Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.1964, Blaðsíða 6
6 M OKC U N BLAOIÐ Sunnudagur 16. febr. 1964 ? Jóhannes Guðjónsson skipsljóri, fimmtugur ER MÉR var litið á slkattafram- tal vinar míns, Jóhannesar Guðjónssonar, skipstjóra og út- gerðarmanns, Efstasundi 75, hér í borg, þá rann það allt í einu upp fyrir mér, að vinur minn váeri að verða 50 ára gamall, en afmæli hans er í dag. Hver skyldi trúa þvi, sem um- gengst hann, að hér fari hálfrar aldar gamalt barn. Hann er einn af þeim mönnuan, sem jafnan láta lítið yfir sér, en þar sem hann er, þar er hann alltaf heill og sannur. Jóhannes hóf ungur sjó- mennsku á bátum föður síns, Guðjóns Símonarsonar, frá Norð firði, er var þekktur afchafnamað ur og dugnaðarforkur, og er haegt að segja um Jóhannes, að eplið hafi ekki þar falhð langt frá eik inni. Móðir hans var Sigurveig Sigurðardóttir, ættuð úr Mjóa- firði og Norðfirði og af traustu bergi brotin. Jóhannes er frábærlega vand- aður og samvizkusamur maður við hvert það verk, er hann tek ur sér fyrir hendur og hafa út- vegsmenn oft kosið hann til trún aðarstarfa innan vébanda sinna. Jóhannes er einbeittur í skoð- unuim og haf ég kynnst því held ur betur. Við erum yfirleitt sam mála urn málefnið, en leiðin að markinu getur oft komið okkur báðum í ham. Ég get ekki, þegar ég horfi yfir farinn veg, hugsað mér betri félaga en Jóhannes er og fylginn er hann í þeim hóp og málefnum, sem hann tekur sér fyrir hend- ur. Ég virði því betur hæfileika hans og mannkosti, eftir því sem ég þekki hann lengur. Jóhannes keypti — ásamt bróð ur sínum Bjarna — bát föður síns, íslendinginm I. og hóf útgerð héðan úr Faxaflóa. Bát þennan reka þeir nú í félagi. Fyrir skömmu keypti hann sér annan Pétursson - kveðja SÚ hljómar fregn, hamn Pétur litli er dóinn. Við stönduim hljóð, þegar ungmenni eru kölluð svo sikyndilega á brott, þegar lífið er rétt að byrja og framtíðin blasir við með öllum sínum óráðnu gátum. Pétur Pétursson var fæddur 20. maí árið ll>49 í Reykjavík, sonur hjónanna Helgu Tryggva- dóttur frá Þórshöfn á Langanesi og Péturs P. Hraunfjörðs. Árs- gamall flutti hann með foreldr- um sínum til Neskaupstaðar, þar sem þau bjuggu í eitt ár, en komu þá aftur til Reykjavíkur. Enfitt var þá um húsnæði fyrir barnafólk í Reykjavík, eins og er reyndar enn í dag. Að endingu settust þau að í tjaldi inni í Blesagróf og hófu byggingu að vísi þess húss, er brann ofan af (þeim 30. september síðastliðinn. En þar sýndi Pétur litli frábæran dugnað með því að brjótast út úr hinu brennandi húsi fá'klæddur um miðja nótt. Frh. á bls. 31 bát, íslemdinginn II., sem hann gerir líka út með þeirri víðsýnu og festu, sem eir.kennir hann. Aldrei hafa hent hann óhöpp, hvorki á sjó eða landi og sýnir það, hve farsæll hann er í starfi, en hann hefur verið skipstjóri á bátum sínum alla tíð. Ég efa það eltki, að Jóhannes eigi eftir margt og mikið óunnið starf, sjálfum sér og samtíð sinni til gagns. Ekki þætti mér það skrítið, þótt ég ætti eftir að setjast niður eftir önnur fimmtíu ár og skrifa þá um vin minn 100 ára gamlan. Jóhannes hefur jafnan verið heilsuhraustur og glaður í lund og munu allir hans mörgu vinir og kunningjar senda honum og fjölskyldu hans beztu kveðjur og árnaðaróskir á þessum merku tímamótum æfi hans. Konráð Ó. Sævaldsson. Frú Bjarnveig ávarpar blaðamenn. Skólasýning \ Asgrímssafni í DAG, sunnudag verð- ur opnuð sýning í Ásgríms- safni, sem einkum er ætluð skólafólki. Er slíkt nýmæli af hálfu safnsins. Blaðamönnum var boðið að skoða sýninguna s. 1. fimmtudag. Þágu þeir góðar veitingar hjá forstöðukonu safnsins frú Bjarn- veigu Bjarnadóttur, en hún sýndi þeim safnið hátt og lágt. Sýndi hún blaðamönnum geymsluna á málverkagjöf Ás- gríms í kjallaranum, en hún er talin hin öruggasta. Talið er að um 400 fullfrá- gengin málverk séu í safninu í ramma, en auk þess fjöldi af vatnslitamyndum. Bjarnveig sagði frá þvi, að myndir væru sendar út frá safninu til viðgerðar í danska listasafninu og væru þær mjög vel viðgerðar þar. Hún kvað kortaútgáfu safnsins standa straum af þessum við- gerðum. Frú Bjarnveig sagði að skipt væri um myndir þrisvar á ári í Ásgrímssafni, og það tæki 4-5 ár að sýna safnið allt. Safnið hefur leitazt við að hafa sýningu þessa sem fjölþætt- asta. Ásgrímur Jónsson var mik- 111 unnandi þjóðlegra fræða. Hafði hann t. d. mikið dálæti á þjóðsögum, og skapaði mörg listaverk úr þeirra heimi. í heimili listamannsins eru nú sýndar þjóðsagnamyndir, bæði teikningar og vatnslitamyridir. f vinnustofunni hefur verið kom ið fyrir bæði olíumálverkum og vatnslitamyndum, og eru við- fangsefnin margþætt. Má þar t.d. nefna vatnslitamynd af Ásgríms- herberginu á Húsafelli, og Kónga liljur, sem Jóhannes Kjarval sendi Ásgrími á sjötugs afmæli hans. Dáðist Ásgrímur mikið að þessum fagra blómvendi, og málaði af honum tvær stórar myndir. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið almenningi þriðju- daga, fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 1,30-4. Skólar geta pantað sértíma hjá forstöðukonu saiía- sins í síma 14090. A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara aS auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Hneyksli Nú er allt útlit fyrir að ís- lenzk flugumferð færist að ein hverju leyti suður til Kefla- víkur. Nú kemur steypti veg- urinn sér vel og verður mikill munur að aka á milli, þegar hann er kominn alla leið, þ.e.as. frá Hafnarfirði til Kefla víkur. Menn gizka á 35 mínút- ur frá Reykjavík. En hvenær nær nýi vegurinn alla leið? Það er í rauninni furðulegt að ekki skuli vera búið að ganga frá ætlunum um nýjan veg milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Því máli hef- ur þó verið hreyft á Alþingi og ber það vel, því þessi Hafn- arfjarðarvegur er hreint og beint hneyksli. Fáir vegir á íslandi eru hættulegri. Umferðin um þenn an veg er orðin gífurlega mikil á íslenzkan mælikvarða. Og mörgum sinnum meiri en þessi vegur þolir með góðu móti. Ekki sízt, þegar tekið er tillit til þess hvernig íslendingar aka bílum sínum. Óverjandi í rigningu Og myrkri er þetta stórhættulegur vegur ög það er guðs mildv að ekki hafa orðið þar fleiri slys en raun ber vitni. Ég hef oftar en einu sinni séð ökumenn bjarga líf- inu með því að aka beint út af veginum. Þetta sama gerði ég í síðustu viku — og slapp naumlega. ökugikkir æða fram úr löngum bílarunum í brekk- unum — og aka þá eftir vinstri akrein — á móti umferðinni — án tillits til þess hvort einhver kemur á móti eða ekki. í slæmu skyggni er erfitt að vara sig á svona fólki, en eina ráðið til bjargar er beinlínis að stinga sér út af veginum. Hafnarfjarðarvegurinn er allt of mjór fyrir alla þessa umferð. Hann er heldur ekki líkur neinum malbikuðum vegi þótt hann eigi að teljast mal- bikaður. Eintómar holur og hæðir. Svo koma viðgerðar- mennirnir að sumrinu og bæta skemmdirnar, setja niður í hverja holu — og gera þá gjarn an hól þar sem áður var hola. Nú verða menn að taka hönd um saman og knýja fram end- urbætur. Ekki það, að þessi veg ur verði breikkaður um meter eða svo, eða malbikið endur- bætt. Það þarf nýjan veg, fram tíðarakbraut, fjórfalda ak- braut, sem hefur breikkunar- möguleika. Það er ekki verj- andi að hafa þennan veg leng- ur á sama ástandi. Að hlusta eða ekki Kona nokkur skrifar, útlend- ingur, og kvartar yfir þeun ósið íslendinga að geta aldrei lokað útvarpsviðtækinu hjá sér, þegar ekki er verið að hlusta. í langferðabílum, á al- mennum samkomustöðum og á heimilum er útvarpið opið myrkranna á milli án tillits til þess hvort einhver er að hlusta, segir konan. Þetta er mesti ósiður. Ég er alveg sammála. Að vísu er erfitt að átta sig á því í langferðabílum og á sam- komustöðum, hvort einhver er að hlusta eða ekki. Þyrfti þá að fara fram skoðanakönnun á 3 mínútna fresti. Hins vegar er þetta hrein plága í heimahús- um. Gestir rekast víða á þetta — útvarpið glymur, enginn hlustar — og allir viðstaddir verða að ræðast við með hróp- um og köllum. Svo talar fólk um að útvarpið sé lélegt og ekki hægt að hlusta á það. Því ekki að fylgjast með dagskrár- yfirlitinu og opna, þegar ein- hver vill hlusta, en hafa lokað þess í miili? Á íslandi er útvarpið opið víðast hvar á meðan útvarpað er og má því til sanns vegar færa, að meira sé hlustað á út- varp á íslandi en í flestum öðr- um löndum. Þetta er hliðstætt öllu bókmenntatalinu. íslend- ingar kaupa að jafnaði svo og svo marga sentimetra af bók- \un á ári — og lesa því fleiri bækur en flestir aðrir, hefur maður heyrt. En ætli það sé ekki víða hliðstætt með út- varpshlustunina og bókalestur Tímanna tákn „Grundvöllurinn fyrir bylt- ingu er prýðilegur um alla Afríku“, sagði Sjú En Lai og brosti, er hann kom heim úr Afríkuferðinni fyrir skemmstu. Þetta þýðir í rauninni: Það eru mjög góðar líkur fyrir miklum blóðsúthellingum, bræðravíg- um og drápum í stórum stíl, pyndingum, nauðgunum, lim- lestingum og öðrum ógeðsleg- um athöfnum manna. Þetta er ekkert nýtt ástand. Það, sem í rauninni má kallast nýstárlegt — og er sennilega einkenni okkar aldar, er að þessum horfum er fagnað inná- lega með brosi á vör, ekki af litlum, óhreinum æsingamönn- um á einhverju götuhorni, held ur af forsætisráðherra mikils stórveldis, sem einu sinni var mikið menningarland. ÞURRHlðBUR ERL ENDINGARBEZi AR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgótu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.