Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 16
Sunnudagur 16. febr. 1964 18 MORGUNBLAÐIÐ i Útgefandi: F ramk væmdast jóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 80.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 4.00 eintakið. UPPRÆTUM SPILLINGUNA T’ins og kunnugt er hafa bankarnir síðustu mán- uði takmarkað mjög útlán og hert eftirlit með skuldurum sínum, jafnframt því sem þeir hafa gert öflugar ráðstafanir til að hindra hin svokölluðu keðjuviðskipti með tékka. Takmörkun útlána er auðvit- að fyrst og fremst gerð til að stemma stigu við áframhald- andi ofþenslu í efnahagslíf- inu, en eftirlitið með ávísun- um miðar að því að tryggja heiðarleika í viðskiptum. Ráðstafanir þessar hafa þó haft meiri þýðingu en þá, sem áður greinir, því að þetta aukna aðhald hefur leitt til þess að upp hefur komizt um víðtæk fjársvikamál, sem ella lægju sjálfsagt enn í láginni. Hér er því í rauninni um að ræða mjög þýðingarmikla hreinsun í f jármálalífinu, sem um langt skeið hefur verið gruggugt. Nú ríður á að fylgja fast eftir þeirri sókn, sem hafin er til að uppræta spillinguna í þjóðlífinu og láta ekki staðar numið fyrr en svipað siðgæði er orðið ríkjandi hér á landi og í þroskuðustu lýðræðisríkj um vestan hafs og austan. Sjálfsagt næst ekki til allra þeirra, sem sekir eru, og sum- ir saklausir eða leiksoppar sér verri manna kunna að verða illa úti, en við því er ekkert að gera. Hér er um slíkt þjóð- félagsvandamál að ræða, að einskis má láta ófreistað til að komast fyrir rætur mein- semdarinnar. SKATTSVIKIN '17'iðreisnarstjórnin gerði sem ' kunnugt er ráðstafanir til að skattalög yrðu með þeim hætti, að menn væru ekki til- neyddir að skjóta undan skatti eins og raunverulega átti sér stað hér um langt skeið. Hér var um heilbrigða ráðstöfun að ræða, sem menn vonuðu að yrði til þess að sið- gæði batnaði í skattamálum. Því miður hefur reynslan orðið sú, að menn hafa haldið áfram víðtækum skattsvik- um, þótt skattalög væru færð í réttlátara horf, og enn kveð- ur svo rammt að þessum af- brotum, að þjóðarsmán er. Ríkisstj órnin hefur boðað aukið eftirlit rneð skattafram tölúm og er það vel, en þar dugar ekkert smáræði, held- ur verður að taka málið mjög föstum tökum. Hitt er annað mál, að svo almenn eru skattsvikin, að í fyrsta umgangi er ekki unnt að beita refsingum á borð við það, sem gert er í öðrum löndum. Heppilegast hefði raunar verið að gefa mönnum upp sakir og taka síðan mjög þungt á nýjum brotum. Ekki er hægt að vænta fulls árangurs af þeim aðgerðum, sem framundan eru til að tryggja heiðarleg skattafram- töl, á einum eða tveimur ár- um, en ef vel er á málum haldið ætti að vera unnt að koma heilbrigðri skipan á málin innan fárra ára. FESTA FRAMUNDAN 'C’ins og kunnugt er hefur *-J ríkisstjórnin aflað sér heimildar til þess að draga úr framkvæmdum ríkisins og fresta þeim, ef nauðsyn kref- ur, vegna ofþennslu í efna- hagslífinu. Þessari heimild er sjálfsagt að beita til að skapa á ný festu í íslenzku þjóðlífi. Menn hafa fengið meira en nóg af vinnudeilum og óraun- hæfum kauphækkunum, og þess vegna er ólíklegt, að enn á ný muni takast að stofna til vinnudeilna og koma af stað hækkunum kaupgjalds og verðlags. Viðreisnarstj’órnin hefur ó- mótmælanlega síðustu mán- uðina verið í varnarstöðu og ekki tekizt að hindra áhlaup stjórnarandstæðinga, sem miða að því að skapa sem mesta erfiðleika, en margt bendir til þess, að þeirri vörn sé nú lokið og ný sókn sé framundan. Viðreisnin hefur enn ekki verið fullkomnuð, þótt margt gott hafi af henni leitt. Enn er eftir að^skapa það jafn- vægi og traust, sem er nauð- synleg forsenda- heilbrigðs þjóðlífs og batnandi hags. — Þetta er það verkefni, sem vinna verður að næstu mán- uðina. Ef öfluglega er að því staðið mun sigur vinnast, því að fjöldi landsmanna ætlast til þess, að vandamálin séu tekin föstum tökum, eins og sýndi sig, þegar viðreisnarráð stafanirnar hófust 1960. Af þessum sökum er fyllsta ástæða til þess að landsmenn séu bjartsýnir, þrátt fyrir þau áföll sem urðu síðari hluta árs 1963. Meðfylgjandi mynd birtist af íslenzku stúlkunni Guðrúnu Högnadóttir í BT fyrir nokkrum dögum. í texta með myndinni urinn hafi enn ekki verið ákveð- inn. Þá komst frú Kennedy á for- síðu blaðanna í síðustu viku, þegar hún snæddi kvöldverð í veitingahúsi aokkru í Washing- ton. Hún deildi þar borði með myndaieikaranum Marlon kvikmyndaleikaranum Marlon systur sinni, Lee Radziwill, Brando og kvikmyndaframleið- andanum George Egnlund. Varð fólk furðu lostið að sjá hana í þessum félagsskap. Blaðafuiltrúi hennar lýsti því hinsvegar yfir, að hún hafi verið að ræða við hina tvo síðarnefndu í sambandi við kvikmyndun í John F. Kennedy bókasafninu í Harvard. En það glyemdist að' segja En það gleymdist að segja og hann tók þann kostinn að bera á móti því að hann hefði nokkru sinni hitt frú Kennedy, hvað þá snsett með henni. segir, að hún hafi fyrir nokkru sagt upp starfi sínu á skrifstofu í Kaupmannahöfn og gerzt ljós- myndafyrirsæta með góðum ár- angri. Og þó það sé ekiki jafn arðbær atvinna og salta síld á íslandi, hafi hún í hyggju að halda því áfram, því takmark hennar sé ekki fyrst og fremst að græða peninga. Blaðið segir ennfremur að stúlkan sé engin kveif, og hún blikni hvorki né bláni við að slægja þorsk og taka út úr hon- um innyflin. Uppáhaldsréttur hennar sé líka þorskaflök „a la Geysir“, sem hún dýfi ofan í gróft salt eftir steikingu. Fyrir nokkrum dögum flutti Jacqueline Kennedy í sitt eigið hús með börn sín. Síðan maður hennar lézt hefur hún búið í húsi vara-utanríkisráðherrans Aver- ell Harrimann, sem staðsett er i hinum sögufræga hluta Washing ton, Georgetown. Hljótt er nú um Birgitte Bar- dot, og hefui lítið um hana heyrzt síðan frestað var töiku myndarinnar „Une ravissante idiote", þar sem hún lék á móti Jacques fór í með föður sínurn, og virtist fara vel á með þeim feðgum. Á sama tíma birtist sv® meðfylgjandi mynd frá kyrrlát- um morgni á heimili Vadims, Húsið sem frú Kennedy flytur í er andspænis húsi Harrimanns. Það er gamalt hús frá 1794, á þremur hæðum. í húsinu eru tólf herbergi. Á myndinni sést Jacqueline Kennedy flutningadaginn. Hún er klædd í gúmmístígvél og regn kápu, Yzt til vinstri er hálfsyst- ir hennar, Janet Auchinloss, og Caroline Kennedy á milli þeirra. Heyrzt hafa þær fréttir frá Þýzkalandi, að Jacqueline hygg- ist skreppa í heimsókn til Vest- ur-Berlínar á næstunni, en dag- Anthony Perkins. Kvikmyndatak an fór fram í London og var frestað um eitt ár, vegna þess að Londonbúar voru svo forvitnir, að hinir frægu leikarar höfðu ekki stundlegan frið fyrir þeim. Aftur á móti er mikið rætt um fyrrverandi eiginmenn Brigitte, þá Roger Vadim og Jacques Charrier. Eitt blaðið birti í vik- unni heilsíðu um skautaferð, skömmu áður en hjónaleysin rjúka af stað til vinnu. Eins og kunnugt er hafa þau Catherine Denenuve ekki enn gengið i það heilaga, -og segja margir að Vadim sé tregur til, sbr. máls- háttinn „brennt barn forðast eld inn“. Hann hefur tvisvar verið giftur, fyrst Brigitte Bardot og síðan dönsku leikkonunni Anetta Ströyberg. Catherine er líka sem Nicolas, sonur Brigitte og kvikmyndaleikkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.