Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADIÐ Sunnudagúr 24. nóv. 1963 Dóttir Sir Alec Dauglas-Home, hins nýja forsætisráðherra Bret- lands, er hispurslaus og vinnu- söm stúlka. Hún vinnur um þessar mundir í bókabúð í Baker Street og hefur nóg að gera við j að klifra upp og niður stiga til að sækja bækur í efstu hiilun- uim. Meriel, en svo heitir stúlkan, er 24 ára gömul. Hún segir, að faðir hennar sé því hlynntur að hún vinni alla venjulega vinnu. Hún hefur áður unnið sem þjón ustustúlka í dönsku veitinga- húsi í Edinborg og í húsgagna- verzlun. Meðfylgjandi mynd er af Meriel á leið á hljómleika. Hún er ósköp venjulega klædd, í gjjáandi svartri regnkápu, og ljóst hárið fellur slétt niður á herðarnar. o O o Danska sýningarstúlikan og verð andi kvikmyndaleikkona Maud Berthelsen, sem nú býr í París, hefux fengið nýja fjöður í hatt- inn. Audrey Hepburn hefur neitað að leika í sömu kvikmynd og hún og ástæðan fyrir þeirri eg.neitun er sú, að Maud er of falleg. Það hefur lengi staðið til að Maud fengi hlutverk í kvik- myndinni „Charade", en aðal- leikarar þeirrar myndar eru Gary Grant og Audrey Hepburn. Það er ameríska kvikmyndafél- agið „Stanley Donen Film Inc.“ sem stendur fyrir töku myndar- atti að fara ag undirrita kvik- myndasamninginn, var Audrey Hepburn viðstödd. Hin fræga leikkona mótmælti þegar í stað að Maud fengi hlutverkið og for- tölur Stanley Donen um að gefa Maud tækifæri báru engan ár- o O o GL-París — Verður Thelma Ingvarsdóttir, hin nýkjörna feg- urðardrottning Norðurlanda, ein af kvikmyndastjörnum framtíð- arinnar? Nokkru áður en hún tók þátt í keppninni hitti hún Roger Vadim, kvikmyndastjóra, í París, og varð hann það hrif- inn af hinni ungu íslenzku stúiku, að hann bauð Theknu hlutvenk, þó með þvií skilyrði að 'hún gæti talað frönsku lýta- laust En Thelma hafði ekki tíma til að setjast niður. og læra fnönskuna betur, þar sem hún var búin ag ráða sig hjá tízku- fyrirtæki í Kaupmannahöfn. En það var fyrir orð Vadims að þýzka kvikmyndafélagið Con- stantin bauðst til að taka reynslu kvikmynd af Thelmu í Þýzka- landi fyrir skemmstu, en hvað úr verður leiðir framtíðin í ljós. o O o Menn minnast úlfaþytsins, sem varð út af Powers flugmanni, þegar Rússar skutu niður flug- vél hans yfir rússneskri grund, í maimánuði 1960. Kona bans, Barbara Ann, flaug til Moskvu og fékk leyfi til að tala við mann sinn í nokkrar mínútur, og lof- aði ag bíða hans um alla eilífð. Powers fékk 10 ára fangelsis- dóm, en var náðaður í febrúar í fyrra. — Ekki hafði hann dval- ið lengi hjá konu sinni urtz þau sóttu um skilnað, og var skilnað arorsökin „andleg grimmd“. Nú hefur Powers kvænzt aftur og nefnist sú lukkulega Claudia Edwards Downey, 28 ára gömul, og er þetta sömuleiðis annað hjónaband hennar. Powers er nú reynsluflugmaður hjá Lockheed- flugvélaverksmiðjunum í Bur- bank í Californíu. Aflasölur erlendis TOGARINN Víkingur seldi I Cuxhaven á fimmtudagsmorgun 287,4 lestir fyrir 181.655 mörk. Hefur togarinn verið á Græn- landsmiðum undanfarið og var aflinn mest góður karfi. Egill Skallagrímsson seldi einnig á fimmtudagsmorgun 101 lest fyrir 79.267 mörk og Karls- efni seldi í Grimsby 77,4 lest fyr ir 8443 sterlingspund. innar. Maud Bertalsen var ráð- I angur. Afleiðingin: Samningur- in til að leika eldri systur Aud- I inn var aldrei undirritaður. — GL rey í kvikmyndinni. — En þegar Velvakanda er sönn ánægja að koma þessari ágætu uppá- stungu á framfæri. H.Ó.V. skrif ar: Kæri Velvakandi. Þótt nóg sé gefið út af fri- merkjum og ísland — enn sem komið er — er ekki Lichtens- tein, sem byggir afkomu rikis- sjóðs síns að verulega leyti á hagnaði af útgáfu frímerkja, finnst mér samt, að nú sé svo sannarlega tilefni til að gefa út og það meira að segja eina rammíslenzka seríu af glæsi- legum frímerkjum: af gosinu af hafsbotni hafa, þá sjald- gæft og stórkostlegt náttúru- fyrirbæri að ræða, að slík gos af hafsbotni hafa, þá sjald- an sem þau gerast, ávallt vak- ið athygli alheims. Að ég nú ekki tali um landkynningu, sem slík gossería mundi vera. En gleymum ekki alvöruna bak við þetta sjónarspil: Ef þetta gos, sem að magni ef til vill mun verða sízt minna en Heklugosið 1947, hefði gerzt á landi, mundi það ef til vill hafa þýtt auðn fyrir hálfa sýslu eða meira. Og eigum við og komandi kynslóðir þó fullt í fangi með að verjast uppblæstri og að klæða landið skógi aft- ur. Það er því mikið lán, að þetta gos skuli að minnsta kosti firra okkur landeyðingu. Þess vegna er það uppá- stunga mín, að gos-serían öll verði með vægu aukagjaldi, segjum 10%, sem renna til sandgræðslusjóðs og til skóg- ræktar að jöfnum hlutum. í þetta sinn mættu frímerkin vera í stærra lagi, til dæmis 3x5 cm, og uppréttar myndir ættu að lýsa þróun gossins: fyrsta myndin, þar sem m.b. ísleifur er að taka inn línur á meðan fyrsta gossúlan þýtur upp, síðar myndir t.d. með Geirfuglasker og Vestmanna- eyjum og Heklu og Eyjafjalla- jökul í baksýn, og að lokum nýja goseyjan, sem á þennan hátt mundi vera til um aldur og æfi, þótt hún kunni að hverfa í skaut hafs aftur. — Verðgildi mætti vera 2, 3, 4, 5, 10, 20 og 50 kr. Senn fara jól í hönd. Bregð- umst nú fljótt við. Gleðjum frímerkjasafnara og íslands- vini um lönd öll — og styrkj- um um leið eitt bezta málefrii allra íslendinga: uppgræðslu og framtíð fósturjarðarinnar. H.Ó.V. Ö hefir borið sig upp við Velvakanda og sent meðf. bréf. „Velvakandi góður. Fyrir rúmu ári varð ég fyrir því óhappi, að kynnast lítið eitt tveimur gervimönnum. — Það hefur dregizt nokkuð úr hömlu hjá mér að hripa þér línu um þetta. Geri það nú, svo að aðrir megi nokkuð læra af reynslu minni. Ég keypti í fyrrahaust hæð í húsi einu hér í borg. í hæð þeirri, sem ég þá seldi, var tvöfalt gler í gluggum af þeirri gerð, sem ýmsir kalla „mixað“. Það hafði gefizt vel þar og hugðist ég láta setja tvöfalt gler á sama hátt í nýju íbúðina. Tveir ná- ungar, sem ég þekkti ekki, tóku að sér framkvæmdina. Fyrir efni og vinnu settu þeir upp ákveðið gjald sem mun hafa orðið seytján þúsund kr. Ég gekk að því. þeir kváðust starfinu vanir og voru það ef til vill, því að gervismiðir láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og taka að sér ýmis- legt. Þeir settu glerið í fljótt, en líklega ekki vel. Þar í móti tóku þeir ljúfmannlega fram, að kæmu gallar í ljós, skyldi ég láta þá vita og myndu þeir laga gallana. Síðan kvöddu þeir og fóru með peninga mína, en ég fékk í staðinn gler þeirra og handbragð. Hvorugt víst gott, því að strax þegar hrein- gerningamenn og gervismiðir voru farnir, tóku rúður að gráta og fyllast móðu. Þessu héldu þær áfram og létu ekki af. Er ekki að orðlengja það, að æ ofan í æ talaði ég við gervimennina og alltaf fékk ég sömu svör. Þeir lofuðu að koma og lagfæra það, sem að var, enda auðvelt að þeirra sögn. Síðan leið veturinn og alltaf sat við það sama. Vorið kom og ekki minnkaði móðan á gluggunum. Hún jókst. Nokkr- um sinnum talaði ég við gervi- mennina og enn lofuðu þeir hinu sama. Ég var farinn að halda að þetta væru þau góð- menni, sem engum geta neit- að um greiða, en lofa svo miklu, að framkvæmdirnar geta ekki haft við. í ágúst i sumar talaði ég enn við gervi- mennina og kom nú annað i ljós og nýtt hljóð í þeirra strokk. Þeir þóttust aldrei hafa lofað neinu nema því að setja glerið í. Nú var orðið langt um liðið siðan það var gert. Um mig og mína glugga varð- aði þá fjandann ekki neitt úr þessu. Hér hefur langt mál verið gert stutt og er nú aðeins eftir aðalatriðið og niðurlags- orðin: Ef þér þurfið að láta setja tvöfalt gler I glugga — varið yður þá á tveimur gervi- mönnum, sem munu bjóðast til að gera þetta fyrir yður, Trúið þeim ekki, þó að þeir hafi uppi fagurgala. Ö.“ ÞURRHIÖDUR ERC ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.