Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 25
Sunnudagur 24. p6v. 1983 MORGUNBLAÐIÐ 25 Sigurjón Gu&m- undur Sigurbsson SIGURJÓN Guðmundur Sig- urðsson, trésmiður, verður jarð- sunginn mánudaginn 25. nóv. — Sigurjón Guðmundur var fædd- ur 25. sept. 1883 að Torfastöðum í Jökulsárhlíð, en dó 16. þ.m. Ungur að árum missti hann foreldra sína, en þau systkinin voru fjögur, er til fullorðinsára komust Elztur var Bjarni tré- smiður, er dó 1930, vann í mörg ár í trésmiðjunni Völundi hér í Reykjavík. Næstur var Sigurjón, er við nú kveðjum, þá Jóhanna, nú ekkja, en er hjá syni sínum séra Sigmari Torfasyni, presti á Skeggjastöðum eystra, en yngst var Aðalbjörg, nú ekkja, er lengi bjó í Húsey í Hróarstungu og er þar enn til heimilis hjá Sigurði bónda syni sínum. Nokkru eftir aldamót kom Sigurjón Guðmundur hingað til Reykjavíkur til að nema trésmíð- ar og var þá að einhverju leyti á vegum Bjarna bróður síns. Eftir nokkurra ára veru hér fór hann aftur til æskustöðvanna á Austurlandi. Var hann þar á ýmsum stöðum til heimilis, með- al annars í Möðrudal á Fjöllum, en þó mun hann oftast og lengst hafa átt heimili hjá systur sinni í Húsey. Aðalatvinna hans var smíðar, en þó mun hann hafa unnið að landbúnaðarstörfum öðru hvoru. Kynni okkar af Sigurjóni hóf- ust ekki að ráði fyrr en hann var langt kominn á sjötta áratuginn. Árið 1942 kemur hann hingað til Reykjavíkur og hefur hér vinnu við trésmíðar. Hafði hann nú í rösk 21 ár ætíð unnið hjá sama fyrirtækinu og að miklu leyti með sömu vinnufélögunum. Það segir sína sögu. Sigurjón var sérlega vel verki farinn, enda bar allt handbragð hans vott um hagleik og vandvirkni. Til erlendra vina og við- skiptasambanda íslenzkir silfurgripir Virðuleg minjagjöf Svo vill oft bera við, þegar yngri og eldri menn vinna að staðaldri saman, að þeir eiga erfitt með samvinnu, en svo reyndist ekki með Sigurjón og félaga hans. Vinnufélagar Sigur- jóns, þó ungir vaeru, kannski inn- an við tvítugt, höfðu engu síður en hann gaman af samverunni, hvort heldur var í starfi eða á ferðalögum, svo sem á göngum um heiðar og óbyggðir. Sigurjón kvæntist aldrei og eignaðist ekki niðja, en hann naut þess að styrkja og greiða götu frænda og vina. Við hjón- in höfum nú notið vináttu hans í 21 ár, allar hátíðar höfum við verið saman þessi ár, og ég veit, að dætur mínar sakna hans nú, þær hafa ekki átt jól án „Guð- mundar frænda". Sigurjón hafði sérstakt lag á að vera vinur barn anna, enda eru þau nú mörg, er sakna hans, sum ung og smá. Ég veit, að ég má fyrir hönd skyldfólks og tengdafólks þakka honum samveruna, einnig fyrir hönd samverkamannanna. Við óskum honum góðrar ferðar á guðs vegum. T. V. Fjórar nýjar bækur ÆGISÚTGÁFAN hefir sent frá sér fjórar bækur: Undir fönn eftir Jónas Ámason. Þéir að segja eftir Stefán Jónsson, Töfrar íss og auðna eftir Bbbe Munck og Hjúkrunaimeminn eft ir Renée Shamn. Udir fönn flytur frásagmir Ragnhildar Jónasdóttur um dýr og menn með lítilsháttar ívafi frá öðrum, — og eins og segir á kápu bókarinnar: „Meginefni iþessarar bókar eru frásagnir Ragnhildar Jónasdóttur af líf- inu á afskekktum aus'tfirzkum sveitabæ, þar sem hún bjó um skeið ein með dýrum sínum, sem -hún lýsir af svo næmum skiln- ingi og skemmtilegri hug- kværnni, að slíks munu fá dæmi í bókmenntum okkar. Bókiin er 228 blaðáíður. Stefán Jónsson. Jónas Árnason. Þér að segja, veraldarsaga Pét urs Hoffmanns Salómonssonair, er 275 bls. og er efnið meðal annars þetta: Garpatal, Vísinda- nám við Breiðafjörð. Útlendimga hatur byrjar, Um mymitsláttu og dauða, Fiskur um hrygig, Fyrir suiman og vestan, Réttvísi á handvagni, Laun ofstopans, Með kveðju til Mammons, Óðal mitt við Selsvör, Svinghjólið og krossinn. Töfrar íss og auðna er þýdd af Gissuri ó. Erlingssyni og er 197 bls. Segir húrn frá ferðalögum ýmissa rannsóknarleiðangra um hinac hrikalegu og lítt könnuðu hálendisauðnir Grænlands. Hjúkrunarneminn er einnig þýdd af Gissuri og er 239 bls. Á kápu bókarinnar segir m. a.. „Anna er forstöðukona sjúkira- hússins. Hún er metnaðargjöm Qg gengur upp í starfi sínu, en er samt leynilega trúlofuð yfir- lækninum“. Sem sagt, ástarsaga. hvar í heiminum sem er. 3ðn SígmunuGson Skortjrtpovcrzlan „ ^a^ur (^ripur tii yndiiá er œ ASEA Sænsk lyftitæki Rafknúnar talíur fyrir rennibrautir. • Auðfluttar milli rennibrauta. • Lyftiþungi 250 kg og 500 kg. • Tvíharða. • Fyrirligg j andi í Reykjavík. Upplýsingar um verð og fleira veitir: Johan Ronning hf Skipholti 15 Símar 10632 — 13530. Það er kominn vefur Fréttabréf úr Austur-Skagafirði ÞAÐ er kominn vetur, og hann kom óvenju snemma eftiir kalt og að mörgu leyti óhagstætt sumar. Það snjóaði í fjöll í hverjum mánuði og stundum nið- ur í sjó. Heyskapur byrjaði viðast hvar of seint, fénaður þurfti að vera á túnum lengur en æskilegt var vegna sprettu, en þeir sem igáfcu' bjrrjað slátt um miðjan júní náðu vel verkuðu og góðu heyi, því miður voru margir bænd ur sem ekki gátu byrjað á slætti fyrr en um miðjan júlí og jafnvel síðar en þá komu kuldar og mikl- ar þokur um tíma, varð því taf- samuir heyskapur þó ekki væru miklar stórrigningar. Heyskapur mun vera varla í meðallagi e<n hey óhrakin. Þar sem fjöldi bænda eru nú einyrkjar, vill heyskapur dragast fram á haustið hjá nokkuð mörg- um, af þessu urðu nokkuir vand- ræði þar sem vetur gekk nú óvenju snemma i garð eða 24. september en eins og allir vita gerði þá eitt mikið norðain áhlaup sem hefir orðið milljóna tjón fyrir bænduir, sérstaklega í Skagafirði Qg Húnavatnssýslu. Þó ekki séu ábyggilegar tölur um það þá er það víst að fjöldi fjár fórst af völdum veðurofsans, heyrt hefi ég sagt frá 45 lömbum á bæ, mjög víða innan við 10 st., fyrir utan allt annað afuirðatjón. Uppskera úr görðum vair rýr og víða náðist ekki upp úr görðun- um. Á nókkrum stöðum befir verið unnið að byggingum og þá sér- staklega útihúsaþyggingum. Tölu vert er unnið að jarðrækt eins og undanfarin ár þó er það minna en bændur vilja því að verkfæri Búnaðarsambandsins anna ekki þeim verkefnum sem urm er beðið, og eru þó viða komin tæki á heimilum og innan hreppanna sem afkasta miklu af smærri verkefnum jarðvinnsl- unnar. Stækkun gróðurlandsins þó of hægfara því að mjög víða er of lítill töðufengur bændum fjötuir um fót, búin eru óf lítil til að sæmifeg afkoma geti orðið af þeim. Vegagerð þokar áfram á leið til Siglufjarðar, góður vegur er orðimn til Haganesvíkur en 1 sumar var aðallega unnið 1 Strákavegi sem er seinunninn og fjárfrekur með afbrigðum. Brú var byggð á Grafará skammt frá Háleggsstöðum í Deildardal. Þorsteinn Björnsson sem verið hefir brúarvörður við austari héraðsvatnsbrú í 20 ár og hefir 'igetið sér almennings hylli, segir mér að alltaf aukist umferðin um vegina með ári hverju þó beri nú meir og meir á stóru flutninga- bíluinum, áxið 1962 fóru 14531 bíll yfir brúna þann tdma sem hamn hafði þar vörzlu, en þetta ár frá byrjun til október loka 17082, Framhald á bls. 30. 1 t þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegrar Blað- 1 unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera ■ blaðið tU kaupenda þess. burðar- Laugaveg, milli Bankostrætis og Vatnsstígs börn Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. óskast Sími 2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.