Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. felpr. 1964 MORGU N BLAÐIÐ Sr. Eiríkur J. Eiríksson Dýrð heims og himins Hinn nýi sendiherra, Stana Xemasevic. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) Júgóslavar senda okkur heillandi sendiherra SVARTAFJALLALAND hafði ávalilt einhvern sérstakaji rómantízkan blæ yfir sér, þegar maður sem barn var að lesa um það í landafræð- inni. Og í vitund barnsins voru íbúarnir þar háir, dökk- ir á brún og brá, tígullegir. Hinn nýi sendiherra Júgó- frú Stana Tomasevic, fel-lur slava í Noregi og á íslandi vel inn í þessa mynd. Og til viðbótar lýsingunni má bæta dök)kum tindrandi augum, heillandi brosi og elskulegri framkomu. Það er ekkert var- færið eða stirt í fari hennar, þegar hún svarar spurning- um, eins og við eigum gjarnan að venjást af sendimönnum frá Austur-Evrópu. Hafi per- sónutöfrar sendimanna áhrif til að draga úr spennu og afla landi þeirra vina, þá hlýtur hún að vera á réttri hillu. Frú Tomasevic á þó ekki langan feril í utanríkisþjón- ustu lands síns, þetta er henn ar fyrsta starf þar. Undan- farin 6 ár hefur hún verið ráðuneytisstjóri í atvinnu- málaráðuneytinu og séð um menningar og menntamál innan þess ráðuneytis. Hún er ættuð frá Svartfjallailandi, faðir hennar var fyrir strið lögreglustjóri í Cetinje, gömlu höfuðborginni og sjáif barðist hún sem skæruliði á stríðsárunum. — Það var ekki nema eðlilegt og ég hlaut að gera það, segir hún. Ég var rétt búin með skóla- nám þá. Montenegro var inn- limað í Italíu, þeir og Þjóð- verjar skiptu með sér Júgó- siavíu. Þegar ítölsku fasist- arnir komu til okkar frömdu þeir hræðiiega glæpi, drápu unglinga, stungu augun úr fólki og merktu jafnvel unga drengi og telpur með því að skera rauða stjörnu á brjóst þeirra og enni. Þetta var hræðilegur barbarimsi, og nú 20 árum síðar, á fólk erfitt með að 'trúa því. En það var ekki nema eðlilegt að ungt fólk snerist til varnar. Það var jafnvel vanalegt að 11-12 ára drengir í Júgóslavíu gengju í lið skeeruliða. Per- sónu'lega á ég erfitt með að hugsa um það, því yngri bróðir minn, sem gerðist skæruJiði 16 ára, særðisf 3 árum síðar og var tekinn. Hann var Skorinn á háls- Og frúin segir okkur svo- lítið frá bardögum skæruliða í fjöllunum. — Við höfðum hvorki vopn eða mat, urðum að ná öllu sláiku frá óvinunum og nota heimatilbúnar sprengj ur. Þetta var dálítið sérstök tegund af stríði, því við þurftum að flytja okikur dag- lega. Öðru hverju slógu óvin- irnir um okkur hringi, hvern hringinn utan um annan og við urðum að sleppa í gegn og út fyrir, oftast duibúin og vopnlaus. Erfiðustu stundirn- ar voru, í minningu minni, fré 1944, þegar við vorum með 4600 særða félaga, en enga bí-la, engin læiknis'tæki og leeknarnir urðu að taka af hendur og fætur án þess að hafa deyfilyf. Við þurft- um þé oft að bera særða fé- laga og berjast um leið. En það er gott ag það þetta er allt liðið hjá. Og við skulum vona að ölá framfaralönd gangi saman í friðarátt. Það virðist ekki hægt að endur- taka slíkt stríð — ekkert strið. Það er of hræðilegt. — Og nú eruð þið að iðn- væða landið? — Við erum að reyna að iðnvæða landið. Svo þér skilj- ið það mé ég til með að út- skýra þetta frá byrjun. Við misstum 1.700.000 mannslíf á stríðsárunum. Það var nœr allt ungt fólik- og menntað fólik. í okkar flokki voru t. d. 80% háskólastúdentar og hitt upplýstasta uúga fóflk. Við misstum 10 þús. prófessora og kennara. Á fjórum árum fóru Mka 800 þús. byggingar, skólar, leikhús, verksmiðjur, íbúðarhús o. s. frv. og hver einasta brú í landinu. Sjálf sá ég þegar Þjóðverjar flúðu frá Belgrad. Þeir gengu með stórar klippur á járnbrautar- teinana og klipptu þá í 25 sm. langa búta. Ég held að ekki sé erifitt að skilja það að við vorum fátæk þegar þessu lauk. Fyrst urðuim við að byggja upp með tómar hendur, byrja á því að hlaða upp úr múrsteinum með ber- um hönd’unum. Og það var erfitt að skipuleggja yfirvöfld á hverjum stað, því fært fólk fannst ekki. Nú eru 150 þús. I. sunnudagur i föstn. Guðspjallið. Matt. 4 1-11. GÖMUL' kona er við vinnu á akri í útjaðri svissnesks sveita- þorps. Hún tekur mig tali, segir mér ævisögu sína og gerir mig að trúnaðarmanni sínum um- svifalaust. Sonur hennar er kvæntur í Genf, en gamla kon- an er ekki of hrifin af tengda- dótturinni. . Sonarsonur hennar er þarna á sumrin, en hann veit ekki nógu mi'kiðNum Guð. „Það snýst a'llt um þenna Hitler hjá henni mömmu hans. En mér lizt eklkert á hann. Hann gerir sjálfan sig að Guði.“ Vorið eftir geng ég um „Unter den Linden" í Berlín. í vissum skilningi er maður þar á ofur- háu fjalli. Bækur í búðarglugg- um heita: „Eystrasalt er þýzkt innhaf“ „Austur-Evrópa er framtiðarflandið". Járnbrautarlest heldur norð- ur eftir Þýzkalandi. Það er sunnudagur. Hvarvetna utan við þorp og borgir gat að lita fylkingar barna. Ferðafélagi ’minn skýrir þessar barnagöng- ur um messutímann: „Hitler vill, að börnin læri snemma Ihernað, en fari ekiki í kirkju“. Kirkjuturnar blasa við í kristnu landi, en hæst gnæfir ofurhátt fjall. Magniþrunginn vilji manns og þjóðar að ráða ríkjum myndar j?að. Falfli börn frami fyrir „leiðtoganum" og til- biðji hann, mun framtíðin brosa við þeim. „Ertu að væna eina mestu menningarþjóð heims um það, að hún hafi látið hinn vonda sjálfan í gervi valda- manns leiða sig upp á ofurhátt fjall, að hún hafi tilbeðið hann þar og ei'gi glötun vísa ag laun- um?“ Nöfn eru nefnd til glpggv- unar hér, en segja má, að um fyrirbæri sé að ræða allra tíma og þjóða, í misjöfnum mæli að vísu, ofurmennska snýst ávallt í vanmennsku. Menn gengu áður hinum vonda á hönd. Nú telja menn sig hafna yfir djöfflatrú. Manndýrkun er böl með ýmsum þjóðum, en í rauninni reynist freistingarf jall- ið það of víða í námunda og einmitt á okkar tímum. Það sær- ir margan, en verður að segjast: Maðurinn kemst ekki fram hjá stúdentar i háskólum, 360 þús. í tækniskólum og yfir 120 þús. við iðnnám, því okkiur skort- ir þjálfað fól'k. Síðan höfum við byrjað að reyna að iðn- væðast. Áður lifðu 78% af þjóðinni á landbúnaði. Nú eru 49% í iðnaði og 51% við landbúnað. Nýja verkefnið okikar er 7 ára áætlun, þar sem gert er ráð fyrir að tvö- falda framleiðsluna, einikum á landlbúnaðarvörum. En 20 ár er ekiki löng æfi þegar um þjóð er að ræða. Við höfum náð ágætum árangri hvað iðnaðinn snertir, en ekki með landlbúnaðinn. Seinna í samtalinu um upp- byggingu Júgóslavíu, sagði frúin: — Við vitum að margt er ekki nógu gott hjá okkur, en höldum að með árunum getum við bætt það í sam- vinnu við vel menntað fól'k. Við reynum að finna ráð til að 'hvetja fólkið og höldum að bættur hagur og menntun sé bezti hvatinn, eins og alls staðar. Hvert land verð- ur að finna sínar eigin leiðir. Við höfum ekki góða reynzlu af forskriftum. Það hjáflpar okflour að kynnast ykkar að- Framihald á bls. 30. freistingunni: Hann verður að velja á milli eða falfla fram og tilbiðja sjálfan sig eða Guð. Enginn sér ÖM ríki veraldar og dýrð af einu fjalli, en ofur- hátt er fjal'l hrokans, sjélfsdýrk- unarinnar og drottnunarihneigð- arinnar, og erfitt veitist mörg- um að hverfa þaðan í auðmýkt til þjónústu við Guð. Það er ekki hoMt barni, að heimiflið snúist um það. Mann- inum er eðlilegt að tilbiðja, en voðinn er hónum vís, til’biðji hann sjálfan sig eða krefjist þess af öðrum. Hu'gsuðurinn Kant taldi að- eins eitt gott: góðviljann. Svo rökvís var hann, að hann sá hið iflla fyrir sér í mannlegum ill- vilja. Hann ræðir um þið „rót- tæ'ka illa“ í mannshjartanu. Goethe, „hinn fullikiomni maður“, reiddist Kant og sagði, að svona kenndi hann til þess að þóknast almúga'legum kristindómi. Raun- ar brast Kant þrek að horfast í augu við „hið róttæka illa,“ og tók hann aftur kenningu sína um það. Vafamál er, hvort hann hefði gert það nú. Eins er spurn- ing um viðhorf Goetfhes, hefði hann lifað okkar tíma. Menn kvarta um of háa kirkju turna. Bkki vantar, að verk- smiðjur og verzlunarhallir séu hátim'braðar, vel getur farið á því, en umgöngumst með varúð sjálfa ok'ku? á ofurháu fjaflli freistingarinnar að vera sjálf- um sér nægur. Samtið Brynjólfs biskups Sveinssonar einkenndi mjög trú é galdra og illa anda. Prestur einn kvartaði við hann um ásókn sláks í ákveðnum stað. Biskup benti presti á, að hinn vondi ætti ekki frekar heima í einum stað en öðrum. Hans eig- in viðhorf væru aðalatriðið. Biskup benti þannig á ábyrgð mannsins sjálfs, að meinsins væri að leita þar og umibæturn- ar yrðu að byrja heima fyrir. Menn trúa ekki lengur á anda- verur vonzkunnar í geimnum, en sumir halda, að gæfan sé einhvers konar geimfarL Það er hrikaleg hugsun og hrollvekjandi, að hinn vondi hafi undir höndum ríki veraldar og þeirra dýrð og geti gefið þeim, er tilibiðji hann. Onnur huigsun er þó enn ægiilegri, og sé hin fyrri biblíuleg þá er hún það örugglega: Hinn vondi öðl- ast þann, er vill ávinna heim- inn, en gleymir sál sinni. Hún er raunar oft hið blóðuga gjald yfirráða og annarra ytri gæða. „Á góðu dögunum yfirgaf ég kirkjuna. Það er hörmulegt, að ég skyldi þurfa að fara alla leið hingað til þess að skilja, hvers virði kirkjan er.“ Þannig komst foringi einn að orði mitt í váti ósigursins mikla við Stalíngrad, en sú borg heitir víst ekki leng- ur því nafni, hefur manndýrikun sú orðið að vikja, hver sem við tekur. Ég wí'k' svo aftur ag gömlu svissnesiku konunni. Hennar lífs speki var: „Drottin, Guð þinn, átt þú að tilbiðja og þjóna hon- um einum". Hún sá ekki með mér her- göngu barnanna, úr kirkjunum, út til rikja veraldar, austur til Stalíngrad. Hún hefur varla gert sér gredn fyrir öllu böli og blóði mann- dýnkunar samitíðar hennar og ofmati á valdi og ytrj dýrð heimsins. Við biðjum um himin hennar og þjónslund fram yfir rífld verafldar. Megi okkur hlotnast þau gæðL Amen. Sr. Eiriikur J. Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.