Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1. marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 Fjölmeimust ríkust Norður- landaþjóða Engum, sem ferðast um Norð- urlönd, fær dulizt, að Svíþjóð er ekki einungis þeirra fjöl- mennust heldur og langríkust. Land Svai er mest 03 mun auð- ugra af náttúrugæðum en nokk- urt hinna. Þessir yfirburðir Svía eru frá fornu fari. Þeir lýsa sér skemmtilega í heitum landanna. Svíaríki er hið eina, sem á fornu norrænu máli var nefnt þjóð, Svíþjóð. Aftur á móti var talað um Danmörk og Einnmörk, danska og finnska skóg, Noreg eða Norveg, leið- ina norður á við. Loks kom Is- land. Víst benda þessi heiti til þess, að menn hafi ætlað, að hinn norræni kynstofn hafi dreifzt út frá Svíþjóð. Hvað sem um það er, þá ber mönnum saman um, að nú á dögum viti almenn- ingur í Svíþjóð lítið um okkar litlu þjóð, íslendinga. Þekking flestra sé takmörkuð við, að á ís- landi séu heitar uppsprettur, þar í grennd hafi skotið upp nýrri Kvöldmynd af Arnarhólstúni tekin síðast i febrúar. Ljósm. bl. Ól. K. M. REYKJAVÍKURBRÉF eyju f vetur og á landinu sé heimkynni Loftleiða. Lofíleiðir vinsælar Þeir, er gerla máttu vita, sögðu nð Loftleiðir nytu almennra vin- sælda í Svíþjóð. Samúð almenn- ings væri með þeim í viðureign- inni við SAS. Ráðamenn telja sér aftur á móti skylt að vernda hagsmuni SAS, sem nú hafi rétt við fjárhag sinn, sem samkeppni Loftleiða setji á ný í hættu. Ekki verka þau rök sannfærandi é íslendinga, hvernig sem okkur gengur að sannfæra þá, sem úr- slitum ráða, með okkar rökum. Engu að síður njóta íslendingar vafalaust vinsemdar helztu valda manna í Svíþjóð. Ýmsir þeirra hafa áhuga fyrir nánari fjár- haijssamvinnu landanna. Um slíkar bollaleggingar er ekki rema gott eitt að segja. En okk ur sýnist eðlilegast, að vinsemd ©g samvinnuhugur komi fra.m í því, að ekki sé rifið niður það, sem upp hefur verið byggt með heilbrigðri samkeppni. Vonandi tekst að leysa þann ágreiningi, sem nú er, svo að sannur sam- hugur megi eflast. Mumir á vistar- verum Mikill munur er á Ríkisdags- húsi Svía, sem er raunar heilstór höll, og Alþingishúsi okkar ís- lendinga. Þó telja Svíar Ríkis- dagshús sitt nú orðið úrelt. Verð ur og ekki sagt að þingsalir þar •éu sérlega fallegir. Mestu veld- ur samt, að of lítið er talið um vistarverur fyrir þingmenn og að þeir eigi erfitt um störf ut- an eiginlegra funda, hvort held- ur í sjálfu þinginu eða í nefnd- um. Hvað mættum við þá segja? Enda er nú svo komið, að ís- lenzkir alþingismenn sæta hnútukasti fyrir að búa ekki nógu virðulega um þessa elztu •tofnun þjóðarinnar. Getur og ekki ýkja lengii dregizt að haf- izt verði handa um nýja þing- húsbyggingu. Nokkur dráttur hlýtur þó að verða á því enn. Hér er svo margt ógert, að fleira verður að bíða en æskilegt væri. Má það og fremur virða þingmönnum til lofs en lasts, að þeir skuli láta húsabætur fyrir Alþingi sitja á hakanum fyrir Laugard. 29. íebr. ýmsu öðru, sem enn bráðar kall- ar að, í hinu nýja landnámi, sem segja má að hafi hafizt um síð- ustu aldamót. Omakle{>ar hnútur Svo er að sjá sem einstaka maður sitji um færi til þess að hnýta í alþingismenn og gera lítið úr sjálfu Alþingi. Slíkt er raunar engin nýjung. Þessi hátt- ur var mjög í tízku á milli- stríðsárunum. Þvílíkur faraldur var raunar víða mun hættulegri en hér á landi. Þjóðverjar höfðu tamið sér að tala um „Schwatz- bude“, skrafstofu, þegar þeir minntust á þjóðþing sitt. Allir vita hvílik gæfa fylgdi því tali og hugsunarhættinum, sem á bak við bjó. Fyrirlitning komm- únista á þingræði er einnig kunn ari en svo, að mörgum orðum þurfi um að fara. Engu að síð- ur fór það svo, að lýðræðislönd- in með sín þjóðþing báru sig- ur af hólmi, þegar til átaka kom. Eftir síðari heimsstyrjöldina heyrast mun færri óvirðingar- orð um þingin en áður, jafnvel úr herbúðum kommúnista. Það verður og ekki nógsamlegia vítt og við því varað, að upp sé tek- inn sá háttur að óvirða Alþingi eða alþingismenn í orðum, án þess að rækilegur rökstuðningur fylgi. Auðvibað getur mönnum sýnzt sitt hvað um einstakar at- hafnir Alþingis og frammistöðu bingmanna hvers um sig og allra í hóp. En Alþingi hefur verið, er og verður höfuðstoð og tákn þjóðfrelsis og jafnvel tilveru íslendinga. Laimahreyting m^maniia Skiljanlegt er að menn ræði um og velti fyrir sér, hvort á- stæða hafi verið til þeirrar lauraa breytiragar þingmanna, sem nú hefur verið samþykkt. Ástæðu- laust er þó að bregða þingmönn- um um fégtræðgi. Margir þing- menn hafa áreiðanlega beðið fjárhagslegan hnekki af þingsetu sinni. Láta mun nærri, að sænsk ir þingmenn hafi tvöfalt hærra kaup en íslenzkir, jafnvel eft- ir þá hækkun, sem nú hefur ver- ið samþykkt hér. Engu að síð- ur er það haft eftir særaskum bórada, sem situr á þingi, að hann telji konu sína eiga skilið betri örlög en þau að þurfa all- an veturinn að gæta búsiras á meðan hann situr sjálfur á þingi. Hér á landi hafa hin nýju stóru kjördæmi gerbreytt afstöðu flestra þingmanna og afkomu- möguleikum. Þeir þurfa nú að leggja fram miklu meiri störf fyrir kjördæmin utan þings en áður var. Það er rétt, að í þessu hafa þingmenn Reykjavíkur sér- stöðu. Þeir geta og flestir — en þó engan veginn allir — stund- að sín fyrri störf samhliða þirag- mennskunni. Segja má, að þeir hafi ekki þurft á tekjuaukningu að halda, en erfitt er að greina hér á milli frekar en nú er gert með uppbótum til utanbæjar- þingmanna. Erida munu hinir tekjuhærri reyna það þegar skattskráin kemur að bróður- partúrinn er tekinn af þeim á ný. Mun það mála sannast, að flestir eða allir þessara manna gætu séð fjárhag sínum betur borgið með öðrum störfum. Áð- ur þurftu menn að taka að sér ýmiss konar aukastörf til að kom ast af. Nú er eðlilegt að, að hver og einn skoði hug sinn um hverja breytingju hann vill á gera í þeim efnum. Allt er þetta sem sagt umtals- og umhugsun- arefni, sem skiljanlegt er, að rökrætt sé um. — En mjög er miður farið, að það skuli hafa verið notað sem ástæða til svigurmæla og svívirðinga í senn um Alþingi og alþingismenn. Ein liprð Naumast er það tilviljun, hversu keimlíkar voru ræður finnsku kommúnistanna og Dan- ans Axels Larsen á Norður- landaráði um, að Danmörk, Finn land, Noregur og Svíþjóð verði kjarnorkulaus landsvæði og ræð ur þeirra Einars Olgeirssonar og Ragnars Arnalds á Alþingi um samskonar yfirlýsingu varð- andi Island. Þarna var ein hjörð og einn hirðir. Furðulegra var að sjá Framsóknarflokkinn hlaupa í hópinn á Alþingi ís- lendinga. Tillaga íslenzku komm únistanna var flutt 1 sam.bandi við allt annað mál, lögífestingu á samningnum um bann við kjarnorkuvopnatilraunum. All- ir nefndarmenn í utanríkismála nefnd nema Einar Olgeirsson voru sammála um, að ekki væri rétt að blanda þessu tvennu sam an. En Eysteinn Jónsson lét það boð út ganga, að Framsókn ætti í þessu eins og flestu öðru að slást í för með kommúnistum. Einn skar sig úr Ólafur Jóhannesson var sá eini, sem ekki lét hafa sig til þessa. Honum ofbauð félagsskap urinn og vitnaði til undirskrift ar sinnar í nefndaráliti. Þess vegna sat sat hann hjá. Þór arinn Þórarinsson, sem undirrit að hafði með Óla.fi, var hinsveg ar ekki að setja slíka smámuni fyrir sig. Löngunin í félgsskap með kommúnistum varð öllu öðru yfirsterkari. Um ísland gildir hið sama og hin Norðurlöndin, að eðli legt er, að kjarnorkuvopn verði bannlýst í þessum löndum ef það er gert sem liður í alls herjartakmórkun vígbúnaðar, eða a.m.k. sem hluti af gagn kvæmum samningi. Eirahliða yfirlýsingar eru hinsvegar fyrsta lagi þýðinarlausar, af þvi að þær hafa ekkert lagalegt gildi og frá þeim er hægt að hverfa hvenær sem er, og öðru lagi mundu þær að svo miklu leyti, sem mark væri þeim tekið ívilna hugsanlegum árásaraðila, gera hann óhrædd ari en ella við sín illu áform. Hvar er upp- spretta rógsins? Auðheyrt var á Axel Larsen í Norðurlandaráði, að hann vildi gefa í skyn, að á íslandi kynni að vera kjarnorkuvopn. Þess vegna lét hann eins og um þetta ríkti óvissa, þó að hann hefði með einfaldri spurningu getað fengið fullvissu um hið sanna Því hafði raunar svo oft áður verið yfirlýst, að ástæðulaust var að vera með raokikrar get- gátur. Allir vita hvaðan Axel Larsen hefur fengið hugmynd ina um þessa ímynduðu óvissu Það er grár lei’kur að hafa slíkt í frammi. Óneitanlega gæti það orðið skálkaskjól fyrir tilefnis- lausa árás á ísland. í það er ekki horft, enda höfum við ærið oft mátt heyra hótanir um, að lands fólkinu yrði eytt í kjarnorku árás, ef íslendingar væru svo djarfir að tryggja landi sínu svipaðar varnir og öll önnur þjóðlönd telja sér lífsnauðsyn Óhróður fluttur til Færcyja Þá er fróðlegt að renna hug anum að því, hvaðan muni vera sprottinn rógurinn um fjárlhag ís'lenzku þjóðarinnar og íslenzka útgerðarmenn, sem undanfarið hefur verið dreift um Færyjar. Sömu mennirnir, sem með skemmdarstarfi hafa sett íslenzkt efnahaeslíf í hættu breiða það nú út erlendis, aS gengisfelling sé yfirvofandi á næstu vikum eða mánuðum. Með þessu er vegið í sama knér- unn og reynt að skapa það ástand, sem geri ómögulegt að halda uppi gildi krónunnar. Iðnin og atorkan er frábær, einungis ef takmark og tilgangur væri þjóðinni hollari en raun ber vitni. Einnig í þessum efn- um má ekki sjá á milli Fram- sóknarmanna og kommúnista. Framsóknarmenn juða á því dag- inn út og daginn inn, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, að hér sé allt komið í kaldakol. Þó hafa þeir stutt þær kauphæfak- anir, sem orðið hafa, einungis talið þær of litlar, og viður- kennt, að ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar til aðstoðar atvinnu- vegunum væru óumflýjanlegar, einungis hefði átt að ganga lengra ' sömu átt! Óvinir Ara fróða Mikið hlýtur sumum íslenzk- um blaðamönnum að vera iila við Ara fróða. Hann setti sér þá meginreglu að hafa heldur það, er sannara reyndist. Fjand- skapurinn við þessa meginreglu er engin nýjung á síðum Þjóð- viljans. Naumast birtist nokkurt eintak hans svo, að þessi óviild blossi þar ekki upp. Þessa dag- ana er endalaust staglazt á því, að stjórn Síldarverksmiðja rífais- ins og önnur stjórnarvöld hafi • ekki fengizt til þess að selja niðursoðna Siglósíld til Austur- Þýzkalands, þó að kauptilboð lægi fyrir með þvi skiiyrði, að tiltekið magn af síldarmjöli fylgdi. Hið sanna er þvert á móti, að Austur-Þjóðverjar hafa ekkert slíkt tilboð gert, héldur sagt að sér líkaði ekki síldin. Þess vegna synjuðu þeir fyrir- spurn um hvort þeir mundp vilja kaupa síldina, ef síldar- mjöl fylgdi. Sá flugufótur, sem kommúnistar heng j a ósannindi sín á, er sá, að einn islenzkur embættismaður sagði. að leyfi fyrir útflutningi á síldarmjöli til Austur-Þýzkalands mundi ekki fást, a.m.k. að svo stöddu: Þrátt fyrir þá yfirlýsingu gerði síldarverksmiðjustjórnin fyrir- spurn um sölu þessa tvenns, Siglósíldar og síldarmjöls, en fékk sem sagt neitun Austur- Þjóðverja á henni. Eðlilegt var, að slík fyrirspurn væri gerð til að kanna málið, því að ekki var ástæða til að fá endanlegan úrskurð um sölu síldarmjöls, fyrr en sýnt væri, hvort hún hefði þýðingu. Með ósannindum sinum reyna kommúnistar allt í senn: Að rugla um fyrir al- menningi, vekja falskar vonir á Siglufirði, þar sem örðugleikar eru í meira lagi vegna síldar- leysisins í sumar og spilla á milli Íslendinga og Austur- Þjóð- verja. Kísilgúr- verksmiðja arðvænleg UNDANFARNA daga hafa verið hér á landi tveir fulltrúar hol- lenzka fyrirtækisins AIME í Amsterdam, hr. Kostering, for- stjóri fyrirtækisins, og sölustjóri þess hr. van Giezen. Hafa Hol- byggingu kísilgúrverksmiðju við Stóriðjunefnd og fleiri aðila um byggingu kísilgúrverksmðju við Mývatn, en Stóriðjunefnd hefur um rúmlega tveggja ára skeið haft samvinnu við þetta fyrir- tæki varðandi tæknilegar athug- anir á kísilgúrframleiðslu og markaðsrannsóknir. í viðræðum þeim, sem nú hafa farið fram, urðu báðir aðilar sammála um það, að undanfarn- ar rannsóknir bendi eindregið til þess, að kísilgúrverksmiðja við Mývatn geti orðið arðbært fyrir- tæki og unnt muni verða að selja framleiðslu hennar á er- FramhaLd á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.