Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnu'dagur 16. febr. 1964 m c HEIMSBORGIN VESTMANNAEYJAR Louis og Joseph. 1 VESTMANNAEYJUM vinn- ur nú mikill f jöldi útlendinga, sem setur mjög svip sinn á bæinn. Eru menn af 20 þjóð- ernum við vinnu í frystihús- unum fjórum — láta verk- stjórarnir einstaklega vel af flestum þessum starfsmönn- um. Mest er af útlendingum í Hraðfrystistöðinni. Þar vinna S Spánverjar, 3 Færeyingar, 2 Englendingar, 4 Austurríkis- búar, 1 Þjóðverji, 1 Hollend- ingur, 1 Ástralíumaður, 1 Skoti, 1 Israelsmaður og 1 Dani. Þegar gengið er um götur bæjarins á síðkvöldum hljóma suðrænir söngvar og mandó- línspil víða við og margir veg- farendur eru dökkir á hár og hörund. Fréttamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins gengu fyrir skömmu um í Eyjum og hittu að máli nokkra af útlending- unum, sem þar vinna. Veðrið var að leggja síðustu hönd á byggingu fiskimjöls- verksmiðju Einars Sigurðs- sonar. Við bygginguna vinna tveir útlendingar, Peter Buck- ley og Benny Bosch. Töluðum við fyrst við Peter, sem er frá Blackpool í Englandi, og spurðum, hvenær hann hafi komið til íslands. — Ég kom hingað til lands daginn sem Surtur byrjaði að gjósa. Fyrst var ég á togaran- um Gylfa, en kom til Vest- mannaeyja um nýárið og líkar vel hérna. Ég er vélvirki að mennt og hef unnið slíka vinnu í Englandi, en hef miklu hærri laun hér. Kauptaxtinn er svip aður og heima, en með því að vinna eftirvinnu get ég spar- að saman talsvert fé. Ég ætla að vera hér þangað til í nóv- ember. Þá fer ég til Blackpool og ráðgast við komma mína, hvað gera skuli. Ég er einna helzt á því að setjast að á ís- landi. Rosalegir dansleikir og léttlyndar stúlkur Benny Bosch er Hollending- xir, 28 ára og ógiftur. Hann var verkstjóri í gróðurhúsi í Stokkhólmi áður en hann kom til Vestmannaeyja, en það var í janúar. — Mig langar til að sjá mig um £ heiminum, áður en’ ég sezt að í Hollandi fyrir fullt og allt. Ég ætla að vera hér í nokkra mánuði, en fara síðan til Ameríku og helzt til Jap- an. Ég verð að segja það, að ísland er mjög frábrugðið því, sem ég hafði ímyndað mér. Einkum er hér hlýrra en ég áíti von á. — Hvernig fellur þér fólk- ið? — Hér líkar vel við alla, sem ég hef kynnzt. Allir hafa verið samvinnuþýðir og hjálp- samir. Ég hef hins vegar ekki haft mikinn tíma til að svip- ast um hérna, því að alltaf er verið að vinna. — Hefurðu farið á böll? — Bara eitt, svarar Benny og hristir höfuðið hlæjandi. Það var alveg rosalegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. En ég býst við, að sjómenn séu svona allsstaðar í heiminum. Það er að vissu leyti eðlilegt, að þeir sleppi fram af sér beizlinu, þegar þeir koma í land eftir langa og stranga vinnu í óveðri á hafi úti. Það er verra með stúlkurnar. Ekki hafa þær verið á sjónum. Ég get ekki skilið, af hverju þær hegða sér eins og þær gera. Stúlkur á Norðurlöndum hafa að vísu alltaf fengið orð fyrir að vera léttlyndar, og því kynntist ég af eigin reypd í Svíþjóð. Ég ætlaði að vera þar 2 til 3 mánuði, en hitti þá stúlku og frestaði förinni. Svo fór, að ég yfirgaf ekki Svíþjóð fyrr en einu ári og þremur stúlkum síðar. Hættir í fiski til að mála dönsk hús Á förnum ve'gi hittum við tvo menn, suðræna mjög í út- -liti. Snöruðumst við þegar að þeim og spurðum þá þjóðernis. Var annar Spánverji en hinn ítali. ftalinn, Joseph Gambino, hefur verið í Vestmannaeyj- um nokkra mánuði og talar íslenzku. Hann hefur víða unnið, einkum þó í Svíþjóð og Danmörku. — Ég er múrari, sagði Jósef á íslenzku, en hafði svo lítið að gera á Ítalíu, að ég varð að fara til útlanda. Núna er ég málari og vinn hjá bygginga- meistara í Kaupmannahöfn, en hann hefur ekkert að gera fyrir mig fyrr en í vor. Þá fer ég úr fiskinum að mála dönsk hús. Louis Garcia, frá Zaragoza á Spáni, hafði komið til Eyja sama dag. Hann hefur að und- anförnu unnið í Svíþjóð. — Ég ætla að vinna hérna í vetur. Ég er ekki byrjaður, en ég sé, að þetta er góður stað- ur. Ég hef ferðazt um allan heiminn. Ég hef verið þjónn í Brazilíu, Argentínu, Urugay, Paraguay, Sviss, Austurríki, Hollandi og Svíþjóð. Bezt er að þjóna í Svíþjóð. Þangað fer ég í vor. í sumar ætla ég að selja mikið af hamborgurum og pulsum. Tóbaksbóndi hausar keilu - í móttöku Hraðfrystistöðv- arinnar stóð Derik Hyslop frá Suður-Rodesíu og hausaði keilu. Derik er 22 ára, nýkom- inn til landsins. — Ég er á leiðinni kringum hnöttinn, sagði Derik um leið og við göngum út úr móttök- unni áleiðis niður að höfninni. — Voðalegur kuldi er þetta. Við lítum á hann furðu lostnir, því mesta blíðskapar- veður var. — Fyrir mig er þetta kuldi, sagði Derik. Ég er ekki alinn upp í Norðuríshafinu. Ég ætla samt ekki að láta veðráttuna á mig fá, heldur vera hér þang- að til í apríl. Þá fer ég til Bandaríkjanna, stoppa í New _ York og skoða heimssýning- una, en held svo til Colorado, þar sem ég fæ vinnu á bú- garði. Ég var bústjóri á tóbaks ekrum heima í Rodesíu, en seldi bílinn minn og þau fáu ö.nnur verðmæti, sem ég átti, til þess að fara í hnattferð, Þegar ég hef lokið ferðinni, eftir svo sem eitt ár, sný ég mér aftur að tóbaksræktinni, ef bannsettir Ameríkanarnir verða ekki búnir að gera út af við þann göfuga atvinnuveg. — Hvernig lízt þér á Vest- mannaeyjar, að veðrinu slepptu? ---Alveg sæmilega. Ég hef þó ekki kynnzt mörgu íólki Derik Hyslop. ennþá, því að við erum alltaf að vinna. í frístundum mínum hef ég haldið mig innanhúss að mestu. Ég er að safna alskeggi, eins og þið kannske sjáið. Það er svo ritjulegt meðan það er ekki fullsprottið, að ég vil helzt ekki sjást á almannafæri og hef því ekki farið á ball ennþá. Þegar skeggið er full- vaxið mega þær fara að vara sig stúlkurnar hérna í Vest- mannaeyjum. Jón flakar í Eyjum — Móðirin í Selkirk í herbergi sínu í Fiskiðjunni fundum við Jón Thorkelsson, einn Vestur-íslendinganna, sem komu með fyrsta hópnum síðastliðið vor. Hann sat og stoppaði í sokka. Veggurinn fyrir ofan er þakinn myndum af fáklæddum stúlkum. — Þessar eru bara til skrauts, sagði Jón. — Hvað gerir þú í frístund- um þínum, þegar þú ert ekki við hannyrðir? — Þá les ég venjulega. Það er talsvert af enskum bókum S safninu hérna. Annars eru fá- ar frístundir — alltaf nóg að gera. Ég kann vel við mig i Vestmannaeyjum. Fólkið hér er gott. Ekki held ég samt að ég setjist hér að. Næsta sumar ætla ég að fara til Svíþjóðar og heimsækja vin minn. Svo kem ég aftur til Eyja og vinn nokkra mánuði, áður en ég held heim til Selkirk í Mani- toba. Þar flakar mamma, en. ég hér. Sjáið þið, sagði Jón og Jón Thorkelsson. sýndi okkur mynd af móður sinni við flökunarborðið vest» ur í Kanada. Arabar og skozkir rakarar í fiskmóttöku Fiskiðjunnar vinna tveir Arabar frá Mar- okkó. Said er tvítugur piltur frá Rabat, hefur verið á ís- landi síðan í september og skilur mestallt, sem sagt er við hann á íslenzku. Hann er léttlyndur og ánægður með líf ið í Vestmannaeyjum, en hef- ur ekki ákveðið, hve lengi hann muni dveljast þar. Iralá er frá Casablanca og rétt ný- kominn til Eyja. Hann kvaðst vera vélamaður og harðneit- aði að láta taka mynd af sér ineð fiski. Báðir hafa þeir, Iraki og Said, unnið í Malmö að undanförnu. Þrír Skotar frá Glasgow starfa í Vinnslustöðinni. Tveir þeirra, Jim Craig Bryan og Stuart Coventry, eru nýkomn- Said. Peter Buckley og Benny Bosch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.