Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 17
^ Sunnudagur 24. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ ff Unglingar og áfengi Með breytingum þeim á áfeng- islögunum, sem Alþingi hefur nú fengið til meðferðar, er tilætl- unin að gera unglingum erfiðara fyrir um að ná til áfengis. Frum- varpið, sem byggt er á tillögum Þjórsárdalsnefndar og er í sam- ræmi við samþykktir þings barnaverndarfélaganna, stefn- ir vafalaust í rétta átt. Fer því samt fjarri, að það sé einhlít lausn þessa vanda- móls. Þar þarf miklu fleira til að koma. Fyrst og fremst ber að efla hinn innri styrk hvers ein- staklings og beina huga hans að hollari og uppbyggilegri við- fangsefnum en áfengisdrykkju. Um þessi meginsjónarmið virtist ekki vera ágreiningur í umræð- unum, sem urðu á Alþingi. Eftir- tektarvert var og, að þrír af fjór- um ræðumönnum létu uppi efa- semdir um, að núgildandi aldurs- mark, sem haldið er í frumvarp- inu, 21 ár, væri heppilegt eða gæti staðizt til frambúðar. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er vonlítið að ætla að hindra áfengisneyzlu unglinga allt til 21 árs aldurs. Því strahgari reglur, sem settar eru, því varhugaverð- ara er að hafa þær slíkar, að .......................... ■ • Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum við Reykjavíkurhöfn, þar sem verið var að skipa upp jólatrjám. REYKJAVÍKUHBRÉF flestir teíji þær fyrirfram ófram kvæmanlegar. I frumvarpinu er heimild til gæzlulausrar dvalar á vínveitingastað miðuð við 18 ára aldur. Eðlilegt sýnist, að við það aldursmark væri einnig miðað í öðrum samböndum, eða að hvar vetna væri t.d. miðað við 19 ár. Afbrotum fjölgar , \ið batnandi hag Auk ómenningar, sem ofneyzlu áfengis fylgir, leiðir hún iðulega til afbrota. Ýmis konar ofbeldi, líkamsmeiðingar og auðgunar- brot eru oft framin undir áhrif- um áfengis. Fjölgun marghátt- aðra afbrota er annars vandamál víðar en hér og rekur rætur til fleiri orsaka en áfengisneyzlu einnar. Prófessor Sieverts, rekt- or Hamborgarháskóla, einn kunn asti sakfræðingur Þjóðverja, hélt í haust mjög athyglisverðan fyr- irlestur um þessi efni hér í há- skólanm. Hann minnti m.a. á, að Þjóðverjinn von Lizt, einn helzti brautryðjandi í nútíma sakfræði, hefði haldið því fram, að hyggi- Jeg félagsmálalöggjöf væri bezta vörnin gegn afbrotum. Margt af því, sem hann og aðrir umbóta- menn hefðu haldið fram, hefði reynzt rétt, en ekki allt. Þannig hefðu menn t. d. áður trúað því, að bættur fjárhagur mundi mjög draga úr auðgunarbrotum. Reynslan eftir síðari styrjöldina, þegar hagur alls almennings hefði gerbreytzt til bóta, virtist hvarvetna vera önnur. Auðgun- arbrotum færi mjög fjölgandi og bættur hagur virtist hjá mörgum vekja upp löngun til að hrifsa enn meira til sín, þótt með ólög- legu móti sé. Vitnisburður sr. Jakobs Frásögn hins þýzka prófessors kemur mjög heim við ummæli sr. Jakobs Jónssonar í Alþýðublað- inu hinn 18. október sl., þar sem hann ræðir um „misferli í pen- ingasökum". Þar segir m.a.: „Þegar ég var unglingur, man ég, að það komst inn í mig, að fólk stæli yfirleitt ekki, nema át úr neyð. Ég hafði lesið sögur •ins og Vesalingana, og fékk þar Laugard 23. nóv. myndir af fólki, sem blátt áfram varð að stela, til þess að kom- ast lífs af. Ég var ekki gamall, þegar ég fór að glugga í gamla annála og alþingisdóma, sem verið var að gefa út, og ég fann í bókaskáp- um föður míns. Og alls staðar var sama sagan. Það var einhver eymd og vesaldómur yfir þessu öllu, og mig furðaði oft á því, hvað yfirvöldin höfðu verið ströng fyrr á tímum, og lagt þungar refsingar á smáþjófa, sem auðsjáanlega stálu sér til matar í harðæri. Ég hugsa, að flestir jafnaldrar mínir hafi yfirleitt fengið svipaðar hugmyndir og ég um þessa hluti. Svo urðum við þar að auki snortnir af nýj- um kenningum utan úr heimi, því var haldið fram, að yrðu kjör fólksins bætt með nýju skipu- lagi, myndi þjófnaður hverfa úr sögunni og enginn þurfa framar að hafa áhyggjur af sjöunda boðorðinu. En viti menn. Móses gamli hafði rétt fyrir sér, þegar til kom. Freistingin til að stela er gróflega rík í manneðlinu, jafnvel þegar allir hafa nóg af öllu. Hún er stundum sprottin af því, að fullorðinn maður hefur ekki vaxið upp úr félagsskynj- un barnsins, sem finnst, að það „megi eiga“ allt, sem verður á vegi þess. Aðrir eru haldnir af þeim undarlega misskilningi, að allir, sem „komast áfram“ hljóti að vera þjófar, og það sé yfir- leitt eina leiðin til að „verða of- an á“ í viðskiptum. Ég heyrði einu sinni um gamaln mann, sem var svo sannfærður um, að öll verzlun væri „snuðerí“, að hann var ekki ánægður nema hann gæti „snuðað kaupmanninn" dá- lítið hvert sinn, sem hann fór í kauþstað. Loks er til það, sem nefnt er „ágirnd“, sem orðið get- ur að ástríðu." Hinn gamli Adam lífseigur Flestir kannast við þann hugs- unarhátt, sem sr. Jakob lýsir, enda er óspart á honum alið af vissra hálfu. Kommúnistar trúðu því lengi af hjartans einfeldni, að fjármálaspilling hlyti að vera samfara lýðræðislegum stjórnar- háttum. Þar sem kommúnískt skipulag réði, átti aftur á móti hvers konar spilling að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Reynsl- an hefur orðið öll önnur. Sovét- stjórnin hældi sér af því á sín- um tíma, að dauðarefsing hefði verið afnumin þar í landi. Síðar neyddist hún til að lögbjóða af- tökur á ný og nú fyrir venju- lega fjármálaglæpi. Til slíks hefði ekki verið gripið nema þeir væru orðnir mjög alvarlegt vandamál. Erlend blöð hafa og að undanförnu skýrt frá ótal mörgum slíkum málaferlum í Rússlandi. Fyrir nokkru voru birtar fregnir þess efnis, að þá væru í undirbúningi í Moskvu mikil réttarhöld gegn mönnum, sem sakaðir voru um fjárdrátt og mútur til opinberra embættis- manna. Var þar um að ræða hátt á annað hundrað milljón króna upphæð í sama málinu. Samtímis þessu voru í bandarískum blöð- um ítarlegar frásagnir af starfi glæpahringa þar vestra, er ráði yfir ótrúlega háum upphæðum, eigi í innbyrðis styrjöld sín á milli og láti myrða menn hver úr annnars hópi. Allt eru þetta ófagrar frásagn- ir. Þær mega sízt verða til þess, að við drögum úr árvekni gegn afbrotum eða látum vera að gera það, sem í okkar valdi stendur, til að eyða þeim í okkar litla landi. En þær sýna, að víða er pottur brotinn. Breyttir þjóðfé- lagshættir og bætt afkoma hafa ekki þau áhrif, sem sumir ætl- uðu. Orsakirnir liggja dýpra. Hinn gamli Adam, breyzkt mann eðli, er furðulega lífseigt, þó flest annað breytist. Enn um nafnbirt- mgu Ofbeldisárásir æ ofan í æ hafa að vonum endurvakið umræður um birtingu á nöfnum afbrota- mannanna. Sú hugmynd hefur einnig verið sett fram, sem áð- ur hefur verið hreyft, að rétt væri að birta myndir af árásar- mönnunum til þess, að aðrir gætu varazt þá. Eins og rakið var í þessum dálkum ekki alls fyrir löngu, þá hafa blöðin það í hendi sér að gera þetta, ef þau sjálf vilja. Megínregla íslenzkra laga er sú, að réttarhöld eru opinber og blaðamenn geta birt það, sem þar fer fram, ef dómari tekur ekki hverju sinni ákvörðun um annað. A.m.k. er dómurinn sjálf- ur öllum tiltækur, blaðamönn- um jafnt sem öðrum. Af hálfu ríkisvaldsins er þess vegna ekki haldið uppi neinni nafnaleynd. svo sem stundum mætti ætla af umtali og blaðaskrifum. Allra sízt kemur til greina, að yfirvöld séu ósparari á að láta í té nöfn umkomulausra smælingja en ein- hverra ímyndaðra gæðinga Dæmin sanna að sjaldnast er lengi þagað um það, ef einhver þekktur maður kemst í kast við lögin, þó að nöfn annarra séu látin liggja í þagnargildi. Sann- leikurinn er sá, að hvert einstakt blað hefur það nær að öllu hendi sér, hvað það vill um þessi mál segja. Hitt er ekki nema sjálfsagt, að rannsóknarlögregla og dómarar séu tregir til frá- sagna á meðan frumrannsókn stendur og enn er óvíst hvað máli sannast. Nafnbirting er vitanlega víðar vandamál en hjá okkur. Ráðgert er, að í vetur komi hér til fyrir- lestrahalds einn fremsti lögfræð ingur Norðmanna, prófessor Jo hannes Andenæs. Hann hefur m.a. ritað um þessi mál og við horf til þeirra í heimalandi sínu. Hugleiðingar hans eru ekki síður lærdómsríkar fyrir íslendinga en Norðmenn. Andenæs segir m.a. lauslegri þýðingu: „Blöðin gapastokk ur okkar tíma.w „Höfuðreglan hjá okkur er að réttarhöld eru opinber, hver sem er getur farið inn í bæjarréttinn, lögmannsrett eða hæstarétt, og hlustað á málsmeðferð þar. Frá fornu fari hefur þessi megin- regla um opinber réttarhöld ver ið talin mikilsverð trygging gegn misbeitingu réttarfars. Segja má, að eðlileg afleiðing þess, að rétt- arhöld séu opinber, sé að blöðin geti sagt frá því, sem við ber réttarhöldunum. Nú á dögum eru það fyrst og fremst blöðin, sem eru fulltrúar almennings. Fæstir hafa tima eða tækifæri til að sitja í réttunum og hlusta þar, slíkt er yfirleitt forréttindi blaða manna og iðjuleysingja. En fyrir þá, sem riðnir eru við málið, getur frásögnin verið mik ið áfall. Fyrir sakborning er það, að vera hengdur upp í blöðunum ef til vill meiri þjáning — og örlagaríkara fyrir framtíð hans — en refsingin, sem hann verð ur dæmdur í. Við höfum um það dæmi — og þau þarf ég ekki að sækja til annarra landa — að frásögn í hádegisblöðum hefur rekið lögbrjóta í dauðann. Ekki að ástæðulausu eru blöðin köll- uð gapastokkur okkar tíma. En gapastokkur fyrri tíma og brenni merking voru refsingar, sem fyrst voru lagðar á eftir að máls- meðferð var lokið, og sakborn ingur fundinn sekur.“ Brennimerkingiii bíður ekki Andenæs heldur áfram: „Gapastokkur blaðsins og brennimerking bíður ekki þang- að til dómur er fallinn; sakborn- ingur, sem síðar er sýknaður af dómstólnum, losnar ekki heldur við hana. Og þjáningin bitnar ekki einungis á sjálfum sakborn- ingnum, heldur einnig aðstand- endum hans — maður getur hugsað sér tilfinningar barns, sem á að fara í skólann daginn eftir, að föður þess hefur verið slegið upp í blaðinu með nafni og ef til vill mynd, sem þjófi og svindlara eða eitthvað ennþá verra. — Frásögnin getur einnig verið áfall fyrir þann, sem fyrir brotinu hefur orðið og vitnin. — — — En til hróss blöðum okkar verður að segja, að þau fara varlega í að birta nafn, ef afbrotið er ekki eitt þeirra, sem mest er taláð um. Erlend blöð — einnig blöðin í okkar næstu nágrannalöndum — eru oft miklu tillitslausari. Reglan um frjálsa heimild til blaðafrásagna af réttarhöldum, leiðir eklci svo langt, að sakfelldi þurfi einnig, eftir að málinu er lokið, að sætta sig við, að gaml- ar syndir hans séu að ástæðu- lausu dregnar fram fyrir al- menning. Ef við til dæmis hugs- um okkur, að einhver í viðskipta- lífinu finni upp á því til að ná sér niðri á þeim, sem hann á í samkeppni við og áður hefur brotið hegningarlögin, að senda til viðskiptamanna sinna umburð arbréf með afriti af refsidómn- um, þá er þetia ærumeiðing, sem er óheimil, án tillits til sannleiks- gildis. Hið sama á við um blaða- mann, sem í sumarkyrrðinni ætl- ar að byrja að sjóða upp súpu úr gömlum réttarfrásögnum.“ Við lestur þessara hugleiðinga hins ágæta norska lögfræðings hlýtur að vakna umhugsun um hin þrotlausu skrif, sem hér á landi tíðkast um aldagömul af- brot, oft nauðaómerkileg. Því fer fjarri, að þau brjóti lagabók- staf, en sannarlega eru þau sízt til uppbyggingar. Dómasöfn Andenæs segir síðar: „Til er ritsafn, sem raunveru- lega geymir frásagnir af mála- ferlum til framtíðarnotkunar — þ. e. dómasafn sjálfra lögfræð- inganna, Norsk Retstidende. Hér hafa menn til eilífðar geymda dóma með nafni og heimili og öllum smáatriðum, bæði í refsi- málum og einkamálum, algjör- lega persónulegs eðlis. Tilgang- urinn er auðvitað sá lofsverði að geyma ákvarðanir dómstólanna til notkunar sem fordæmi í síð- ari málum. En þessum tilgangi væri hægt að ná án þess að hafa nöfnin með. Ég hefi öðru hvoru hugsað um það tilfelli, að lög- fræðistúdent sæti á lestrarsaln- um, beygður yfir gamlan árgang af Retstidende og rækist þar á dóminn yfir einn af samsveitung um sínum til dæmis fyrir þjófn- að eða siðferðisbrot. Ef hann er málgefinn, þá vantar hann ekki umræðuefni, þegar hann kemur heim í jólafríið." Vilja fella nöfnin úr dómasöfnum Enn segir Andennæs: „Sakfræðingafélagið í Osló samþykkti haustið 1957 álytkun með tilmælum um að fella nöfn- Framh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.