Morgunblaðið - 01.03.1964, Qupperneq 1
32 siður og Lesböli
Þessa sólskins- og sólbaðsmynmyndin er tekin um hádegisljósmyndari Mbl. vestur i Sundlaug v esturbæjar í gær-
morgun. Ótrúlegt en satt, myndin er tekin um hádegisbilið síðasta dag febrúarmánaðar, hins næst hlýjasta á þessari öld.
lipplýsingar, sem ollu öryggisráðstöfununum:
Kúbanskur flugmaður skyldi fljúga
■ veg fyrír þotu forsetans — eða
kúbönsk eldflaug granda henni
Fastar flugferðir
Moskva-
Nicosia
Nýjar tillögur
■ í Kýpurdeilunni
hjá SÞ
Nicosia og Ntw
York, 29. febr.
NTB, AP.
-&• Stjórnir Kýpur og
Sovétríkjanna hafa undir-
ritað samning um fastar
flugferðir milli Moskvu og
Nicosiu, að því er tilkynnt
var í morgun. Ekki fylgdu
nánari upplýsingar um
það hvernig ferðum þess-
um yrði háttað, en fyrsta
rússneska flugvélin mun
væntanleg með allmarga
flugmenn til Kýpur um
helgina. Eiga þeir að kynna
sér flugvöllinn í Nicosíu
og allar aðstæður til flugs-
ins.
ýy Hjá Sameinuðu Þjóð-
unum í New York er hald-
ið áfram tilraunum til að
leysa Kýpurdeiluna. —
Forseti Oryggisráðsins,
Carlos Bernardes frá
Brasilíu, hefur ákveðið
fundi með fulltrúum
Breta, Grikkja, Tyrkja og
Kýpur um hugsanlega
málamiðlun. Þá var upp-
lýst í gærkveldi, að fram
hefðu komið nýjar tillög-
ur um alþjóðlegt löggæzlu
lið á eynni og skipan hlut-
lauss sáttasemjara, er hafi
forgöngu um nýjar við-
ræður grísku og tyrk-
nesku þjóðarbrotanna.
Að sögn ,eru það hinar
sjörnu aðildarþjóðir Öryggis-
ráðsins, Noregur, Bolivia,
Brasilía, Marokko, Filabeins-
ströndin og að einhverju leyti
Tékikóslóvakía, sem að tillög-
unum standa. Fulltrúar þess-
ara þjóða héldu fund í nótt
Framhald á bls. 31
Washington, 29. febr. AP
■^ Haft er eftir áreiðanleg-
um heimildum í Washington,
að hinar óvenjulegu öryggis-
ráðstafanir, sem gerðar voru
viðvíkjandi ferð Lyndons B.
Johnsons, Bandaríkjaforseta,
til Flórída í gær, hafi átt ræt-
ur að rekja til upplýsinga,
sem handarísku leyniþjónust-
unni barst fyrir réttri viku
um fyrirhugað tilræði við for
setann.
■fc Hermdu þessar upplýs-
ingar, að kúbanskur flugmað-
ur myndi freista þess að
fljúga í veg fyrir þotu forset-
ans — ellegar reynt yrði að
skjóta þotuna niður með eld-
flaug frá Kúbu.
Ekki hefur fregn þessi
verið staðfest af hálfu leyni-
þjónustunnar, en í dag mun
Johnson forseti halda sinn
fyrsta sjónvarpsfund með
fréttamönnum og er þá vænzt
frekari upplýsinga.
Johnson dvaldist í Flórída í 16
klst. og voru öryggisráðstafanir
meiri og ýtarlegri en dæmi eru
til í Bandaríkjunum á friðartím-
um. Má m.a. nefna, að flugvélar
og þyrlur, sem forsetinn ferðað-
ist með voru aldrei auðkenndar
og aldrei var gefinn upp brott-
farar- eða komutími til hinna
ýmsu staða, er forsetinn heim-
sótti. Það fylgir fregninni frá
Washington, að upplýsingar þær,
sem leyniþjónustunni barst hafi
þótt mjög tortryggilegar, en ó-
verjandi hafi þótt að taka nokkra
áhættu.
Fiskimálaráðstefnan í London:
íslendinga og Frakka greinir
mest á í markaðsmáiunum
London, 29. febr. (NTB)
í umræðunum um mark-
aðsmálin á fiskimálaráðstefn-
unni í London hefur þegar
komið í ljós, að sjónarmið
þátttökuríkjanna eru ólíkari
en svo, að auðvelt verði að
brúa bilið milli þeirra. Komið
bafa fram margskonar vanda-
mál varðandi fiskverzlunina í
Vestur-Evrópu og stangast
þar harðlegast á sjónarmið
Frakka og íslendinga.
Skipuð hefur verið nefnd,
er vinnur að gerð samnings-
uppkasts um markaðsmálin
og er þess vænzt, að það verði
lagt fyrir allshcrjarfund síð-
degis í dag, laugardag. — Að
þessu sinni mun að því miðað
að ná einhverju samkomulagi
á víðtækum grundvelli, þann
ig að á því mætti siðan hyggja
frekari samningaviðræður.
A allsherjarfundinum í gær
var síðastur á mælendaskrá for-
maður norsku sendinefndarinn-
ar. Gerði hann Ijóst, að Noregur
gæti ekki gerzt aðili að samkomu
laginu um fiskveiðitakmörkin, en
Framhald á bls. 31
Izvestija ræöir
klæBaburð Rússa
Moskva, 29. febr. NTB—AP
• SOVÉZKA stjórnarblaðið
Izvestija gerir í dag klæða-
burð Rússa að umtalsefni.
Telur blaðið lítt viðunandi að
Sovétrikin, sem standi jafn
framarlega á sviði geimvís-
inda, íþrótta og listdans og
raun ber vitni, skuli enn
engin áhrif liafa á sviði fata-
tízkunnar í heiminum. Segjr
Izvestija að full ástæða sé til
að hvetja Rússa til þess að
vanda betur til klæðnaðar
sins, enda hafi Nikita Krus
jeff, forsætisráðherra oft bent
á það.
Leggja beri meiri áherzlu
á þróun sérstæðrar rússneskr-
ar fatagerðar og ryðja henm
braut á heimsmarkaðinum. —
Sovét-tizkan, segir blaðið, að
ætti að einkennast af einfald-
leika, — fötin eigi að vera
hentug, frjálsleg og laus við
allt tildur og prjál, sem ein-
kenni tízkuna á Vesturlönd-
um. Telur Izvestija einsýnt,
að miða beri að því að Sovét
tízkan fái sömu viðurkenn-
ingu á heknsnnarkaðinum og
Vínar- og Parísartízikan.