Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 22
22
MORGUN BLAÐID
Sunnudagtrr 24. nóv. 1963
KRÚSJEFF hefur tilkynnt, að
hefðu Bandaríkjamenn haldið
sínu striki, þegar þeir voru
stöðvaðir við Berlín á dögun-
um, þá hefðu þeir fyrst orðið
að ganga yfir Iík rússneskra
hermanna, og slíkt hefði getað
leitt til heimsstyrjaldar. Banda
ríkjamenn biðu átekta. Krús-
jeff segir, að þeim hafi ekki
verið leyft að halda áfram,
fyrr en þeir höfðu hlýtt sett-
um reglum, Bandaríkjamenn
segjast ekki hafa slakað til í
neinu.
Krúsjeff getur sjálfum sér
um kennt, ef við höfum frem-
ur tilhneigingu til að trúa
Bandaríkjamönnum en Rúss-
um um þetta mál. Því það var
augljóslega hann, sem stofnaði
til þessara atburða og leiddi
þá til lykta.
En hvers vegna? Og hvers
vegna telur hann það æskilegt
að fara að blaðra fávíslega um
styrjöld út af einum her-
mannabíl. Hvern vill hann
hafa áhrif á með því?
Eitt af einkennum Krúsjeffs
er, að hann er tiltölulega lítið
fyrir að afla sér almenns álits,
nema það kosti litla sem enga
áhættu. Hann taldi sig nógu
sterkan til að tapa allmiklu
áliti í sambandi við Kúbu-
deiluna. Enn varð hann að
setja ofan, er hann viður-
kenndi, að kornskortur værL
í Sovtéríkjunum, og nú bæt-
ast hér við atburðirnir við
Berlín. Enn má nefna, að
Krúsjeff hefur verið reiðubú-
inn til að játa, að Sovétríkin
gætu ekki haft hemil á Kín-
verjum.
Öllu eru takmörk sett
Allt frá því Krúsjeff komst
til valda, hefur hann bæði í
leppríkjunum og einkum þó á
heimavelli, sett hinar marg-
víslegustu kröfur fram gagn-
vart umheiminum. Ef hanr:
getur bjargað andlitinu með
einhverri sýndaraðgerð, sem
fullnægir eða virðist fullnægja
óskum hinna óbilgjörnustu
liðsmanna hans, þá sýnist
hann þess albúinn að sætta sig
við að halda sínu án frekari
tilrauna til ávinnings.
En allt á sér sín takmörk.
Ekki má láta allar kröfur nið-
ur falla, ráðstefnur verður að
halda og umfram allt verður
sí og æ að vara Vesturveld-
in við því að byggja ekki um
of á eftirlátssemi Sovétríkj-
anna.
Við skulum reyna að setja
okkur inn í hina erfiðu að-
stöðu Krúsjeffs. Hann þarfn-
ast friðsamlegrar sambúðar
við Vesturveldin, en jafnframt
er Sovétskipulagið sjálft
grundvallað á óaflátanlegri
baráttu gegn sömu ríkjum. —
Þessi aðstaða leggur sjálfvirk-
ar hömlur við því, að nokkur
sovézkur stjórnmálamaður
geti haft fullt frjálsræði til
samninga. Það er í senn ónauð
synlegt og lítt mögulegt að
gera sér í hugarlund, hvernig
Krúsjeff hugsar sér framtíð-
arþjóðskipulag heimsins í
innstu hugarfylgsnum sínum.
Ef til vill og ef til vill ekki,
trúir hann því, að sá dagur
muni koma, er kommúnisminn
(rússneskur, kínverskur —
eða amerískur?) drottni yfir
jörðinni. En í öllu falli verður
Nikita Krúsjeff
hann að láta líta svo út sem
hann sé þeirrar trúar. En
megninu af orku sinni verður
hann að verja til þess að fleyta
landi sínu og sjálfum sér á-
fram frá degi til dags.
Krúsjeff hefur lagt sig mjög
fram til þess að lægja funa
rússnesku kommúnistahreyf-
ingarinnar, sem áhrif hans og
staða byggist þó á. Hann hef-
ur einnig lagt sig fram til
þess að slaka nokkuð á þeim
harðstjórnar-járnklóm, sem
sovétstjórnin heldur bæði
rússnesku þjóðinni og lepp-
ríkjunum í.
Heima fyrir hafa næstum
allar afturhaldsaðgerðir Krús
jeffs, hvort sem um er að
ræða ofsóknirnar gegn Gyð-
ingum eða menntamönnum,
verið knúðar fram af ótta við
að hann kynni að missa vald
á hinu takmarkaða frjálsræði,
sem kynni þá að snúast upp
í stjórnleysi. Þetta hafa verið
aðvörunarskot. Á alþjóðavett-
vangi hafa hinar skyndilegu
hótunaraðgerðir verið að
meira eða minna leyti and-
svör gegn öðrum hættum, og
þá fyrst og fremst þeirri að
missa tók á leppríkjunum og
hinni alþjóðlegu kommúnista-
hreyfingu (sér í lagi Kina),
svo og þeirri hættu að verða
hrakin í algjöra varnarstöðu
af Vesturveldunum.
Það virðist nokkurn veginn
örugglega mega gera ráð fyr-
ir því, að Krúsjeff stefni að
því smátt og smátt (ef til vill
þó ekki hægar en Bandaríkja-
menn, og hraðar en t. d. Frakk
ar) að draga úr spennu kalda
stríðsins. En hann hefur ekki
efni á að láta það koma í ljós,
að hann þurfi að flýta sér
nokkuð á þeirri leið vegna
þrýstings utan frá, eða opin-
bera hið óhjákvæmilega, sögu
lega hlutverk sitt, að sigla á
braut frá stefnumiðum Len-
ins.
Vegna efnahagslegra erfið-
leika getur vel verið, að
Krúsjeff geri sér betur grein
fyrir veikleikunum í stöðu
Sovétríkjanna nú en við ger-
um. Auk þess gerast nú marg-
ir til þess innan kommúnista-
hreyfingarinnar að álasa hon-
um fyrir deilurnar við Kína,
fyrir að taka velmegun Sovét-
ríkjanna fram yfir sjónarmið
byltingarinnar og sýna kjark-
leysi andspænis ógnum kjarn-
orkustyrjaldar. Þess vegna má
vel vera, að Krúsjeff hafi fund
izt nauðsynlegt að gefa um-
heiminum sýnishorn af festu
og nokkurri óbilgirni, í lík-
ingu við það sem gerðist við
Berlín á dögunum.
Styrjöld ólíkleg
Stöðvun flutningalesta á-
samt styrjaldarhjali getur vel
verið uppfundið til að ná ýms-
um markmiðum, enda þótt
sumar þær tilraunir séu eins
og tíðum vill verða hjá stjórn-
málamönnum (ekki sízt Rúss-
um), dæmdar til að misheppn-
ast. —
Markmiðin gætu verið eftir-
farandi:
1. Að draga athygli manna,
bæði heima fyrir og er-
lendis, frá efnahagsörðug-
leikum Sovétríkjanna.
2. Að reyna að sannfæra
Kínasinnaða kommúnista
um kjark og íestu Sovét-
ríkjanna.
3. Draga kjark úr Vestur-
Þjóðverjum, um leið og
hinn kjarkmikli leiðtogi
þeirra, Adenauer, er að
hverfa af sviðinu og lítt
reyndur forustumaður að
taka við, og reyna samtím-
is að styrkja stjórn Ul-
brichts.
4. Reyna að kljúfa hina vest-
rænu bandamenn, eða öllu
heldur reyna að auka þann
ágreining, sem þar er fyr-
ir hendi.
5. Að láta hina vestrænu leið-
toga vera þess minnuga, að
hann hefur á sínu valdi að
hleypa öllu í bál, og sér-
staklega verða þess vara,
að hann hefur ekki sætt
sig við óbreytt ástand í
Þýzkalandsmálunum.
6. Gefa rússneska þjóðinni
og AusturEvrópu-þjóðun-
um — sem reyna að færa
sér í nyt friðsamlegri stjórn
arstefnu — svolitla ótta-
kennd, rétt til heilsubóta.
7. Reyna yfirleitt að láta líta
svo út, að það sé hann,
Krúsjeff, sem stjórnar rás
viðburðanna og enginn
annar.
Sjálfsagt koma fleiri atriði
til greina, en þessi nægja í
bili. Þau fela ekki í sér styrj-
aldartilgang. Ef Krúsjeff æli
raunverulega styrjaldaróskir í
brjóstr, þá mundi hann ekki
bíða eftir bandarískri flutn-
ingalest.
Þessi markmið virðast ekki
einu sinni gefa til kynna, að
nein veruleg breyting á meg-
instefnumálum Krúsjeffs sé í
vændum. Ef hann vildi breyta
snögglega um, þrengja á nýj-
an leik enn meir að sinni eig-
in þjóð og leppríkjunum með
harðnandi lögregluveldi, og
stefna hraðbyri til heimsbylt-
ingar, þá mundi sú breyting
verða með miklu meira sann-
færandi hætti, en umferðar-
stöðvuninni á dögunum.
Eitt stendur þó fast, og það
er, að hann er ósamvinnuþýð-
ari en áður. Við getum vænzt
fleiri slíkra sýningaraðgerða
af hans hendi og verðum að
mæta þeim með rósemi. Ef til
vill finnst Krúsjeff að hann
sjálfur sé ekki ósamvinnuþýð-
ari en Kennedy, sem verður
einnig að sýna af sinni hálfu,
að hann hafi bein í nefinu
gagnvart Rússum.
og nýjustu dutiungar
u
Utgáfur Arna IViagnússon-
Foreldrar fræddir um
umferðarreglur
með börnum sínum
ar stofnunarinnar
AtJ nndanförnu hefur verið
unnið mikið að því að fræða
skólabörn um umferðarreglur.
Nýlega lét umferðarnefnd dreifa
prentuðum leiðbeiningum um
umferð gangandi vegfarenda
ínn á heimili barnanna, í von
um að foreldramir séu fáan-
legir til að taka þátt í þessari
fræðslu.
En mikil brögð eru á því
þegar krakkarnir eru búin að
læra umferðarreglur, svo sem að
ganga rétt yfir götu, fara y.fir
á réttum ljósum. og líta. vel til
beggja handa, og v'ilja fara eft-
ír þeim, þá eru foreldrarnir þeim
slæm fyrirmynd, æða með þau
skáhalt yfir götu o.s.frv., að því
er Guðmundur G. Pétursson tjáði
bíaðinu. Er með. þessum bækl-
ingi verið að reyaa að hvetja
foreldrana ttl að 'hjálþarttí
vera börnunum tií fyfirmyndar..
Fyrir skömfnu var einnig farið
í barna- og gagnfræðaskóla bæj-
arins og þess farið á leit við
skólastjórana að þeir láti kenn-
ara eyða a.m.k. 2 kennslustund-
um í hverjum bekk til að
fræða börnin um slysahættuna
í umferðinni.
Eftir áramót sagði Guðmundur
að hugmyndin væri að fá lög-
regluþjóna til að farameð kvik-
myndir, bæklinga og þess háttar
í skólana og fræða börnin um
umferðina.
Eins hefur Jón Oddgeir Jóns-
son unnið mikið starf í því að
undanförnu að fræða kennarana
sjálfa um umferðarmál og kenn-
slu í umferðarmálum.
Það er semsagt reynt að gera
eins mikið og mögulegt er til
að fræða börnin um umferðar-
málin. En gallinn er bara
sá að 'ifnesta h'ættan í umferð-
iniif er af börnúm undir skóla-
skyldualdri og unglingum sem
er það nýjabrum að aka bíl.
EINS OG MBL. sagði frá í gær,
hefur Árna Magnússonar-stofn-
unin í Kaupmannahöfn gcfið út
átta bækur í tilefni af 300 ára
afmæli Árna Magnússonar. Bæk-
Aðalfundur Sjálf-
stæðisfélags
Akraness
Ólafi Thors þakkað
AKRANESI, 14. nóv. — Aðal-
fundur Sjálfstæðisfélags Akra-
ness var haldinn 13. nóv. I Góð-
templarahúsinu. Kosnir Voru í
stjórn: ' Svefrir Sverrisson, for-
maður, og meðstjórnendur Óð-
inn Geirdal, Þorgeir Jósefsson,
Valdimar Indriðason, Lárus
Árnason, Gunnar Sigurðsson og
Ólafur F. Sigurðsson. Tillaga
kom fram á fundinum, sem var
samþykkt, þar sem Ólafi Thors,
fýrrverandi forsætisráðherra, var
þökkuð góð stjórnarforysta og
heillaríkt starf í þágu lands og
lýðs á liðnum árum. — Oddur.
ur þessar eru liðir i útgáfunni
Editiones Arnamagnæana.
Bækurnar eru þessar:
Annað og þriðja bindi af ís-
lenzkum sögum frá seinni hluta
miðalda. Agnete Loth, aðstoðar-
maður við stofnunina og há-
skólalektor, sá um útgáfuna..-
Textaútgáfa og ljósprent ís-
lenzkra skjala, þ.e.a.s. bréfa o.fl.
frá miðöldum. Aðstoðarmaður
stofnunarinnar, Stefán Karlsson,
sá um útgáfuna.
Útgáfa íslenzka afbrigðisins af
Trjóu-bardaga. Jonna Louis Jen-
sen, stud mag., sá um útgáfuna.
Ú4gáfa á íslenzkri endursögn
á hinni latnesku sögu heilags
Dunstans, sem var erkibiskup í
Kantaraborg í lok 10. aldar, Ensk
ur samstarfsmaður stofnunar-
Á TÍMABILINU rriilli kl. sjö og
hálfátta í fyrrakvöld var ekið á
mannlausa fólksbifreið við Ljós-
heima. Þeir sem vitni kynnu að
hafa verið að þessu, eru beðnir
að gefa sig fram við umferðar-
deild rannsóknarlögreglunnar, og
ennfremur er skorað á þanri, sem
þessu olli, að gefa sig fram.
innar, Christine Fell frá Jórvik
(York) sá um útgáfuna.
Saga hins helga páfa Gregorl-
usar mikla, sem Hreinn Bene-
diktsson, prófessor, sá um.
Fjórða bindi íslenzkra þjóð-
kvæða, sem dr. Jón Helgason sá
um.
Að auki voru gefin út 350 ljós-
prentuð eintök af Bergsbók, sem j
er í Konunglega bókasafninu i
Stokkhólmi, eins og skýrt er frá
í Mbl. í gær.
. t
I
Sovézkir
stCðvaðir
Berlín, 15. nóv. NTB-AP.
í DAG voru tvær rússneskar
bifreiðar — áætlunarbíll með 25
farþegum og fólksbifreið með
fjórum farþegum — stöðvaðar
í V-Berlín og för þeirra tafin
um 2£)-mínútur. Hermir talsmað j|
ur bandarísku setuliðsstjórnar-
ir.nar, að þar hafi verið að verkl jj
bandarísk herlögregla. Ekki hafa
verið gefnar upp ástæðurnar til
þessa, en haft er eftir áreiðan-
legum bandariskúm heimildum,
að hór hafi einungis verið um
að rseða mótleik gégn svipuðum
aðgerðum Rússa á dögunum.