Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. febr. 1964 Svavar Guðnason listmálari. Myndiðn tók myndina. SVAVAR Guðnason, list- málari, kom heim fyrir nokkru frá Kaupmanna- höfn, þar sem nokkur verka hans voru á Grönn- ingen-sýningunni. — Rak Svavar í Höfn ýmis erindi varðandi list sína og má með sanni segja, að í þess- ari reisu hafi tilveran bros- að við listamanninum, verk hans hlutu prýðisgóða dóma og ýmsir þeir hlutir gerðust, sem sýna hversu mikils list hans er metin. Morg'im'blaðið hefur hitt Svavar að máli og rætt við hann um Kaupmanna- hafnarreisuna og annað við- víkjandi starfi hans og list- inni. Svavar var hinn hress- asti og greinilega endurnærð- ur af slugsi sínu um listaheim Hafnar. — Hvað getur þú sagt okik- ur um ferðina, Svavar, hve- nær hélztu utan? — Ég fór á þrettándanum og hélt að mér mundi ganga allt á móti, fyrir það athug- unarleysi að hafa tekið mig upp á þrettándanum. Erindið til Hafnar var tvíþætt. í fyrsta lagi til að bjóða stofnun, sem heitir Statens Kunsbfond, stóra mynd sem ég hafði má.1- að og heitir „Veðrið“. Eiginlega átti ég að mála litla skissu og bera hana undir þessa stofnun, sem síðan átti að .ákveða, hvort ég skyldi mála hana stærri eða ekki. En ég fór þarna aftan að siðunum. Ég byrjaði á að mála þessa stóru mynd og bauðst svo til að gera skissu eftir henni. En þeir afþökk- uðu og vildu heldur hafa þá stóru. Ég álí't, að það sé alveg fortakslaust vitlaust að búa til einhverja litla mynd og fara svo að stæfcka hana upp. >á gerist maður sinn eigin apa- köttur og hefur gefizt upp að skapa frjálst og lífrænt. Nú hitit erindi mitt var þátt- taka mín í Grönningunni, sem ég er félagi í. I>að gekk ágætlega, nema ég miss-ti 9 börn mín þ.e.a.s. myndirnar, sem seldust allar með tölu. — Það fréttist hingað heim, að þín verk hafi verig hengd á heiðursvegg sýningarinnar ©g að þú hafir fengið góða dóma. — Já, ég verð að segja, að dómar blaða hafi yfirleitt verið góðir, en mest kom mér á óvart, að fólfc, sem ég hafði aldrei heyrt eða séð, kom og tóik í handarskarnið á mér og þafckaði mér fyrir frammistöðuna. Slífcu á mað- ur jafnaðarlega ekki að venj- ast. Á meðan ég dvaldist í Kaup mannahöfn hitti ég próf. dr. med. Meulengraoht, sem hafði örvað konsul Peter Anthoni- sen til að stofna sjóð ti'l að styrkja íslenzika listamenn til Danmerkurdvalar. Meulen- graoht sagði mér, að kon- súllinn hefði áfcveðið í sam- ráði við Dansk-islandsik Sam- fund að bjóða- mér og Ástu, konu minni til að dveljast í mánaðartíma á Skagen nú í sumar og er allt uppihald og ferðalög okkur að kostna*>ar- lausu. Við verðum þar um há- sumar og væntum við bjónin okkur mifcils af dvölinni á þessum stað, sem svo mifcið er látið af. Við höfum á tilfinningunni, að þetta sé eyraroddi milli tveggja stórfljóta (Katte- gat austan rtiegin og Skagerak að vestan og norðan), og muni vera upplagt að liggja þarna í sandi og hafa aðstöðu til að busla hann af sér 1 vatni við og við. Ég vil taka fra-m, að við Ásta erum þeim Meulengracht og Anthonisen mjög þafck- lát fyrir þetta fcostaboð. —Er ekfci, Svavar, erfiðari aðstaða að vera listamaður á fslandi en meðal frændþjóð- anna á Norður0.öndum, t. d. í Danmörku? — Það eru ill örlög á voru landi', að hingað koma aldrei góðar útlendar ' sýningar. Slífct ástand er öllu lélegu til framdráttar, en því góða, sem hér er gert, til miðka. Hvolpa burður úr listaverkaritum getur vaðið hér uppi eins og sjálfsafgreiðsla á fölskum ávísunum. Ég held ag fátt sé óheilnæmara listamönnum en að vera með nefið niður í prentuðum myndum. í góðri list er al'ltaf frum- legur innblástur, já, enda þótt hiver tíð eigi sín sérstöku táfcn (symbol) og meginstíl. Myndlistarverka verður ekki notið nema milliliðalaust. í þeim er í senn svo bein- skeyttur og viðfcvæmur trún- aður að engin endur- eða fjöd- prentunartækni skilar ,þar nokfcru til hlítar. f Skandinavíu flæðir allt út í sýningum mikilvægra lista- verka hvaðanæfa úr heimi. Er ég var í Danmörku á dögunum sá ég á Louisiana, hinu ágæta satfni Knud W. Jensen, mjög merkilega sýningu------þver- skurð höggmyndalistar vorra daga. Þar voru meðal annars: Arp, Laurens, Calder, Moore, Lardera, Ghermandi, Marini, Giaoometti ' og fleiri aufc Skandinavanna Heerups, Jac- obsensr Haugen, Sörensens og annarra. Ég hef aldrei séð jafn margar höggmyndir á einni og sömu sýningu. Um 80-90 af þessum alþjóðlegu höggmyndaverkum átti einn maður, einkasafnari sænskur, Boustedt arfcitekt. Þá voru einnig á sýning- unni vatnslitamyndir og teikningar úr Musée d’ Art Moderne í París eftir Pi- asso, Gris Villon, Léger, Max Ernst, Ohagall, Pignon, aufc 63 annarra, sem of langt yrði upp að telja. Á undan þessari sýningu á Louisiana var þar sýning á Austurlanda list, þá van Gogh sýning, og þar áður Jackson Pollock. Það væri mjög ánægjulegt ef Listasafn fslands hefði traust og fjárráð til að ná til landsins á sýningu t. d. þess- um 80-90 höggmyndum í eigu Boustedts arkitekts eða ef peningamenn vorir með hverju nýju „dollaragríni“ fceyptu gott listaverfc svo við gætum öðru hvoru haldið sýn ingar á verfcum í eigu lands- manna sjálfra af afburðalist umheimsins. — Þær fréttir bárust til landsins fyrir nokfcrum dög- um, að þér hafi verið boðin þátttaka í sýningu danskrar listar í Bandarífcjunum, er það efcki rétt? —Jú. Tvær þeklktar lista- og vísindastofnanir í Amer- íku, í Washingbon og í Pitts- burgh, buðu menntamálaráðu neyti Dana að skipuleggja og halda málverka- og högg- myndasýningu á verkum þeirra manna, sem á sínum tírna mynduðu „Höst“-grúpp- una í Höfn, en nú gengur undir nafninu „Cobra“-grúpp- an. Þetta Cobra nafn kom til er listamenn frá Bruxelles og Amsterdam fóru að að- hyllast liststefnu ofcfcar í Höfn og ganga í lið með henni. Nafnið er samsett úr Co(penhagen), Br(uxelles) og A(msterdam). Það hefur fengið ag standa þannig þótf fylgjendur séu að auki orðnir Framh. á bls. 13. Hið mikla verk Svavars, „Ve ’crið“. Málverkið er 2.40 metrar á hæð og 4 metrar á breidd. Listamaðurinn ritar nafa sitt i hægra hornið að neðan. Ljós m.: Myndiðn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.