Morgunblaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. nóv. 1963
„Forsetinn verð-
ur myrtur66
— dularfullt símtal í Kaliforníu, 20
mínútum áður en skotið var á Kennedy,
forseta, í Dallas
NÆSTU daga munu meðlimum
Sjúkrasamlags Reykjavíkur ber-
ast ný samlagsskírteini í hendur.
Ernu skírteini þessi allmjög frá-
brugðin þeim, stm nú eru í notk
un. Efst á skírteinunum er nafn
og heimilisfang samlagsmanns,
Verða við-
staddir
útiörina
MARGIR þjóðhöfðingjar og
háttsettir stjórnmálamenn
víða um heim, hafa ákveðið
að halda vestur um haf til að
vera viðstaddir jarðarför
Kennedys Bandaríkjaforseta.
í hópi þeirra, sem vestur
fara, eru m.a. de Gaulle,
Frakklandsforseti, Filippus
prins og Anastas Mikoyan,
varaforsætisráðherra Sovét-
ríkjanna. Þá mun sir Alec
Douglas Home, forsætisfáð-
herra Breta, Frederika, Grikk-
landsdrottning, Erhard, kanzl-
ari V-þýzkalands, og Willy
Brandt, borgarstjóri V.-Ber-
línar, hafa tilkynnt komu
sína.
Margir fleiri munu hafa til-
kynnt komu sína vestra, þótt
nöfn þeirra hafi enn ekki ver-
ið birt.
„nafnnúmer", fæðingardagur og
ár, síðan nafn og nafnnúmer
maka, þá upphafsstafir lækna
þeirra, sem samlagsmaður hefur
kosið og þar fyrir neðan nöfn
barna samlagsmanna, f. d. og ár.
Nafnnúmerið, sem er sjö stafa
tala ,verður nýtt samlagsnúmer
skírteina.
Þar sem kvittanir frá Gjald-
heimtunni greina ekki nafn
greiðanda, heldur einungis hið
nýja Samlagsnúmer, þá ættu
menn til öryggis al bera númer-
in saman, er þeir greiða gjald
sitt. Gamla samlagsnúmerið er
ritað neðst til hægri á skírteini
þeirra samlagsmanna, er slík
númer höfðu. Gömlu skírteinin
munu halda gildi sínu til ára-
móta, en eigi lengur.
Útburður hinna nýju Samlags
Hoínaríjörður
AÐALFUNDUR LandsmáJafél-
agsins Fram í Hafnarfirði verður
haldinn í Sjálfstæðishúsinu ann-
að kvöld kl. 8.30. Auk venjulegra
aðalfundarstarfa ræðir Páli V.
DaníelsSón, bæjarráðsmaður, um
bæjarmál. — —Félagsmenn eru
hvattir til að fjölmenna.
MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Þór held
ur aðalfund sinn í Sjálfstæðishús
inu (uppi) i kvöld kl. 9. Féi.ags-
menn eru beðnir að fjölmenna
I og taka með sér nýja félaga.
skírteina á að hefjast nú um helg
ina, og hafa skátar boðið úr 160
manna liði, sem á að annast
hann. Miðað er við heimilis-
föng manna 1. des. 1962, og
munu skírteinin því eigi berast
til þeirra, sem flutt hafa síðan.
Verður því nokkur hópur manna
að vitja skírteina sinna til sam-
lagsins, og eins er þess vænzt
að fólk geri aðvart um villur,
sem kunna að hafa slæðst í ein-
stök skírteini, svo og ef það verð
send til manna, sem ekki eru
send ðt til manna, sem ekki eru
meðlimir samlagsins. Algjört
skilyrði fyrir afhendingu skír-
teinis er, að iðgjald hafi verið
greitt a.m.k. til ársloka. 1962.
Þess má einngi geta, að elli-
og örorkulífeyrisþegar hafa flest
ir fengið ný skírteini fyrir
skömmu.
Að lokum má geta þess að
skrifstofur Sjúkrasamlagsins
verða lokaðar í dag, laugardag,
vegna undirbúningsstarfs við út
sendingu skírteinanna.
Núðu upp
vörpu James
Borrie
EINS og menn muna var
brezki togarinn James Barrie
tekinn að ólöglegum veiðum
fyrir Vesturlandi fyrir
skömmu. Hann hjó af sér
vörpuna en kvaðst hafa týnt
henni fyrir utan landhelgi.
Nú hefur annað varðskip
fundið troll með höggnum
vírum á sömu slóðum og
togarinn var tekinn og um
hálfa mílu innan við fisk-
veiðitakmörkin.
Oxnard Kalifornía, 23. nóv.
— AP
STARFSMAÐUR símafélags
i Oxnard hefur lýst því yfir,
að 'hann hafi heyrt konu
nokkra segja í síma, 20 mínút-
um fyrir morð forsetans, að
hann yrði myrtúr. Segir hann
konuna hafa sagt: „Það á að
myrða forsetann."
Sjálfstæðisfólk í
Borgarfjarðar-
héraði
ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélag-
anna í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslum verður haldin í Hótel
Borgarnes í Borgarnesi laugar-
daginn 30. nóvember n.k. og
hefst kl. 8 með borðhaldi.
Á dagskrá árshátíðarinnar er
ræða Bjarna Benediktssonar for
sætisráðherra, Rögnvaldur Sig-
urjónsson leikur einleik á píanó
og ennfremur verður léttur
skemmtiþáttur. Að lokum verð-
ur stiginn dans. Stjórnandi árs-
hátíðarinnar verður Ásgeir Pét-
ursson sýslumaður.
Þeir stm hug hafa á þátttöku
geta srkfiað sig á gestalista, sem
mun liggja frammi í Verzlunar-
félagi Borgarfjarðar í Borgar-
nesi, dagana 22.—25. þ. m. Þeir
sem eiga langt að sækja, geta
tilkynnt um'þátttöku í síma.
Ray Sheehan, yfirmaður
Oxnard-deildar General Tel«
phone Co, hefur lýst því yfir,
ag konan, sem hringdi, hafi
sennilega komizt í sambanid
við starfsmenn símafélagsin*
af tilviljun, þ.e. hringt I
skakkt núrner.
Sheehan sagði enn fremur,
að konan hafi virzt vera óró-
leg, er hún sagði fyrir um
morð forsetans. Síðar i sam-
talinu sagðí hún nokkur sund
urlaug Og óskiljanleg orð og
setningar.
Skrifstofu bandarísku alrík
islögreglunnar í Los Angeles
var tilkynnt um simtalið, en
boðin bárust um seinan, for-
setinn hafði þá orðið fyrir
árásinni. Sennilega hafa orð
konunnar ekki verið tekin
of alvarlega í fyrstu, og talið,
að hér væri um ruglaða mann
eskju að ræða.
Sheehan segir, að ekki sé
nein leið að komast að því,
hvaðan hringt var. Ljóst er
þó, að konan, sem hringdi,
var stödd einhvers staðar á
svæðinu Oxnard-Camarillo,
um 80 km. fyrir norðan Loa
Angeles.
Alríkislögreglan hefur ekk-
ert um mál þetta viljað segja.
Það voru tveir starfsimenn
símafélagsins, sem hlýddu á
orð konunnar. Ekki er víst,
að konan hafi náð sambandi
við aðra en þessa tvo menn,
sem af tilviljun heyrðu til
hennar, að því er starfsmenn
símafélagsins segja.
Stefna Johnsons í
málum efst á baugi
Lausnin er I okkar eigin höndum
99
H É R fara á eftir tilvitn-
anir í ræður Lyndon B.
Johnsons, forseta Banda-
ríkjanna, sem hann hefur
undanfarna mánuði haldið
um ýmis málefni, svo sem
utanríkismál, mannrétt-
indamál, könnun himin-
geimsins, kjarnorkuvopna-
varnir, samkomulagið við
Sovétríkin og önnur mikil-
væg mál. Af þessum til-
vitnunum má ráða, hvre
stefna hins nýja forseta
mun verða.
Um samninga við kommún-
istaríkin:
„Við gerum okkur grein
fyrir því, að tilgangur þess
kerfis um að ná heimsyfir-
ráðum hefur ekki breytzt og
mun ekki gera það. Við get-
um ekki af raunsæi búizt við
því að fulltrúar kommúnism-
ans setjist að samningaborð-
inu til þess að semja á brott
eðli kommúnismans. En við
verðum og við munum halda
okkur fast við eðli og tilgang
okkar þjóðskipulags. Við mun
um ekki hafna raunsæjum
tækifærum, sem bjóðast til
að draga úr spennu og halda
fram heiðvirðum friði ....
friður og frelsi eru framverð-
ir í sókn okkar.“
Um samskipti Vesturlanda
og kommúnistaríkjanna:
„Það er nauðsynlegt frjáls-
um mönnum að vera ákveðn-
ir . . . . af og til. Skynsam-
legar ráðstafanir eru hugsan
legar til þess að draga úr
spennu í deilum á ákveðnum
stöðum. En það eru ráðstaf-
anir, sem fela í sér gagn-
kvæmt hagræði. Eins og mál-
um er nú háttað er það ljóst
að kalda stríðið — hin sí-
fellda leit að veikum hlekk
í brynju frelsins — mun
halda áfram.“
Um samvinnu um kjarn-
orkuvarnir Bandaríkjamanna
og bandamanna þeirra:
„Varðandi varnarmál, verð
um við að glíma við það
óleysta verkefni, sem sam-
vinna okkar um kjarnorku-
mál er, því að varnir Vestur
Evrópu eru orðnar flókið
mál. Til viðbótar þeirri
hættu, sem stafar af hersveit-
um Sovétríkjanna á landi,
hafa nú eldflaugar komið til
sögunnar. Við verðum að
vera reiðubúnir að mæta
þeim ógnunum, sem fyrir
hendi eru, en ekki hættum
þeim, sem einu sinni voru.
Tvær ríkisstjórnir Bandaríkj
anna hafa álitið og hvatt til
þess, að þessum ógnunum
verði mætt með sameinuðum
mætti eldflauga staðsettra í
Bandaríkjunum og miðlungs-
langdrægra flugskeyta, sem
sameiginlegur floti, undir
marghliða stjórn, hefði á At-
lantshafi."
66
Um verzlunarmál:
„Varðandi verzlunarmál, þá
trúum við því, að öll lönd
muni hafa hagræði af því að
verzlunarmúrunum verði sem
mést rutt úr vegi. Við höfum
undirbúið okkur undir að
lækka þessa múra sem mest,
með því að draga úr verzlun-
arhöftum. Við trúum því, að
við munum setjast að samn-
ingaborðinu sem bandamenn,
en ekki sem andstæðigar“.
Um langtímaáætlanir Banda
ríkjanna varðandi könnun
himingeimsins:
„Við vonum — og við getum
með vissu búizt við — að eftir
fimmtíu ár muni maðurinn
hafa náð lengra en til tungls-
ins, lengra en út fyrir sólkerfi
okkar, jafnvel út fyrir stjömu-
þoku okkar í himingeimnum.
Við óskum þess, að okkur tak-
ist — og okkur mun takast —
að leiða allt mannkyn til
meiri þekkingar á ævintýra-
heimi himingeimsins.“
Um baráttu bandariskra
blökkumanna fyrir jafnrétti:
„Það er innantómtt að halda
því fram, að lausnin á núver-
andi vanda sé í höndum tím-
ans. Lausnin er í okkar eigin
höndum. Nema því aðeins, að
við séum reiðubúnir til þess
að fyrirgera sessi okkar sem
menningarþjóðar í heimssög-
unni, þá verða Bandaríkja-
menn, hvítir sem svartir, að
taka saman höndum til lausn-
ar vandamáli því, sem blaisir
nú við okkur . . .“
Ný samlagsskírteini
Sjúkrasamlags Rvíkur
Leiðtogar heims
lýsa hryggð sinni
ÞJÓÐHÖFÐINGJAR um
víða veröld hafa látiS í ljós
hryggð sína yfir fráfalli
Kennedys, Bandaríkjafor-
seta, og sent fjölskyldu
hans og bandarísku þjóð-
inni samúðarkveðjur.
Hér fara á eftir ummæli
nokkurra þjóðarleiðtoga.
Ummæli þessi bárust frétta
stofum í gær, laugardag:
Krúsjeff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, var í heim
sóikn í Kiev, er honum bárust
fregnirnar um morð Kenne
dys. Hann batt þegar i stað
enda á heimsókn sína þar, og
hélt til Moskvu, þar sem hann
gekk á fund ambaSsadors
Bandaríkjanna, Foy D. Koh-
ler, og vottaði honum og
bandaríku þjóðinni samúð
sína. Krúsjeff sendi síðan
Lyndon B. Johnson skeyti, og
segir þar: „Fráfalil Kennedys,
forseta, er mikið áfall fyrir
alla þá, sem vinna að friði og
betri sambúð Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna. „Þetta
hryllilega imorð, framið á
þeim tíma, þegar betra ástand
virtist vera að skapast í al-
þjóðamá'lum . . . . sovézkar
þjóðir fyllast viðþjóði á söku-
dólgunum."
Leonid Brezhnev, forseti
Sovétríkjanna, sagði: „Ég er
of hryggur yfir þessum sorg-
lega atburði, sem er mikið
ólán fyrir heim allan, jafnt og
heimsfriðinn.“
Sarvepalli Radakrishnan, for
seti Indlands: „Kennedy var
ihugrakkur maður með hreina
samvizku“.
Nehru, forsætisráðherra Ind
lands, var í svefni, er fregnin
barst til Indlands. Ráðgjaifar
hans vildu efeki vekja hann;
þeir töldu fragnina miundu fá
of mikið á hann. „Hann verð-
ur áreiðalega of hryggur til
að mæla“, sögðu þeir.
Chiang Kai-Shek, leiðtogi
Kínverja á Formósu, ræddi
ekki sjálfur við fréttamenn.
Þeir, sem honum eru næstir,
sögðu, að hann hefði orðið
gagntekinn af hryllingi yfir
ódæðinu.
Iranskeisari og Hussein,
Jórdaníukonungur, lýstu báðir
yfir hryggð sinni.
Ben Bella, forseti Alsír,
hafði strax tal af ambassador
Bandaríkjanna í Alsír, Willi-
am J. Forter, er honum barst
fregnin, og lýsti yfir hryggð
sinni og samúð.
Sendinefnd Kúhu hjá Sam-
einuðu þjóðunum gaf út yfir-
lýsingu, þar sem segir, að
hryggðar gæti á Kúbu, „þrátt
fyrir ágreining þann, sem ríki
milli Kúbu og Bandaríkj-
anna.“