Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 1
32 sI3ur og l.esbok
51. árgangur
39. tbl. — Sunnudagur 16. febrúar 1964
Prentsmiðja Morg'mblaðsins
Ohlin þingforseti
Noröurlandaráðs
Stokkhólmur, 16. febrúar —
NTB.
KL. 11 fyrir hádegi í morgun
var 12. fundur Norðurlanda-
ráðs settur í sænska rikisþing
húsinu, við hátiðlega athöfn.
Fráfarandi forseti þingsins,
Nils Hönsvoid, ræddi nokkuð
samstarf Norðurlanda, sem
hann taldi vera einstætt. Lýsti
hann því m. a., að hann vissi
ekki önnur dæmi um svo
nána samvinnu rikja, eins og
ætti sér stað milli Norður-
landa.
Á fundinum í morgun var
rithöfundinum Tarjei Vesaas
afhent bókamenntaverðlaun
Norðurlandaráðs, en þau
nema um 300.000 ísl. krónum.
Forseti þingsins nú var kjór
inn Svíinn Bertil Ohlin.
Fyrir fundi Norðurlanda-
ráðs nú liggja fjölmörg mál.
Síðdegis í dag fóru fram al-
mennar umræður, og verður
þeim haldið áfram á morgun,
en siðan verður gengið til
nefndarstarfa.
Af lielztu málum má nefna:
Menningarmál, markaðs-
mál, Jandhelgis- og fiskimál,
kynþáttamál, þá sérstakiega
afstöðuna til stjórnar S-Af-
ríku, kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndum o. fl.
í NTB-fréttum í dag sagði,
að alls biðu 163 mál af-
greiðsiu á fundi ráðsins.
Viðræöum
de Gaulle
Erhard og
lauk í gær
París, 15. febrúar — NTB
LUDWIG Erhard, kanzlari
V-Þj'zkalands, og de Gaulle,
Frakklandsforseti, komu í dag
saman til fundar í Elysee-
höllinni í París. A dagskrá eru
málefni Evrópu.
Ráðamennirnir áttu með
sér nokkurra klukkustunda
fund í gær, og áður en Er-
hard heldur aftur heimleiðis,
síðdegis í dag, munu þeir eiga
með sér annan fund.
Erhard gerði de Gaulle
grein fyrir því, á fundinum í
gær, að viðurkenning frönsku
stjórnarinnar á Alþýðulýð-
veldinu Kína gæti leitt til
Ranger-
skoti
frestað
Washingtorr, 15. febrúar —
NTB.
FRESTAÐ hefur verið Rang-
er-skoti því, sem fyrirhugað
var síðari hluta þessa mánað-
ar.
Tilkynning um þetta barst
frá Bandarísku geimrann-
sóknastofnuninni í gær. Segir
þar, að fresturinn hafi verið
ákveðinn, vegna þess, að enn
hafi ekki verið gengið úr
skugga um, hvers vegna síð
asta Ranger-skotið (Ranger
VI) mistókst. Alls hafa 6 slík
skot Bandaríkjanna mistekizt.
sundurlyndis á Vesturlönd-
um.
Þýzkur talsmaður skýrði frá
því í gærkvöld, að franska og
v-þýzka stjórnin litu Álþýðu-
lýðveldið ekki sömu augum.
Sagði hann sama skoðanamun
ríkja um SA-Asíu. Vakti hann
athygli á því, að afstaða V-þýzka
lands og Frakklands til þessara
landsvæða hefði um langt skeið
verið ólík. Talsmaðurinn tók þó
fram, að De Gaulle hefði fært
mörg skynsamieg rök að því,
hvers vegna ekki hefði verið
hægt að komast hjá því að
viðurkenna Pekingstjórnina-
Sjálfur lýsti Erhard því yfir,
að loknum fundinum í gær, að
hann væri mjög ánægður yfir
því að hafa fengið tækifæri til
að ræða opinskáti við Frakk-
Framhaid á bls. 31
Loftmvnd af liafnarborginni Limasol á Kýpur. Mvndin var tekin nú í vikunni, skömmu áður •»
bardagar brulust út við Berengaria kastala, sem snýr út að höfninni. Tala fallinna og særða í Lima-
sol skitiir uu hundruðum. Borgin er byggð gríska þjóðatbrotinu, og er einkum þekkt fyrir iðnað.
Senda Tyrkir nú her-
lið á land á Kýpur?
Svo segir í óstaðíestum fregnum, sem
herma einnig, að þd muni Miðjarðarhafs-
floti Bandaríkjanna skerast í leikinn
Aþenu, 15. febrúar — NTB
í FREGNUM frá Kýpur í
morgun segir, að harðir bar-
dagar hafi brotizt út við Pap-
hos, á vesturhluta eyjunnar.
Ekkert hefur enn frétzt um
Nossenko dvelst
vestra framvegis
— ræddi í fyrrinótt við so.vézka sendi-
rdðsménn í Washington
Washington, 15. febrúar.
— NTB —
YURI Nossenko, afvopnunar-
ráðst'efnufulltrúinn sovézki
sem beðizt hefur hælis í
Bandaríkjunum, lýsti því í
nótt yfir við fulltrúa sovézka
sendiráðsins í Washington, að
hann héldi fast við ákvörðun
sína. Myndi hann framvegis
dveljast í Bandaríkjunum.
Talsmaður bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins skýrði
frá því í dag, að ekkert væri
því lengur til fyrirstöðu, að
Framhald á bls. 31
mannfall í dag, en í opinber-
um fréttum í dag segir, að í
gær hafi sex Tyrkir og tveir
Grikkir látið lífið í bardög-
um á þessum slóðum.
Lið brezkra fallhlífaher-
manna er við Paphos, og hef-
ur verið þar, frá því að har-
dagar geisuðu þar síðast. Mun
það lið sennilega skerast í
leikinn.
I»á hermdu óstaðfestar
fregnir í morgun, að tyrk-
neskur floti hafi lagt úr höfn
frá Iskandrun, í SA-Tyrk-
landi. Sé honum stefnt til
Kýpur. Menn óttast nú mjög,
að til alvarlegra tíðinda dragi,
enda hefur tyrkneska stjórn-
in lýst því yfir, að hún muni
ekki sitja aðgerðarlaus öllu
lengur.
Enn hefur ekki samizt um
gæzlulið, er haldi uppi lögum
og reglu á Kýpur.
• George Ball, varautanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, kom í
nótt til Aþenu, en áður hafði
hann dvalizt átta stundir í An-
Afnemur
LSA
aðstoð ?
Washington, 15.
febrúax — NTB.
BANDARÍSKA utanríkis-
ráðuneytið hefur tilkynnt,
að geúgin séu í gildi ný
lög vestan hafs, er kveði
svo á, að fyrirvaralaust
sé hægt að hætta banda-
rískri efnahagsaðstoð við
þau ríki, er hafi skip sín
eða flugvélar í förum til
Kúbu.
Aðstoð sú, sem hér um
ræðir, gengur undir nafn-
inu „aðstoð við erlend
ríki“. Er þess getið, að
enn hafi engin ákvörðun
verið tekin um, hvort lög-
unum verði beitt, eða þá
gegn hverjum.
kara, og rætt þar við tyrkneska
forsætisráðherrann, Ismet Inönu,
og utanríkisráðherrann, Cemal
Erkin. Er Ball sagður hafa skýrt
þeim frá því, að Makarios, erki-
biskup og forseti Kýpur, hafi
Framh. á bls. 2
I