, syngja sálumessu á hádegi, að handa rískum tíma, eða um kl. 16 að íslenzkum tíma. Ekki hef- ■ur enn verið endanlega á- kveðið hvar forsetinn verður jarðsettur, en líklegt er talið, að það verði í heimagrafreit í Brookline í Massachusettes — skammt þar frá, sem yngsti sonur forseta hjónanna Pat- rick Bouvier, var grafinn, en hann lézt nýfæddur sem kunnugt er í ágúst sl. Á morg- uji, sunnudag, kl. 17.00 (ísl. tími), verður kista forsetans flutt frá Hvíta húsinu til þinghússins og mun hún standa þar í hringsalnum þar til klukkustund áður en sálu- messan hefst. messuna syngur, er persónuleg- ur vinur Kennedy-fjölskyld- unnar, og hefur framkvæmt all- ar meiriháttar trúarathafnir, þar sem hún hefur átt í hlut að und- anförnum árum. Hann gifti þau Jaqueline og John F. Kennedy, skírði börn þeirra og jarðsöng son þeirra í ágúst sl. Ennfremur var það Cushing kardináli, sem flutti bænina við tmbættistöku forsetans í janúar 1961. • Kvaddur í Hvíta húsinu Lík Kennedys forseta hvílir í dag í Hvíta húsinu, í lokaðri kistu, sveipaðri bandaríska fán- anum. Var kistan flutt þangað snemma í morgun frá Bethesda sjúkrahúsinu í Maryland, þar sem hún var í nótt. Frú Jaqu- Framhald á bls. 31 Mikill fjöldi Reykvíkinga vottaði Bandartkjaþjóðinni santúð sína í gær vegna fráfalls Kennedys forseta með því að rita nöfn sín í minningabók, sem liggur frammi í sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg. — Myndin sýnir biðröð við sendiráðið í gær. — Ljósm. Mbl. Sv. Þ. 24 ára Bandaríkjamaður ákærður fyrir morðið á Kennedy, forseta Cushing kardináli, sem sálu- 59?:?S: :■:■:•. ; Lee H. Oswald, sakborningur, neitar að hafa framið ódæðið, yíirvöld telja víst að hann sé sekur Dallas, Texas, 23. nóvember. — (AP — NTB) — LEE H. OSWALD, 24 ára Bandaríkjamaður, hefur ver- ið ákærður fyrir morðið á John F. Kennedy, Bandaríkja forseta. Oswald, sem hand- tekinn var í gær, skömmu eftir skotárásina á bifreið for- setans, hefur neitað að eiga nokkurn þátt í morðinu. Margt er talið grunsamlegt um framferði og feril Lee Oswald. Hann er sagður svara til lýsingar á manni, sem sást við byggingu þá, sem morð- inginn hafðist við í, rétt eftir að ódæðið var framið; þá er Oswald talinn hafa vegið lög- reglumann um þremur stund- arfjórðungum eftir að skotið var á Kennedy forseta. Oswald hefur lýst því yfir, að hann sé kommúnisti. Hef- ur hann dvalizt um 3 ára skeið í Sovétríkjunum, er for- maður nefndar („Fair Play Björn Pálsson tók þcssa ein- stæðu mynd í gær, af eyjunni sem myndat hefur við goið fyrir sunnan land. Hfhn var á flugi í grennd við eyjuna í gær, er gosið féll skyndilega niður um hríð. Mun þetta í fyrsta skipti, sem eyjan hefur sést svo vel, og má vel greina stærð hennar og lögun. For Cuha“), sem herst fyrír nánari skiptum við Kúbu og er talinn meðlimur kommún- istaflokks Bandaríkjanna. Eiginkona Oswald hefur skýrt frá því, að hann hafi fyrir fáum dögum haft und- ir höndum sams konar skot- vopn og fannst í herbergi því, sem morðinginn hafðist við L Mesta lelt í sögu Bandaríkjanna. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur verið haldið uppi jafn víð- tækri leit og undanfarinn rúman sólarhring. Lögreglan í Texas, alríkislögreglan og bandaríska leyniþjónustan starfa saman, og hefur því verið lýst yfir, að hand taka Oswald hafi engin áhrif á leitina; ekki sé sannað, að hann sé morðinginn, auk þess, sem fleiri kunni að vera við málið riðnir. Ein kenning er sú, að sá, sem skaut, hafi verið leiguþý of stækismanna. Margt þykir til þess benda, að glæpurinn hafi verið svo vel undirbúinn, að vart geti verið um verk brjálaðs manns að ræða. Það var saksóknari Texasríkis, Henry Wade, sem skýrði frá því, að Lee Oswald hefði verið kærð- ur fyrir morðið á Kennedy. Telur Wade líklegt, að Oswald komi fyrir dóm um miðja næstu viku. Wade vildi lítið ræða um einstök atriði málsins. M.a. kvaðst hann að svo stöddu ekkert vilja um það segja, hvort fingraför hefðu fundizt á morðvopninu. „Ég skaut ekki forsetann. . Oswald var yfirheyrður við- Framhald á bls. 31 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.