Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 28
Zö MORGUNBLAÐIO Sunnudagur 16. febr. 1964 l#MZABErri rsRKASÍó: \Y 1 w ! 1 H URÐ Kl ÆLUM Hún tók að sannfærast um, að þetta væri hyggja Stephens, enda þótt hann hefði engin orð látið að því liggja. Þessi góðvilji hennar til Nicky, hafði ekki vak ið hjá Stephen aðdáun af neinu tagi, fannst henni, heldur aðeins ofurlitla fyrirlitningu. Ósköp meinlausa fyrirlitningu, vitan- lega. Yfirleitt mundu allar til- finningar hjá Stephen vera ósköp meinlausar og á reiki. Hann hafði skelfing lítið traust á sjálfum sér, enda þótt hann vildi leyna því, engu síður en aðrir. Hann hafði þessvegna, ef út í það var farið, engan rétt til að setja út á hana eða Nicky. Hann virtist ekki sjálfur hafa haft mikið upp úr lífinu. Hann hlaut að vera orðinn þrítugur og samt var hann á eirðarlausum flækingi, sem hann hafði víst heldor litla ánægju af. Yrði hann spurður um það, mundi hann auðvitað kenna styrjöldinni um allt saman, aðgætandi ekki það, að fleiri höfðu nú verið í her- þjónustu án þess að allt færi út um þúfur hjá þeim — þá mundi hann ' vafalaust samsinna því. Hann var einn þessara manna, sem játa alltaf allar sakir, sem á þá eru bornar, og halda, að með því sé málið afgreitt. Yfir leitt heldur áhrifalítill maður. Og ofan á allt annað, gat hann aldrei orðið almennilega útitek- inn og svo var hann alltaf óklipptur! Þegar hér var komið, hafði Ruth sannfærzt um, að sú andúð, sem hún hafði jafnan haft á Stephen Evers, væri réttmæt. Samt hafði hann — af ástæðum, sem hann vissi bezt sjálfur — reynt að vera eins altilegur og hægt var, um morguninn og hafði ekki gripið tækifærið, sem þó gafst, til að tala um Morgue- rite Ranzi. Og með viðurkenn- ingu á þessu, reyndi Ruth að vera eins almennileg við hann og hún gat. En hún hélt áfram að minna sjálfa sig á, að máltíð- inni væri enn ekki lokið, og enn gæti eitthvað komið fram, sem skýrt gæti þetta matarboð hans. En ekkert slíkt kom í ljós, að minnsta kosti ekkert, sem hægt væri að skilja sem slíka ástæðu. Hann nefndi Margurite ekki nema einu sirini eftir þetta. Það var þegar þau voru komin út aftur og voru rétt í þann veginn að skilja. — Svo að þú ætlar þá að fara beint heim til Ranzi? sagði hann. — Já, svaraði hún. — Verðurðu þar lengi? En undir eins og orðin voru af vör- unum var eins og hann ávítaði sjálfan sig — rétt eins og spurn- ingin hefði dottið út úr honum óviljandi. Og áður en Ruth gat svarað hélt hann áfram: — Ég held ég verði að fara heim í krána mína og leggja mig svo litla stund, — Dreymi þig vel, sagði hún. — Mig dreymir aldrei neitt, sagði hann. — Allir mínir draum ar eru vitlausir og marklausir. Jæja, þú skilar kveðju til Margu erite. — Það skal ég gera. Þau gengu síðan sitt í hvora áttina, Stephen í áttina að torg- inu, en hún í gagnstæða átt — áttina að húsi Ranzihjónanna. III. Ruth efndi eki loforðið, sem hún hafði nýgefið Stephen, og það af góðum og gildum ástaéð- um. Þegar hún kom að húsinu, var Marguerite ekki heima. Heldur ekki Amedeo, maðurinn hennar. Og heldur ekki vinnu- stúlkan. En dyrnar stóðu galopnar, eins og einhver væri alveg nýgenginn út og mundi koma aftur eftir fá- ar mínútur, svo að Ruth ákvað að fara inn og bíða. Ranzihúsið var stórt, en fín- heitin í því voru eins og dálítið úr sér gengin. Marmarastiginn var breiður og með gylltu hand- riði. Stofurnar voru háar til lofts og loftin með málverkum, gólf- in með steinmyndum, húsgögn- in dökk og þunglamaleg og ljósa krónurnar allar með glerkristöll- um. Úti í garðinum suðaði gos- brunnur i útskorinni marmara- skál. En einhvernveginn bar hús ið ekki vott um raunveruleg auð æfi. Enda þótt Amedeo Ranzi hefði áður verið ríkur nýlendu- vöru-innflytjandi með sitórar skrifstofur í Napólí, hafði geng- ið allverulega af honum í ófriðn um, og til þess að verða sér úti um reiðufé hafði hann selt marga verðmætustu gripi sína. Lester Ballard hafði séð um sölu þeirra flestra fyrir hann og með góðum árangri, að því er vrtist, enda mikil vinátta milli heimil- anna. Ruth gekk inn í setustofuna til að bíða þar húsmóðurinnar. Henni hafði hitnað mjög á göng- unni og það var þægilegt að sitja þarna í svalri stofunni með hlerum fyrir gluggum, og hlusta — Loksins eitt, sem fer í rétta átt. á skvampið í gosbrunninum úti fyrir. Þarna var ker með liljum á borðinu og svo saumar Margu- erite, sem voru eins og hún hefði verið nýbúin að fleygja þeim frá sér. Hún kæmi áreðanlega fljótt aftur, og Ruth settist á legubekk, sem var skammt frá glugganum. Þarna í hálfrökkrinu og sval- anum inni, eftir hitann úti, varð hún svo syfjuð, að hún gleymdi hvað tímanum leið. Það var ekki nema eðllegt, að hún léti fara vel um sig hjá húsmóðurinm, sem hafði hringt á hana sam- dægurs til að minna hana á að koma snemma. Ruth hafði beðið þarna í hálfa klukkustund þegar hún vaknaði snögglega aftur og fór að hugsa um, hvað hefði get- að komið fyrir Marguerite. . ( BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAO ófreskju eins og Abdul hinn bölvaða — frekar sem þjóðsögu en sem persónu, en í báðum til- vikum þýðingarlausan. En árið 1916 var Nikulás síður en svo þýðingarlaus — hann var fram- ar öllum öðrum dæmigert stjórn- arfarið, sem byltingamennirnir voru að berjast gegn, og einkenn in sem persóna hans hafði til að bera eru sögunni nauðsynleg. Einkum þurfa menn að vita, hversvegna hann hagaði sér eins og hann gerði í vandanum; hvernig á því stóð, að hann — af öllum meinlausum píslarvottum heimsins — skyldi hafa fengið svona mikil völd í hendur á slíkri örlagastund. Byltingin fer fram hjá honum, rétt eins og af tilviljun. Með alla sína greind og löngu reynslu, virðist hann aldrei — hvorki undir hinum langa aðdraganda byltingarinn- ar, né heldur þegar hún blossaði upp — hafa raunverulega skilið, hvað var að gerast. Að lokum yfirgefur hann sorgarleikinn á svipaðan hátt og hann kom inn í hann í upphafi, umkringdur skelfingu og ofbeldisverkum, án þess að verða neins var eða láta sér bregða. Þetta er ráðgáta, sem ekki er hægt að ráða nema rann saka uppruna Nikulásar, á síðara hluta 19. aldar. Næsti kafli mun því fjalla um aðdraganda bylt- ingarinnar, frá sjónarmiði keis- arasinna, en að því loknu mun- um vér snúa oss að sjálfri neðan- j arðarby ltingunnL 2. kafli. Guðlegt konungsvald. Jafnvel nú á dögum, í heimi, sem er orðinn vanur einræðis- herrum og valdaklíkum, er erfitt að gera sér fyllilega ljóst, hve algert var hald Rússakeisaranna um þær mundir er Nikulás fædd ist, árið 1868. í augum keisarans var staða hans sem þjóðhöfð- ingja álíka sjálfsagður hlutur og algert var vald Rússakeisaranna hjá föður ð bera ábyrgð á fjöl- skyldu sinni, og þessi hugmynd um guðlegan rétt konunga var annað og meira en leifar frá mið öldunum, það var lifandi og á- stríðufull trú, og það ekki hjá fjölskyldu keisarans einni. í aug um alls meirihluta rússnesku þjóðarinnar, utan hirðarinnar, var það eins mikil trúarsetning óbreytileg og alger — og komm- únistaávarpið og kennisetningar Lenins voru Bolsjevíkum, síðar meir. Mongólaerfðin var enn með góðu lífi á sjöunda tug síðustu aldar, og svo var eðli Rússa sjálfra — deyfð og leti bænd- anna og menningarleysi aðalsins — sem getur hafa gert það óum- flýjanlegt að hafa einn alvalda, sem stjórnaði með ofsa og of- beldi. Vitanlega má segja, að þessu hefði verið neytt upp á Rússa — að það hafi verið harð- stjórn keisaranna, sem hefði gert meirihluta þeirra að ómerkum þrælum, en samt stóð sú stað- reynd, að þetta var ræningja- ríki, sem keisarinn og fámenn klíka aðalsmanna og skrifstofu- herra stjórnuðu, sjálfum sér til ábata, og engum öðrum. Bóndinn var þræll, sem gat ekki haft aðra löngim en þá að mega deyja snemma og í friði, en draga fram lífið þangað til með sem minnstri vinnu, sköttum, sulti og barsmíð. Valdahópurinn átti öll auðæfin, naut allra forréttind- anna og hafði einkaleyfi á öllu pólitísku valdi, og var ekkert á þeim buxunum að láta nein þess ara gæða af hendi. Hann taldi bændurna (um 95% þjóðarinn- ar) litlu betri en skepnur, sem ekki kæmi til mála að fela neina ábyrgð. Þegar Nikulás fæddist var lið- in rúm öld síðan Pétur mikli hafði stofnað rússneska ríkið, rétt eins og einskonar einkafyrir tæki — sveitasetur Romanovfjöl skyldunnar, eða kannski sem KALLI KUREKI THATWATER HOLE'SJUSTA LITTLE PLACER POCKET, BUT IGOT A DOUBLE HAMDFUL D'MUe&ETS, AM’ FOZ M£ M'J YOU, THAT'S-A FORTUWE/ r.-—---^ "X~ Teiknari; FRED HARMAN — Vatnsbólið er svo sem engin náma gulls, en ég náði þó úr því handfylli gulls tvisvar sinnum og það er heill íjársjóður þegar við erum annars vegar. — Og nú skulum við fara heim. í heila viku stendur Gamli í stríði við gallagripinn Skrattakollu. — Ef þú hefðir ekki sparkað mér ofan í fjársjóðinn myndi ég skilja þig hér eftir á stundinni. Vertu nú þa:g! „Loks komast þau til hæjar. — Haukur minn, settu hana á bezta básinn sem þú átt og gefðu htnni allt það bezta sem þú átt til fóðurkyns. Ég er á leið til gullpróf- unarskrifstofunnar. — Svona! Ef þú hefðir nokkuð vit í kollinum, myndirðu koma henni fyrir undir græni torfu. einskonar skóla fyrir treggáfuð böm. Undir keisaranum voru þrjár miklar stofnanir: skrifstofu báknið, herinn og hin heilaga synóda, og í þessum stofnunum vom embættismennimir jafn þrælskipulagðir og maurar i mauraþúfu. Eftir því sem árin Jiðu og hæfileikar, innræti og heppni leyfðu, skreið embættis- maðurinn upp eftir þessum við- urkennda fjórtán þrepa stiga, þar sem hvert þrep hafði sinn ein- kennisbúning, sín forréttindi og sín laun, og svo eftirlaim að lokn um starfstíma. Þetta var geysi- fjölmenn embættismannastétt, enda tilheyrði tíundi hver borg arbúi henni. Bændunum var stjórnað af lögreglu, sem var ábyrgð gagnvart héraðsembætt- ismönnunum, en þeir svo lands- stjóranumj þeim hluta landsins, en hann aftur innanríkisráðherr anum, sem var ábyrgur gagnvart keisaranum — og loks var keis- arinn ábyrgur gagnvart guði ein- um. í bók sinni, „Three Who Mada a Revolution“, 'segir Bertram D. Wolfe: „Þannig varð rússneska ríkið — löngu áður en menn tók að óra fyrir marxiskum sósíal- isma — stærsti landeigandinn, stærsti verksmiðjueigandinn, stærsti vinnuveitandinn, stærstl kaupmaðurinn, stærsti fjár- magnseigandinn, hvort heldur 1 Rússlandi eða öllum heiminum . . . . og þetta kom upp fyrir- ferðarmesta skrifstofubákni heims“. Þarna voru engar kosningar og ekkert þing. Allt vald hríslað- ist niður eftir, frá keisaranum, sem var uppi yfir öllu. Hann hafði hóp ráðherra, sér til ráðu neytis, en þeir voru allir skipaðir af honum sjálfum og héldu ekki embætti lengur en honum þókn- aðist ( og stundum varð embætt istíminn skammur og handahófa kenndur). Málfrelsi var ekki tiþ og hver bók, tímarit og blað, sem út kom, var ritskoðað — þó ekki eins harkalega og nú gerist. Allt þetta ástand hafði verið vandlega varðveitt — að minnsta kosti í öllum aðalatriðum, fram að fæðingu Nikulásar, ásamt þess óumflýjanlegu fylgifiskumj óánægju, vanrækslu og lokj reiði fólks sem hataði svona lifs kjör. En það er bara óhugsandl fyrir fólk, sem alið er upp í lýðj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.