Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. nóv. 1963
MORGUNBLADIÐ
11
a
Forseta-
heim-
soknin
HÉR BIRTAST þrjár AP-
myndir frá forsetaheimsókn-
inni til Bretlands. Stærsta
myndin er tekin í kvöldverð-
arboði yfirborgrarstjórans í
í Guildhall á þriðjudagkvöld.
London, C. Jammes Harmans,
Eru þar forsetahjónin og
borgaxstjórahjónin fyrir
m'ðju háborði, og forsetinn
að ávarpa veizlugcsti. Á
næst stærstu myndinni sézt
forsetinn betur þar sem hann
flytur ávarp sitt, en við hlið
hans er borgarstjórinn. Á
þriðju myndinni er forsetinn
að ræða við sir Stanley Un-
win bókaútgefanda við há-
degisverðarboð í Cheshire
Cheese veitingahúsinu s.l.
miðvikudag. Til vinstri ræð-
ast þeir við Guðmundur í.
Guðmundsson utanríkisráð-
kerra og Þorliifur Thorla-
cíus forsetaritarL
' 'f'
liil
— íslenzk flugmál
Framh. af bls. 8
mannflutningum Atlantshafsleið-
orinar. Sá hluti er nú líklega
um 2%.
Til þess að geta svarað þeirri
•purningu, hvort ísland geti stað-
ið utan við alþjóða samtök flug-
tnála, verða menn að gera sér
grein fyrir, hverniig kerfisbundið
flug milli landa er tengt saman.
Þótt heim.urinn sé að mestu leyti
bundinn í einn félagsskap um
ákvörðun fluggjalda milli landa,
verðuir þó hver þjóð að semja
sérstaiklega við aðrar þjóðir um
lendingarleyfi og farþegaflutning
fyrir flugcfélög sín. Hver þjóð
reynir á sinn hátt að vemda hags
muni sinna félaga sórstaklega
með takmörkun lendinigarleyfa
fýrir erlend félög. Þó er venju-
lega um gagnkvæma samiriinga
oð ræða. '
>að hefur sýnt sig að lendimg-
arleyfi geta verið ýmsum erfið-
leikum háð. En mestu máli skipt-
ir þó það, sem ég hefi áður tekið
fram, að lendingarleyfi fyrir á-
eetlunarfíug em nú hjá flestuim
þjóðum bundin því skilyrði, að
fargjöld á þeim flugleiðum, sem
Um er að ræða, séu í samræmi
við samiþykktir IATA. Undan-
tekningar frá þessu ém þó Hol-
land, sem virðist hafa sveigjam-
legri stefnu. í þessum efnum ag
Luxemburg, sem lítið millilanda-
flug starfrækir. Þessvegna getur
tui Loftleiðir flogið með lækk-
uðum fargjöldum aðeins til
Amsterdam og Luxemburg.
Það er fráleitt að hugsa sér, að
íslendingar geti til frambúðar
haldið uppi eðlilegum samgöng-
um milli landa beggja megin
Atlantshatfsins, án þess að virða
alþjóða samþykktir um fluggjöld
og án saimvinnu við aðrar þjóðir
í þessum efnum. En án alþjóð-
legrar samvinnu, er setur fastar
reglur um fluggjöld, mundi al-
gjört öngþveiti ríkja í flugmálun-
um í heiminum og flugöryggi
verða vafasamt. Ef slík átök rísa
verða smáþjóðirnar fljótlega að
velli lagðar. Það er því engin
fjairstæða að ætla, að sá timi sé
ekki langt undan, að engri þjóð
varði þolað að taka þátt í milli-
landaflugi, sem ekki virðir þær
leikreglur, sem samtök þjóðanna
koma sér saman um.
Tvö félög — eða eitt?
Um það heyrist oft rætt, að
óeðlilegt sé fyrir lítið land eins
og ísland, að hafa tvö starfandi
flugfélög, meðan þróunin hjá
stórþjóðunum hefir gengið í þá
átt að sameina kraftana með því
að reka eitt öflug félag, er væri
fært um að taka þátt í hinni
hörðu samkeppni á flugleiðum
veraldarinnar.
'Því verður ekki neitað, að öll
skynsamleg rök benda til þess,
að hagkvæmara væri að reka
eitt féla,g til þess að annast flug-
samgöngur landsmanna og taka
að einhverju leyti þátt í farþega-
flutningum á alþjóða flugleiðum,
svo sem á flugleiðinni yfir Atl-
antshaf. Sparnaður ætti að geta
komið fram í ýmsum kostanðar-
liðum svo sem skrifstofukostinaði
heima og erlendis, viðgerðar-
kostnaði, auglýsingum o. fl.
Hversu miklu sá sparnaður
mundi nema, er erfitt að gera
sér grein fyrir, án nákvæmrar at-
hugunar, en ekki er þó líklegt að
slíkur sparnaður mundi hafa af-
gerandi áhrif á afkomu hins nýja
félags. Þar kemur annað til, sem
þyngra er á metunum, svo sem
flutningsmagn, sætanýting og
fluggjöld.
Annars er það ekki reksturs-
kostnaðurinn útaf fyrir sig, sem
hefur staðið afkomu flugfélag-
anna fyrir þrifum síðustu árin.
Loftleiðir hafa haft ágæta af-
komu og Flugfélagið mjög sæmi-
lega, auk þess sem það hefur
greitt reksturshalla af innanlands
flugi, er nemur samtals um 23
millj. kr. síðustu fimm árin.
Ég tel þó einn galla á að hafa
eitt félag í stað tveggja, og hann
er sá, að engin samkeppni kemur
til greina í þjónustu við viðskipta
mennina, en það er sú einá sam-
keppni, sem islenzku flugfélögin
ættu að stunda innbyrðis. Sam-
ræður fþru fram njilli félaganna
fýrir fáum árum, að tilhlutun
ráðherra, lim möguleika á sam-
einingu félaganna. Þær umræður
báru ekki árangur og bar ýmis-
legt á milli. Liklegt er að svo sé
enn. En vafalaust kemur sá timi,
að eitt félag verður hér starfandi
að millilandaflugi.
Ég vil taka það fram, sem
mína skoðun, að samtöl um sam-
einingu félaganna, mundu ekki
leysa þann vanda, sem nú er upp-
riisinn í flugmálunum. Hann verð
ur heldur ekki leystur með
stofnun eins félags í stað tveggja.
A eitt félag mundi verða litið er-
lendis sem sérstakan skjólstæð-
mg íslezka rikisins og á stefnu
iþess í fargjaldsmálúm mundi
verða litið sem stefriu íslands.
Ef íslendingair þá synjuðu um
þátttöku í alþjóða samstarfi um
fangjöld og ætluðu að fara sínar
eigin götur, er hætta á, að víða
yrði þröngt fyrir dyrum, þégar
semja þyrfti um lendingairleyfin
og annað þar að lútandl
Vandi Flugfélagsins
Ég hefi heyrt menn kasta því
fram, að Flugfélagið geti tekið
upp samkeppni á jafnræðis grund
velli með því að fá leyfi IATA til
þess að hefja nú þégar flugferðir
til Luxemburg með samá far-
igjaldi og Loftleiðir. I fyrsta lagi
er alls óvist, að slikt leyfi feng-
ist. í öðru lagi gerir það ekki
FlugfélaginU mögulegt að vera
samkeppnisfært á þeim flugleið-
úm, sem hafa verið undirstaða
alls millilandafl’ugs Mugfélágsins
frá upphafi. Sé það hinsvegaæ
ætlan flugmálastjórnarinnar að
beina sem mestu af ferðalögum
íslendinga frá Bretlandi og Norð-
urlöndum til Luxemborgar með
því að heimilia Loftleiðum að
lækka fargjöld sín þangað um ná
lægt 50%, er óhjákvæmilegt fyrir
Flugfélagið að breyta mjög
relístrarfyrirkomulagisínu frá því
sem nú er, enda yrði aðstöðu fé-
laganna við slíka skipan mála
algjörlega óviðunandi. Loftleiðir
geta vafalaust hagnast á því að
selja það af sætum, héðan til
Luxemborgax, sem ekki selst er-
lendis á leið þeirra yfir hafið,
á mjög lágu verði. Hitt er vaía-
samara að hægt sé að byggja
þjónustu Flugfélagsins við hags-
muni íslendiinga í fluigsamgöng-
um við meginlandið á um það
bil 50% lægri fargjöldum eins og
Flugráð hefir nú mælt með.
í þessum. vanda hefir Flugfé-
lagið í raun og veru aðeins eina
leið, til þeiss að öðlast frjálsræði
til varnar hagsmunum sínum.
Það er að segja sig úr IATA. Eft-
ir það yrði félagið ekki bundið
alþjóða samþykktum uni skrán-
ingu fargjalda og gæti að þvi
leyti haft frjálsari henduir í sam-
keppninni.
Ég rnuridi telja það hörmulegt
ef félagið neyðist til að fram-
kvæma þá ákvörðun, því að mér
er ljóst, að með því væri stofnað
í hættu vinsamlegri samvinnu
okkar við suma af beztu nágrönn
um þjóðarirfriar. .Slíkt yrði flug-
málunum sízt til framdráttar,
enda' tel ég þá þróun, sem hér
hefir verið gerð að umtalsefni
geta einnig stofnað loftfeirða-
samningum íslands við önnur
lönd í hætbu.