Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 Sr. Eiríkur J. Eiríksson: Líf draumsins Sá hlær bezt, er síðast hlær ÞEGAR börnin fóru á fætur í fyrradag, var snjórinn kom- inn. Þau kætast við fyrsta snjó daginn, líkt og kýrnar, er þeim er hleypt út í fyrsta sinn á vorin. Uml eið og komið er út á tröppurnar, beygja strákarn- ir sig niður, taka handfylli sína af snjó og hnoða fyrsta boltann. Kannske lendir sá bolti og jafnvel nokkrir næstu á einhverjum dauðum hlut- um, svo sem ljósastaurum eða húsum, en fljótlega fer strák- unum að þykja það heldur hversdagslegt og velja sér lif- andi skotmark. Fer þá gaman- ið að kárna, einkum ef fórnar- dýrið kemst líka í vígahug. Ljósmyndari Morgunblaðs- ins, Sveinn Þormóðsson, varð vitni að einni slíkri orrustu í fyrradag. Snjóskytta nokkur valdi sér lifandi skotspón, sem brást hinni versti við, þegar hann fékk harðan snjóbolta beint í andlitið. Forsjá skytt- unnar var sýnu minni en kapp ið, þar sem munurinn á lík- amsvexti fórnardýrsins og árásarmannsins var þeim síð- arnefnda mjög í óhag. Snerist því sókn skyndilega upp í vörn. Sá minni var frár á fæti og hugðist komast undan, og leit svo út um tíma, sem það mundi takast, en Teiðin hafði hleypt slíkum fítonskrafti í hinn særða, að hann náði söku dólgnum að lokum. Báðir voru móðir af hlaup- unum, en sá, sem þóttist hafa verið órétti beittur, hafði enn- þá nægan mátt til að kaffæra hinn rækilega. Grét nú hetjan, enda var hefndin mun betur 24. sd. eftir trinitatis. Guðspjallið Matt. 9,18-26. GUÐSPJALLIÐ er sett saman af tveim kraftaverkasögum. Sagan um blóðfallssjúku konuna hefur að umgerð frásöguna, er Jesús vekur upp . dóttur „forstöðu- manns“ nokkurs. Forstöðumaðurinn telur, að dóttir sín sé dáin, „nýskilin við,“ og hann biður Jesúm ásjár. Jesús segir: „— stúlkan er ekki dáin, heldur sefur hún.“ En menn eru vissir í sinni sök og hlæja að honum. Leggja má þá merkingu í orð Jesú, að stúlkan hafi ekki verið dáin, heldur hafi hér verið mis- gáningur. Þó ber þess að geta, að samkvæmt Markúsarguð- spjalli og sérstaklega Lúkasi hef ur hér verið um dauða að ræða. Ég heyrði enskan kvenprófess- or segja frá, er hún var 18 ára á yngri deild undirbúningsskóla fyrir kennara. Kölluðu eldri deild ar nemendur saman fund til þess að ræða vandamálið, yngri deild- ina. Hún var óstýrilát, tillits- laus, hirðulaus og yfirleitt neðan við þær kröfur, er gera yrði til stúlkuna, er senn skyldu gegna á byrgðarstarfL „Hið merkilega var svo,“ sagði prófessorinn," að við, sjálft vandamálið frá árinu áður, ræddum er við vorum komnar í eldri deildina, um vandræðáfólkið, yngri deildina.“ Prófessorinn bætti við:“ Hvílíkt vandamál hafa þessar yngri deild ar stúlkur verið foreldrum sín- um og þeirra foreldrum.“ Ef til vill hefur faðirinn verið of fljótur á sér, að telja stúlk- una sína dána. úti látin en ástæðan til henn- ar. Þó verður að teljast lík- legt, þegar tárapokar hins víg- reifa voru tæmdir, að hann hafi þótzt vera þess vísari, að skynsamlegra væri að færast minna í fang næst og ráðast aðeins á yngri stráka, eða þá stelpur. Nú hefur verið skipt um hlutverk. Mýr stúdentakór • FTRIR atbelna Háskóla ts- lands hefur verið ákveðið að gangast fyrir stofnun akademísks karlakórs, sem að kjarna sé skip- uður eldri háskólaborgurum að viðbættum yngri háskólastúdent- um — svo sem tíðkast með bræðraþjóðum vorum á Norður- löndum. Hinn nýi kór á að bera heitið Stúdentakórinn. Hugmyndin að stofnun slíks kórs með þátttöku eldri og yngri stúdenta kom fyrst fram fyrir allmörgum árum, — það mun hafa verið Þorvaldur Ágústsson, auglýsingastjóri, sem fyrstur hreyfði málinu í grein, er hann skrifaði í Vöku, þá er hann starf- aði í stúdentaráði í kringum 1945. Síðan hefur hugmyndin skotið upp kollinum af og til, en það er fyrst nú, sem af framkvæmd hennar verður. Þó hefur á sl. ári og það sem af er þessu skólaári verið nokkur sam- vinna háskólastúdenta og eldri háskólaborgara um skipan söng- flokks þess, er komið hefur fram á stærstu hátiðum Háskól- ans og stúdenta. Hefur sú sam- vinna tekizt vel og orðið upp- haf stofnun hins nýja kórs. Starfsviði Stúdentakórsins er ætlað að verða allvíðtækt. Auk þess þáttar að koma fram opin- berlega við stærstu hátiðir Há- skóla og stúdenta verður það hlutverk hans að halda uppi gagnkvæmum tengslum við sams Framhald á bls. 30. Blaðið, sem þessar línur birt- ast í, hafði alls fyrir löngu fyrir sögn á þessa leið: Drengur hafður fyrir rangri sök. Fyrirsögn ann- ars blaðs xim þennan atburð var: Þjófar teknir. Blað selst oft vel, þegar hægt er að hrópa á götum úti: afbrotaunglingar. Jesús sagði: „— litla stúlkan er ekki dáin, heldur sefur.“ Einhverntíma var það haft að gamni, að faðir drengja, er held ur þóttu óstýrilátir, sagði um þá: „Það er öllu óhætt með þá. Sál- in í þeim er ekki vöknuð enn- þá“ Þessir piltar hafa orðið fyrir myndarmenn. Reynsla margra kennara mun vera, að svefnmók unglinga boðar oft manndóm þeirra og drengileg átök síðar á ævinnL Sögur okkar og ævintýri segja oft frá ungmennum, er sváfu i öskustó og voru eins og dánir foreldrum sínum. En skyndilega rísa þeir upp og hafa þá meira en í fullu tré við umhverfi sitt. Svefn og draumar fara saman. Nútíminn er athafnasamur og er gott um það að segja, en hinu er ekki að leyna, að erill og óða- got sviptir oft börn og unglinga eðlilegum friði svefns og drauma. Allt er dauði kallað- ur, sem samstundis verður ekki selt, sett lok á og flutt úr landL Engin stund má fara til ó- nýtis. Þetta er eðlilegt um þjóð, sem er að brjótast úr fátækt og þar sem allt þarf að byggja upp frá grunni. En við þurfum að flýta okkur með hægð. Það má ekki svipta ungu kyn- slóðina árum drauma og dvalar á óbyggðum stað, áður en sjálft lífsstríðið hefst. Börnin ganga stundum í bandi á stórum barnaheimilum og allt verður að ganga þar eftir snúru, annars missir of fátt starfslið tökin. Svo kemur skólinn með stranga stundaskrá og þar að auki spilatímar, danskennsla og svo fry. . . Svo er það vinnan sem allra mest og fyrst, því að ekki veitir af að greiða afborg- anir reglulega af nauðsynlegum og einnig ónauðsynlegum gæð- um. Síðan kemur til heimilisfor- sjár fyrr en varir, en bernskan og jafnvel æskan hafa aldrei verið með í leiknum. Vissulega er vandratað meðal- hófið, en aldrei má gleymast, að kyrrlát moldin verður að lykja fræið, að af verði fögur jurt. Það var þörf á að losna við seinlæti og heimóttarhátt liðna tímans, en Klédrægni barns og viðleitni að skapa sér undanfæri frá sífelldum kvöðum umhverfis ins getur verið vaxtarvörn per- sónuleikans eins og móðurlífið verndar nýjan einstakling. Ekki má hrinda börnum og unglingum áfram eftir einhvers konar þjóðarframleiðsluáætlun hinna eldri, þótt slíkt eigi sinn rétt á sér. Barnið og ungling- arnir eiga skyldur við sjálfa sig, sem enginn skilur fyrr en heim- urinn sér þær birtast, ef til vill, sem afrek, nýjan drátt í ásýnd samfélagsins. Forstöðumaðurinn í guðspjall- inu leigði sér grátmenn og pipara til þess að útbásúna sorg sína samkvæmt þjóðarvenju. En hann lætur ekki þar við sitja. í neyð sinni fer hann á fund hans, sem getur vakið stúlkuna hans, er hann hýggur dána, til lífsins, til hans, sem er ekki aðeina herra lífsins, heldur skilur barn- ið og veit, að þegar það er kall- að dautt og týnt, óvirkt og máske spillt, sefur það draumsvefni, sem í sannleika boðar vöku og líL Og hann „tók 1 hönd hennL og reis þá litla stúlkan upp.“ I bernskudraumnum, veitist okk- ur láf manndómsáranna og, er við eldumst — deyjum. Guði séu þakkir fyrir lif drauma okkar: — Ajnen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.