Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 16. febr. 1964 MORGUNBIAÐIÐ 17 Efling byggðar um allt land Flestir eða allir eru sammála um nauðsyn þess að hindra, að allir landsmenn safnist saman á tiltölulega litlum hluta lands- ins. Þess vegna hafa marghátt- aðar ráðstafanir verið gerðar til að bæta kjör fólksins úti um land og vega á móti fólksflutn- ingum til Suðvesturlands. í þess um tilgangi hefur miklu fé ver- ið varið beint og óbeint. Hafa þau fjárframlög vafalaust haift verulega^?ýðingu, þótt hihu verði ekki neitað, að tilætluðum á- rangri hefur enn ekki verið náð. En hvað er hægt að gera spyrja menn, ef framlög til raf- væðingar, vegagerða, hafnargerða bygginga félagsheimila, ræktun- ar, o.s.frv. bera ekki fullnægj- andi árangur. Eru til önnur og ef til vill áhrifameiri úrræði? Morgunblaðið telur, að slík úr- ræði séu til, og það hefur þeg- ar bent á þau. Ef unnt reyndist að koma upp einu eða fleiri stór Íyrirtækjum í hverjum hinna þriggja landsfjórðunga, sem keppa þurfa við Suður- og Suð- vesturland, mundi það án alls efa verða áhrifamesta úrræðið í þessum efnum. Slík fyrirtæki mundu draga til •ín mannaíla og fjármagn, sem Akureyri seð ur lofti. REYKJAVÍKURBRÉF efla mundi þéttbýli í þessum fjórðungum og nærliggjandi þorp og sveitir mundu njóta góðs af því, alveg eins og kaup- staðirnir við Faxaflóa og bæði þéttbýlið og sveitirnar á Suð- urlandi njóta góðs af vexti Reykjavíkur. Alúminíum á Akureyri Arðvænlegast er talið að byggja hina fyrirhuguðu alumin íumverksmiðju við Faxaflóa. Engu að síður eru gerðar á því víðtækar athuganir, hvort unnt mundi að staðsetja verksmiðj- una við Eyjafjörð. Allmikill aukinn kostnaður yrði því óhjákvæmilega sam- fara að byggja nægilega öfluga háspennulínu yfir hálendið frá Búrfelli • til Akureyrar, en hins vegar er ekki talið að tæknilega sé neitt því til fyrirstöðu. Eig- endur alúminíumbræðslunnar mundu sjálfsagt hafa eitthvert ó- hagræði af því ef hún yrði byggð norðanlands en ekki sunn an. Samt ber að leggja á það áherzlu við þá, að verksmiðjan verði reist þar. Morgunblaðið hefur lýst þeirri ekoðun sinni, að það telji rétt, að við tökum á okkur veruleg- ar fjárhagsbyrðar til þess að verksmiðjan verði byggð norð- anlands. Þær byrðar kunna að þykja nokkuð miklar í eitt skipti, en þær munu létta áf okkur miklum vanda og marg- víslegum útgljöldum í framtíð- ÍnnL Austfirðir og Vest- Auk alúminíubræðslunnar er rætt um það, að kísilgúrverk- smiðja verði reist norðanlands. Þetta nýja fyrirtæki gæti valdið því, að á tilíölulega fáum árum myndaðist nokkur hundruð manna þorp við Mývatn. Með þessum tveim fyrirtækjum mundi því athafnalíf á Norður- landi vera styrkt svo, að öruggt ætti að vera, að í kjölfarið fylgdu nýjar framkvæmdir, sem hindruðu það, að fólk flytt- iet burt af Norðurlandi. >orp við Mývatn mundi verða við þjóðbrautina til Austurlands Laugard. 15. íebr. og hafa nokk-ra þýðingu fyrir byggðina þar, sem þá væri kom- in í meiri nálægð við þéttbýlið á Norðurlandi. Vafalaust mundi ferðamannastraumur norður og austur aukast og samgöngur örv- ast, einnig við Austfirði, en samt væri það verkefni óleyst að efla byggðina á Austurlandi til jafnvægis við Norður-, Suður- og Suðvesturland. Á Austfjörðum þyrfti einnig að rísa eitt — eða fleiri — stór- fyrirtæki sem laðaði til sín minni rekstur og yrði grundvöll- ur að öflugu þéttbýli. Hið sarna þyrfti að gerast á Vestfjörðum. Og þá yrði á hinn raunhæfasta hátt tryggt jafnvægi í byggð landsins. Á öld tækninnar eru sífellt að skapast ný tækifæri til stór- framkvæmda. Morgunblaðið er þess ekki umkomið á þessu stigi að spá neinu um það, hvaða fyr- irtæki væri arðvænlegast að reisa vestanlands og austan, en það er sannfært um að tækifæri til slíkra stórátaka eru á næsta leiti, ef íslendingar hafa mann- dóm og vit til að hagnýta sér þau tilboð, sem bjóðast til stóriðju í heilbriglðri samvinnu við þá, sem hafa yfir að ráða tæknikunnáttu, markaðsmögu- leikum og fjármagni. Ef byg«ð fer í eyði Af og ti.1 heyrast raddir um það, að ekkert væri athugavert við, að mörg býli færu í eyði. Slík sjónarmið er reynt að rök- styðja með fjárhagslegum full- yrðingum. En jafnvel þótt menn vildu loka augunum fyrir þeirri þjóðfélagslegu hættu, sem því væri samfara að heilar byggðir færu í auðn, nægja fjárhagp- legar röksemdir til þess að slíkt verður að hindra. Þannig er það Ijóst, að gíf- urlega nýja fjárfestingu þyrfti, ef til dæmis eitt þúsund býli færu i auðn. Þá þyrfti að koma upp íbúðum fyrir eitt þúsund fjölskyldur, því að íbúðarhús- næði það, sem fólk þetta býr í upp til sveita, yrði þá ónýtt, auk eyðileggingar útihúsa og ræktun ar. Setjum svo, að heildarkostnað ur við byggingu þessa húnæðis asamt útgjöldum þess bæjarfé- lags, sem leggja þyrfti götur og sjá um aðrar þarfir, væri 700 þús. kr. á íbúð, sem er mjög lágt áætlað, þá væri hér um að ræða hvorki meira né minna en 700 milljónir króna. Fyrir slíka upphæð mætti gera stórátök í ræktunarmálum, ef mönnum sýndist svo, þannig að þessi býli yrðu fær um fram- leiðslu til útflutnings. En ef menn vildu heldur, væri hægt fyrir slíka upphæð að koma upp stórfyrirtæki í einihverju því byggðarlagi, sem við mesta erf- iðleika býr, og það fyrirtæki gæti orðið lyftistöng heils lands fjórðungs. Þótt ekki kæmi annað til en þetta, væri fráleitt að leggjja heil ar sveitir í auðn, enda mun það brátt sannast, að landbúnaður- inn á mikla framtíð fyrir sér, ekki sízt vegna þess stórhugs, sem nú er ríkjandi og aðgerða Viðreisnarstjórnarinnar til þess að stækka býlin, sem meðal ann ars kemur fram í aðstoð við að auka ræktunina upp í 25 hekt- ara á býli, í stað áðeins 5 hekt- ara til 1957 og 10 hektara fram til síðasta árs, þegar hámarkið var ákveðið 15 hektarar. Jafnvæsji í þjóðar- búskapnum En það er ekki nóg að tryggja hið svonefnda jafnvægi í byggð landsins. Hitt er ekki síður mik- ilvægt að trygr^a jafnvægi í þjóðarbúskapnum, traustan fjár hag og stöðugt verðlag, sem á er hægt að byggja framfarir og batnandi lífskjör. Þetta hefur því miður mistekizt að undan- förnu, fyrst og fremst vegna ó- ábyrgrar stjórnarandstöðu, sem komið hefur fram áformum sín- um um víxlhækkanir kaupgjalds og verðlafís. Sem betur fer er nú öllum landslýð að verða það ljóst, að hinar óraunhæfu kauphækkapir verða að hætta, vegna þess að þær eru engum til góðs, en öll- um til tjóns. Kauphækkamrnar á s.l. ári voru nokkuð sérstaks eðlis, því að menn töldu launahlutfall hafa raskazt um of opinberum starfs- mönnum í hag, en enginn getur með rökum haldið því fram, að eftir að síðasta hringnum í kauphækkuninni lauk, beri op- inberir starfsmenn of mikið úr býtum. Ekki er heldur unnt fyrir þá, sem hindruðu að láglaunafólk fengi sinn hlut bættan, að halda því nú fram, að launahlutföllum þurfi að raska þessu fólki í hag. Það hefur margsinnis verið, reynt en ætíð hindrað. Þess vegna er ekki ástæða til að ætla að tilraunir, sem gerðar kunna að vera til að launahlubfallinu á ný, muni njóta samúðar. Full ástæða er því til að vera bjartsýnn á það, að nýjar til- raunir til að knýja fram kaup- hækkanir muni fara út um þúf- ur, þótt upplausnarmenn reyndu enn að leggja til atlögu. Afleiðingar kaup- hækkananna Eins og menn vissu fyrirfram hafa orðið þær afleiðingar af kauphækkununum í des.. að verðlag hefur nokkuð hækkað. Verðhaakkanirnar eru ekki all- ar fram komnar, en munu koma fram í dagsljósið á næstunni. Mikið af þessum verðhækkun- um er beinlínis lögboðið. Þann- ig er til dæmis varið hækkun- um landbúnaðarverðs og raunar líka hækkun álagningar í verzl un. Menn hafa e.t.v. ekki gert sér grein fyrir síðara atriðinu, en með lögum um verðlagseftir- lit er ákveðið, að alagning skuli vera nægileg til þess að vel rek- ið fyrirtæki geti borið sig. í samræmi við þetta voru á- lagningareglur ákveðnar á sín- um tíma. Kaupmönnum þóttu þær að ýísu nokkuð lágar, en síðan hefur orðið geysimikil út- gjaldaaukning hjá verzluninni og lögum samkvæmt á hún að fá þau útgjöld borin uppi í hækkaðri álagningu. Það væru lögbrot af hálfu stjórnarvalda að hindra það að verzlunin fái hlut sinn bættan og þess vegna óhjákvæmilegt að svo fari. Auðvitað væri æskilegast að afnema verðlagshömlurnar, en blað annars stjórnarflokksins hefur fram að þessu barizt fyr- ir viðhaldi þeirra svo að ætla verður, að þær skoðanir — þó barnalegar séu — eigi svo mik inn hljómgrunn í Alþýðuflokkn- um, að erfitt verður að koma þessu nauðsynjamáli fram til hagsbóta fyrir allan almenning. Hlutverk atvinnu- rekandans í ágætri grein sem dr. Benja- mín Eiríksson ritaði hér í blað- ið s.l. föstudag, víkur hann m.a. að hinu mikilvæga hlutverki at- vinnurekandans í lýðræðisþjóð- félagi. Hann ræðir um félags- lega þýðingu sjálfstæðra atvinnu rekenda, sem hver um sig se máttarstólpi þjóðfélagsins, hiver á sínu sviðL hver í sínu byggð- arlagi. Þetta eru orð í tíma töluð, því að oft sézt mönnum yfir það í kapphlaupinu við að afla sér sem mestra tekna, að frum- skilyrði góðra lífskjara til fram- búðar er, að heilbrigður atvinnu rekstur dafni vel, safni sjóðum til frekari uppbyggingar og til þess að hagnýta nýjungar og tækniframfarir. Á því og því einu getur ör framfarasókn byggzt og þar með batnandi lífs kjör. Hið mikilvæga hlutverk vinnu veitendans, að vera sívökull við að bæta rekstur sinn og huga að nýjungum hefur að litlu verið metið hér á landi. Mönnum hef- ur þótt sjálfsagt að ganga svo nærri atvinnurekstrinum, að litl- ir möguleikar hafa verið á að bæta hann. Þetta hefur afbur orðið til þess að *ramfarir hafa orðið minni en ella. Vinnuveitendur og vinnudeilur En vinnuveitendur hafa ekki einungis skyldur við þjóð sína í daglegum störfum heldur líka í vinnudeilum. Dr. Benjamín Ei- ríksson bendir á það í grein sinni, að rök fyrir atvinnufrélsi og einkaframtaki séu m.a. þau, að við þau skapist öflug stétt at- vinnurekehda, stórra og smárra, sem samkvæmt reynslu vest- rænna þjóða beita áhrifum sín- um í þjóðfélaginu til jafnvægis og hófsemi, til eflingar friði og menningar. Hér er vissulega um að ræða mikilvægt hlutverk, sem undir engum kringumstæðum má van- rækja. Nægileg kjölfesta getur ekki skapazt í' lýðræðislegu þjóð félagá, ári þess að þar séu marg- ir heilbrigðir atvinnurekendur, sem geri sér fulla grein fyrir skyldum sínum við þjóðina og mikilvægi þess hlutverks, sem þeir hafa tekizt á hendur. Því miður . hafa íslenzkir vinnuveitendur ekki gert sér fulla grein fyrir þessu mikil- væga hlutverki. Þeir hafa stund um virzt vera á flótta undan i- mynduðu almenningsáliti. En tími er til þess kominn, að þeir ræki hlutverk sitt af þrótti, í vinnudeilum er sérstaklega mikilvægt að þeim sé Ijóst, að þeim ber að sjá til þess, að ekki séu gerðir samningar, sem atvinnutækin ekki geta staðið undir. Það er þeirra að gæta hags fyrirtækjanna og þar með þjóðarheildarinnar, því að án öflugs atvinnurekstrar getur landsmönnutn ekki farnazt vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.